Þjóðviljinn - 06.06.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.06.1985, Blaðsíða 1
ATVNNULÍF MANNLÍF ÞJÓÐMÁL Uppsagnarfrumvarpið svœft í neðri deild þingsins. Svavar: Stjórnarflokkarnir afhjúpa stéttareðli sitt. GuðmundurJ.: Eins og hrákiframan ífiskverkunarfólk etta er hnefahögg í andlit fisk- verkunarfólks, - það er nán- ast eins og alþingi hafi hrækt framan í það með þessari af- greiðslu, sagði Guðmundur J. Guðmundsson I samtali við Þjóð- viljann í gær eftir að frumvarpi hans og fleiri um aukinn uppsagn- arrétt fiskverkunarfólks hafði verið vísað til ríkisstjórnarinnar í atkvæðagreiðslu í neðri dcild al- þingis og þar með svæft. Nafnakall var við atkvæða- greiðslu um frumvarpið og var ríkisstjórnartillagan samþykkt með 18 atkvæðum gegn 16. Tveir stjórnarþingmenn greidu at- kvæði gegn frávísun, þeir Ólafur Þ. Þórðarson og Ellert Schram. - Tillagan fjallar efnislega um það að ellefu þúsund verkamenn í fiskiðnaði fái sama rétt og aðrir, sagði Guðmundur J. þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu, - og ég neita að samþykkja þá sví- virðu að alþingi skjóti þessu máli frá sér. Samúðin ein dugar skammt. í sama streng tóku þau Svavar Gestsson og Kristín Halldórs- Kona. í dag gefur Bubbi Morthens út nýja breiðskífu sem heitir þessu ágæta nafni. En dagurinn í dag er Ifka merkisdagur fyrir Bubba aó öðru leyti, það eru liðin fimm ár frá því hann gaf út fyrstu plötu sína, hinn fræga (sbjarnarblús. Svo á hann líka afmæli í dag, verður 29 ára. Til hamingju! Mynd E.ÓI. Sporslukóngarnir dóttir þegar þau gerðu grein fyrir atkvæðum sínum. Svavar sagði að með vísun til ríkisstjórnarinn- ar væri stjórnarmeirihlutinn að fella málið og afhjúpa þar með stéttareðli sitt í afstöðu með vinn- uveitendum gegn réttindamáli verkafólks. Augljóst var að ýmsum stjórn- arliðum var ekki rótt við at- kvæðagreiðsluna. Pétur Sigurðs- son sagði við atkvæðagreiðsluna að hann stæði með meirihlutan- um í trausti þess að ríkisstjórnin hefði breytt um stefnu í kjaramál- um, Stefán Valgeirsson sagði eðlilegt að málið yrði leyst með kjarasamningum, Matthías Bjarnason greiddi frávísun at- kvæði í trausti þess að málið yrði tekið til ítarlegrar umfjöllunar í ríkisstjórn og síðar á alþingi, og Stefán Guðmundsson treysti því sömuleiðis að málið yrði annað hvort leyst í kjarasamningum eða á alþingi í haust. Olafur Þ. Þórðarson greiddi at- kvæði með stjórnarandstöðunhi og gerði þá grein fyrir atkvæði sínu að ríkisstjórnin hefði þegar ærin verk að vinna, - það væri sýnt að hún kæmi þeim ekki öllum í lóg, og því ástæðulaust að bæta á hana jafn einföldu og sjálf- sögðu máli og hér væri fram bor- ið. Undanfarið hefur þinginu bor- ist fjöldi undirskriftalista frá fisk- verkunarfólki víða um land til stuðnings frumvarpi Guðmund- ar, Margrétar Frímannsdóttur, Jóhönnu Sigurðardóttur og Kar- vels Pálmasonar. Uppsagnar- frestur verkafólks í fiskiðnaði er nú ein vika. -m Ferða- blað Fjölbreyttar ferðalýsingar og ýmis góð ráð fyrir ferðamenn 16 síðna ferðablað fylgir Þjóðviljanum í dag. í blaðinu er að finna ýmsan fróðleik og ráðleggingar fyrir ferðafólk. Sérstök áhersla er að þessu sinni lögð á Snæfellsnes og sagt frá markverðum stöðum á utanverðu nesinu sem ferða- menn ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Samtök foreldra á dagheimilum Fjöldaganga frá Hlemmi í dag, fímmtudag 6. júní kl. 16.45 afhenda forsvarsmenn Fóstrufélags íslands og Samtök forcldra á dagvistunarheimilum borgarstjóra hátt á þriðja þúsund undirskriftir með kröfum um úr- bætur í launamálum starfsfólks á dagvistarstofnunum. Undirskriftalistanum til stuðn- ings ætla Samtök foreldra að standa fyrir fjöldagöngu frá Hlemmi sem hefst kl. 17.55. For- eldrasamtökin vilja hvetja for- eldra með börnin sín til að fjöl- menna. -sp Gunnar fékk 1,4 miljónir 1M miljónir komu upp úr j TT launaumslögum þeim sem Gunnar G. Schram alþingismað- ur, prófessor og formaður BHM tók við frá hinum ýmsu öngum íslenska ríkisvaldsins á árinu 1984. Það samsvarar því að ríkið hafí greitt honum liðlega 117 þús- und krónur á hverjum mánuði en á síðasta ári var þingfararkaupið u.þ.b. 44 þúsund kr. á mánuði. Tekjulindir Gunnars hjá ríkinu eru þrjár: Alþingi, Háskóli ís- lands og álviðræðunefnd ríkis- stjórnarinnar. Eins og fram hefur komið fékk Gunnar 515.165 krónur fyrir störf sín á vegum álviðræðu- nefndar. Alþingi greiddi honum u.þ.b. 530 þúsund í þingfararkaup og 76.200 í ferðastyrk. Þetta gerir rúmlega 600 þúsund krónur og er þá ótalinn símakostnaður og endurgreiðslur á útlögðum ferða- kostnaði. Hjá Háskóla íslands fékk Gunnar 200.775 kr. fyrir að gegna hálfri prófessorsstöðu og 74.346 fyrir „lúkningu sérstakra rannsóknarverkefna". Þetta gerir samtals u.þ.b. 1,4 miljónir króna en því til viðbótar eru dagpeningar á ferðalögum er- lendis sem eflaust voru drjúgir. -ÞH Sjá fréttaskýringu á bls. 6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.