Þjóðviljinn - 06.06.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.06.1985, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Húsnœðistillögur Eg er hress með að fá aukið fjármagn í húsnæðiskerfið, með að uppstokkun húsnæðis- lána skuli standa fyrir dyrum í sérstakri milliþinganefnd - og með að það skuli vera opnað fyrir endurgreiðslur á næsta ári í gegn- um skattakerfið, sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðu- bandalagsins í samtali við Þjóð- viljann eftir blaðamannafund stjórnarandstöðunnar í fyrradag. Á blaðamannafundinum skýrðu þau Stefán Benediktsson, Guðrún Agnarsdóttir og Jó- hanna Sigurðardóttir ásamt Sva- vari greinargerð stjórnarand- stöðunnar vegna viðræðna við stjórnina um húsnæðismál. Svavar sagðist að sjálfsögðu vera óánægður með ýmislegt, þó um vissan áfangasigur væri að ræða í tillögum stjórnarinnar. - Ég er til að mynda óhress með að félagslega íbúðakerfið; verka- mannabústaðir og húsnæðissam- vinnufélög skuli ekki fá sérstaka fyrirgreiðslu í þessu sambandi. Við munum að sjálfsögðu fylgja okkar afstöðu eftir í þessum mál- um bæði nú á þinginu, í milliþing- anefndinni og annars staðar sem því verður við komið. - Það hefur aldrei staðið til að við í stjórnarandstöðunni sam- þykktum söluskattshækkunina. Við höfum þvert á móti lagt fram ítarlegar tillögur um aðra fjár- öflun. Okkar tillögur gengu m.a. út á 1,7 miljarð til viðbótar í húsnæðiskerfið en samkvæmt til- lögum ríkisstjórnarinnar verður það 1 miljarður. Það er þó í átt- ina. Ég reikna með að aukið fjár- magn í húsnæðislánakerfið skili sér í hærri lánum, sérstaklega þeirra sem standa í húsnæðis- kaupum í fyrsta sinn. Og ég ætlast til að nú verði fyrsta skrefið stigið í þá átt að stokka upp lánakerfið, - þ.e. að milliþinganefndin vinni að því. Þess vegna bind ég nokkr- ar vonir við hana. Það er auðvitað slæmt að ríkis- stjórnin féllst ekki á vaxtalækk- unina en við lögðum til að raun- vextir af húsnæðislánum færu aldrei yfir 3%. En ríkisstjórnin var sjálfri sér lík og hafnaði vax- talækkun. Undirrótin að húsn- ælðisvandanum er að sjálfsögðu sú, að vísitölubætur voru bannað- ar og lánin hafa vaðið áfram með- an launin sitja eftir. Það þarf því kauphækkun, kauptryggingu og það á að binda lánin við laun, sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins. Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins. Þetta á að þýða það —óg að húsnæðislánin til fólksins eiga að hækka verulega. Tökum á... tækin vantar! RAROFLUN7.OG8.IUNI tíl tækjakaupa fyrir væntanlega hjartaskurðdeild Landspitalans LANDSSAMTOK HJARTASIÚKUNGA Emil Sigurðsson í fjáröflunarnefnd Landsamtaka hjartasjúklinga og Rúrik Kristjánsson framkvæmdastjóri nefndarinnar með kynningarspjald söfnunarinnar. Hjartasjúklingar Tökum á, tækin vantar Landsamtök hjartasjúklinga efna tilfjársöfnunar til kaupa á tækjum í vœntanlega hjartaskurðstofu Aföstudag og laugardag efna Landsamtök hjartasjúklinga til fjársöfnunar um allt land undir kjörorðinu „Tökum á, tækin vantar“ og verður söfnunarfénu varið til kaupa á tækjum fyrir hjartaskurðdeild sem ákveðið hefur verið að opna við Land- spítalann. Mjög hefur aukist að senda hjartasjúklinga til útlanda í kransæða- og lokuaðgerðir og fóru þannig 148 í uppskurði til London á síðasta ári en fyrir árið 1981 fóru 4-30 árlega. Magnús Karl Pétursson sérfræðingur á hjartadeild Landspítalans sagði á blaðamannafundi í gær að könn- un á þeim sem f£7\i slíka aðgerð fyrir 1982 hefði XvS'í ljós að 82% þeirra eru nú einkennalausir eða með mjög væg einkenni en hjarta- og æðasjúkdómar er al- gengasta dánarorsök íslendinga. Þar sem slíkur fjöldi sjúklinga er sendur erlendis árlega hlýtur það að vera bæði fjárhagslega og þjóðhagslega hagkvæmt að koma upp fullkominni hjartaskurð- deild hérlendis auk þess sem það minnkar álag á sjúklingum og gerir læknum hér kleift að ráða við ýmis bráðatilfelli. Félagsmenn í Landsamtökum hjartasjúklinga og aðstandendur þeirra munu ganga hús úr húsi og selja merki en þau kosta 100 krónur. -GFr Fimmtudagur 6. júni 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Alþýðubandalagið Kauptrygging alger forsenda Framkvœmdastjórn og þingflokkur AB: Vísum á bug þvísiðleysi semfelst í þvíað œtlafullvinnandifólki að lifa á lágmarkslaunum sem yrðu tæpar 17 þúsund á mánuði árið 1986 samkvœmt VSÍ- tilboði „í tilboði Vinnuveitendasam- bands íslands frá 23. maí sl. er boðið upp á kjarasamning sem gilda á til ársloka 1986 án nokk- urrar viðunandi kauptryggingar. Allar líkur eru á að kaupmáttur launa yrði enn lakari á næsta ári en hann er nú ef gengið yrði að tilboðinu. Með slíkum samningi væri verið að festa í sessi það kjararán sem átt hefur sér stað undanfarin tvö ár. Reynslan frá síðustu kjarasamningum er víti til varnaðar. Þeir voru án kaupmátt- artryggingar. Þá samninga eyði- lagði ríkisstjórnin með einu pennastriki. Það má ekki takast að þessu sinni. Álþýðubandalagið undirstrik- ar því enn einu sinni samþykkt miðstjórnar flokksins um að kaupmáttartrygging sé forsenda kjarasamninga og minnir á sam- þykktir verkalýðshreyfingarinn- ar í sömu veru. Alþýðubandalagið vekur sér- staka athygli á þeirri blekkingu að tilboð VSÍ feli í sér mestu launahækkanir til lægst launaða fólksins. Slíkt á ekki við um þá sem vinna eftir töxtum sem eru undir dagvinnutekjutrygging- unni, kr. 14.075 á mánuði, en í þeim hópi er m.a. fiskverkunar- fólk. Alþýðubandalagið hvetur launafólk í landinu að vísa á bug því siðleysi sem felst í því að ætla fullvinnandi fólki að lifa á lág- markslaunum sem yrðu sam- kvæmt tilboði VSÍ tæpar 17.000 kr. á mánuði í lok næsta árs.“ Vísindasjóður Úthlutun lokið Málfræðin fékk mest af greinum hugvísinda Vísindasjóður hefur lokið út- hlutun styrkja fyrir árið 1985. Sem fyrr bárust umsóknir sem námu mun hærri upphæð en sjóð- urinn hafði til ráðstöfunar og því var óhjákvæmilegt að synja mörgum um styrki. Raunvísindadeild veitti 88 styrki upp á kr. 19.709.000. Af einstökum greinum innan deildarinnar voru flestir styrkir veittir til rannsókna í líffræði og skyldum greinum, alls 30. Hug- vísindadeild veitti 61 styrk sem nam kr. 8.700.000. Flestir styrkir þeirrar deildar renna til mál- fræðirannsókna eða 15 talsins, en sagnfræðin kom næst með 14 styrki. Þess má geta að þetta var síðasta úthlutun þeirra stjórna sem nú hafa úthlutað úr deildun- um tveimur í fjögur ár. -pv Samningar Leitað viðbragða Þetta var örstuttur rabbfund- ur. Þeir voru aðallega að leita eftir viðbrögðum sambandsins við tillögum þeirra, sagði Helgi Arnlaugsson hjá Málm- og skipa- smíðasambandi íslands um við- ræðufund þeirra og VSI, sem haldinn var í gær. Að sögn Helga er Vinnuveit- endasambandið að kanna hvern hljómgrunn tillögur þeirra fá al- mennt hjá sérsamböndunum. Hann sagði að Málm- og skipa- smíðasambandið hefði áréttað að sú kauphækkun sem í tilboði VSÍ fælist væri ónóg. Þá væri það vilji sambandsins að um kaupmátt og kaupmáttartryggingu myndi ASI semja fyrir hönd sérsamband- anna, sem stæðu þá að sameigin- legum kröfum. -pv Miljarður í áttina Stjórnarandstaðan lagði til að 1,7 miljarður kœmi til viðbótar í húsnœðislán. Stjórninféllst á einn miljarð. Svavar Gestsson: Hress með aðfá aukið fjármagn í húsnœðiskerfið og að opnað skulifyrir endurgreiðslur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.