Þjóðviljinn - 06.06.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.06.1985, Blaðsíða 5
í fögru veðri laugardaginn 1. júní sl. kl. 11 f.h. kom forseti Islands frú Vigdís Finnboga- dóttir í heimsókn til Skógrækt- arfélags Kópavogs og Fossá í Kjós, sameiginlegri skógrækt- arjörð þess félags og Skóg- ræktarfélags Kjósarsýsiu. í fylgd með forsetanum var fyrsti sendiráðsritari Finna hér á iandi frú Anna Schaumann. Forsetinn kom færandi hendi, með hundrað finnskar birkiplöntur að gjöf, en þær hafði Koivisto Finnlandsfor- seti sent henni að gjöf, til frjálsrar ráðstöfunar. Plöntur þessar eru af tegund sem kallast hengibirki af því að greinar þess eru niður sveigðar, plönturnar eru nefndar „Masur- björkar" í gjafabréfi Finnlands- forseta. A skógræktarsvæði í austurhlíð Fossárdals voru saman komnir nokkrir tugir manna úr Kópavogi og Kjós, og fór þarna fram stutt athöfn. Leó Guðlaugs- son, formaður Skógræktarfélags Kópavogs, bauð forsetann, send- iráðsritarann og aðra gesti velk- omna, en síðan tók Vigdís forseti til máls. Hún sagði, að í opinberri heimsókn sinni til Finnlands hefði hún verið spurð, hvort hana langaði ekki til að hafa heim með sér eitthvað frá Finnlandi, og hefði hún þá svarað, „svo sem eins og 100 tré“, því að ísland væri fátækt af skógi. Og nú væru þessi hundrað tré komin. Síðan flutti frú Anna Schumann, fyrsti sendiráðsritari Finna hér, stutt ávarp og las bréf, sem sending- unni fylgdi frá Koivisto forseta til Leó Guðlaugsson formaður Skógræktarfólags Kópavogs fylgir Vigdísi Finnbogadóttur og Önnu Schumann að reitnum þar sem finnska birkinu var plant- að. Ljósm. Guðlaugur Leósson. „Svo sem eins og 100 tré“ Sagtfrá athöfn sl. laugardag þar sem Vigdís Finnbogadóttir og fleiri gróöursettu 100 birkiplönturfrá Finnlandi ítilefni af 30 ára afmæli Kópavogs og 70 ára kosningarétti íslenskra kvenna. Vigdís Finnbogadóttir forseti gróðursetti fyrstu birkiplöntuna í landi Skógrækt- arfélags Kópavogs. Guðmundur Örn Árnason skógfræðingur aðstoðar forset- ann. Ljósm. Guðlaugur Leósson. Vigdísar forseta. Þetta afhend- ingarbréf er á þessa leið.: „Með þessu bréfi gef og af- hendi ég, Mauno Henrik Koi- visto, forseti finnska lýðveldisins, Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslenska lýðveldisins, eitt hundr- að hengibirkiplöntur til frjálsrar ráðstöfunar hinu fagra landi sínu til meiri prýði. Petta er í samræmi við loforð er ég gaf við hina kær- komnu opinberu heimsókn yðar til Finnlands, Vigdís forseti. Þessar birkiplöntur eru vaxnar í náttúrlegu umhverfi í kunnum birkilundi, og sjáldgæfum, frá veðurfræðilegu sjónarmiði, í Sakanavaara í Kittila-héraði í Norður Lapplandi, 150 km norðan heimskautsbaugs. Það er mín von, að þessar ungu bjarkir skjóti rótum í nýjum heimkynn- um og verði varanlegur hluti af hinni stórbrotnu íslensku nátt- úru. Jafnframt eiga þær að vera eitt táknið enn um hlýja vináttu okk- ar, og milli Finna og íslendinga, vitni um hin góðu kynni þjóða okkar, tengsl sem hafa vaxið og styrkst meðan þér hafið verið forseti íslands, Vigdís. Lengi lifi vináttan og ein- drægnin. Megi bjarkirnar laufgast. Gert í Forsetahöllinni í Hels- ingfors 24. mai 1985. Mauno Koivisto." Vigdís forseti skýrði síðan frá því, að hún hefði ákveðið að ráð- stafa þessum ungu finnsku björkum til gróðursetningar á Nokkrir gestanna tylltu sér á grasbala í önn dagsins. Ljósm. Guðlaugur Leósson. vegum Skógræktarfélags Kópa- vogs og Skógræktarfélags Kjós- arsýslu, á þessum stað, í tilefni af 30 ára afmæli Kópavogskaup- staðar 11. maí sl., og jafnframt til þess að minnast þess að 70 ár eru liðin síðan íslenskar konur fengu kosningarétt. Leó Guðlaugsson formaður Skógræktarfélags Kópavogs, þakkaði gjöfina fyrir hönd félags síns og Skógræktarfélags Kjósar- sýslu, og lýsti stuttlega skógrækt- arstarfi á Fossá. Hann sagði að hvert tré sem gefið væri og gróð- ursett í íslenska mold væri góð gjöf landi og framtíð, en hundrað tré, gefin af þjóðhöfðingja þús- und sinnum meira virði, því að hún eggjaði okkur lögeggjan til meiri skógræktar. Hann kvaðst bjóða þessa 100 landnema, komna frá vinaþjóð, hjartanlega velkomna og vona að þeir döfn- uðu vel, og gæfu mikið fræ og yrðu forfeður margra skógar- lunda vítt um landið. Kristján Guðmundsson, bæjarstjóri í Kópavogi, þakkaði forsetanum fyrir að minnast afmælis bæjarins með þessum hætti. Kristín Vigg- ósdóttir færði forsetu þakkir fyrir hönd Kvenfélágasambands Kóp- avogs. Að þessu lok; gróðursetti Vigdís forseti fyrstu birkiplönt- una og fulltrúi Finna þá næstu í reit sem afmarkaður hafði verið í hlíðinni í þessu skyni, en konur úr Kvenfélagasambandi Kópavogs, gróðursettu gjafaplönturnar með aðstoð félaga úr skógræktarfél- ögunum. Síðan voru bornar fram veitingar og sungið við raust. Fimmtudagur 6. júní 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.