Þjóðviljinn - 06.06.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.06.1985, Blaðsíða 9
ATVINNUUF ÞJÓÐMÁL Um þaö bil helming erlendra skulda má rekja til framkvæmda í orkumálum, þar af er þáttur Landsvirkjunar um 60%. Myndin er tekin þegar hornsteinninn var lagður að Hrauneyjarfossvirkjun í segtember 1981. Ljósm. eik. Skýringin er tvíþætt og liggur annars vegar í tilhögun fram- kvæmda og hins vegar í árangri samninga. Á þeim 20 árum sem Landsvirkjun hefur starfað hefur fyrirtækið þurft að fjárfesta í rúmlega 700 Gwst. til að fullnægja orkuþörf fyrirtækisins vegna almenningsveitna. En framkvæmdagleðin hefur verið heldur meiri. Hún hefurfjárfest á lager rúmlega 700 Gwst. til við- bótar, þ.e.a.s. framkvæmda- hraðinn hefur verið tvöfalt meiri en þörf var á ef frá eru taldar framkvæmdir vegna orkufreks iðnaðar. Það er ekki rétt hjá DV að kalla þetta „óhóflega fram- kvæmdagleði." Hér er um örlitla ónákvæmni í mati á markaðsað- stæðum að ræða, óhagkvæmni sem er um eða innan við 100%. Ónákvæmni sem við borgum með allt að 50% hærra raforku- verði til almenningsveitna en ella. Alþýðubandalagið hefur mótað skýra stefnu í orkumálum. Sú stefnumörkun liggur fyrir í ít- arlegri skýrslu sem út kom á veg- um miðstjórnar 1946 og sam- þykkt flokksráðsfundar í nóvem- ber sama ár. Ég rifjaði upp þessa samþykkt fyrir þennan fund og sé ekki að það sé þörf á að breyta í neinum grundvallaratriðum frá þeirri merku stefnumótun sem þarna var gerð. Sem dæmni má nefna að í þessari skýrslu var sett fram virkjanastefna í framhaldi af Sigölduvirkjun sem fól í sér ýmsar minni virkjanir sem hefðu fallið vel að markaðsþörf á hverj- um tíma. Eitt af áherlsuatriðum í virkj- anastefnu AB hefur alltaf verið að forðast óþarfa umframfjár- bindingu í orkugeiranum. Þessi stefna varð undir og nú sitjum við uppi með 700 Gwst. umfram markaðsþörf eða meiri orku en nemur framleiðslugetu heillar stórvirkjunar á borð við Sigöldu- virkjun. Sú virkjun kostaði hvorki meira né minna en um 7 milljarða íslenskra króna miðað við núgildandi verðlag. islenskir sósíalistar hafa alla tíð haft skýra stefnu í orkumálum, segir Finn- bogi Jónsson m.a. í erindi sínu sem birt er hér í heild. Getum ekki haldið svo áfram Ég held að flestum sé orðið Ijóst að við getum ekki haldið áfram á sömu braut. Það er fyrir- sjáanlegt að við höfum næga orku til að fullnægja þörfum hins al- menna orkuneytenda fram yfir 1992. Er þá nokkurt vit í því að stefna að Blönduvirkjun 1988? Eigum við á sama tíma og er- lendar skuldir eru komnar á þjóðhættulegt stig og stórlega vantar á fjármagn til uppbygging- ar arðbærra atvinnugreina að samþykkja fjárfestingu uppá 8 Vz' milljarð til að útvega 150 mönnum atvinnu til viðbótar í Straumsvík? Nei. Við eigum að nýta fjármagnið í arðbærar fram- kvæmdir og velja úr þær greinar sem skila mestum gjaldeyristekj- um á hverja fjárfesta krónu. Við eigum marga athyglisverða möguleika í þeim efnum sem verða að hafa forgang. Eins og sakir standa höfum við ekki efni á framkvæmdum á borð við stækk- un álversins í Straumsvík. Orkuveislan Nesjavellir næsta stórvirkjun? Eiri stœrsta virkjun á landinu. 400 mega- vatta varmaorkuver upp á4,5 miljarða króna. Akvörðunar að vœnta á nœsta ári. Verður næsta stórvirkjun landsins reist á Nesjavölum fyrir fé Reykvíkinga? Þetta er spurning sem forsvarsmenn Hitaveitu Reykjavíkur og jarð- vísindamenn telja sig ekki geta svarað fyrr en á næsta ári, þeg- ar nauðsynlegum rannsókn- um á að vera lokið á svæðinu. Þær hafa staðið allt frá 1965 og hafa kostað til þessa um 250 miljónir króna. Hengilssvæðið er talið annað stærsta háhitasvæði landsins á eftir Torfajökulssvæðinu. Orku- ver hafa verið reist á háhitasvæð- um í Bjarnarflagi, við Kröflu, í Hveragerði, á Reykjanesi og í Svartsengi, en virkjun á Nesja- völlum yrði langstærsta háhita- virkjunin hér á landi og með stærri virkjunum, langtum stærri en Blanda, svo dæmi sé nefnt. Þegar hafa 11 gufuborholur verið boraðar á Nesjavöllum, landi sem Reykjavíkurborg festi kaup á 1964 og nær niður undir Þingvallavatn í Grafningnum. Nýjasta holan nr. 11 er sú dýpsta og sú heitasta á landinu og þótt víðar væri leitað en hitinn mæld- ist 380 gráður í botni hennar. í sumar er áætlað að veita 160 milj- ónum í boranir og verða boraðar 5 holur til viðbótar. Sú næsta verður í Kýrdal í 340 metra hæð yfir sjávarmáli. Þar er enginn yfirborðsjarðhiti, en viðnáms- mælingar, sem Orkustofnun hef- ur framkvæmt, benda til að þar sé hita að finna. Á næsta ári verður borað annað eins og þá á loks að vera hægt að taka afstöðu til þess hvort svæðið verður virkjað. Tvöföldun á hita og rafmagni Að sögn Árna Gunnarssonar, yfirverkfræðings hjá Hitaveitu Reykjavíkur er miðað við að á Nesjavöllum megi reisa 400 meg- avatta varmaorkuver, en virkjuð jarðhitasvæði í kringum Reykja- vík skila nú um 450 megavöttum í varma. Slíkt orkuver myndi einn- ig framleiða um 40 megavött af rafmagni og með flóknari útbún- aði og minni varmaframleiðslu mætti framleiða þar 70 megavött af rafmagni eða um tvöfalda Hola nr. 6, ein öflugasta holan á svæöinu er t tæplega 300 metra hæð yfir sjávarmáli. Hér skoöa borgarfulltrúarnir Guðmundur Þ. Jónsson og Ingibjörg Rafnar holuna ásamt borgarhagfræðingi, Eggerti Jónssyni. Ljósm. Ál. í þessum „miniatur" af virkjun á Nesjavöllum, tilraun- astöðinni sem reist var á síðasta ári eru nú þegar framleidd 3 megavött af varma. Þetta er smækkuð eftirlíking af fyrirhugaðri virkjun. Ljósm. Ál. Kröfluvirkjun. Afltoppur í raf- magnsnotkun á Stór- Reykjavíkursvæðinu í dag er nú um 100 megavött, þannig að vir- kjun á Nesjavöllum færi hátt í að tvöfalda bæði hitaveitu- og raf- magnsorku á þessu svæði. Þó miðað sé við 400 megavatta varmaorkuver í dag er í raun ekk- ert vitað um afkastagetu svæðis- ins ennþá. Um síðustu áramót var tilbúið virkjað afl á Nesja- völlum sem myndi duga fyrir 120 megavatta virkjun. Hugmyndin um 400 megavatta orkuver bygg- ist á útreiknuðum spám um þörf Reykjavíkur fyrir "tiitaveitu til aldamóta, sem þýðir að við óbreytta 4% árlega aukningu á hitaveitunotkun myndi þessi mikla virkjun ekki duga lengur. Ef aukningin minnkar hins vegar í 3% myndi virkjunin duga til 2024. Fjórðungur þegar til reiðu Að sögn forsvarsmanna HR vantar nú þegar orku á veitu- En hvermg er þetta mikla afl beislað til þess að kynda og lýsa hýbýli á Stór-Reykjavíkursvæð- inu? Úr borholunum kemur blanda af gufu og vatni, svokall- aður jarðhitavökvi sem notaður verður til að hita upp ferskvatn, sem dælt er neðar af svæðinu. 850 kg á sekúndu af jarðhitavökva er áætlað að þurfi til að hita 2.500 lítra á sekúndu af ferskvatni upp í 85 gráður á Celsíus. Síðan er þessu heita vatni dælt úr 180 metrum upp í 400 metra yfir sjá- varmáli um eins kílómeters leið og þaðan verður síðan sjálfrenns- li um 24ra kflómetra leið yfir Hengilssvæðið í hitaveitutankana í Grafarholti. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvernig menn síðan losna við jarðhitavökvann. Hugsanlegt er að bora holur og dæla honum niður í jarðhitakerf- ið aftur en hinn möguleikinn er að skila honum í útfellingarlón þar sem kísillinn fellur út og láta afganginn fara leið náttúrunnar út í grunnvatnsstrauminn. Til hvers? Hér hefur verið hlaupið á nokkrum staðreyndum í tíma, peningum og útreikningum, en spurningarnar eru fleiri. Til hvers á að nota alla þessa orku? Hverj- um á að selja rafmagnið? Hvern- ig mun 1 meters svert rör sem lagt verður ofanjarðar yfir Hengils- svæðið leika náttúru þess og hvaða áhrif mun jarðhitavökvinn og dæling ferskvatnsins úr að- streymi Þingvallavatns hafa á náttúru þess? Þessum spurning- um og ótal öðrum verður tíminn að svara en öll eru þessi mál nú til athugunar m.a. hjá Náttúruvern- darráði og þeim sem standa að Þingvallarannsóknunum. Lokaspurningunni, hvort virkjað verður á Nesjavöllum strax á næsta ári, mun svo borgar- stjórn Reykjavíkur svara, en einn angi þessa máls: kaup borgarinn- ar á Olfusvatnslandi fyrir 60 milj- ónir á 6 árum verður til afgreiðslu í borgarstjórninni í kvöld. svæði HR en ef ákvörðun verður tekin 1986 um virkjun Nesjavalla gæti 200 megavatta áfangi verið farinn að skila heitu vatni til höfuðborgarinnar þremur árum síðar. Ekki má að þeirra sögn líta á framleiðslu á Nesjavöllum sem hreina viðbót þar sem gömlu hit- aveitusvæðin hafa verið „pínd“ mikið á undanförnum árum. Vatnsstaðan hefur sífellt verið að lækka eða um 5-10 metra á ári. Þessi „ofnotkun“ yrði flutt yfir á Nesjavallaframleiðsluna og gömlu svæðunum leyft að jafna sig. Séð yfir Nesjaveili í átt til Skjald- breiðar. Ljósm. Ál. 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 6. júní 1985 Flmmtudagur 6. júní 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.