Þjóðviljinn - 06.06.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 06.06.1985, Blaðsíða 13
HansJörgensen,formaðurSamtakaaldraðraíReykjavík,fyrirframanbyggingusamtakanna að Bólstaðarhlíð 45 í Reykjavík. Þar eru í smíðum 66 íbúðir sem verða tilbúnar til afhendingar síðla næsta árs. Mynd Valdís, 1'íBWrtP -i prrr • aOT| awBi H| Samtök aldraðra í Reykjavík Samtökin vinna merkt starf. Byggja hús í Bólstaðarhlíð. 66 íbúðir tilbúnar á nœsta ári. Nœstum 700 félagar í samtökunum Öllum þeim sem fylgjast með fjölmiðlum er ljóst að miklu meira ber á fréttum af því sem miður fer á ýmsum sviðum en hinu sem vel er gert og oft til mikillar fyrirmyndar. Hef ég löngum undrast hve oft er stagl- ast á því neikvæða en hið jákvæða og eftirbreytniverða, sem svo víða má benda á, er ýmist lítið rætt eða miklu oftar alls ekki. Um þetta mætti nefna mörg dæmi þótt ekki verði gert hér að sinni. Ég minni á þetta vegna þess að merkur félagsskapur hér í borg, SAMTÖK ALDRAÐRA, sem vinnur síðustu árin að stórum og mikilsverðum verkefnum, hefur harla lítið verið nefndur í fjöl- miðlum. Miklar framkvæmdir Þessi ágæti félagsskapur sem nú hefur næstum sjö hundruð manns á félagaskrá hélt nýlega aðalfund sinn. Hann var ágætlega sóttur og ríkti þar mikil ánægja og einhugur með starfsemi Samtak- anna. Skal hér nú skýrt í stuttu máli frá því helsta sem fram kom á aðalfundinum. Formaður Samtakanna, Hans Jörgensson, flutti ítarlega skýrslu um starfsemina á síðasta ári. Kom þar glöggt fram að hún er orðin furðu stór í sniðum, að minnsta kosti þegar miðað er við frjáls félagasamtök lífeyrisþega. Aðal markmið Samtakanna er bygging lítilla, vandaðra þjónust- uíbúða sem verða eignaríbúðir félaga. Fyrsti byggingaráfanginn, 14 íbúðir er í Akralandi í Fossvogi og lauk honum að fullu haustið 1983. • Bygging í Bólstaðarhlíð Annar byggingaáfanginn, feikimikið átak, 66 íbúðir í tveimur sjö hæða blokkum með rúmgóðri tengiálmu fyrir fjöl- þætta þjónustustarfsemi, er við Bólstaðarhlíð. Byggingafélagið ÁRMANNSFELL sér um fram- kvæmd verksins. Áætlað er að þessum stóra áfanga verði að fullu lokið í nóvember 1986. Vegna mjög mikillar eftir- spurnar um húsnæði sótti stjórn Samtakana strax í fyrrasumar til borgarstjórnar um lóð fyrir þriðja byggingaáfangann en hef- ur ekki enn fengið lokasvar. Þess er þó vænst að það berist fljót- lega. Byggingamálin eru að sjálf- sögðu langstærsta verkefni Sam- takanna. Annað stórt og mikilsvert verkefni sem Samtökin eiga aðild að er dagvistarheimilið í MÚLA- BÆ, Ármúla 34. Það reka þau í samvinnu við Reykjavíkurdeild Rauða krossins og Samband ís- lenskra berklasjúklinga. Það hef- ur nú starfað í tæp tvö og hálft ár og nýtur fágætra vinsælda. Formaður upplýsti að stjórn Múlabæjar, sem skipuð er aðal- manni og varamanni frá þessum þremur rekstraraðilum, hefði verið beðin að taka að sér umsjón með rekstri nýrrar stofnunar eða hjúkrunarheimilis fyrir fólk sem haldið er þeim sjúkdómi sem nefndur er heilaskerðing. Þetta fólk getur verið líkamlega hraust en þarf alveg sérstaka aðhlynn- ingu. Gert er ráð fyrir dagvistun fyrir 12-15 sjúklinga. Stjórn Múlabæjar og stjórnir aðildarfélaganna allra hafa sam- þykkt að verða við þessari beiðni, ef borgin leggur til húsnæðið og heilbrigðisráðuneytið þann styrk sem veittur er hliðstæðum stofn- unum. Gert er ákveðið ráð fyrir að samkomulag náist um þetta mál áður en langt líður. Styrktarsjóður aldraðra er látinn standa undir kostnaði sem verður af rekstri Múlabæjar. Þótt þetta hvort tveggja sem nú hefur verið drepið á: byggingaá- takið stóra í Bólstaðarhlíð og rekstur Múlabæjar séu ærin verk- efni nefndi formaður í skýrslu sinni sitthvað fleira sem stjórn SAMTAKA ALDRAÐRA vann að á síðasta ári. Skal þess hér einnig getið með nokkrum orðum. Happdrætti Er þar fyrst að nefna happ- drættið sem Samtökin efndu til á árinu. Því var einstaklega vel tekið af öllum þeim sem leitað var til, bæði félögum og einstak- lingum, og bar því furðu góðan árangur þótt tími væri naumur til að selja miðana. Ágóðinn bætti styrktarsjóðinn myndarlega og þar með aðstöðu Samtakanna til að starfa að hjúkrunarmálum. í öðru lagi nefndi formaður að stjórnin hefði ákveðið að hefja aukið félagsstarf á vegum Sam- takanna. Þessar tilraunir voru gerðar með einni skemmtiferð um Suðurlandsundirlendið í ág- úst með viðkomu á völdum stöð- um, og svo með síðdegissam- komu í nóvember með blönduðu efni, fróðleik, söng og gamni. Báðar þessar tilraunir voru vel sóttar og þóttu takast vel. Nokkr- ir félagar sem sóttu aðalfundinn fóru um þær einkar hlýjum orð- um og mæltust eindregið til að þær yrðu endurteknar. í skýrslu sinni ræddi formaður sitthvað fleira en að því verður ekki nánar vikið í þessu stuttu yf- irliti. Að lokinni skýrslu formanns gerði gjaldkeri, Sigurður Gunn- arsson, grein fyrir reikningum félagsins. Því næst gaf fundarstjóri orðið frjálst um skýrsluna og reikning- ana. Nokkrir félagar tóku til máls, báru fram ýmsar fyrir- spurnir og fluttu stjórninni hlýjar þakkir fyrir mikil og góð störf. Formaður svaraði öllum fyrir- spurnum og þakkaði hlýhug í garð stjórnarinnar. Var síðan hvort tveggja samþykkt sam- hljóða. Alyktanir Eftirfarandi tillögur voru ein- róma samþykktar á fundinum Aðalfundurinn samþykkir að skora á þingmenn allra flokka að styðja veitingu fjármagns til hjálpar öldruðum til að geta búið síðustu æviárin í litlum, þægi- legum íbúðum með þjónustuað- stöðu og félagslegu öryggi, annað hvort sem eignaríbúðum eða leiguíbúðum með eignaríhlutun. Til þess að það geti almennt orðið þarf að opna möguleika fyrir samtök aldraðra hvar á landinu sem þau eru til að verða aðnjótandi laga, svipuðum og verkamannabústaðirnir njóta, eða með hagkvæmum lánum þar sem íbúarnir koma til með að kaupa sig inn í viðurkennda þjón- ustuíbúð með 20%-40% verði íbúðanna, en greiða svo húsa- leigu að auki. Endursala getur svo miðast við þann hluta sem greiddur hefur verið. Þingmenn og Alþingi, - hjálp- ið þeim öldruðu, t.d. 65 ára og eldri til að njóta ellinnar í ánægjulegu umhverfi og við ör- yggisaðstöðu. Aðeins lítill hluti þessa fólks getur veitt sér þetta við þær fjárhags- og vaxtaaðstæð- ur sem nú rík j a í þessum málum. “ Reykjavíkurborg aðstoðar Samtökin í viðleitni þeirra við að búa öldruðum öryggi og félags- lega þjónustu með byggingu þeirra 66 þjónustuíbúða sem nú eru í smíðum í Bólstaðarhlíð og sendir því aðalfundurinn eftirfar- andi samþykkt til stjórnar Reykjavíkurborgar: Þakklæti „Aðalfundurinn samþykkir að senda borgarstjóra, skipulags- nefnd þjónustuíbúða Reykjavík- urborgar svo og borgarstjórn Reykjavíkur alúðar þakkir fyrir veittan stuðning við SAMTÖK ALDRAÐRA í Reykjavík með því að kosta uppbyggingu þjón- ustumiðstöðvar við íbúðirnar í Bólstaðarhlíð og samþykkja að starfrækja rekstur hennar fyrir þá íbúa Samtakanna sem þar eiga eftir að eyða elliárunum. Ellilífeyrisþegum Reykjavíkur er það mikill stuðningur, bæði andlega og líkamlega, að geta átt von á áframhaldandi aðstoð við lausn íbúðarvandamála þeirra. Með samþykkt þessari færa 680 félagar í Samtökum aldraðra fram þakkir sínar og von um sam- starf í þessum málum í framtíð- inni.“ Rætt var einnig um hjúkrunar- og líknarmál aldraðra og sam- þykkt eftirfarandi tillaga í því máli: „Aðalfundurinn skorar á borg- aryfirvöld og Alþingi að ljúka við B-álmu Borgarspítalans sem allra fyrst. Eins og kunnugt er er sú álma ætluð sjúku, öldruðu fólki, en á því sviði ríkir vandræðaá- stand í borginni.“ Stjórn samtakanna skipa nú þessir félagar: Hans Jörgensson, Lóa Þor- kelsdóttir, Sigurður Gunnarsson, Ágúst H. Kristjánsson, Eysteinn Sigfússon, Guðrún Runólfsdótt- ir, Jón Steinsson og Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofa Samtakanna er opin alla virka daga frá klukkan 10-12 og 13-15. Hún er á Laugavegi 116, þriðju hæð, sími 2 64 10. Sigurður Gunnarsson fundarritari. Flmmtudagur 6. júní 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.