Þjóðviljinn - 06.06.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 06.06.1985, Blaðsíða 14
Laus staða Staða ritara hjá Vita- og hafnarmálaskrifstofu er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi ríkisstarfs- manna. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist fyrir 14. júní. Vita- og hafnarmálaskrifstofan Seljavegi 32. Sími 27733. Kennarar Kennara vantar að Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Æskilegar kennslugreinar: Stærðfræði, eðlisfræði, tónmennt, handmenntpilta, myndmennt, kennsla yngri barna. Gott húsnæði á lágu verði, rétt við skólann. Nýtt skólahús, góð vinnuskilyrði. Upp- lýsingar gefur skólastjóri síma 97-5159. SANDGERÐI Blaðbera vantar í Sandgerði. Upplýsingar hjá Þorbjörgu síma 7764. Þjóðviljinn Tilkynning frá Byggðasjóði í lögum nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum er gert ráð fyrir útvegun fjár- magns til lánveitinga til fyrirtækja, sem þurfa að bæta aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað. Samkomulag hefur verið gert milli Framkvæmda- stofnunar ríkisins og félagsmálaráðuneytisins um að lán þessi verði veitt úr Byggðasjóði af sérstöku fé, sem aflað verður í þessu skyni. Umsóknir um lán þessi skulu því sendar Byggðasjóði, Rauðarárstíg 25, Reykjavík, á umsóknareyðublöðum Byggðasjóðs, þar sem sérstaklega sé tekið fram að um sé að ræða lán vegna þætts aðbúnaðar, hollustu- hátta og öryggis á vinnustað. Umsóknarfrestur er til 20. júní n.k. Endurnýja þarf umsóknir, er áður hafa verið sendar en ekki hlotið afgreiðslu. ^ Frá Menntamálaráðu- 9 neytinu: Lausar stööur við framhaldsskóla. Umsóknar- frestur til 25. júní. Við Fjölbrautarskólann í Breiðholti, kennarastaða í dönsku, ensku, eðlisfræði, félagsfræði og tværstöður í hjúkrunarfræðum. Við Fjölbrautaskólann á Akranesi, kennarastaða í málmiðnagreinum. Við Fjölbrautaskóla Garðabæjar, kennarastaða í líffræði og hálf kennarastaða í spænsku. Við Menntaskólann að Laugarvatni, kennarastaða í náttúrufræðum. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykja- vík. Menntamálaráðuneytið Auglýsing um styrki til lúðrasveita samkvæmt ákvörðun mennta- málaráðuneytisins. A fjárlögum fyrir árið 1985 eru veittar kr. 130.000 til að styrkja starfsemi lúðrasveita samkvæmt ákvörðun Menntamálaráðuneytisins. Þær lúðrasveitir, sem hafa hug á að sækja um styrk af þessu fé, sendi ráðuneytinu umsókn, ásamt starfs- skýrslu og ársreikningi sl. árs, fyrir 5. júlí 1985. Menntamálaráðuneytið, 4. júní 1985. Amnesty International Aðalfundur íslandsdeildar Amnesty International var haldinn 29. apríl s.l. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf. Tveir félagar gengu úr stjórn, þau Jóhanna Jóhannesdóttir tæknifræðingur og séra Bern- harður Guðmundsson. Stjórn- ina skipa nú: Hjördís Hákonar- dóttir borgardómari, Sigríður Ingvarsdóttir lögfræðingur, Bergljót Guðmundsdóttir læknaritari, Ævar Kjartansson dagskrárfulltrúi og séra Jón Bjarman. Varamenn eru Guð- rún Hannesdóttir kennari og Sveinn Einarsson leikstjóri. Starfsemin hefur verið fjöl- breytt á árinu. Má þar t.d. nefna umræðufund um Mannréttindi er haldinn var í Skálholti s.l. haust; sérstakt átak í baráttu gegn pynt- ingum er hófst í maí á s.l. ári; hátíðafund á Hótel Borg í tilefni 10 ára afmælis íslandsdeildarinn- ar; sýningu á ljósmyndum og teikningum í Gerðubergi o.fl. A árinu var stofnaður sérstakur læknahópur innan deildarinnar. Megin markmið starfsáætlunar næsta starfsár verður Mannrétt- indakennsla, þ.e. að vekja meiri athygli á mannréttindamálum. Skrifstofan er sem fyrr í Hafn- arstræti 15, III hæð (s. 16940) og veitir Sif Aðils henni forstöðu. Kennarar Kennara vantar við Grenivíkurskóla, sem er grunn- skóli með forskóla til 9. bekkjar. Góð vinnuaðstaða er í skólanum. Frítt húsnæði fyrir kennara í góðri íbúð. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 96-33131 eða 96-33118. Digranesprestakall Aðalsafnaðarfundur verður haldinn í safnaðarheimil- inu við Bjarnhólastíg mánudaginn 10. júní og hefst kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Sóknarnefndin. Almennur landsfundur Samtaka um jafnrétti milli landshluta verður haldinn í Skjólbraut í Mývatnssveit 8. og 9. júní. Þar verður mótuð uppbygging og stefna samtakanna. Til þingsins er boðið öllum félögum samtakanna og öllum sem áhuga hafa á að kynna sér starfið og ganga í samtökin. Upplýsingar gefa Magnús Kristinsson sími 96-23858 og 96-23996. Blikkiðjan lönbúð 3, Garðabæ önnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiði. Gerum föst verðtilboö SÍMI46711 STJORNMAL OG KVENNABARÁTTA OPNIR FUNDIR Konur í Alþýðubandalaginu gangast fyrir opnum fundum um stjórnmál og kvennabaráttu. Málin verða reifuð og rædd af mál- svörum Alþýðubandalagskvenna og öðrum fundargestum. SIGLUFIRÐI SELFOSSI Laugardaginn 8. júní kl. 15.00, í Vökusal, Suðurgötu 10. Á fundinn koma: Álfheiður Ingadóttir, Reykjavík Bjarnfríður Leósdóttir, Akranesi Gerður Óskarsdóttir, Reykjavík Hallveig Thorlacius, Varmahlíð Jóhanna Karlsdóttir, Sauðárkróki Signý Jóhannsdóttir, Siglufirði Sigurbjörg Sveinsdóttir, Hafnarfirði Sunnudaginn 9. júní kl. 20.30, í Árvirkjahúsinu, Eyravegi 29. Á fundinn koma: Adda Bára Sigfúsdóttir, Reykjavík Auður Guðbrandsdóttir, Hveragerði, Elín Oddgeirsdóttir, Gnúpverjahreppi Guðrún Agústsdóttir, Reykjavík Hansína Stefánsdóttir, Seifossi Helga Sigurjónsdóttir, Reykjavík Margrét Frímannsdóttir, Stokkseyri BLÖNDUÓSI Sunnudaginn 9. júní kl. 15, í Hótel Blönduósi. Gerður Oskarsdóttir, Reykjavík Hallveig Thorlacius, Varmahlíð Kristín Mogensen, Blönduósi Sigurbjörg Sveinsdóttir, Hafnarfirði SAUÐÁRKRÓKI Sunnudaginn 9. júní kl. 15.00, í Safnahúsinu: Álfheiður Ingadóttir, Reykjavík Anna Kristín Gunnarsdóttir, Sauðárkróki Bjarnfríður Leósdóttir, Akranesi AKRANESI Sunnudaginn 9. júní kl. 15.00 í Rein. Á fundinum verða auk heimakvenna: Elna Jónsdóttir, Egilsstöðum Elsa Kristjánsdóttir, Sandgerði Guðrún Helgadóttir, Reykjavík Margrét Pála Ólafsdóttir, Reykjavík ÍSAFIRÐI Sunnudaginn 9. júní kl. 16.00 á Hótel ísafirði: Hanna Lára Gunnarsdóttir, ísafirði Kristin Á. Ólafsdóttir, Reykjavík Svanfriður Jónasdóttir, Dalvík Þuríður Pétursdóttir, ísafirði Fundirnir eru öllum opnir meðan húsrúm leyfir. Konur í Alþýðubandalaginu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.