Þjóðviljinn - 06.06.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 06.06.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. MQÐWIUINM Fimmtudagur 6. júnt 1985 126. tólublað 50. árgangur Alþingi Steingrímur ávrtaður Forseti efri deildar tókforsœtisráðherra á heinið. Steingrímur: Stjórnarliðar tefja málin. Ekkert samkomulag umþinglok, - titringur á alþingi. Ragnar A rnalds: AIdreijafnmikil ringulreið. Fundur í efri deild alþingis hófst í gær með því að Stefán Benediktsson, forseti deildarinn- ar í fjarveru Salome Þorkelsdótt- ur, kallaði forsætisráðherra inná fundinn og flutti honum ádrepu í tilefni ummæla hans í Morgun- blaðinu í gær. Þar sagðist Steingrímur Hcrmannsson ekki vilja neina samninga við stjórnar- andstöðuna um afgreiðslu mála á þinginu, og hallmælti þing- mönnum efri deildar fyrir slæleg vinnubrögð. Allmargir þingmenn deildar- innar gagnrýndu ummæli forsæt- isráðherra og töldu bæði stjórnarsinnar og stjórnarand- Á rútudeginum verða sýndar gamlar og nýjar rútur. Hér eru tvær af gömlu gerðinni. Til vinstri er boddíbíll af gerðinni Ford 1930 en til hægri er Ford-rúta, módel 1946. Sérleyfishafar: Rútudagurinn á laugardag Fjölmargir aðilar sem tengjastferðamálum kynna ferðamöguleika innanlands Einhver stærsta og yfirgrips- mesta kynning á innanlands- ferðum, sem haldin hefur verið hérlendis, verður á svokölluðum rútudegi á laugardaginn kemur. Það er Félag sérleyfishafa ásamt um 22 öðrum aðilum er tengjast ferðamálum sem gangast fyrir þessari kynningu. Á rútudeginum verður auk kynningarinnar rútubflasýning þar sem sýndar verða um 50 rútur af öllum stærðum og gerðum og þ.á.m. nokkrar gamlar. Almenn- ingi verður einnig boðið upp á margvíslega skemmtun í Um- ferðamiðstöðinni. f>ar má nefna skoðunarferðir um Reykjavík með leiðsögn, barnaskemmtun með Bjössa bollu og gæludýra- sýningu, lúðrasveit leikur og hin- ir klassísku rútubflasöngvar verða að sjálfsögðu sungnir. Dagskráin stendur frá kl. 10-18. Þetta er í annað sinn sem rútu- dagurinn er haldinn en í ár verður hann enn viðameiri en síðast því að nú eru liðin 50 ár síðan lög voru sett um sérleyfisakstur á ís- landi. Á laugardag verður 50% afsláttur á öllum rútuferðum á landinu. -GFr stæðingar að dráttur á þingstörf- um væri fyrst og fremst um að kenna seint fram komnum stjórn- arfrumvörpum. Kom meðal ann- ars til orðahnippinga milli Stein- gríms og Eyjólfs Konráðs Jóns- sonar af þessum sökum. Steingrímur hélt fast við að hann gerði ekkert samkomulag við stjórnarandstöðuna um þing- lok, en sagði að hann hefði ekki verið að veitast að þingmönnum andstöðunnar með ummælum sínum um seinagang í störfum þingsins. „í mörgum tilvikum hafa þingmenn stjórnarinnar taf- ið meira fyrir málum en stjórnar- andstöðuþingmenn“ sagði Stein- grímur, og sagði undarlegt að þegar búið væri að ræða mál „aft- ur og aftur, í vikur og mánuði" í ríkisstjórn og þingflokkum henn- ar, - „þá stendur ekki síst á okkar mönnum í nefndum". Töluverður órói var í þing- sölum vegna þessa máls í gær. Þingflokkar stjórnarandstöð- unnar höfnuðu beiðni forseta neðri deildar um kvöldfund, og í umræðunum í efri deild sagði Eiður Guðnason að Alþýðu- flokkurinn mundi ekki ganga til neinna viðræðna um þinglok meðan yfirlýsing Steingríms um framgang þingmála óháðan stjórnarandstöðu stæði óhögguð. Ragnar Arnalds formaður þingflokks Alþýðubandalagsins sagði við Þjóðviljann í gær að aldrei hefði verið jafnmikil ring- ulreiðáþingstörfumognú, enda væri þetta þing hið langlengsta sem setið hefði. Ástæðan væri fyrst og fremst að stjórnin hefði eftir páska fleygt inná þingið um 30 frumvörpum sem flest væru hin mesta hrákasmíð. „Ég veit að mörgum stjórnarliðum er farið að blöskra þetta forystuleysi ríkisstjórnarinnar og heimta að einhver stefna sé tekin um þing- haldið“ sagði Ragnar. -m Friðarhreyfing íslenskra kvenna Konur vilja frið Undirskriftasafnanir hafnar. Allar íslenskar konur skrifi undir. Framlag okkar árið 1985 til réttlætis ogfriðar. I gær miðvikudaginn 5. júní hófst formlega undirskriftasöfn- un íslenskra kvenna undir friðar- ávarp. Að söfnuninni standa Samstarfsnefnd um lok kvenna- áratugar Sameinuðu þjóðanna og Friðarhreyfing íslenskra kvenna, mun söfnunin standa út júní. Markmið aðstandenda söfnun- arinnar er að ailar íslenskar kon- ur sem náð hafa 18 ára aldri skrifl undir, en að sjálfsögðu eru yngri konur velkomnar líka. Frú Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands mun skrifa undir friðarávarpið. Með friðarávarpinu hyggjast íslenskar konur sýna vilja sinn í afvopnunar- og friðarmálum, er skipt geta sköpumfyrir framtíð mannkyns á þessari jörð, og er framlag þeirra til friðar og rétt- lætis. Undirskriftasöfnunin er gerð í tilefni loka kvennaáratugar Sam- einuðu þjóðanna og verða list- arnir afhentir á Kvennaráðstefnu SÞ í Nairobi nú í júlí og afrit af- hent ríkisstjórn íslands. Öll kvenfélög á landinu hafa fengið undirskriftalista og hafa veg og vanda af framkvæmd söfn- unarinnar hvert á sínu félagss- viði. í Reykjavík verður miðstöð söfnunarinnar að Hallveigarstöð- um, Túngötu 14 og er síminn þar 91-24800. Undirskriftarlistarnir liggja víða frammi í matvöru- verslunum, á fjölmennum vinnu- stöðum og í safnaðarheimilum. Árið 1975 sýndu íslenskar kon- ur hvers þær eru megnugar. Friðarávarp íslenskra kvenna árið 1985 verður eftirminnilegt framlag þeirra til friðar og rétt- lætis í heiminum. -sp Eyjamótið Lein vann Jóhann Jóhann Hjartarson tapaði fyrir Lein í 8. umferð alþjóðaskák- mótsins í Eyjum í gærkvöld. Lein er efstur með SVi vinning og bið- skák og Jóhann er með 5Vi vinn- ing. Skák þeirra Helga og Tisdall fór í bið og stendur Helgi betur. Einnig fór skák Ingvars og Lomb- ardys í bið og stendur Ingvar bet- ur. Jón L. og Guðmundur gerðu jafntefli, Plaskett vann Ásgeir, Short vann Björn og skák þeirra Karls og Braga fór í bið. Bið- skákir þeirra Björns og Ingvars og Lein og Tisdall fóru aftur í bið í gærkvöld. -^g- Víghúnaður Hemaðamppbygging á höfum Friðarsamband norðurhafa með aðgerðir 15. júní Eins og einhverja rekur kannski minni til var haldin í ágúst í fyrra merk ráðstefna á Loft- leiðum á vegum Friðarsambands norðurhafa. Þær friðarhrcyflng- ar og samtök sem eru aðilar að þessum samtökum, tóku þar þá ákvörðun að standa að tveimur aðgerðahrinum á ári, - í desem- ber og um miðjan júní. Þann 15. júní næstkomandi verða aðgerðir í nafni sámtak- anna og beinast þær fyrst og fremst gegn stóraukinni vígbún- aðaruppbyggingu á höfunum. Friðarhreyfingar á Kyrrahafs- svæðum hafa sameinast Atlants- hafssamtökunum um aðgerðir, þannig að mótmælt verður mikl- um fjölda langdrægra stýriflauga sem verið er að setja í skip og kafbáta bæði á Atlants- og Kyrra- hafi. Háar tölur hafa heyrst nefndar, m.a. að 4500 stýriflaug- ar verði í skipum á Atlantshafinu einu. En samtökin hafa þegar byrjað markviss mótmæli og eru friðaraðgerðir í Glasgow og Grænlandi nú undanfarið liður í þeim. Aðalaðgerðardagurinn er þó 15. júní þar sem settar verða fram sameiginlegar kröfur til rík- isstjórna allra aðildarlanda. í megindráttum eru þær fólgnar í þrennu: Að ríkisstjómirnar knýji á um að risaveldin hætti hernað- aruppbyggingu á hafi úti, að þær sýni frumkvæði í að koma á al- þjóðlegu banni og að þær neiti skipum sem sigla með langdrægar stýriflaugar innanborðs um að leita hafnar. -pv

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.