Þjóðviljinn - 07.06.1985, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 07.06.1985, Qupperneq 1
7 júní 1985 föstu- dagur 127. tölublað öQ^ároangur DJÚÐVIUINN UM HELGINA GIÆTAN ÞJÓÐMÁL Reykjavík Loka dagvistir í haust? A 3. þúsund undirskriftir afhentar borgarstjóra í gœr þar sem krafist er úrbóta í rekstri dagvistarheimilanna í borginni. Igær afhentu fóstrur og Samtök foreldra barna á dagvistar- heiniihun í Reykjavík borgar- stjóra undirskriftalista með hátt á þriðja þúsund undirskriftum með kröfum um úrbætur í rekstri dagvistarheimila Reykjavíkur- borgar. Samtök foreldra barna á dag- vistunarheimilum stóðu fyrir fjöl- dagöngu frá Hlemmi að Borg- arstjórnarskrifstofunni, og tóku á milli 200-300 manns þátt í henni og fjölmenntu síðan á pallana undirskriftalistanum til stuðn- ings. Gangan þótti takast mjög vel miðað við að hún var ekki auglýst og sýnir það hug manna til þessara mála", sagði Katrín Didriksen einn af forsvarsmönn- um hennar. Þegar borgarstjóri tók við list- anum, sagði hann að listinn færi til borgarráðs og yrði tekinn til athugunar, en sagðist ekki geta sagt neitt á þessari stundu hvern- ig umfjöllunin yrði. Laust fyrir matarhlé í gær- kvöldi lagði Sigurjón Pétursson fram tillögu um að umræðan um dagvistunarmál yrði tekin fyrir strax, vegna fjölmennis á pöllun- um. Davíð Oddsson mælti gegn þeirri tillögu og sagði að það mál yrði ekki tekið á dagskrá fyrr en síðar. -sp Sjá bls. 3. Borgarstjórn rembu mótmælt Vegna ummæla Davíðs Odds- sonar borgarstjóra við krýningu fegurðardrottningar nýlega mót- mæltu borgarfulltrúar Kvenna- framboðsins, þær Magdalena Schram og Guðrún Jónsdóttir með því að mæta í kjólum áfest- um borðum sem á stóð ungfrú Spök og ungfrú Meðfærileg. Einnig talaði Guðrún Jóns- dóttir utan dagskrár og sagði m.a. „Við krýningu fegurðar- drottningar nýlega gerðist borg- arstjóri opinber fulltrúi karl- rembunnar og sýndi sinn innri mann með því að reyna að vera fyndinn á kostnað kvenna. ímynd karlveldisins til kvenna felst í snotru andliti, grönnu mitti, réttu ummáli brjósta og mjaðma." Ummæli borgarstjóra voru eitthvað á þá leið að ef þær 13 fallegu stúlkur sem tóku þátt í fegurðarsamkeppninni skipuðu efstu sæti Kvennaframboðsins þá þyrfti hann ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum. Borgarfulltrúunum til stuðn- ings mættu aðrar Kvennafram- Magdalena Schram og Guðrún Jónsdóttir mótmæltu fyndni Davíðs Oddssonar á kostnað kvenna í Broadway fyrir skömmu með því að mæta í fínu pússi á fund boðskonur í sparifötunum og til- borgarstjórnar í gær. Ljósm. E.OI.______________________hafðar._________________-sp Hafnarfjörður Verlclakar bjóða í BUH Hagvirki og Byggðaverk standa á bak við tilboð íeigur Bœjarútgerðar Hafnarfjarðar. Virði togaranna vanmetið um meira en 20 miljónir. Sambandið íhugar tilboð. Tvð stór verktakafyrirtæki í Hafnarfirði, Hagvirki og Sig- urður og Júlíus hafa í sanivinnu við sinn hvorn útgerðaraðilann óskað eftir kaupum á eignum Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. Eigendur Hagvirkis standa ásamt fleirum að tilboði Samherja hf á Akureyri sem fyrst lagði fram kauptilboð í eignir BÚH. Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í gær voru lagðar fram óskir frá tveiniur aðilum til viðbótar sem vilja kaupa útgerðina. Þeir tveir aðilar sem hafa bæst í hóp áhugasamra um að reka út-^ gerð í Hafnarfirði eru Stálskip hf sem áður hafði óskað eftir kaupum á Bv Maí en vill nú kaupa allar eigur BÚH í sam- vinnu við byggingaverktakanna Sigurð og Júlíus. Þeir reka bygg- ingafyrirtækið Byggðaverk sem nú er að reisa 28.000 fermetra stórhýsi fyrir Hagkaup í Kringlu- mýri í Reykjavík. Pá hefur J?or- leifur Bjarnson sem gerir út tog- arann Þorleif Jónsson frá Hafnar- firði óskað eftir viðræðum um kaup á eignum Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði hefur enn aðeins umboð frá meirihluta bæjarstjórnar til að ræða við Samherja hf og sagði hann á bæjarráðsfundi í gær að það yrði fullreynt um helgina hvort gengið yrði til samninga við Samherja. Á fundi bæjarráðs í gær var einnig lagt frá bréf frá fjárhæða- nefnd fiskiskipa þar sem tilkynnt var nýtt tryggingamat á togurum Bæjarútgerðarinnar. Er það rúmum 20 miljónum krónum hærra en matið sem notað er í reikningum fyrirtækisins og kauptilboð hafa verið miðuð við. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans eru nokkrar líkur á því að Samband íslenskra samvinnufé- laga muni einnig gera tilboð í eignir Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar. Æðurinn alorpin „Þelta er allt í hámarki núna", sagði Eysteinn Gíslason bóndi í Skáleyjum á Breiðafirði í gær spurður um æðarstúss, „fii£l al- orpinn og farinn að leiða út, það er að fara með ungana á sjóinn". Eysteinn sagði varpið vera heldur fyrr á ferðinni en venjulega vegna góðrar tfðar í vor. I Skáleyjum fást yfirleitt um 70 kfló af dún á sumri og „það er þegar sýnt að þetta verður með skárra móti núna". Dúnninn er týndur í tveimur til þremur „leitum" og í Skáleyjum eru menn rétt að ljúka fyrstu leit. Eysteinn sagði æðarvarp og dún- tekju með eðlilegum hætti það hefði hann frétt hjá nágrönnum, þó væri sumstaðar kvartað um ágang vargfugls.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.