Þjóðviljinn - 07.06.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.06.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI Hnefahögg Alþingís Átján þingmenn uröu í fyrradag sjálfum sér og Alþingi til skammar. Sameiginlega lögðust þeir á sveif í neöri deild gegn sjálfsögöu réttindamáli hins fjölmenna fótgönguliös íslensks sjávarút- vegs, fiskverkunarfólki. Af ótrúlegri þrælslund gagnvart atvinnurekendavaldinu lögöust þeir gegn frumvarpi um aukinn uppsagnarétt þessa mikilvæga og fjölmenna hóps. Þannig sáu þeir til þess að enginn starfsgrein í öllu landinu mun búa við jafn mikið óöryggi um atvinnu. Eru engin mörk á lágkúru þessara manna? Eiga þeir enga réttlætisvitund? Frumvarpið var flutt af þingmönnum sem gjörþekkja aðstæður fiskverkunarfólks, þeim Guðmundi J. Guðmundssyni, formanni Verka- mannasambandsins, Margréti Frímannsdóttur, Jóhönnu Sigurðardóttur og Karveli Pálmasyni. Það er óhætt að fullyrða að fá mál hafa verið jafn mikilvæg á þinginu í vetur. Þetta hefur sést meðal annars á þeim gífurlega áhuga sem fisk- verkunarfólk hefur sjálft sýnt málinu. En jafn margar áskoranir, undirskriftir og bréf hafa vart borist þinginu útaf öðru máli sem þessu. í dag býr þorri verkafólks við þriggja mánaða uppsagnarfrest. Um fiskverkunarfólk gildir ann- að. Atvinnurekandinn getur sagt því upp að vild sinni með einungis einnar viku fyrirvara, undir því yfirskini að það „skorti hráefni“. Hráefnis- skortinn framleiða menn svo eftir þörfum, til dæmis með því að ákveða að láta skipin sigla með aflann. Þá er verkafólkið rekið með viku fyrirvara, það er látið blæða, meðan atvinnu- rekandinn og útgerðarmaðurinn græðir á sigl- ingu með aflann. Atvinnurekandinn hefur með öðrum orðum nánast engar skyldur við starfs- fólkið. Hann má mergsjúga það meðan hann vill en síðan tekur það ekki nema viku að kasta því á dyr. Þá gildir einu hvort viðkomandi starfs- maður hefur unnið í þrjá mánuði í greininni eða þrjátíu ár. Burt skal hann fjúka! Þetta er auðvitað ekkert annað en lögboðin villimennska. Hvaða fólki er hægt að bjóða upp á svona starfsskilyrði í dag? Hvernig fyndist til dæmis átjánmenningunum að þjóðin gæti sent þá heim kauplausa án svo að segja nokkurs fyrirvara? Ætli meira að segja lögfræðingaher- inn á bekkjum þingsins ætti ekki í einhverjum vandræðum með að rolast í ný störfl! Þetta mál, sem átjánmenningarnir eyðilögðu í fyrradag, snertir hvorki meira né minna en ellefu þúsund manns. Mestmegnis er um fólk úr dreifbýlinu að ræða. Þess vegna er gjörningur þeirra svik á yfirlýstum loforðum um viðhald byggðar utan glermustera Reykjavíkur. Mikill meirihluti þessa fjölmenna hóps eru jafnframt konur, eða 75-80 prósent. Þessvegna er at- gangur þeirra aðför að jafnrétti, árás á lág- launakonur. Það er líka rétt að minna á, að hluti af vanda- málum sjávarútvegsins er skortur á fólki, fyrst og fremst hæfu fólki. Þetta gerði meðal annars Dagbjartur Einarsson stjórnarformaður Sam- bands íslenskra fiskframleiðenda að umræðu- efni sínu á aðalfundi SÍF í fyrradag. Að sögn hans er orsökin sú að starfsaðstaðan, álagið og launin fæla fólk yfir í aðrar greinar. Þetta er hárrétt. Þess vegna hefði samþykkt á tillögu fjórmenninganna ekki bara bætt rétt og kjör fisk- verkunarfólksins sjálfs, heldur líka stuðlað að því að leysa ákveðin innri vanda sjávarútvegs- ins í landinu. Með þessari hneykslanlegu afgreiðslu sinni eru stjórnarflokkarnir á alþingi að afhjúpa stéttareðli sitt, sagði formaður Alþýðubanda- lagsins við umræðuna. Og formaður Verkamannasambandsins sagði að þessi afgreiðsla þingsins á sjálfsögðu réttlætismáli væri ekki annað en hnefahögg framan í fiskverkunarfólk. Það eru orð að sönnu. ÖS KUPPT OG SKORIÐ Pólitískur afréttari Magnús Bjarnfreðsson, kjaftfor penni, en stundum y skemmtilegur, sendir okkur Þjóðviljafólum nokkur skeyti í DV í gær. Magnús er búinn að vera með miklum þrautum og pólitískum innantökum frá því að við upplýstum hér á blaðinu að hann ætti að verða hinn flokks- pólitíski afréttari á ritstjórn NT, að nafna hans Ólafssyni brott- gengnum. Vitaskuld þykir Bjarnfreðssyni þetta slæmt. Hann hefur um skeið búið til af sér ákveðna ímynd, þar sem hann er í gervi hins frjálslynda fjöl- miðlamanns, sem ekki lætur flokka eða flokksleiðtoga hafa á sig nokkur áhrif. Honum er líka ljóst, að í hug- um margra var NT á köflum frískt og skemmtilegt blað, og líkast til hugnast honum lítt sú tilhugsun að eiga eftir að sjá nafn sitt skráð í fjölmiðlasögu íslands í hópi þeirra sem skrúfuðu lokið á lík- kistu félagshyggjumiðilsins NT. Slungni Mangi En það er nú önnur saga. Magnús hefur áhyggjur af því að við á Þjóðviljanum látum okkur of annt um átökin á NT. Magnús bregður sér í hlutverk spæjarans og spyr ísmeygilega: „Getur það með öðrum orðum verið tilfellið að ritstjórn Pjóðvilj- ans hafi talið að ritstjórn NT hafi fremur þjónað hagsmunum ann- arra en eigenda blaðsins og al- mennra lesanda?" Síðan upplýsir rannsóknar- blaðamaðurinn slungni að á mið- stjórnarfundi Framsóknarflokks- ins hafi komið í pontu dularfullur „ástvinur“ Þjóðviljans og viljað sameina NT og Þjóðviljann „því það væri líklega eina leiðin til þess að leysa fjárhagsvanda NT“! Rani Fimmta herdeildin Þetta ber að vísu vitni um nokkuð skemmtilega bjartsýni um fjárhag blessaðs blaðsins okk- ar. Hitt er svo sönnu nær, að með þessu er Magnús að gefa lesend- um sínum til kynna ísmeygilega fléttu. Hann er að láta líta svo út sem við á Þjóðviljanum höfum í rauninni „plantað" Magnúsi Ól- afssyni í ritstjórastól væntanlega til þess að fá hann þar til að styðja stefnu alheimskommúnismans, og reyta fylgið af Framsókn. Undir þessa léttu kenningu sína hamrar svo hinn vandaði gullpenni DV eftirfarandi stoð- boltum, þar sem hann gerir því skóna að þessi meistaraflétta okkar hafi tekist með sóma: ,pifleiðingarnar hafa hins veg- ar auðvitað orðið þœr að reyta fylgi af flokknum og kaupendur af blaðinu, þannig að nú standi mál svo eftir alla snilldina að blaðið rambar á gjaldþrotsbarmi samkvæmt reikningum og flokk- urinn er fylgislítill samkvæmt skoðanakönnunum". Leynifélaginn Allt er þetta sumsé okkur á Þjóðviljanum að kenna og út- sendurum vorum á ritstjórn NT. En nú vandast málið. Allir vita nefnilega að það var sjálfur for- sætisráðherra sem upphaflega vildi dubba Magnús Ólafsson til útsendari Þjóðviljans á skrifstofu forsætisráðherra og leynifélagi í lnSÓknafblaðamaðimv,„ , sovéska kommúnistaflokknum? nnn **BnL Þjóðin bíður spennt! Ungu mennirnir Þegar Magnús Bjarnfreðsson um að gamla ritstjórn NT reytt fylgið af flokknum og áskrifendur af blaðinu hlýtur hann um leið að vera að segja, að þær ráðstafanir sem gripið var til af flokknum eigi að safna hvoru- tveggja í heimahaga á ný. Með öðrum orðum: Magnús Bjamfreðsson og Indriði G. Þor- steinsson eru ungu mennirnir sem eiga að rífa upp ritstjórn NT. Þeir eru leynivopnin sem eiga að draga að sér fylgið og áskrifend- urna! Við þessu á maður nú bara eitt svar: „Eigiði annan?“ Fyrsti tékkinn Eitt af því sem Þjóðviljinn upp- lýsti, var að á leynifundum á skrifstofu Erlendar Einarssonar hafi verið tekin ákvörðun um að láta 15 til 20 miljónir renna til að rétta við aflóga fjárhag NT. Þessu harðneitaði stjórnarformaður SÍS, Valur Arnþórsson, í viðtali við DV. Nú er hins vegar komið á dag- inn að staðhæfing Þjóðviljans var sönn. Fyrsti tékkinn er kominn til NT og senn von á öðrum. NT gaf í gær út litprentað auka- blað, stoppfullt af auglýsingum frá einum og sama aðila: SÍS! Á þennan hátt ætlar SÍS að borga 20 miljónirnar. Með því að kaupa og kaupa og kaupa auglýsingar af dýrustu gerð hjá NT. Sambandið ætlar að halda NT úti. Hvað segir fjölmiðlamaðurinn vandaði, Magnús Bjarnfreðsson, um það? ritstjóra. Það með sjá allir í hendi sér, að Þjóðviljinn hlýtur að hafa af kænsku sinni tekist að planta kommúnískum flugumanni við hlið Steingríms, sem hefur hvísl- að nafni Magnúsar Ó. í forsætis- ráðherraeyrun. Og hver getur það verið? Ef Magnús Bjarnfreðsson skyggnist í gáttir allar mun hann skjótt sjá, að sá maður sem hefur greiðastan aðgang að eyrum Steingríms er auðvitað hægri hönd hans, Haukur Ingibergsson. Og er það ekki undarleg tilviljun að Haukur þessi á einmitt sæti í blaðstjórn NT? Þarf frekari vitnanna við? Mun ekki rannsóknarblaðamað- urinn Magnús Bjarnfreðsson upplýsa í næstu tímamótaritsmíð sinni að Haukur Ingibergsson sé hiðÐinuiNN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviíjans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Öskar Guðmundsson. Fréttastjórl: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla-. son, Mörður Árnason, ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljósmyndir: Einar Ólason, Einar Karlsson. Útllt og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir, Hreiðar Sigtryggsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Símavarsia: Margrót Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Ðílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. . Áskriftarverð á mánuði: 330 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA — ÞJÓÐViLJINN ‘ Fimmtudagur 6. júní 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.