Þjóðviljinn - 07.06.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.06.1985, Blaðsíða 7
David Lee Roth heldur því fram að þessi fjögur ólíku lög séu öll hluti af hans tónlistarheimi - „Málið er bara það að ég hef aldrei áður tekið upp lag sem er undir 85 desibilum. Pó hef ég aldrei haft neinn sérstakan áhuga á þungarokki. Það eru hljóm- sveitir eins og Motown, Stax, James Brown, Ohio Players og fleiri takt og trega hljómsveitir sem eiga upp á pallborðið hjá mér!” „Það eina sem hindrar að þessi lög hefðu getað verið á plötu með Van Halen er óstjórnleg fram- leiðsla Edwards Van Halens. Framleiðsla sem kemur í veg fyrir að utanaðkomandi efni komist með á plötur Van Halens. Svo ég brá mér út fyrir hljómsveitina með fjögur lög. Platan „Crazy from the heat“ er smekkur eins manns eða skortur á smekk. Lög- in eru ólík en það er samt sami þráðurinn í gegnum þau öll, húm- or sem segir: beygjum til vinstri og sjáum hvað við komumst langt“. Þegar svona langt er komið í viðtalinu er spyrillinn orðinn sannfærður um það að þrátt fyrir alls kyns uppákomur og tiltæki sé David Lee Roth alvarlega þenkj- andi maður og vill fá að vita hvers vegna hann leggur ekki meiri rækt við þá hlið. Bros og bjartsýni „Áhorfendur eru vanir því að annars flokks rokkstjörnur og leikarar séu sífellt að tönglast á: Ó þetta er svo einmanalegt starf, krefst svo mikillar vinnu. Kflóin renna af mér, ég hef enga matar- lyst og konan er farin frá mér - gvuð forði mér frá þessari end- emis þvælu. Þetta er alls ekki erf- ið vinna. Ég eyði í hana mörgum klukkutímum en hún er ekki erf- ið. Ég hef unnið erfiðisvinnu og veit hvernig hún er. Rokkið er stórkostleg vinna vegna þess að þú getur gert það að lífsstfl og sameinað vinnu og ánægju hundrað prósent". Van Halen hefur stundum ver- ið talin þungarokkshljómsveit en Roth fellst ekki á það. „Við not- um vissulega sömu hljóðfæri og útbúnað almennt og erum með sömu hárgreiðslu en skopskyn okkar er of víðfeðmt til að þola þessa alvöru þungarokkaranna. Á öllum myndum urra þunga- rokksgæjarnir á þig og sýna þér hnefana eins og þeir ætli að stökkva út úr myndinni og rífa af þér veskið. Veistu það að fjöl- bragðaglíma er mjög vinsæl með- al þungarokksaðdáenda. Það er vegna þess að glímukapparnir eru litríkari, mannlegri og ástríð- ufyllri en þungarokkarar. Það sem tónlistin hefur fram yfir er það að hún endist í áraraðir, allt lífið en áhuginn á fjölbragða- glímu er tískufyrirbæri". „Við höfum verið heppnir í Van Halen að því leyti að það sem okkur finnst skemmtilegast að gera og gerum best er það sama og áhorfendur vilja. Og ástæðan er hinn frábæri samruni tónlistar og lífsgleði sem ein- kennir Van Halen. Við látum ekkert standa í vegi fyrir gleð- skapnum og skemmtilegheitunum". „Allir eru að syngja mótmæla- söngva. Þeir eru að mótmæla ást- arsambandi, skrifræði eða bara einhverju. Allir hafa áhyggjur af einhverju uppá tólf lög. Við erum líklega eina rokkhljómsveitin sem ekki semur mótmælasöngva. „Ég sel bjartsýni“ segir David Lee Roth, „ég sel bros - stór bros“. Selur bros og bjartsýni Fjögralaga platan ekki punkturinn yfir Van Halen i-iö David Lee Roth söngvari hljómsveitarinnar Van Hal- en lét nýlega frá sér fara fjögurra laga plötu (eitt lag af þeirri plötu hefur veriö á vinsældalista Fellahellis og Rásarinnar um skeið). I poppheiminum þótti það teljast til tíðinda og David Lee Roth tekinn tali af því tilefni og hann beðinn að segja frá aðdragenda þessa máls. Sem og David Lee Roth gerði sposkur á svip en með einlægri röddu. Glætan tók sér það bessa- leyfi að þýða og endursegja viðtalið: „Þetta byrjaði allt saman einn leiðinlegan eftirmiðdag. Við lágum á ströndinni og vorum að hlusta á Beach Boys, lagið „Californian girls“ og þá segir einn lífvörð- urinn við mig: „Þú ættir að syngja þetta lag“. Einmitt, sagði ég, tók saman föggur mínar og flaug heim og sagði Lenny (forstjóra plötufyrir- tækisins) að ég væri með fjór- ar góðar hugmyndir í kollin- um og úr varð platan „Crazy from the heat“. Nú segja sumir að sólóplöt- ur séu forveri þess að menn hugsi sér til hreyfings og ætli að yfirgefa viðkomandi hljómsveit en David harðneit- ar öllum slíkum áformum: „Ástæðan fyrir plötunni er sú að með Van Halen hef ég ekki eins mikinn tíma til að syngja og dansa eins og mig langar til. Við höfum þann starfa að semja rokktónlist um ókomin ár. Og við verðum að gefa út plötu með reglulegu millibili. Svo einfalt er málið.“ „Þegar þú hlustar á plötuna mína færðu það á tilfinning- una að hún hafi verið tekin upp um helgi. Minn stíll er þannig - það á ekki bara að horfa á það sem ég geri, ekki bara hlusta, þér á líka að líða eins og mér líður.“ Strandapopp og brúðkaupstónlist Lögin á plötunni eru kannski ekki alveg eins á maöur á von á frá David Lee Roth. Lag númer tvö „Easy Street“ er af gamalli plötu Edgars Winters - „rokk, rámt og gróft“ segir David Lee. „Just a gigolo“ er frá árunum 1920, „brúðkaupsmúsík sem stíg- ur út úr fortíðinni og skelfir sak- lausa bæjarbúa" að sögn Davids. Fjórða lag plötunnar „Coconut Grove" er gamalt Lovin’ Spoon- ful lag og sennilega eitt það ljúf- asta stykki sem David Lee hefur sett á plötu. „Gigolo er stór- hljómsveitartónlist, Californian girls er strandapopp, Easy Street fatafellumúsík og Coconut Gro- ve er lagið þar sem þú stoppar til að hella sandinum úr skónum eftir að hafa gengið í gegnum hin þrjú. Þetta lag hefur í sér ein- hvern angurværan tón“. Vinsældalistar Þjóðviljans Fellahellir (3) 1. Rythm of the night- Deep Arge (5) 2. Nineteen - Poul Hardcastle (-) 3. The beast in me- Bonnie Pointer (-) 4. Lover come back to me - Dead or alive (1) 5. Axel F- Harold Faltermeyer (6) 6. Behind the mask - Greg Phillinganes (-) 7. The heat is on - Glenn Frey (4) 8. Jet set- Alphaville (2) 9. Cloud across the moon - RAH Band (1) 10. Won’t you hold my hand now - King Rás 2 (1) 1. View to kill- Duran Duran (2) 2. Axel F- Harold Faltermeyer (3) 3. Nineteen- Poul Hardcastle (5) 4. Clouds across the moon - RAH Band (6) 5. Lover come back to me - Dead or alive (4) 6. Just a gigolo - David Lee Roth (12) 7. Raspberry beret- Prince (7) 8. The beast in me- Bonnie Pointer (9) 9. Some like it hot - Power station (8) 10. The unforgettabie fire - U2 Grammið (-) 1. Brothers in arms - Dire Straits (2) 2 Stella -Yello (-) 3. Kona - Bubbi Morthens (1) 4. Meat is murder-The Smiths (-) 5. Around the world in a day - Prince and the Revolution (-) 6. Low life - New Order (-) 7. Nighttíme - Killing Joke (5) 8. Rockabilly psychosis - Tramps, Gundub, Meteos o.fl. (-) 9. Blá himmel blues - Imperiet (-) 10. Be yoursetf tonioht - Eurvthmics

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.