Þjóðviljinn - 07.06.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.06.1985, Blaðsíða 9
GLÆTAN Sumirsem lásu áskorun Glætunnar hér um daginn tóku við sérog hristu upp í heilasellunum og ydduðu blýantana. Þorsteinn Pétursson, 15 ára, varmeð þeimfyrstu og hérmeð gefstykkur tœkifæri á að lesa hristinginn. Sendandinn kvart- aði undan að- stöðuleysi ung- linga, svona er bú- ið að þeim með- limum sem eru hvorki börn né full- orðin. Þá segja mæðurnar Jesús og Guð Mig langar til að minnast á að- stöðuleysi unglinga á aldrinum 13-16 ára. Já, ég veit að það eru til Fellahellir, Þróttheimar og nokkrar aðrar slíkar stofnanir. En er mikið af krökkum sem koma á þessa staði? „Já, æðis- lega, alltaf fullt“, segir þú kann- ski. En pælum aðeins betur í þessu. Er það ekki sama fólkið sem kemur á þessa staði aftur og aftur? Jú, akkúrat, maður sér varla ný andlit og af hverju? Vegna þess að þessir staðir höfða ekki til nærri allra. Sumir vilja alls ekkert með svona staði hafa, vilja heldur planið eða sjoppuna. Þá segja mæðurnar „Jesús og Guð, vertu ekki með þessum strák, hann er alltaf hangandi í sjoppunni í staðinn fyrir að skemmta sér í einhverri af þess- um fínu félagsmiðstöðvum“. En hvernig væri að mæðurnar hlust- uðu á viðkomandi strák (stelpu)? Hann hefur engan áhuga á dansi (en það er yfirleitt það sem ætiast er til að fólk geri á þessum stöð- um) hann er feiminn og hann á erfitt með að kynnast fólki. Samt langar hann, en hann þorir ekki og þess vegna fer hann frekar í sjoppuna til að hitta krakka. „Bull og della“, segið þið, „það er eitthvað fyrir alla á þessum stöðum". Nei, það er það ekki og þess vegna fer svona rosalega mikill fjöldi af krökkum eitthvað annað til að skemmta sér. Þið munið helgina áður en skólarnir byrjuðu? Miðbærinn ætlaði bók- staflega að springa, svo mikið var af fólki. Samt er ég viss um að helmingurinn af liðinu hefur sagt foreldrum sínum að það hafi ver- ið allt annars staðar. Getur það ekki passað? Mér finnst ferlega slappt þegar krakkar ljúga að foreldrum sín- um, en það gera þeir vegna þess að foreldrar þeirra eru svo hrika- lega fanatískir. Þeir hafa lesið í blöðunum: 10 rúður brotnar í miðbænum, blindfullir unglingar ráfa um götumar og annað í þeim dúr. Við vitum að yfirgnæfandi meirihluti unglinganna er edrú og er þama til að sýna sig og sjá aðra, hitta fólk. En þetta vita for- eldrar ekki. Blöðunum finnst sjaldnast nokkuð varið í það góða sem á sér stað þarna, það eru rúðubrotin og fylleríið sem skipta máli. Þessu verður að breyta, því blöðin hafa engan rétt til að gera þetta og hafa af unglingum eina af þeirra bestu skemmtunum. Að sjálfsögðu vitum við að þó for- eldrar segi „Ég vil ekki hafa að þú sért að flækjast þarna niðri í bæ um helgar“, þá förum við nú samt. Eg get ekki með nokkru móti séð neitt í góðu veðri niðri í miðbæ og bágt eiga þeir foreldrar sem láta glepjast af sögum blaða- nna. Vonandi breytist þetta ástand til batnaðar, ekki veitir af. Þorstcinn Pétursson STJORNMAL OG KVENNABARÁTTA OPNIR FUNDIR Konur í Alþýðubandalaginu gangast fyrir opnum fundum um stjórnmál og kvennabaráttu. Málin verða reifuð og rædd af mál- svörum Alþýðubandalagskvenna og öðrum fundargestum. SIGLUFIRÐI Laugardaginn 8. júní kl. 15.00, í Vökusal, Suðurgötu 10. Á fundinn koma: Álfheiður Ingadóttir, Reykjavík Bjarnfríður Leósdóttir, Akranesi Gerður Óskarsdóttir, Reykjavík Hallveig Thorlacius, Varmahlíð Jóhanna Karlsdóttir, Sauðárkróki Slgný Jóhannsdóttir, Siglufirði Sigurbjörg Sveinsdóttir, Hafnarfirði SELFOSSI Sunnudaginn 9. júní kl. 20.30, í Árvirkjahúsinu, Eyravegi 29. Á fundinn koma: Adda Bára Sigfúsdóttir, Reykjavík Auður Guðbrandsdóttir, Hveragerði, Elín Oddgeirsdóttir, Gnúpverjahreppi Guðrún Agústsdóttir, Reykjavík Hansína Stefánsdóttir, Selfossi Helga Sigurjónsdóttir, Reykjavík Margrét Frímannsdóttir, Stokkseyri BLÖNDUÓSI Sunnudaginn 9. júní kl. 15, í Hótel Blönduósi. Gerður Oskarsdóttir, Reykjavík Hallveig Thorlacius, Varmahlíð Kristín Mogensen, Blönduósi Sigurbjörg Sveinsdóttir, Hafnarfirði SAUÐÁRKRÓKI Sunnudaginn 9. júní kl. 15.00, í Safnahúsinu: Álfheiður Ingadóttir, Reykjavík Anna Kristín Gunnarsdóttir, Sauðárkróki Bjarnfríður Leósdóttir, Akranesi AKRANESI Sunnudaginn 9. júní kl. 15.00 í Rein. Á fundinum verða auk heimakvenna: Elna Jónsdóttir, Egilsstöðum Elsa Kristjánsdóttir, Sandgerði Guðrún Helgadóttir, Reykjavík Margrét Pála Ólafsdóttir, Reykjavík ÍSAFIRÐI Sunnudaginn 9. júní kl. 16.00 á Hótel (safirði: Hanna Lára Gunnarsdóttir, ísafirði Kristín Á. Ólafsdóttir, Reykjavík Svanfríður Jónasdóttir, Dalvík Þuríður Pétursdóttir, ísafirði Fundirnir eru öllum opnir meðan húsrúm leyfir. Konur í Alþýðubandalaginu. TIMAMOTAVERK Nýja platan með Bubba Morthens er komin út. ■ Bubbi Morthens - Kona KONA er Ijúfasta og fallegasta plata, sem Bubbi hefur nokkurn tíma sent frá sér. Sterk lög, fal- legar útsetningar, tillfinningaríkir og sterkir textar. Aðstoðarmenn Bubba á þessari plötu eru margir fremstu tónlistarmenn landsins. ■ New Order -Low Life Ný plata frá einni virtustu hljóm- sveit Breta. Plata sem aðdáend- ur New Order hafa beðið eftir' með óþreyju í 3 ár. Low-Life fékk strax feikigóðar viðtökur er- lendis. Enda er hér tvímælalaust um að ræða eina vönduðustu plötu ársins. ■ The Smiths - Meat Is Murder Umsagnir gagnrýnenda tala sínu máli um gæði The Smiths. „Fyrsta plata Smiths var góð en þessi er enn betri..." Gunnl. Sigtússon - HP „Kjarngóð og markviss" Lára - Þjóðviljinn „Þetta er verulega góð hljóm- sveit, og platan sú besta í langan tíma.“ (EINKUNN: 9 af 10) Árni Daníel - NT ■ New Order - The Perfect Kiss 12“45rpm Ný tveggja laga plata frá New Order, sem ekki er að finna á LP plötunni. Frábær dansmúsík, sem örugglega fylgir vin- sældum Blue Monday vel eftir. Nýjar/athyglisverðar plötur ■ Cotton Club - Úr kvikmyndinni ■ Dead Or Alive - Youthquake ■ David Knopfler - Behind The Lines ■ Dire Straits - Brothers In Arms ■ Eurythmics - Be Yourself Tonight ■ Imperiet - Bla Himmlen Blues ■ Killing Joke - Night Time ■ Leonard Cohen - Various Positions ■ Miles Davis - You’re Under Arrest ■ Pat Metheny Group - First Circie ■ Prince - Around The World In A Day ■ Rockabilly Psychosis - Cramps, Gun Club o.fl. ■ Smiths - Meat Is Murder ■ Smiths - Shakespear’s Sister 12“45rpm ■ Smiths - William 12“45 ■ Smiths - This Charming Man 12“45rpm ■ Tears For Fears - Songs From The Big Chair ■ Tom Petty - Southern Accents ■ Willie And The Poor Boys - UC. Watts, B. Wyman, J. Page) ■ Working Week - Working Night ■ Yello - Stella Athugið eigum fyrirliggjandi fjölbreytt úrval af, Rokkbókum - Duran Duran, Prince, Wham, Rolling Stones Barmmerki - Duran Duran, Prince, Frankie o.fl. o.fl. Bluestónlist. Þjóðlög. Jazz. Klassík. Sendum í póstkröfu samdægurs gramm nD Laugavegi 17 Sími 12040. Föstudagur 7. júní 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.