Þjóðviljinn - 07.06.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 07.06.1985, Blaðsíða 13
Iðnó Hálft í hvoru til styrktar blindum Mánudaginn 10. júní veröa haldnir tónleikar í Iðnó til styrktar bókaútgáfu á blindra- letri og hefjast þeir klukkan 20.30. Þar munu hljómsveitin „Hálft í hvoru“, Arnþór og Gísli Helga- synir og Helgi E. Kristjánsson flytja efni af nýútkominni hljóm- plötu Gísla Helgasonar, „Ástar- játningu". Elín Sigurvinsdóttir flytur lög eftir Sigfús Halldórsson við undirleik höfundar, Kristín Liljendal syngur nokkur lög, og kynnir á tónleikunum verður Magnús Ólafsson. Allur ágóði rennur til styrktar bókaútgáfu á blindraletri. Oxsmá á Austurlandi OXSMÁ mun fara í tón- leikaför um Austur- og Norð- urland 7. til 17. júní. Mun hin nýútgefna hljómplata þeirra, „RIP RAP RUP“ fylgja með í förinni, heit úr pressunni. Ýmislegt óvænt verður gert á hverjum stað, einhverjar breytingar kunna að verðafé- lagsheimilum staðanna. I kvöld 7. júní verða þeir í Sind- rabæ á Höfn í Hornafirði. Laug- ardagskvöld 8. júní Egilsbúð Neskaupsstað og Herðubreið Seyðisfirði að kvöldi hins 9. júní. Valaskjálf Egilsstöðum mánu- dagskvöldið 10. júní, Miklagarði Vopnafirði þriðjudagskvöld 11. júní og í félagsheimili Húsavíkur að kvöldi miðvikudagsins 12. júní. Á fimmtudagskvöldið 13. júní í Sjallanum á Akureyri. Föstudagskvöldið 14. júní í Sæ- borg í Hrísey og Víkurröst á Dal- vík laugardagskvöld 15. júní. Og að lokum í Fellsborg á Skagast- rönd sunnudagskvöldið 16. júní. Þessi glæsilegi vörubíll er reyndar „bastarður" en samt sem áður allur frá General Motors. Grind og burðarvirki er G.M.C. en hús og samstæða Buick, hvorutveggja árgerð 1930. Eigandi bilsins R 833 var Geir Geirsson. Bíllinn 100 ára Hátíðahöld á morgun Laugardaginn8.júní næstkomandi verður haldið hátíðlegt 100 ára afmæli bíls- ins. Fornbílaklúbbaránorður- löndum efna til margskonar hópferða og Fornbílaklúbbur íslands heldur upp á daginn með hópferðausturyfirfjall, tívolíferð í skemmtigarðinn í Hveragerði. Lagt verður af stað frá Hótel Esju klukkan 13.30. Klúbburinn hvetur þá íélaga sem ekki geta mætt í hópferðina til þess að halda afmælið hátíðlegt með smá bílferð, hver fyrir sig eða nokkrir saman eftir aðstæðum. Stjórn klúbbsins skipa nú Ru- dolf Kristinsson formaður, Hilm- ar Böðvarsson, Hinrik Thoraren- sen, Helgi Magnússon, Haukur ísfeld, Arngrímur Marteinsson og Kristján Jónasson. Aðalverk- efni klúbbsins um þessar mundir er að leysa húsnæðisvandamál félagsmanna. Brýnt er að koma upp sameiginlegri aðstöðu, bíl- skúrum með viðgerðarplássi og jafnvel sýningarsal. Að þessu er unnið í samráði við borgaryfir- völd. Að öðru þýðingarmiklu atr- iði er einnig unnið, en það er að fá fellda niður tolla af innfluttum fornbílum, enda má telja þá fremur safngripi eða listaverk en ökutæki. Væntir stjórnin góðs ár- angurs í því efni, í samvinnu við fjármálaráðuneytið. Félagar í klúbbnum eru nú rúmlega fimm hundruð, víðsvegar um land. Flestir eiga þeir sinn fornbíl og sumir fleiri en einn, jafnvel marga. Lauslega mætti því ætla að allt að um 1000 fornbílar séu til í landinu í eigu klúbbfélaga og annarra. Þessir bílar eru vitan- lega í afar mismunandi ástandi, en þeim fjölgar sífellt sem birtast fægðir og fallegir á hátíðum og tyllidögum. N.V.S.V. Garðabær skoðaður N.V.S.V. fer náttúruskoðun- ar- og söguferð laugardaginn 8. júní um Garðabæ. Frá Garða- skólaverðurfariðkl. 14.15. Hægt er að fara í bílinn við Norræna húsið kl. 13.30, Náttúrugripa- safnið, Hverfisgötu 116 kl. 13,45 og Náttúrufræðistofu Kópavogs, Digranesvegi 12 kl. 14.00. Leiðsögumenn verða Jón Jóns- son jarðfræðingur, Áslaug Ara- dóttir líffræðingur og sögu- og ör- nefnafróðir menn. Samsöngur í Þorlákskirkju Söngfélag Þorlákshafnar hefur nú starfað í 25 ár. Aðal- hvatamaður að stofnun þess og fyrsti söngstjóri var Ingi- mundurGuðjónsson. ítilefni þessara tímamóta hefur kór- inn ákveðið að efna til söng- og skemmtiferðartil Noregs nú í vor. Flogið verður þann 11. júní til Þrándheims, en þaðan haldið suður á bóginn. Til Osló, yfir til Svíþjóðar síðan haldið norður í Þrændalög og komið heim aftur 25. júní. I ráði er að heimsækja norska kóra á nokkrum stöðum °g syngja hjá þeim. Einnig syng- ur kórinn á 17. júní samkomu ís- lendingafélagsins í Osló og e.t.v. víðar. Einsöngvari með kórnum verður Ingveldur Hjaltesteð söngkona. Kórinn ætlar að halda samsöng í Þorlákskirkju n.k. sunnudag 9. júní kl. 4.00 e.h. Á söngskrá eru íslensk og erlend lög eftir ýmsa höfunda. Brynja Guttormsdóttir með tónleika á sýningu Tryggva Píanótónleikar á myndlistarsýningu Brynja Guttormsdóttir held- ur píanótónleika á sýningu TryggvaÁrnasonar, Kæra Reykjavík, að Kjarvalsstöðum í kvöld, föstudag, kl. 21. Á efn- isskráeru þrjárgnossiennes eftir Satie, Fantasía í C dúr op 17 eftir Schumann og Myndir á sýningu eftir Moussorgsky. Brynja Guttormsdóttir er fædd í Reykjavík. Hún stundaði nám í einkatímum hjá Helgu Laxness og Jórunni Viðar. I Tónlistar- skólanum í Reykjavík voru kenn- arar hennar Rögnvaldur Sigur- jónsson og Árni Kristjánsson og lauk hún píanókennaraprófi frá skólanum vorið 1969. Árið 1970 hóf Brynja nám við Tónlistarhá- skólann í Stokkhólmi og lauk þaðan prófi vorið 1973. Hún stundaði einkanám hjá prófessor Gunnar Hallhagen 1976-78. Brynja hefur stundað kennslu um árabil, lengst af hjá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Nýlistasafnið Þýskur video-listamaður (kvöld, föstudag, kl. 20 opnarþýski listamaðurinn Ðarbara Hammann sýningu í Nýlistasafninu Vatnsstíg 3b. Þar verða sýndar polaroid- myndir og video-innsetning (installation) Barbara Hammann er video- listamaður, hún skipuleggur sýn- ingar og skrifar um kvennalist. Barbara er fædd í Hamborg 1945. Hún er sjálflærð í listinni en hefur numið listasögu og er með Phd,- gráðu í heimspeki. Hún er þekkt fyrir video-verk sín á alþjóðavett- vangi og hefur unnið fyrstu verð- laun á alþjóðlegu video-hátíðinni í Tokyo. Hún hefur einnig sýnt verk sín á alþjóðlegu video- og kvikmyndahátíðunum í Berlín og Montreal. Barbara berst fyrir kvennalist og að tengja saman menningu og fólk. Þetta eru helstu þættir lífs og listar hennar. Um verk sín segir Barbara einnig: „Sjónræn list skapar ímynd ólgu sem ekki er hægt að skilja frá líkamanum og reynsluheimi kvenna,“ í Ný- listasafuinu sýnir hún „Sjálfs“- Polaroidmyndir (myndir þar sem hún sjálf og líkami hennar er þátttakandi í verkinu) og nýtt video-verk: „Örlítil snerting hjartans". Sýningin verður opin daglega kl. 16-20 til sunnudagsins 16. júní. Norrœna húsið Óbó-píanó-dúó Bedford Duo - Monte Bed- ford, óbó og Frances Bedford, pí- anó - mun halda tónleika í Nor- ræna húsinu laugardaginn 8. júní, kl. 15.00. Bedford Duo er á leið heim úr þriðju tónleikaferð sinni um Evrópu, en í þetta sinn héldu þau tólf tónleika í fimm löndum. Bedford Duo hefur og ferðast víða um Bandaríkin, leikið á mörgum þekktum tónlistarhátíð- um þar, og auk þess gefið út margar hljómplötur. Þau kenna bæði við bandaríska háskóla, Monte Bedford við Alabama há- skóla og Frances Bedford við Wisconsin-Park Side háskóla. Bedford Duo hefur hlotið lof gagnrýnenda fyrir frábært sam- spil og listræn gæði. Á efnisskránni á laugardag eru verk eftir Hándel, Bach, Gordon Jacob, Ivar Lunde jr., Ole Bull og George Gershwin. Föstudagur 7. júní1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.