Þjóðviljinn - 07.06.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 07.06.1985, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTHR Körfubolti Unglinga- og drengja- lið til Stokkhólms Kvennaboltinn Aftur Blikaburst Fimm mörk ígœr, tólfífyrstu tveimur Unglinga- og drengjalandslið íslands í körfuknattleik fara til Stokkhólms í dag þar sem þau taka þátt í alþjóðlegu móti félags- og úrvalsliða frá Evrópu og Bandaríkjunum. Mótið stendur yfir 8.-15. júní en þaðan fara liðin til Kaupmannahafnar og mæta dönskum jafnöldrum sínum, eldra liðið leikur þar tvo ung- lingalandsleiki við Dani. Unglingaliðið, drengir fæddir 1967 og 1968, er þannig skipað: Guðjón Skúlason og Magnús Guðfinnsson, ÍBK, Kristinn Ein- arsson, Teitur Örlygsson og fsak Leifsson, Njarðvík, Guðmundur Bragason, Grindavík, Jón Örn Guðmundsson, ÍR, Magnús Matthíasson og Svali Björgvins- son, Val, og Haraldur Leifsson, Tindastóli. Teitur, Jón Örn og Svali léku í úrvalsdeildinni sl. vet- ur og Kristinn og Magnús (2,04 Helgar- sportið Knattspyrna Frí er í 1. deild karla um helgina vegna landsleiksins við Spán á miðvikudag en í 2. deild mætast KA og Fylkir á Akureyrarvelli kl. 15 á morgun, laugardag. Þá mæt- ast á morgun í Eyjum lið ÍBV og ÍBÍ í 2. umferð bikarkeppni KSI. Einn leikur er á dagskrá í 1. deild kvenna. ÍBÍ og Þór A. mæt- ast á ísafirði kl. 16 á laugardag. f 3. deild er heil umferð, Selfoss-fK í kvöld en á morgun HV- Grindavík, Ármann-Stjarnan, Reynir S.-Víkingur, Leiknir F.- Tindastóll, Austri-Valur Rf, Þróttur N.-HSÞ.b. og Einherji- Huginn. f 4. deilderleikiðíöllum riðlum, og mikið af athyglisverð- um leikjum, svo sem Grótta- Víkverji, Árvakur-Haukar, Árroðinn-Tjörnes, Hrafnkell- Neisti og Sindri-Súlan sem allir fara fram á morgun. Þá verða þrír leikir í bikarkeppni kvenna, 1. umferð, á mánudagskvöldið - Valur-Stjarnan, Selfoss-Fram og ÍR-FH. Frjálsar Vormót öldunga verður haldið á frjálsíþróttavellinum í Laugar- dal á morgun, laugardag, og hefst kl. 14. Skráning fer fram á móts- stað frá kl. 13.30. Karlar, 35 ára og eldri, keppa í 100, 400, 1500 og 10.000 metra hlaupum, 110 m grind, kúluvarpi, kringlukasti, spjótkasti, sleggju- kasti, langstökki, hástökki og stangarstökki. Konur, 30 ára og eldri, keppa í 100, 800 og 5000 m hlaupum, kúluvarpi, kringlu- kasti, spjótkasti, langstökki og hástökki. Golf Nissan-mótið, stigamót, fer fram á Grafarholtsvelli laugardag og sunnudag og hefst kl. 8 báða dagana. Skráning fer fram í Golfskálanum í Grafarholti til kl. 16 í dag. AUir bestu kylfingar landsins etja kappi saman þar sem þetta er síðasta stórmótið í golfi hérlendis áður en landslið er valið til þátt- töku í Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Svíþjóð síðar í þess- um mánuði. Leiknar verða 72 holur, 36 hvorn dag og leikið verður af gulum teigum. Þátt- tökurétt í mótinu hafa aðeins þeir kylfingar sem hafa 8 eða lægra í forgjöf. Ingvar Helgason hf. er bakítjarl mótsins og gefur verð- laun til þess. Fari einhver holu í höggi á 17. braut í 4. hring fær sá hinn sami bifreið, Nissan Sunny Coupe 1500 GL. Fyrsta opna kvennakeppnin hjá Keili verður haldin á sunnu- dag og hefst kl. 11. Leiknar verða 18 hoíur með og án forgjafar. m) voru í Bandaríkjunum. Þjálf- ari er Torfi Magnússon. Drengjaliðið, árgangur 1970, er þannig skipað: Brynjar Harð- arson, ÍBK, Friðrik Ragnarsson, Njarðvík, Aðalsteinn Ingólfsson og Jón Páll Haraldsson, Njarð- vík, Herbert Arnarson, Ottó Tynes, Þórir V. Þorgeirsson, Þórir Örn Ingólfsson og Gunnar Sverrisson, ÍR, Árni Guðmunds- son og Gauti Gunnarsson, KR, Hjalti Árnason, Tindastóli, og Steinar Adolfsson, Víkingi Ólafsvík. Þjálfari er Björn Leósson. Stefán Konráðsson, Stjörn- unni, sigraði örugglega í meistaraflokki karla í punkta- keppni Borðtennissambands Is- lands 1984-85. Hann sigraði í flestum mótum vetrarins og hlaut 78 punkta, Tómas Sölvason, KR, varð annar með 45 punkta og Tómas Guðjónsson, KR, þriðji með 36 punkta. FIFA, alþjóða knattspyrnu- sambandið, tilkynnti eftir fund í Zúrich í Sviss í gær að enskum félögum væri óheimilt að leika neins staðar utan Englands, hvorki taka þátt í æfingamótum né leika vináttuleiki. Þetta bætist ofaná bann UEFA, knattspyrnu- sambands Evrópu, sem nær yfir leiki enskra félaga í Evrópu- mótum. Þetta er mikið reiðarslag fyrir enska knattspyrnu og kemur í kjölfar harmleiksins í Brússel 29. Kvennaboltinn Byrjað í 2. deild Haukar sigruðu Selfoss 3-0 í fyrsta lcik 2. deildar kvenna, B- riðli, á Selfossi í fyrrakvöld. He- lena Önnudóttir skoraði 2 mörk og Hrafnhildur Gunnarsdóttir eitt. Haukar voru mun sterkari og sigurinn hefði getað orðið stærri. í gærkvöldi vann Víkingur FH 2-0 í A-riðlinum í Hafnarfirði. Bæði mörkin gerði Hjördís Jóns- dóttir, bæði í fyrri hálfleik. Fram vann ÍR 2-0 í A-riðlinum á Framvellinum í gærkvöldi. Fram hafði mikla yfirburði, Kristín Þor- leifsdóttir skoraði fyrra markið en Hafdís Guðjónsdóttir það síðara. Hveragerði og Stjarnan áttu einnig að leika í gærkvöldi en við náðum ekki í neinar fregnir af þeirri viðureign þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. -HRA Aðalfundur HK Aðalfundur blakdeildar HK verð- ur haldinn miðvikudaginn 12. júní í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi. Fundurinn hefst kl. 20. Venjuleg að- alfundarstörf. Teitur örlygsson, íslandsmeistari með UMFN, er í unglingaliðinu. Hafdís Asgeírsdóttir, KR, sigr- aði í meistaraflokki með 9 punkta, Elísabet Ólafsdóttir, KR, varð önnur með 4 punkta og Arna Sif Kærnested, Víkingi, hlaut 2 punkta. Ragnhildur Sig- urðardóttir, UMSB, sigraði þó í flestum punktamótum kvenna en þau voru dæmd ólögleg og missti hún þvf punkta sína. maí þegar 38 áhorfendur létust vegna óláta sem enskir óeirða- seggir komu af stað. Bannið gild- ir um óákveðinn tíma, eins og bann UEFA, og talsmenn FIFA sögðu í gær að þeir myndu ekkert gera fyrir en UEFA aflétti sínu banni. Rætt var um hvort banna ætti enska landsliðinu að taka þátt í lokakeppni HM í Mexíkó næsta sumar en engin ákvörðun Breiðablik lék KR sundur og saman á glæsilegu KR-grasinu í 1. deild kvenna í gærkvöldi og vann yfirburðasigur, 5-0. Kópavogs- liðið lék mjög vel og sannfærandi og KR-stúlkurnar komust ekki yfir miðju langtímum saman og geta þakkað Karólínu Jónsdóttur markverði fyrir að tapið varð ekki stærra. Ásta B. Gunnlaugsdóttir, Lára Ásbergsdóttir og Erla Rafnsdótt- ir komu Breiðabliki í 3-0 fyrir hlé. Einstefnan var nær alger í seinni hálfleik en mörkin aðeins tvö. Guðmundur Steinsson skoraði þrjú mörk þegar landsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum íslensku liðanna og Pétri Pét- urssyni, vann Þór 5-1 á Akureyri í gærkvöldi. Pétur skoraði fyrsta mark leiksins eftir hornspyrnu Guð- mundar Þorbjörnssonar og Guð- mundur bætti tveimur við fyrir hlé. Fyrst komst hann óvaldaður í gegn og skoraði auðveldlega og síðan skallaði hann af marklínu við nærstöng eftir hornspyrnu. tekin þarað lútandi. Þessi bönn þýða að ensk félög mega ekki einu sinni leika í Wal- es, Skotlandi eða á Norður- írlandi. Ekki hefur komið fram hvort það snertir á einhvern hátt welsku félögin fjögur sem leika í ensku deildakeppninni, Swan- sea, Cardiff, Newport og Wrex- ham. Ásta María Reynisdóttir skoraði með ágætu skoti eftir sendingu Erlu frá vinstri og síðan spiluðu Ásta María og Margrét Sigurðar- dóttir vel upp miðjuna, Margrét lék á varnarmann og skaut utan vítateigs með fallegu skoti í blá- hornið vinstra megin. Breiðablik hefur þá skorað 12 mörk gegn einu í tveimur fyrstu leikjum sínum, gegn Val og KR, og ætti að eiga góða möguleika á að endurheimta meistaratitilinn með þessu áframhaldi. Ómar Torfason kom landslið- inu í 4-0 á 56. mín. eftir sendingu Guðmundar en fimm mínútum síðar skallaði Bjarni Sveinbjörns- son í mark landsliðsins eftir hasar í markteignum. Guðmundur átti svo lokaorðið þegar hann skoraði úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur tíu mínútum fyrir leikslok. Þetta var afmælisleikur Þórs, í tilefni af 70 ára afmæli félagsins, og var Óskar Gunnarsson heiðr- aður sérstaklega fyrir að leika þarna sinn 200. leik með meistaraflokki félagsins. Hann er eini leikmaður Þórs sem hefur spilað með liðinu allar götur frá 1975 er það hóf keppni í 3. deild. -K&H/Akureyri England Allen til Tottenham Tottenham keypti í gær mið- vallarspilarann snjalla Paul Allen frá West Ham. Endanlegt kaupverð liggur þó ekki fyrir, West Ham vill fá 600,000 pund en Tottenham er ekki reiðubúið að greiða þá upphæð. Sérstakur dómstóll mun því ákveða hve mikið Allen, sem er yngsti knattspyrnumaður sem leikið hefur bikarúrslitaleik á Wem- bley, 17 ára 1980, skal kosta. Paul Allen og Clive Allen, framherji hjá Tottenham, eru systkina- synir. -VS Bikarinn KS-KA Það cr að mestu orðið ljóst hvaða lið leika í 3. umferð bikar- keppni KSÍ sem leikin verður 19. júní. Þar mætast eftirtalin félög: Reynir S.-lR Víkingur Ó.-Njarðvtk Grindavík-Árvakur Grótta-lBV/lBl KS-KA Sigurvegararnir í þessum leikjum komast í 16-liða úrslitin ásamt liðum 1. deildar. V.Þýskaland Gummersbach nær öruggt Frá Jóni H. Garðarssyni fréttamanni Þjóðviljans I V.Þýskalandi: Gummersbach er nær öruggt með að verða bikarmeistari í handknatt- leik og sigra þar með tvöfalt í vetur. Liðið vann góðan útisigur gegn Grosswallstadt, 20-16, í fyrri úrslita- leik liðanna í bikarkeppninni um síð- ustu helgi. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 -VS Broddi og Þórdís ásamt Daníel Stefánssyni fararstjóra. Badminton Broddi og Þórdís á HM í Kanada Broddi Kristjánsson og Þórdís Edwald úr TBR keppa fyrir íslands hönd á heimsmeistaramótinu í badminton sem hefst í Calgary í Kanada á mánudaginn. Þau urðu efst á styrkleikalistum karla og kvenna sl. vetur en listarnir eru reiknaðir út eftir árangri á punktamótum. Broddi mætir keppanda frá Nígeríu í 1. umferð einliðaleiks karla en Þórdís mætir Christine Magnússon frá Svíþjóð, sem er með þeim betri í heiminum, í einliðaleik kvenna. Broddi og Þórdís leika saman í tvenndarleik og mæta þar pari frá Indlandi í 1. umferð. Broddi leikur með Júgóslavanum Berber í tvfliðaleik og mæta þeir Kínverjum í 1. umferð og Þórdís og skoska stúlkan Martin mæta Perúbúum í 1. umferð. Mótinu lýkur á sunnudag en Broddi og Þórdís koma heim á þriðjudag. Borðtennis Öruggt hjá Stefani Englendingar Baimaðir allsstaðar! FIFA úrskurðaði ígœr. Mega ekki einu sinni leika annars staðar á Bretlandseyjum -HRA Akureyri Þrenna Guðmundar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.