Þjóðviljinn - 27.06.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.06.1985, Blaðsíða 1
27 júní 1985 fimmtu- dagur 143. tölublað 50. órgangur DJÚÐVIUINN UOSMYNDIR MANNLÍF HEIMURINN LANDHD Einkabarnaskólinn Ragnhildur hvatti okkur Nýr 100 nemenda einkagrunnskólivið Tjörnina. Helstu hvatamenn Ragnhildur menntamálaráðherra ogDavíð borgarstjóri. Skólagjöld: 28þúsund ávetri. Ókeypis húsnœði hjáborginni. Kennararyfirborgaðir. Formaður Kennarasambandsins: Kennurum mismunað verulega. Frœðslustjórinn íReykjavík: Frétti um þetta ísjónvarpinu. Viðtökur hjá yfirvöldum menntamála voru mjög góðar og við vorum eindregið hvattar til að halda áfram, sögðu aðstand- endur nýja einkaskólans við Reykjavíkurtjörn á blaðamanna- fundi í gær um aðdragandann að stofnun skólans. í „Tjarnar- skóla" þarf að greiða skólagjöld með hverjum nemendá, 3200 krónur á mánuði - 28 þúsund fyrir næsta vetur allan, en borg- arstjóri hefur lofað að leggja til húsnæði í Miðbæjarskólanum og Sjúkrahúsinn Slegist Aids-stöð Borgarspítalinn og Landspítalinn vilja báðirfá áhœtturannsóknarstofu. Borgarspítalinn á húsnæði en enga peninga. Landspítalinn á peninga en ekkert húsnœði. Það er ljóst að það er bara þörf fyrir eina svona áhætturannsókn- arstofu hér á landi, sagði háttsett- ur læknir við Þjóðviljann þegar bornar voru undir hann fréttir um baktjaldabaráttu Borgarspítal- ans og Landspítalans, um það hvor fær rannsóknastofu sem á að setja á stofn hér á landi til að rannsaka AIDS-sýni. Við sendum heilbrigðisráð- herra bréf í vikunni þar sem við förum fram á tveggja miljón króna fjárveitingu til kaupa á tækjum til að stofnsetja áhættur- annsóknarstofu hér í kjallara G- álmunnar þar sem hægt verður að taka öll sýni til rannsókna, sem álitin eru áhættusýni. Ef við fáum fjárveitingu verður rannsóknar- stofa tilbúin einhvern tíma í haust, sagði Jóhannes Pálmason framkvæmdastjóri Borgarspítal- ans. Hann sagði einnig að Borg- arspítalinn hefði skyldum að gegna þar sem hann væri sótt- varnaspítali, og þar af leiðandi teldi hann eðlilegast að þeir fengju þessa rannsóknarstofu til sín. - Það er eðlilegast að svona rannsóknarstofa verði við Land- spítalann, ekki síst vegna blóð- bankans, sem staðsettur er við spítalann. Hér eru einnig stund- aðar meiri rannsóknir en á nokkrum öðrum spítaila hér- lendis, sagði Símon Steingríms- son settur forstjóri ríkisspítalans. -SG. ríkið borgar kennurum taxta- laim. Skólagjöldin verða meðal annars notuð til að yfirborga starfslið skólans. Eigendur skólans eru kennar- arnir Margrét Theódórsdóttir og María Sólveig Héðinsdóttir. I skólanum eiga að vera hundrað nemendur í sjöunda, áttunda og níunda bekk. Skólinn á að vera einsetinnn og skóladagurinn samfelldur. Hámarksfjöldi í bekkjardeild er 25 nemendur, mun lægra en lög leyfa. Enn er margt á huldu um starf skólans og til dæmis ekki ljóst með hvaða hætti nemendur verða valdir í skólann verði eftirspurn meiri en framboð á skólabekkj- um, eða hver verður aukaþóknun kennaraliðsins. Ljóst er að úr ríkissjóði verða greidd um fimm kennaralaun, en ekki hefur enn verið samið end- anlega við Reykjavíkurborg um afnot af Miðbæjarskólanum. Eigendur skólans hafa þó fengið traust vilyrði Davíðs Oddssonar borgarstjóra fyrir húsnæðinu endurgjaldslaust eða- lítið. Mál- ið hefur ekki verið rætt í fræðslu- ráði borgarinnar sem á að hafa eftirlit með skólastarfi í borginni, og ekki borið á góma í borgarráði eða borgarstjórn. Settur fræðslu- stjóri í Reykjavík, Þráinn Guð- mundsson, frétti fyrst um einka- barnaskólann í sjónvarpsfréttum í fyrrakvöld. Boðaður hefur verið aukafundur í fræðsluráði um mál- ið að kröfu Þorbjörns Brodda- sonar. Valgeir Gestsson formaður Kennarasambands fslands sagði við Þjóðviljann í gær að „ef þetta unga og duglega fólk nær að reka þarna góðan og skemmtilegan skóla, þá hygg ég að það sýni best hvað vantar í almenna skólann. - Þarna á að taka 3200 krónur á hvern nemanda. Ef grunnskólinn fengi þó ekki væri nema nokkur hundruð per skattgreiðanda Aðalhvatamenn bónuskennslu. Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra og Davíð Oddsson borgarstjóri. gegnum ríkiskerfið væri hægt að gjörbreyta öllum skólunum, gera þá einsetna, koma í veg fyrir kennaraskort með hærri launum og fá skólunum fullnægjandi bún- að. Þetta er líka dæmi um hvernig leitt getur til verulegrar mismun- unar nemenda í landinu," sagði Valgeir, „og það er andstætt megintilgangi grunnskólalag- anna sem á sínum tíma voru ein- mitt sett fyrst og fremst til að jafna aðstöðu nemenda." Á blaðamannafundinum í gær svöruðu eigendur Tjarnarskólans spurningu um mismunun þannig að það væri mismunandi hvað fólk vildi leggja áherslu á. Að vísu væri til fólk illa á vegi statt fjárhagslega en þetta væri fyrst og fremst spurning um viðhorf. Skólagjöldin, 28 þúsund fyrir vet- urinn, væru „ekki óyfirstígan- leg". Eigendurnir sögðust ekki géta svarað þegar spurt var úr hvaða þjóðfélagshópum væri lík- legast að nemendur nýja einka- skólans kæmu. Formaður VMSI Gef kost á mér áfram GuðmundurJ. Guðmundsson: Gefkostámérþó Morgunblaðið ogDVvilji annað. Verðurað lyfta kaupmœttinum. Bæði Morgunblaðið, DV og Al- þýðublaðið hafa verið að fullvissa fólk um að ég sé í alger- um minnihluta í Verkamanna- sambandinu. Ég held það sé best að láta reyna á það. Þess vegna hef ég ákveðið að gefa áfram kost á mér sem formaður Verka- mannasambandsins og það er ekki síst vegna þess að fjölmargir hafa upp á síðkastið lagt að mér að gera það. Gegn því er erfitt að standa. Þetta sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dags- brúnar og Verkamannasam- bandsins þegar Þjóðviljinn spurði hann í gær, hvort rétt væri að hann hyggðist ekki sækja eftir endurkjöri á þingi sambandsins í haust. En fyrir tveimur árum lýsti Guðmundur því yfir að hann hefði í hyggju að hætta á því þingi. „Mér er einfaldlega erfitt að hætta núna," sagði Guðmundur. „Verkefnið er svo gapandi. Það verður að einhenda sér í að lyfta kaupmættinum, ekki síst hjá fisk- verkafólkinu. Þeirri baráttu er ég ákveðinn í að helga mig næstu tvö árin, nema þá Morgunblaðinu, DV og Alþýðublaðinu verði að ósk sinni. En það vill nú svo til, að þó Morgunblaðið haldi stundum að gangi veraldarsögunnar sé ráðið á ritstjórnarskrifstofunum í Aðalstræti, þá verður það fólkið á þingi Verkamannasambandsins sem kýs formann. Nú, ég get lofað því að næstu tvö ár yrðu mér engin rólegheitaár." _ös Sjá bls. 2.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.