Þjóðviljinn - 27.06.1985, Side 2

Þjóðviljinn - 27.06.1985, Side 2
___________FRÉTTIR Tannlœknar Halda í við verðbólguna Hagstofustjóri: Ekki hœgt aðfara eftir úrskurði Kjaradóms. Tannlœknar vildu ekki sœtaþví. Laun tannlœkna hœkkuðu 295% á sama tíma og laun ASI-félaga hœkkuðu um 198% Þegar Tannlæknafélag íslands breytingar sem orðið hefðu hjá kannaði hann málið og komst að bað starfsmann Hagstofunn- opinberum starfsmönnum um þeirri niðurstöðu að engar ar um að reikna út þær launa- mánaðamótin febrúar-mars sl., breytingar hefðu orðið, sagði Hallgrímur Snorrason hagstofu- stjóri þegar Þjóðviljinn ræddi við hann um afskipti Hagstofunnar af gjaldskrá tannlækna. „Tannlæknar vildu ekki hlíta þessari niðurstöðu og bentu á úr- skurð Kjaradóms sem þá var ný- kominn. En í forsendum hans segir beinum orðum að eftir sé að raða starfshópum niður í nýjan launastiga og hann gefi því enga vísbendingu um launabreytingar. Þessi launastigi var allt öðruvísi en sá gamli og þess vegna var ekkert hægt að segja til um launa- breytingar fyrr en að sérkjaras- amningum gerðum. Tannlæknar töldu að hægt væri að taka tíu efstu þrep nýja launastigans og nota þau sem við- miðun en þá neituðum við að hafa frekari afskipti af málinu. Það sem síðan hefur gerst er okk- ur óviðkomandi.” - Hefur ykkur borist ný beiðni um útreikninga? „Já, tryggingayfirlæknir bað Hagstofuna fyrir skömmu að gera útreikninga á launabreyting- um meðal opinberra starfsmanna en þar sem samningar standa yfir er erfitt að nálgast upplýsingar og þess vegna er hætt við að það taki tíma,” sagði Hallgrímur. Það sem af er árinu hefur verð- skrá tannlækna hækkað um 24,58% en launin hafa hækkað mun meira eða yfir 40% og kom öll sú hækkun 1. mars. Hins vegar hefur tannlæknum tekist að halda vel í við verðbólguna á undan- förnum kjaraskerðingarárum. Viðskiptaráðherra upplýsti það á þingi í síðustu viku að á tímabi- linu 1. desember 1981 til 1. maí 1985 hafi verðlag í landinu hækk- að um 299% og laun tannlækna um 295%. Á sama tíma máttu ASÍ-félagar sætta sig við að laun þeirra hækkuðu um 198%. -ÞH Bryndís Pétursdóttir var að undirbúa sig og Skjóna fyrir setningu í gær. - Einar Ólason. Hestamannamót Tveggja ára undirbuníngsstarf Fjórðungsmót sunnlenskra hestamanna vcrður sett í dag og stendur til sunnudagsins 30. júní, á Víðivöllum við Elliðaár. Aðalinnkeyrsla á mótið er frá Rauðavatni eftir nýja Ofan- byggðarveginum. Einnig er hægt að aka Vífilsstaðaveg frá Garða- bæ. Fjöldi manns kemur ríðandi til mótsins, og eru girðingar fyrir ferðahross á Gunnarshólma og á Korpúlfsstöðum, einnig að hluta í landi Vatnsenda. Tjaldstæði eru rétt utan við svæðið. Fjölskyldubúðir eru við bæinn Vatnsenda, og aðrar við Kjóavelli. Margþættur veitinga- rekstur verður í nýju, glæsilegu félagsheimili Fáks og úr sölu- tjöldum á svæðinu. Sérstakur strætisvagn mun ganga á milli að- alhliðs við Ofanbyggðarveg og tjaldsvæða. Hestaleiga á vegum íshesta verður starfrækt, og verða farnar !/2 dags ferðir tvisvar sinnum á dag inn í Heiðmörk. Aðgöngumiðar á mótið sem gilda allan tímann kosta 750 kr., einnig er hægt að fá miða sem gilda á kvöldvökuna á laugar- dagskvöld og sunnudaginn á 300 kr. Börn 12 ára og yngri fá frítt inn á mótið. -sp Ætli tannlæknarnir hrífist ekki af einkabarnaskólanum hjá Davíð og Ragnhildi? Utanríkisráðuneyti Framlengdi leyfið Utanríkisráðuneytið fram- lengdi í gær hafnarleyfi sovéska rannsóknaskipsins sem nú liggur við bryggju á Seyðisfirði. Eins og Þjóðviljinn greindi frá í gær meinaði utanríkisráðuneytið skipinu að koma til Reykjavíkur. - Ástæður þess að við höfnuð- um beiðni um að skipið kæmi til Reykjavíkur eru þær að skipið er við rannsóknir út af Austfjörðum og við álitum að eðlilegast væri að þeir kæmu til hafna þar, til að sækja vistir og ræða við íslenska starfsbræður sína, sagði Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra í samtali við blaðið í gær. Hann hafði ekki trú á að þessi fram- koma utanríkisráðuneytisins í máli þessu myndi spilla fyrir því nána samstarfi sem væri á milli íslenskra og sovéskra vísinda- manna um hafrannsóknir. -SG Hvalur Veiddir 70 Nú er sjötugasti hvalurinn kominn á land og því níutíu og einn eftir af leyfðum veiðikvóta langreyða. Sandreyðar svamla enn frjálsar um höfin en veiðar á þeim hefjast sennilega ekki fyrr en á seinni hluta vertíðar í ágúst eða sept- ember. Leyfðar eru veiðar á þrjátíu og átta sandreyðum. -aró Samningarnir Auðvitað era menn reiöir Guðmundur J. Guðmundsson: Megum ekki miða kaupmáttinn við eitt mesta niðurlœgingartímabilið. Verðum að byggja á hugsjón en ekki hagfrœði einni. að er staðreynd að fiskverka- fólk sat eftir í þessum samn- ingum. Kröfum þess var ekki sinnt. Og ég vil bara vara at- vinnurekendur, ríkisstjórnina og forystu verkalýðshreyfingarinn- ar við að reyna að leika þennan leik aftur gagnvart fiskverkun- arfólki. Mér kemur ekki á óvart þó ýmsir tali nú um að stofna sér- stakt samband fiskverkafólks. Ef aðilar standa sig ekki í framtíð- inni þá hlýtur að koma að því. Ég veit um marga í röðum fiskverk- unarfólks og forystu þess sem eru þeirrar skoðunar. En það væri ógæfuspor, til lengri tíma, ef ASÍ klofnaði. Þetta sagði Guðmundur J. við Þjóðviljann í gær. „Það voru dimm tíðindi að fiskverkafólkið fékk ekki meira út úr samningunum. Það er ekki einasta að launin séu lág og að- búnaður oft ekki nógu góður, heldur býr þetta fólk við mesta atvinnuóöryggi af öllum lands- mönnum. Það má senda það heim með viku fyrirvara hvenær sem atvinnurekanda dettur í hug. Allir aðrir hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest! Áltso, ætla menn að kalla þetta réttlæti?“ sagði Guðmundur þungur á brún. „Hvað heldurðu til dæmis að þetta ágæta fólk í stjórnarráðinu segði ef ráðherrann kæmi niður einn daginn og segði sisona að það yrði nú lítið um að vera í næstu viku og hunskist nú heim og það kauplaust! Myndu menn sætta sig við það?“ „Fiskverkafólki finnst það koma illa út úr stóru samflotun- um og það er ekki hægt að mæla móti því. Það hefur verið harðast að sækja rétt þess. Þessvegna var sérstök samninganefnd innan VMSÍ, en kröfum hennar var hafnað. Auðvitað eru menn reiðir. Þeir eiga að vera reiðir. Það sem stendur upp úr er að verkalýðshreyfingin verður að hækka flugið. Hún má ekki vera að miða kaupmáttinn við eitt mesta niðurlægingartímabilið í sögunni. Fyrst er kaupmátturinn skertur stórlega og svo vilja menn fara að rembst við að halda í þann kaupmátt. Við eigum að sækja fram. Það þarf að rífa kaupmátt- inn upp úr því sem hann var á fjórða ársfjórðungi 1983, þegar hann var hvað lægstur. En það er of ódýr skýring að ætla að kenna forystu ASÍ um það. Hún á sinn þátt í því. En starfsleysið og slæ- leg þátttaka í verkalýðsfélögun- um á líka sinn þátt. Verkalýðsfé- lögin þurfa að lifna aftur, forysta þeirra verður að athuga um breyttar vinnuaðferðir.“ „Það er stefna VSÍ að færa alla samninga í hendur ASÍ, svo hæst- ráðendur hjá vinnuveitendum þurfi ekki að vera að berjast við mörg félög. En slíkt ber dauðann í sér. Hagdeild ASÍ vinnur ákaf- lega þarft starf og þar eru ákaf- lega hæfir menn sem hafa vissu- lega brynjað okkur rneð góðri að- stoð. Én ef hreyfingin ætlar að lifa verða verkalýðsfélögin að vera hið lifandi vatn í baráttunni, og þau mega ekki setja traust sitt á örfáa menn. Verkalýðsfélög verða að byggja á hugsjón en ekki hagfræði einni saman. Með þessu er ég alls ekki að ráðast á neinn, það er ákaflega erfitt og vanþakklátt starf að vera í forystu heildarsamtaka og'ekki leggjandi á örfáa menn að bera þungann af samningum heildarsamtak- anna.“ - Hefði ekki verið hægt að fá meira út úr samningunum? „Það var tuðað um að yrði ekki farið í samningana, þá myndu þetta 7-10 prósent tapast af launahækkunum. Ég verð að segja að það var allt of mikil taugaveiklun í hreyfingunni, ASI og Verkamannasambandinu líka, það mátti strekkja meira á þessu. Mín skoðun er sú að þetta hafi ekki verið strekkt í botn og að þolrifin í VSÍ hafi ekki verið prófuð til fullnustu. En því er ekki að leyna að það voru menn í Verkamannasambandinu sem vildu sernja." „Eitt hefur þó áunnist," sagði Guðmundur, „og á það vil ég leggja þunga áherslu. Málefni fiskverkunarfólks hafa aldrei ver- ið jafn mikið í kastljósi fjölmiðl- anna og núna. Kröfur fiskverk- unarfólks um meira atvinnuör- yggi voru þrautræddar á þingi. Menn létu sér þó sæma að fella þær þar, en ég get sagt þér að sömu menn sem að því stóðu, þeir skammast sín núna fyrir þann voðaverknað. En ég bind vonir við að sú athygli sem mál- efni fiskverkunarfólks njóta nú, muni bera árangur síðar. Ég vil heldur ekki afskrifa alveg, að ein- hver árangur náist í nefndinni sem á að athuga mál þess sam- kvæmt samningum, þó síst sé ég vongóður.“ Guðmundur sagði að lokum, að það hefðu verið með þyngri skrefum sem hann hefði tekið, að undirrita samninga sem ekki fólu í sér fyrir fiskverkunarfólk annað en óljós fyrirheit. „En fyrir þessu var meirihluti. Hins vegar hef ég það ekki fyrir sið að ákæra fólk og mun ekki gera það nú.“ -ÖS

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.