Þjóðviljinn - 27.06.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.06.1985, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Leitum áfram Gullskipsmenn taka það rólega í sumar eftir erfitt sumar í fyrra, sem endaði sem kunnugt er á því að grafið var niður á skip sem reyndist þýskur togari en ekki kaupfar frá Vestur-Indíum. Þeir eru þó ekki á því að gefast upp og með haustinu, þegar vatn fer að minnka á sandinum verður farið af stað með nákvæm mæli- tæki sem keypt voru í fyrra og leitað á sandinum. „Við munum fara vel yfir svæðið og ekki byrja að grafa fyrr en búið er að leita mjög rækilega og fá ákveðin svör á mæl- unum. Við munum halda áfram þar til við finnum skipið, það eitt er víst. Og það er enginn orðinn þreyttur,” sagði Kristinn Kristinsson, sonur Kristins Guðbrands- sonar, en þeir feðgar og fleiri hafa staðið að leitinni að „Het Wapen Von Amster- dam” á Skeiðarársandi undanfarin ár. -þs Norrœna húsið Opið hús í kvöld í kvöld hefst árviss sumardagskrá Nor- ræna hússins undir nafninu Opið hús. Þá flytur Finnbogi Guðmundsson landsbók- avörður erindi, sem nefnist: „Snorri Sturluson skildring av de nordiske folk“, en síðan syngur Hamrahlíðarkórinn ís- lensk þjóðlög. Eftir kaffihlé verður sýnd kvikmyndin „Eldur í Heimaey". Bókasafn Norræna hússins og kaffi- stofa verða opin til kl. 22.00 alla fimmtudaga í sumar eða svo lengi sem „Opið hús“ verður á dagskrá. Það síðasta verður 22. ágúst. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Hafnarbúðir Seljið ekki Tœplega 180 aðstandendur sjúklinga á Hafnarbúðum skora á borgina að verja góða stofnun IHafnarbúðum dvelja nú að- standendur okkar, gamalt fólk sem er orðið húsi og starfsfólki vant, líður þarna eins vel og kost- ur er en þolir illa allar breytingar og röskun á högum. Þetta meðal annars segir í áskorun aðstand- enda sjúklinga á legudeild og dag- vist Hafnarbúða, en fjármálaráð- herra hefur fyrir hönd ríkissjóðs gert kauptilboð i fasteignina Hafnarbúðir. í Hafnarbúðum er starfrækt hjúkrunardeild og dagvist fyrir aldraða. Hafa aðstandendur og ættingjar skorað á borgaryfirvöld að fallið verði frá öllum áformum um sölu eignarinnar þar eð ekki verði séð að sú ráðstöfun leysi á nokkurn hátt vanda hjúkrunar- sjúklinga þar sem sjúkrarúmum sem til ráðstöfunar eru mun ekk- ert fjölga. „Hafnarbúðir eru að okkar mati afburða góð stofnun, starfs- fólkið hefur flest verið lengi og þekkir því sjúklingana vel og heimilisbragur er allur hinn not- alegasti," segir í áskoruninni, en undir hana skrifa 178 ættingjar og aðstandendur. -aró Frjálsíþróttir 3 miljónir í völlinn Við munum taka út völlinn í kvöld og gera við það sem krafist er að gert sé við, sagði Júlíus Hafstein formaður Iþrótt- aráðs Reykjavíkur á blaða- Eldri borgarar Heimili á Mallorka Oformlegur starfshópur heí'ur unnið að athugun um að koma á dvalaraðstöðu fyrir fullorðna ís- lendinga á félagslegum grundvelli í sólarlöndum. Ljóst er að á þennan hátt geta m.a. Iífeyrisþegar lifað góðu lífi fyrir mun minni lífeyri en hér- lendis, þar sem bæði húsnæði og framfærsla öll er á miklu lægra verði. Starfshópurinn sem unnið hef- ur að þessu máli, heldur al- mennan fund á Hótel Borg, fimmtudaginn 27. júní nk., kl. 17.00 og stofna þar undirbún- ingsfélag til að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd. -sp mannafundi sem ráðið boðaði til vegna blaðaskrifa sem orðið hafa um lélegt ástand frjálsíþrótta- valla í Laugardal. Eins og fram kom á baksíðu Þjóðviljans í gær lýsti eftirlits- maður Alþjóða frjálsíþrótta- sambandsins því yfir að Val- bjarnarvöllur væri gersamlega ónothæfur. Júlíus sagði að íþróttaráð hefði ákveðið að leggja í þær viðgerðir sem krafist vteri og lagt það til við borgarráð að fé yrði útvegað til þeirra viðgerða. Kostnaður við þær er áætlaður um 3 miljónir króna. „Ástæðan fyrir því að við höf- um haldið að okkur höndum við að halda vellinum við er sú að við viljum þrýsta á um að ákvörðun verði tekin um framtíðarupp- byggingu á aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir í Reykjavík. Okkur er það ljóst að Valbjarnarvöllur er mislukkaður og hefur sennilega verið það frá upphafi svo það þarf að endurbyggja hann frá grunni eða koma upp aðstöðu annars staðar. Það er líka ljóst að þessi viðbótarfjárútlát munu fresta því um einhver ár að í það verði ráð- ist,“ sagði Júlíus. -ÞH Samningar Sérsamningur á Húsavík Verkalýðsfélag Húsavíkur skrifaði undir samninga í fyrradag um kaup og kjör, sem voru á svipuðum nótum og ASÍ/ VSÍ samkomulagið, að sögn Kára Arnórs hjá félaginu. Verkalýðsfé- lag Húsavíkur er aðili innan ASÍ en semur sér. Að sögn Kára er það vegna þess að menn vilja hafa samningamálin nær sér og vegna óánægju með ýmislegt innan ASÍ. „Við fórum út úr samkrulli við ASÍ í febrúar 1984. Menn hafa verið óánægðir með ýmislegt sem hefur verið þar uppi á teningn- um. Það eru uppi efasemdir um hvort ASÍ er nægilega öflugt bar- áttutæki og hvort það sé praktískt að vera innan samtakanna. Við vorum mjög ósátt við margt í þessum samningum og þær raddir hafa heyrst sem tala um úrsögn úr ASÍ. En það stendur nú samt ekkert til og ég á ekki von á að af því verði.“ -pv Fimmtudagur 27. júní 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 "En þeir sögðust vera vanir...” Nótulaus viðskipti geta virst hagstæð við fyrstu sýn. En þau geta komið þér í koll því sá sem býður þér slíkt er um leið að firra sig ábyrgð á unnu verki. Taktu nótu - það borgar sig Samkvæmt lögum og reglugerðum um söluskatt og bókhald er öllum sem selja vöru og þjónustu skylt að gefa út reikninga vegna viðskiptanna. Reikningar eiga að vera tölusettir fyrirfram og kaupandi á að fá eitt eintak. Sé um söluskattsskylda vöru eða þjónustu að ræða á það að koma greinilega fram á reikningi. FJÁRMÁLARÁÐUNEYnÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.