Þjóðviljinn - 27.06.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.06.1985, Blaðsíða 4
LEHDARI Frjálshyggjan; einkaskóli fyrir úrvalsböm Hvað eftir annað hefur Þjóðviljínn varað við því í ritstjórnargreinum sínum, að frjálshyggjan héldi innreið sína í menningar- og menntakerfi íslendinga án þess að raunveruleg umræða og umfjöllun hefði farið fram um það mál. Hitt er Ijóst að ofstækisöfl í Sjálfstæðisflokkn- um hafa leynt og Ijóst reynt að grafa undan núverandi skólakerfi, umfram allt með blygðun- arlausri láglaunastefnu sem bitnar á kennurum og launafólki, foreldrum skólabarnanna. Þessi ofstækisöfl hafa látið til sín heyra á ráðstefnum Sjálfstæðisflokksins um menntamál, í ölteitum í Reykjavík og ýmsum skúmaskotum. Hins vegar hafa þessi öfl haft hægar um sig á alþingi, þarsem á að heita löggjafarsamkoma og umfjöllun á að vera um allar meiriháttar stefnubreytingar svosem í menntamálum þjóðarinnar. Ofstækisöflin í Sjálfstæðisflokknum, sem ráða bæði menntamálaráðuneytinu og stjórn Reykjavíkurborgar hafa undanfarnar vikur pukrast með heimildir til nokkurra kennara um að stofna einkaskóla fyrir úrvalsbörn í Reykja- vík. Börnin þurfa ekki að fylla önnur skilyrði en þau að foreldrar þeirra hafi efni á að greiða 3200 krónur á mánuði fyrir setu barnanna á skólabekk. Að sjálfsögðu samþykkir Davíð borgarstjóri að Ijá þessum einkaskóla fyrir úrvalsbörn að- stöðu á kostnað almennra útsvarsgreiðenda, og að sjálfsögðu er Ragnhildur menntamála- ráðherra nægilega alþýðleg til að standa að skattheimtu af venjulegu launafólki og greiða kennurum í úrvalsskólanum grunnlaun. Síðan geta þeir fengið bónus eftir frjálshyggjukvarð- anum á mánuði. í þessum gjörningi ráðuneytisins er fólgin dæmigerð hræsni ofstækisaflanna í Sjálfstæð- isflokknum. í nafni „frelsis", og „einkarekstrar" eralmúginnskattlagðurog-píndursvobörnríka fólksins geti fengið sérstaka meðhöndlun í grunnskóla. Það er einnig dæmigert fyrir ólýðræðisleg vinnubrögð frjálshyggjuliðsins í Sjálfstæðis- flokknum, að kynna hinn frjálsa einkabarna- skóla ríka fólksins eftir að löggjafarsamkomunni hefur verið slitið. Það erverið að smygla ofstæk- inu í gegnum bakdymar. Það reynir ekki lítið á siðferðisþrek heiðar- legra og kristilegra íhaldsmanna, sem enn styðja Sjálfstæðisflokkinn um þessar mundir. Og það reynir ekki lítið á langlund hinna geð- lausu Framsóknarmanna sem sitja með frjáls- hyggjuliðinu að kjötkötlum dýrðarinnar. Ætla þeir að láta þetta yfir sig ganga einsog allt ann- að? Friðarávarpið - lokaátak Á sunnudaginn lýkur undirskriftasöfnun Friðarhreyfingar íslenskra kvenna og '85 nefnd- arinnar. Fram að þeim tíma verða konur víða á ferð við að safna undirskriftum og listum sem liggja víða frammi. Um friðarávarpið hefur skapast óvenju víðtæk samstaða meðal kvenna. Ætlunin ersú, að afhenda Friðarávarp- ið á Kvennaráðstefnu sem haldin verður í Nairo- bi í Kenya í júlímánuði. Þjóðviljinn hvetur allar konur að veita málstað friðarins liðsinni með því að skrifa undir friðará- varpið. -óg KUPPT OG SKORrÐ Það var. um margt gaman að horfa á sjónvarpsþáttinn unrvið- horf ungs fólks sem sýndur var á þriðjudagskvöld. Einn kostur hans var sá, að stjórnandi og þátt- takendur forðuðust málaleng- ingar. Gallinn var svo sá, að það var reynt að komast yfir öll hugs- anleg mál og þar með ekki numið staðar við neitt. Stundum varð útkoman eins og á krossaprófi: drekkur ungt fólk meira eða minna en við hin? Er það heitara eða kaldara í trúmálum? Hefur það meiri eða minni áhuga á pó- litík? Er það meira eða minna í íþróttum? Og þessum saman- burðarspurningum áttu þátttak- endur vitanlega enn erfiðara með að svara, en að reyna að alhæfa um sína eigin kynslóð. Minni manna nær skammt á okkar tím- um og unglingar nú hafa ekki alltof nákvæmar upplýsingar um það, hvernig við höguðum okk- ur, sem betur er. Ráðsett fólk? Annars var framsaga þessa unga fólks yfirleitt ágæt og við- horfin oftar en ekki viðkunnan- leg. Það sem kom hálfgömlum hundi mest á óvart var það, hve mjög þau forðuðust dómhörku. Klippari hafði semsagt gert ráð fyrir því, að það væri einskonar líffræðilegt einkenni á aldurs- hópnum - fyrr og síðar - að taka stórt upp í sig. Leita að hinum algildu svörum. En nú ríkti ein- staklega mikil hógværð og allar andstæður í viðhorfum voru mjög dempaðar niður. Fullmikið dempaðar reyndar. Útkoman varð svo að fólkið við borðið var undarlega ráðsett. Svo var annað ef að Klippari ætti að draga fljótfærnislegar ályktanir af því sem fram fór og ' w «" ir : m *~ m c fáiTr* ®& Þessir Samvinnuskólanemar dimitteruðu í vor... bera saman við þau ungdæmi sem hann kannast við þá var útkoman fyrst og fremst þessi hér: Áður voru menn gjarnan að ieita að samstöðu um eitthvað. Helst eitthvað stórt og mikið. En sú kynslóð sem við blasti á skermin- um, hún var eins og að segja: hver fyrir sig leitar að því sem hann telur að sér sé fyrir bestu. Það er mjög líklegt að slíkt viðhorf sé þegar allt kemur til alls betri trygging gegn vonbrigðum síðar- meir. En einhvernveginn er það, með leyfi að segja,leiðinlegra. Sá maður sem hefur ungur marserað með hugsjóninni, hann hefur víðar farið en sá sem fór hvergi. Dallas og Laxness En sem fyrr segir: manni finnst yfirleitt ekki ástæða til að and- mæla einstökum viðhorfum sem fram komu. Það væri þá helst út- færslu Verslunarskólanemans á frelsinu og menningunni. Ágæt stúlka úr MK hafði haldið fram góðum bókum íslenskum og hafi hún þökk fyrir það. En þá fannst þeim úr Versló endilega mál til komið að andæfa. Hann sagði sem svo að enginn ætti að banna neinum að fá sér spólu með Dall- as í stað þess að fara inn í rúm með bók eftir Halldór Laxness. Ég vona að ég muni orðalagið rétt. En þetta var reyndar hvim- leið samanburðarfræði. í fyrsta lagi ætlar náttúrlega enginn að banna neinum að glápa á Dallas. En í orðalaginu felst þetta einna helst: það skal enginn segja mér neitt um það, hvað er skárra Dallas eða Islandsklukk- an! Þó sá sem talar munni viður- kenni að íslandsklukkan sé merkilegri, þó ekki væri, þá er verið að gera sem allra minnst úr því með slíku tali, sem fyrr var nefnt, hver er íraun og veru mun- urinn á þessu tvennu: Sápuóper- unni og Halldóri Laxness. Allt rennur saman í eitthvað sem kall- að er „frjáls tómstundaiðja". A hverju er von Áðan var stungið upp á því, að kannski væru þau viðhorf sem settu svip sinn á þáttinn nokkuð góð trygging gegn vonbrigðum síðarmeir. Þó er ekki víst að svo sé. Þessi viðhorf virðast m.a. gefa sér þá forsendu að allir unglingar muni „meika það". Mögu- leikarnir séu nógir, bara ef allir virði frelsið. Því miður eru ekki líkur til að málið sé svona einfalt. „Lífsþægindakynslóðin" sem nefnd var í þættinum, hún hefur að sönnu búið allvel að börnum' sínum. En hún er svo sem enginn steiktur engill. Hún hefur komið sér fyrir í bestu störfunum. Hún hefur komið sér fyrir við kjötkatl- ana. Hún hefur safnað miklum skuldum og byggt sín hús með verðbólgusvindli sem ungu fólki er ekki lengur boðið upp á. Hún hefur af slóttugheitum sínum ákveðið að „geyma" ungt fólk lengur en áður í skólum - bæði til að fresta lífsbaráttu þess og til að þurfa síðar að afsala sér einhverj- um fríðindum. En þegar litið er til annarra landa, þá sjáum við að það er ólíklegt að dæmið gangi upp lengi. Fyrir utan þær stéttaand- stæður, sem fyrir eru geta hæg- lega risið upp andstæður milli þeirra sem hafa tryggt sér sæmi- legt starf og þar eftir húsnæði og fleira og þeirra sem enn hafa ekki „komið sér fyrir" eins og það heitir. Vitaskuld er enginn að biðja um slíka þróun. En í þjóðfélagi vaxandi sérhyggju („ég redda mér") og áhugaleysi um samstöðu kunnum við að eiga von á harðnandi andstæðum bæði yfir kynslóðalínuna og ekki síst innan þeirra árganga sem áttu sér fulltrúa í sjónvarpsþættinum á þriðjudagskvöld. _^g DJOOVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: ðskar Guðmundsson. Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Páll Valsson, Sigríður Pétursdóttir, Sævar Guð- björnsson, Viðir Sigurðsson (iþróttir), Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Ólason, Valdis Öskarsdóttir. Útllt og hönnun: Filip Franksson, Svava Sigursveinsdóttir. Handrfta- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. rrarnkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýslngastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýslngar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Afgroiðslustjóri: Baldur Jðnasson. Afgraiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Sfmavarsla: Jenny Borgedóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjðrnsson. Bílstjórl: Ólöf Sigurðardóttir. Utkeyrsla, afgreiðsla, auglýslngar, rltstjórn: Siðurnúla 6, Reykjavfk, sfmi 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðjn Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Vorð f lausasöiu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. Áskriftnrvorð á mánuði: 360 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardogum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 27. júní 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.