Þjóðviljinn - 27.06.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.06.1985, Blaðsíða 5
Vinir og velunnarar Maríu Markan héldu henni afmæl- ishóf þegar hún varð 80 ára þann 25. júní. Mikill mann- f jöldi kom til að heilsa upp á afmælisbarnið og óska Maríu til hamingju. Það var Kvenfélag Laugarnessókn- ar ásamt nemendum henn- ar sem stóð fyrir hófinu og var boðið upp á Ijúffengar veitingar og skemmtilega dagskrá. María lék á als oddi og söng við raust þegar allir stóðu upp til að syngja „ísland ögrum skorið". Höfðu menn á orði að ekki væri að heyra á rödd- inni að María væri orðin 80 ára. Veislustjóri í afmælishóf- inu var Unnur Valfells. Meðal þess sem boðið var upp á, Maríu og gestum henn- ar til heiðurs, var söngur hluta Ljóðakórsins og nemenda Maríu, en Garðar Cortes stjórnaði. Þá söng Elín Sigur- vinsdóttir lög eftir Maríu, en hún hefur fengist nokkuð við að semja lög á ævinni. Margir gestir héldu ræður og fluttu árnaðaróskir- og kvæði sem Svala Nielsen, afmælisbarnið og Elín Sigurvinsdóttir. María Markan áttræð - tugirþúsunda gefnar Blindrabókasafninu ítilefni afmœlisins - Ljóðakórinn og nemendur Maríu sungu nokkur lög undir stjórn Garðars Cortes. Hér ávarpar María þau að loknum söngnum. Myndir: Valdís. tileinkuð voru afmælisbarn- inu. María þakkaði öllum við- stöddum ogfjærstöddum hlýj- ar kveðjur og gjafir. Eins og fram hefur komið óskaði María eftir því að Blindrabókasafnið njóti þess sem fólk vill færa henni og gefi andvirðið til safnsins í stað þess að senda henni blóm eða gjafir. Strax daginn eftir af- mælið höfðu tugir þúsunda króna safnast til safnsins vegna afmælis Maríu. Er þessi stuðningur safninu mjög mikilvægur og gerir því kleift að bæta þjónustu sína enn fremur við alla þá sem vilja nýta hljóðbækurnar. Meðal annars hefur forsætisráðherra sent 10 þúsund krónur til safnsins af þessu tilefni. -þs Guðrún Þorsteinsdóttir söngkennari óskar Maríu til hamingju með afmælið. Þegar „ísland ögrum skorið" var sungið tók María undir og söng hástöfum. Fimmtudagur 27. júní 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍDA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.