Þjóðviljinn - 27.06.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.06.1985, Blaðsíða 6
e VIÐHORF Skynsemdarsamningur Hver hlustar á hvem? eftir Herdísi Ólafsdóttur „Elskulegu fiskverkakonur, það er líka Ijóst að þið þurfið ekki að drepastfyrir 1. september. Þiðfenguð til að forðaþví égsegi ogskrifa 3,267 krónur“. Verkalýðsforystan okkar ágæta og fórnfúsa er búin að semja fyrir verkafólk í fisk- vinnu og iðnaði. Stærsti hluti þessa hóps eru konur og það undarlega hefur skeð að það hafa heyrst óánægjuraddir. Óánægjuraddir yfir því hvern- ig Vinnuveitendasambandið og ríkisstjórn, eftir að hafa skert kaupmáttinn um 30% um litlar ca. 7.000 kr. á mánuði hverjum miðað við lágmarks- laun verkakvenna, er fólki í varnarleysi sínu stillt upp við vegg og foringjum verkalýðs- hreyfingarinnar falið að sannfæra fólk um að þarna væri verið að færa því á miðj- um samningstíma launa- hækkanir á silfurfati. Blessað Vinnuveitenda- sambandið. Blessuð ríkis- stjórnin. Hún gat ekki hugsað sér að fólk dræpist fyrir 1. sept. Því lét hún þetta á fatið. Lægstu launin sem eru kr. 14.075 á mán. hækkuðu í 15.360, eða um 1.285, samtals á þessum tveimur og hálf- um mánuði uns samningarnir eru lausir um kr. 3.561. Og fiskvinnufólkið, þessi blessuð stétt sem allir eru loks sammála um að fyrir hana skuli nú gert verulega mikið. Hætta skuli jafnvel að segja henni upp og reka hana heim hvenær sem arðsemi fyrirtækis telur það happadrjúgt og jafnvel rétta at- vinnurekendum Atvinnuleysis- tryggingasjóðinn til að greiða laun með ef vel tekst til í samn- ingum. Útpískuð stétt Hvað fékk þessi útpískaða stétt á silfurfatinu. Hún fékk væntan- lega nefnd og laun hennar hækk- uðu í 7 ára starfsaldri úr kr. 15.282 í 16.431, eða um 1.149 á mán. og með umsömdum hækk- unum á samningstímanum til 1. sept. um kr. 3.267. Elskulegu fiskverkakonur, það er líka Ijóst að þið þurfið ekki að drepast fyrir 1. sept. Þið fenguð til að forða því, ég segi og skrifa kr. 3.267. Og nú þarf heldur ekki að fara í neina launabaráttu 1. sept. því það er búið að bjarga fólkinu. En það þarf líka að lifa til ára- móta. Þó ekki væri til annars en að framleiða og fullvinna þau verðmæti sem þjóðarbúið lifir á, svo hægt yrði að minnsta kosti að greiða öllu ábyrgu fólki, svo sem þeim sem fást við bankastjórn og að semja um stóriðju þokkaleg laun og sposlur fyrir nefndarstörf bíla og annað. Þessvegna var bætt við á silfurfatið handa fiskverka- fólki fram að áramótum hækkun sem gerir mánaðarlaun þess kr. 17.585 eftir 7 ára starfsaldur. Samtals fékk þetta fólk launa- hækkun fyrir sex og hálfan mán- uð til áramóta kr. 11.710. Og þar með er öllum borgið fram yfir jól. Laun verkalýðs- forystunnar En fleiri þurfa nú að lifa fram yfir jól en þið láglaunakonur. Hvernig fer með þá ábyrgðar- fullu röð af mönnum sem við höf- um einlægt séð á myndum í blöð- um og útvarpi vera að undirrita þennan silfurfatssamning. Fyrstur er Ásmundur, síðan kemur Björn Þórhallsson, Guð- mundur Joð, Guðmundur Jóns- son, Karl Steinar og jafnvel Benedikt Davíðsson. Hvaða laun skyldu þessir ágætu foringjar okkar hafa? Þeir eru ekki há- launaðir. Gæti hugsað mér að þeir hefðu með sposlum kannske 50.000 kr. á mánuði, nema Ás- mundur hálærður hagfræðingur hann hlýtur að bera meira úr být- um. Þeir þurfa líka að lifa fram að 1. sept. og jafnvel til áramóta. Því er slegið á sömu hækkun og fiskverkafólkið fær, en nú er reiknuð sú prósenta á 50.000 kr. mánaðarlaun. Þessir ágætu fé- lagar okkar fá í hækkun fyrir þennan tíma sex og hálfan mánuð kr. 38.256, sem þeim veitir sann- arlega ekki af eins og dýrtíðin er orðin, en þeir fá þetta á sama tíma og fiskverkafólk fær eins og áður er sagt kr. 11.710 og allir geta lifað glaðir til áramóta. Á fundi í einu ágætu verkalýðs- félagi var núna á dögunum verið að bera upp þennan nýja launa- samning. Fiskverkakonu sem í áraraðir hafði verið trúnaðar- maður á sínum vinnustað í stóru frystihúsi, varð það á að láta á sér heyra, að hún teldi ekki hafa ver- ið gert mikið fyrir fiskverkafólk með þessum samningi og leyfði sér að láta f Ijósi vonbrigði með samningana, eftir það há- stemmda tal í fjölmiðlum, að nú skyldi loks leiðrétta kjör fisk- verkafólks. Áframhaldandi kjararán Nú, konan var ekki fyrr sest en formaðurinn lýsti hana varg í véum verkalýðshreyfingarinnar og með svona tali á móti verka- lýðsforystunni væri hún að valda verkafólki ómældu tjóni, enda væri ekki við góðu að búast þar sem henni mundi hafa orðið það á, að hlusta á raddir frá Akranesi, frá Siglufirði og jafnvel frá Vest- mannaeyjum. Hver hlustar á raddir frá hverj- um? Alla vega berast engar radd- ir til verkalýðsfélaganna og fólks- ins sem á að búa að þessari samn- ingagerð fyrr en sambandsfor- mannaröðin er búin að skrifa undir eftir nokkurra klukku- stunda fund og réttir þessi mála- lok fagnandi að verkafólkinu og forustuliðinu er falið að verja þetta og fá það samþykkt í hveíli áður en fólk hefur fengið ráðrúm til að átta sig á því, um hvað hefur verið samið, annars hrifsi Vinnu- veitendasambandið aftur til baka allt sem átti að halda í verkafólki lífinu til 1. sept., semsé kr. 3.267. Þetta er skynsemdarsamning- ur. Það hefur ekki verið hlustað vel á Vinnuveitendasambandið og okkar ráðalausu ríkisstjórn og við keppumst við samkvæmt þeim röddum að samþykkja áframhaldandi kjararán óbreytt í 4-6 mánuði í viðbót frá því við áttum þess kost að rísa upp og leiðrétta þá 1. sept., ef okkar duglitla verkalýðshreyfing hefði þá þorað að standa í lappirnar til þess. Akranesi 24.06. ’85 Herdís Ólafsdóttir. Launakostnaður vegna álmálsins 1 Þjóðviljanum 22. júní sl. birt- ist frétt um kostnað við álmálið svonefnda 1981-1983. Þarvarall- ur kostnaður við álmálið færður fram til verðlagsins í dag með lánskjaravísitölu. Þessi reikn- ingsaðferð er villandi. Ég var einn þeirra, sem tóku á móti greiðslum vegna álmálsins. Alls vann ég í fullu starfi í 8 mán- uði 1982-1983 við söfnun heim- ilda og ritun sagnfræðilegrar greinargerðar um „samskipti ís- lenskra stjórnvalda við Swiss Al- uminium Ltd. vegna álmálsins í Straumsvík...”. Var skriflegur samningur gerður um verkefni þetta. Þar var m.a. tekið fram að ég sem verktaki skyldi sjálfur leggja til „alla aðstöðu vegna verksins, svo sem skrifstofu- aðstöðu... vélritun, kaup á fræði- ritum og kostnað við gagna- öflun...”. Þessi kostnaður reynd- ist nema um þriðjungi heildar- greiðslna iðnaðarráðuneytisins til mín. Greiðslur þessar voru inntar aðallega af hendi á síðustu 4 mán- uðum ársins 1982 og í mars 1983. Greiðslurnar til mín á árinu 1982 námu alls kr. 96.000, sem framreiknað með vísitölu kauptaxta gerir kr. 186.173, skv. verðlaginu í dag. Greiðslurnar á árinu 1983 námu alls kr. 52.000, sem með sömu vísitölu gerir á „núverði” kr. 79.146. AIIs voru eftir Gísla Gunnarsson ;¥ % I i M * ' ■ -,i \/\r greiðslur þessar þannig, skv. verðlagi í dag, kr. 265.319 krónur fyrir 8 heila vinnumánuði. Þegar útlagður kostnaður minn hefur verið frádreginn voru þannig eftir í kaup fyrir mig skv. núverandi verðlagi miðað viö vísitölu kauptaxta u.þ.b. 177.000 krónur eða röskar 22.000 krónur í mán- aðartekjur. Aðra reikningsaðferð má nota: Bera laun mín frá iðnaðarráðu- neytinu saman við þau laun, sem ég hefði getað fengið fyrir aðra vinnu við ríkisgeirann á sama tíma. Miðað við þáverandi menntun mína hefði ég sem fram- haldsskólakennari fengið laun samkvæmt þáverandi 110. flokki BHM. Jafnaðarlaun í flokki þess- um voru á umræddu tímabili 15.160 kr. á mánuði. Hreinar tekjur mínar frá iðnaðarráðu- neytinu að meðaltali í hverjum mánuði voru á sama tímabili 12.333 kr. Mér sýnist á þeim upplýsing- um, sem fram hafa komið undan- farnar vikur um kostnað við álm- álið allt tímabilið 1981-1985, það er í tíð tveggja ríkisstjórna, að skipta megi íslenskum viðtakend- um launa vegna málsins í þrjá flokka eftir stærð greiðslna mið- að við framlagða vinnu og eftir stöðu þeirra í ríkiskerfinu. í fyrsta lagi þeir sem fengu laun í samræmi við almenn launakjör opinberra starfsmanna á þessum tíma, stundum þó eitthvað lægri, stundum þó aðeins hærri. Til þessa flokks telst obbinn af þeim, sem unnu við álmálið í ráðherra- tíð Hjörleifs Guttormssonar. í öðrum flokknum eru þeir sér- fræðingar, sem fengu greiðslur samkvæmt taxta útseldrar vinnu stéttarfélags síns (félaga verk- fræðinga og lögfræðinga) og fengu ekki samtímis fastar launa- greiðslur frá ríkinu. Þessi hópur var (og ekki síst er) með talsvert betri launakjör en sá fyrstnefndi. Til hans teljast bæði sumir ráð- gjafar Hjörleifs Guttormssonar og Sverris Hermannssonar. í þriðja hópnum eru menn sem eru í hálaúnastörfum hjá ríkinu (alþingismenn, bankastjórar) og fá síðan í viðbót við föstu launin umtalsverðar þóknanir í sam- ræmi við taxta sérfræðinga fyrir störf sín við álmálið. Enginn ein- staklingur tilheyrði þessum hóp í ráðherratíð Hjörleifs Guttorms- sonar en þó nokkrir í ráðherratíð Sverris Hermannssonar. 25. júní 1985 Gísli Gunnarsson. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. júní 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.