Þjóðviljinn - 27.06.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.06.1985, Blaðsíða 7
¦¦i T;:^;:ýí»Í!!fi'^::^:i>:.::^í'íS>»^Í! Staðarskáli í Hrútafiröi. Staðarskáli Aldarfjórðungs afmæli Opið hús árið um kring Sagnir herma að þegar merkur stjórnmálamaður var að því spurður einhverntíma á árunum upp úr 1920, hvenær búast mætti við að bílfær veg- ur yrði kominn á mtlli Reykja- víkur og Akureyrar, þá hafi hann svarað: Um 1940. Ýmis rök má sjáifsagt færa fyrir því að þetta hafi á þeim tíma ekki verið svo ýkja óraunsætt álit. Leiðin er löng, þjóðin fátæk og sú stefna ráðandi, að leggja ekki svo mjög opinbert fé til almennra mannfélagsmála, vinnutæki engin utan skóflan, gaffallinn, hakinn, hesturinn og kerran. Við þessar aðstæð- ur var ekki við því að búast, að vegagerð miðaði ört. Og þó var skammt að bíða breytinga. Þjóðin efnaðist að vísu ekki skyndilega svo að umtals- vert þætti, verktæknin var enn sú sama en sköpum skipti að til valda komu menn með annan hugsunarhátt en þann, sem áður ríkti, bjartsýnir, stórhuga hug- sjónamenn, sem gerðu þá einu alhliða byltingu, sem átt hefur sér stað á íslandi. Og það þurfti ekki að bíða þess tíl 1940 að komast í bíl milli Akureyrar og Reykjavík- ur, það var hægt fyrir 1930. Viðkomustaðir Þegar undirritaður fór fyrst í bíl milli höfuðstaðanna norðan- og sunnanlands þá voru viðkom- ustaðirnir fleiri en nú og var svo lengi. Akureyrjngar byrjuðu á því að fá sér morgunkaffi í Bakkaseli. Síðan var komið við í Varmahlíð, þá á Blönduósi, sölu- skálanum við Norðurbraut, •Fornahvammi, þar sem engin mannvirki sjást nú lengur nema útihús, margir komu viðí Hreða- vatnsskálanum hjá Vigfúsi, og svo var það Borgarnes. Þar var gjarnan gist og mafgir kusu að fara þaðan sjóleiðina til Reykja- víkur fremur en skrönglast í bíl fyrir Hvalfjörð. En vegir bötnuðu, ég tala nú ekki um eftir að slitlagið kom, og bílarnir urðu fljótari í förum svo að nú tekur aðeins 6-7 klst. að fara þá leið, sem áður tók kann- ski allt upp í tvo daga. Af þessu leiddi að viðkomustöðum fækk- aði, enda sumir þeirra ekki lengur í byggð eins og Bakkasel og Fornihvammur, og yerður Snorrabúð víðar stekkur en á Þingvöllum. Nú er aðal viðkomu- staður Norðurleiðar og fjöl- margra annarra, sem um veginn fara, Staðarskáli í Hrútafirði. Er hann að því leyti vel í sveit settur til að gegna hlutverkinu, að hann er því sem næst miðja vegu milli endapunktanna. Staðarskáli Það er nú rétt aldarfjórðungur síðan þeir Staðarbræðuri Magnús og Eiríkur reistu Staðarskála í þeirri mynd að kalla, sem hann hefur nú, og hafa síðan rekið hann af miklum dugnaði og myndarskap. Áður var þarna bensínsala. Henni fylgdi mikill erill. Að sumrinu kom það stund- um fyrir oft á dag að einhver varð að hlaupa heim af engjum til þess að afgreiða bensín. - í raun og veru þýddi ekki annað, sögðu þeir bræður, - en að hafa við þessa afgreiðslu fastan starfs- mann. En þá var nauðsynlegt að hann hefði méð höndum eitthvað meira en bensínafgreiðsluna eina, ef hún átti að verða annað en kostnaðarauki. Því reistum við hér smáskúr, þar sem á boð- stólum voru ýmsar vörur fyrir ferðamenn, en greiðasala gat það auðvitað ekki kallast. Okkur sýndist fljótlega að þessi litli skúr gæti orðið vísir að öðrum meiri. Því komum við upp þessum skála, sem við erum nú staddir í og höíum rekið hann í 25 ár. Við höfum stækkað hann og breytt eftir þörfum og að undanförnu og raunar einnig þessa dagana er verið að gera ýmsar breytingar og endurbætur hér innanhúss, mála, skipta um innréttingar í eldhúsi o.s.frv. Alhliða þjónusta Aðsókn er mikil og hefur farið vaxandi með ári hverju. Skálinn er fastur viðkomustaður Norður- leiðar bæði þegar farið er suður og norður. Og flestir farþegar fá sér hér einhverja hressingu. Ýmsir aðrir langferðabílar koma hér einnig auk mikils fjölda af einkabílum. Hér er því oft'mikið annríki yfir sumartímann. í Staðarskála er a.m.k. flest ef ekki allt það á boðstólum, sem ferðamaður þarf á að haldá; mik- ill, góður og fjölbreyttur matur, kaffi, öl, gosdrykkir, tóbak og hverskonar sælgæti svo að eitthvað sé nefnt af því, sem í magann er látið. Þá er þarna auðvitað bensínsala (Esso og Shell) og þvottaplan fyrir bíla. Nokkrum borðum og stólum hefur verið komið fyrir sunnan undir skálanum. - J á, það er nú svo, að stundum er fólk á ferðinni, bæði með Norðurleið og öðrum bílum, sem nestar sig sjálft. Þarna getur það sett sig níður, borðað sitt nesti í næði og látið fara vel um sig á meðan. Þannig er engum gleymt á þessum stað. Suðurendi skálans hefur verið hólfaður af með blómskreyttum hálfveggjum. Þar eru borð fyrir rúmlega 30 manns. Það getur nefnilega skeð að einhverjir hóp- ar kjósi að vera útaf fyrir sig og þarna er þá afdrep til þess. - Hvað um gistingu? - Þetta er náttúrlega ekki rekið sem gistihús en við höfum hér niðri fjögur þriggja manna her- bergi, ef á þarf að halda. Gott starfsfólk - Hvað vinnur margt starfsfólk hjá ykkur? - Yfir sumartímann höfum við svona 15 manns í vinnu en yfir- leitt þetta 6 yfir veturinn. Og flcst af þessu fólki er hér úr sveitinni. Við höfum veri'^ ákaflega heppn- ir með starfsfólk og það er ekki hvað síst því að þakka að sú þjón- usta, sem hér er veitt, þykir góð. Yfirmatsveinninn hjá okkur í fyrrasumar var Tómas Guð- mundsson, Garðbæingur mjög fær og góður maður. Við eigum von á því að hann verði hér einnig hjá okkur í sumar. Nú er búið að opna veginn yfir Steingrímsfjarðarheiði og þar með komin tenging við Djúpið. Má því ætla að oftast verði hægt að aka til Isafjarðar allan vetur- inn. Frá vegamótunum við Brú og hingað úteftir er ekki nema 4-5 mínútna akstur. Það er því ekki úrhendis fyrir Vestfirðinga og aðra, sem aka þessa leið, að skjótast hingað fá sér matarbita, kaffisopa eða aðra hressingu, sem þá kann að vanhaga um. Margir ferðamenn vilja gjarnan fá aðstöðu til þess að tjalda, sumir til einnar nætur, aðrir lengur. Við vildum koma til móts við óskir þessa fólks og því ákváðum við, fyrir eitthvað 5 árum að leyfa fólki að tjalda á grundunum hérna niður við ána. Leiddum þangað vatn, komum upp salerni o.fl., sem á að geta verið tjaldbúum til þæginda. Þessi aðstaða er einkum notuð af fjölskyldum og hefur mælst vel fyrir. Þarna getur fólk haft bæki- stöð sína og farið skoðunarferðir í ýmsar áttir. Sumarið bjargar vetrinum - Nú er Staðarskáli opinn allt árið. Stendur reksturinn undir sér að vetrinum? - Auðvitað bjargar sumarvert- íðin vetrarvertíðinni. Norðurleið heldur uppi áætlunarferðum alltaf þegar veður og færi leyfir. Og líklega hefur engin ferð fallið niður sl. vetur. Hvorttveggja var að veturinn var óvenju snjóléttur og svo batna vegirnir með ári hverju. En þó að færri farþegar séu með bílunum að vetrinum en sumrinu þá þurfa þeir einhvers- staðar að geta fengið sér hress- ingu á leiðinni. Það hentar vel hér þar sem skálinn er miðja vegu milli Reykjavíkur og Akureyrar. Og svo eru það bílstjórarnir á vörubílunum og farþegarnir með þeim. Það kemur fyrir að vetrin- um að ekki er leggjandi á Holta- vörðuheiðina vegna illviðris og þá verður fangaráðið að gista hér, í önnur hús er ekki að venda hér nálægt heiðinni. Það hefur komið fyrir að hér hafa þurft að gista allt að 60 manns. Við teljum að þessi þjónusta sé alveg ómiss- andi yfir veturinn og hana er sjálfsagt að veita þótt ekki sé alltaf mikið fyrir hagnaðinum að fara. - Hvernig farið þið að því að hýsa 60 manns? Framhald á bls. 8 Fimmtudagur 27. júní 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.