Þjóðviljinn - 27.06.1985, Page 8

Þjóðviljinn - 27.06.1985, Page 8
FLÓAMARKAÐURINN LANDIÐ Til sölu 4 m2 af Eik ructica á kr. 2000,- Uppl. í síma 36858. 4-5 herb. íbúð. óskast í miðbænum, góðri umgengni og öruggri greiðslu heitið. Hafið sam- band við Agnesi Geirdal, heimasími 13085, vinnusími 687700, Páll Jóns- son, vinnus. 38800. Læknastúdent - íbúð Ungur læknastúdent á flæðiskeri óskar eftir ca. 2 herb. íbúð fyrir næsta vetur, má gjarna vera í mið- eða vest- urbæ. Er ekki flugríkur, en hins vegar rólegur, áreiðanlegur og mjög snyrti- legur. Uppl. í síma 18959. 3-4 herb. íbúð óskast. Upplýsingar eftir kl. 19 í síma 24946. Til sölu Baby - Björn ungbarnastóll á kr. 900,- Sími 42085. Gefins Hjónarúm í góðu standi fæst gefins. Sími 44518. Ungt, reglusamt par óskar eftir íbúð til leigu á 7-10 þús. Öruggar greiðslur. Meðmæli ef ósk- að er. Sími 45622. Gulbrúnt ullargólfteppi, breidd 2 metrar og lengd 2.95, verð kr. 3000.-, og rautt munstrað, breidd 2,7, lengd íbúð óskast íbúð óskast til leigu fyrir reglusama leigjendur fyrir 1. sept n.k. Vinsam- legast hringið í síma 99-5060 eða 91 - 17734 á kvöldin vinnufús vatnsberi Vill vel borgaða vinnu 1. júlí-20. sept. og helst úti undir beru lofti. Ég er 27 ára og þyki óvenju þrekgóð. Hef tölu- verða reynslu í skrifstofustörfum og garðyrkju. íslenskan mín er meira en i góðu lagi og ég er bara nokkuð sleip við vélritunina. Ég er ennfremur sporðdreki með miðhimin í meyju, mars í bogmanni og júpíter í sporð- dreka. Sími. 37413 Kerruvagn óskast til kaups (verður að vera ódýr). Á sama stað er til sölu blátt flauelis- burðarrúm með dýnum og ennfremur fallegur brúðarkjóll frá Versl. Báru. Uppl. í síma 687838. Barnapössun Ég er stelpa á 13. ári og bý i smáíbúð- ahverfi. Vil gjarnan passa barn frá 1 árs aldri í sumar. Helst í nágrenninu. Arna, sími 38967. Ertu 12-15 ára og vantar vinnu í sumar? Vantar fólk til að selja happdrættis- miða í júlí og ágúst. Góð sölulaun. Upplýsingar gefur Árni í síma 611208 eftir kl. 18 alla daga. Rafha vél (3 hellur) og ísskápur, stór og rúm- góður fást gefins. Náttúrulækninga- félag Islands, matstofa sími 28410. Þvottavél fæst gefins Þarfnast lagfæringa. Sími 19349 e.kl. 18. íbúð Hjón með 6 ára telpu óska eftir góðri 3ja herb. íbúð á leigu. Sími 27691. Geymsluherbergi Til leigu er rúmgott, upphitað geymsluherbergi með sér inngangi. Sími 41039 í dag og næstu daga. Friðarhreyfing ísl. kvenna í samvinnu við 85 nefndina gengst fyrir geysivíðtækri undirskriftasöfnun í júni undir Friðarávarp ísl. kvenna. Sjálfboðaliðar eru hvattir til að hafa samband við miðstöð Friðarhreyfing- arinnar sem hefur aðsetur á Hallveigarstöðum, Túngötu 14 (gengið inn frá Öldugötu) Reykjavík sími 24800. Sterkleg tvíburakerra til sölu Ennfremur onotaðir fjallgönguskór númer 37. Upplýsingar í síma 20789, eftir kl. 20 og 22720 á daginn. Stórt og gott skrifborð til sölu á 3 þúsund og 2 barnaskrifborð og stólar á 500 kr. (borð og stóll) Sími 24782. Notaður svalavagn óskast. Þarf að vera a.m.k. 85-90 cm langur. Sími 22507. Til sölu Gamall stofuskápur (líkl. úr mag- honý). Skápurinn er um 1,60 á lengd og 1.50 á hæð. Hann skiptist í tvo skápa, skúffur og lítinn glerskáp. Selst mjög ódýrt. Sími 39442. 2 páfagaukar karl og kerling fást gefins. Sími 76762. Til sölu borðstofuborð, bæsuð eik, stærð 93x147 cm, stækkanlegt 2x55 cm og 6 stólar, sem nýtt. Enn fremur sím- abekkur (2 sæti og borð á milli) Sími 30508. Velvandir kettlingar fást gefins (læður). Uppl. í síma 20523. 3 herb. íbúð óskast í gamla bænum. Uppl. í síma 28578. Köttur fæst gefins. Sími 37697 kl. 17-20. Óskum eftir barnarimlarúmí. Sími 79048. Kettlingar Fallegir og fjörugir 8 vikna kettlingar fást gefins. Eru vel vandir. Uppl. gefur Auður í síma 38870 milli kl.7.30 og 16.30. Sumarbústaður til sölu. Til sölu sumarbústaður í hraunjaðrin- um milli Silungapolls og Selfjalls. Hálfur hektari lands, skógi vaxinn að nokkru, með mjög skjólsömum hraunbollum. Vel girt. Húsið þarfnast viðgerðar. Sími 81455. Til sölu tekk borðstofuskápur með glerhurð- um. Verð kr. 5000.- Sími 511522. Aukastarf - hlutastarf Auglýsingasafnari óskast. Sími 21784 eftir kl. 18. Til sölu Volswagen Passat árg. '74, hvítur á lit með nýupptekinni vél, skoðaður '85. Staðgreiðslutilboð. Sími 75270. Heimili fyrir kettling. Mjög falleg svört og hvít 7 vikna kisa óskar eftir góðu heimili. Sími 51995. Múrara vantar eitt herbergi og eldhús. Get aðstoðað með létt múrverk. Sími 28003. Reiðhjól Tvö vel með farin barnareiðhjól til sölu. Sími 77497 seinni hluta dags. Barnapössun Ég er 12 ára og vantar vist í sumar helst í Fossvogshverfi. Vil passa eins til tveggja ára barn. Sími 37492. ísskápur Vantar vel með farinn ísskáp. Má vera gamall. Sími 33101 e. kl.17. Föt og ábreiður Okkur vantar föt og ábreiður, tjöld og annað efni. Er því ekki tilvalið að þið látið okkur kíkja á það sem þið viljið losna við? Stúdentaleikhúsið. (Anna sími 26357 og Margrét sími 26503.) Erum að leita að húsnæði fyrir vinnustofu fyrir grafík og fleira. Ymiss konar húsnæði kemur til greina, 35-100 m2. Má þarfnast einhverra lagfæringa. Jó- hanna Bogadóttir, sími 20638, Ingi- björg Sigurðardóttir og Brian Pilkin- ton, sími 13297. Silver Cross barnavagn til sölu. Sími 34725. Leðurjakki Glæsilegur mittisleðurjakki á 178 cm háan herra til sölu. Verð 7.500.-. Sími 13894. Til sölu 4 fermetrar af eik rustical parketti á kr. 2 þús. Uppl. í síma 36858. Ungt par með kornaþarn óskar eftir 2-3 herb. íbúð. Erum á götunni. Sími 14410 til kl. 17 og 17865, eftir kl. 17. Skrifborð og skatthol Stórt tekkskrifborð og gamalt skatthol til sölu. Sími 22436. 3-4ra herb. íbúð óskast til leigu uppl. í síma 19153 e.kl. 20 fimmtud. og föstud. Framhald á bls. 18 Framhald á bls. 7 - Það hefur tekist með því að nota bústaði starfsfólksins en það er mun færra hér að vetrinum. Auðvitað byggist reksturinn yfir veturinn fyrst og fremst á sumargestunum. Það hefur sýnt sig að þeir vilja koma hér og án þeirra væri þetta ekki hægt. Staður og landpostarnir Svo skemmtilega vill til að fyrir réttum 100 árum varð sú breyting á póstsamgöngum, að póstleiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar var skipt um Stað í Hrútafirði. Þar mættust sunnan- og norðanpóstar og raunar fleiri og héldu svo til baka. Oftlega var fleira og færra fólk í fylgd með póstunum og allir þurftu þessir ferðalangar að fá gistingu og aðra fyrirgreiðslu. Þá var stundum þröngt setinn bekkurinn hjá þeim Staðarhjónum, séra Eiríki og frú Vilborgu. En öllum var tekið opnum örmum, jafnt málleys- ingjum sem mönnum, og allt vel- komið, sem unnt var að láta í té. Stundum voru næturgestir það margir að ekki var hægt að hýsa þá alla á Stað og var þeim þá komið fyrir á næstu bæjum. Björn Jónsson, póstur í Núps- dalstungu í Miðfirði segir svo í Söguþáttum landpóstanna: „Mér er minnisstæð sú um- hyggja, sem séra Eiríkur á Stað og frú hans, Vilborg Jónsdóttir, báru fyrir ferðamönnum, en Staður í Hrútafirði var nokkurs- konar miðstöð. Þar komu saman 4-5 póstar og aðrir ferðamenn, með fjölda hesta. Og seint mun ég gleyma þeirri miklu velvild, sem þau hjón báru til mín, frá því fyrsta að ég kynntist þeim, og svo börn þeirra." Undir þessi orð Björns munu margir hafa tekið. Nú eru um flest aðrir tímar en þegar landpóstarnir byrjuðu að mætast á Stað fyrir 100 árum. En ýmislegt gengur í ættir, þar á meðal gestrisni og greiðasemi. I 25 ár hafa sonarsynir þeirra Stað- arhjóna, séð þeim fjölmörgu gestum, sem að garði ber, fyrir nauðsynlegri lífsnæringu oggreitt götu þeirra á annan hátt. Því munu þakkir og árnaðaróskir fjölmargra fylgja Staðarskála og húsráðendum þar nú þegar gangan er hafin inná annan aldar- fjórðunginn. Eins og getið er um hér að framan eru nú 25 ár liðin síðan þeir bræður, Magnús og Eiríkur Gíslasynir, hófu veitingarekstur í Staðarskála. Af því tilefni höfðu þeir þar einskonar „opið hús“ sunnudaginn 9. júní sl. Drifu þar að um 300 manns, ýmist lengra að komnir eða úr byggðarlaginu, og þáðu hinar höfðinglegustu veit- ingar. - mhg. Tímarit Fjölskrúðugur Strandapóstur Kemurútíl8. sinn Strandaposturinn, ársrit Átt- hagafélag Strandamanna, er nú kominn út í 18. skiptið. Og það er eins og vera ber með póst, að hann hefur sitt af hverju meðferðis. Ritið er tæp- ar 160 bls. en rúmar þó 27 efn- isþætti: frásagnir og Ijóð. Ritið hefst á minningarorðum um þann ötula liðsmann Strand- apóstsins, Jóhannes Jónsson frá Asparvík, eftir Þorstein Ólafs- son, og Ijóði, helgað minningu Jóhannesar, eftir Ingólf Jónsson frá Prestsbakka. Sveinsína Ágústsdóttir frá Kjós rekur bernsku- og æskuminningar sínar og er sú frásögn öll hin fróðleg- asta. Lýður Björnsson heldur áfram að segja frá framkvæmd- um Strandabænda á síðari hluta 18. aldar. Jóhannes frá Asparvík greinir frá harðsóttri för eftir Steinvöru Sigurðardóttur, Ijós- móður, á jólanótt 1906, en barn- ið, sem Steinunn tók þá á móti, var einmitt Jóhannesar. Jóhann- es segir einnig frá hákarla- veiðum, sem hann tók þátt í á meðan sá útvegur var enn stund- aður að einhverju marki. Jóhann Hjaltason ritar um strand versl- unarskipsins Fortuna við Engines haustið 1787 og afleiðingum þess fyrir þáverandi yfirvald Stranda- manna, Halldór Jakobsson. Ing- var Agnarsson rekur minningar frá uppvaxtarárum sínum á Ströndum og Sigurgeir Magnús- Árnesey. son ritar greinina Bærinn norðan við heiðina og er þar átt við Heiðarbæ við Steingrímsfjörð. Lýsir Sigurgeir jörðinni og lífinu þar og segir frá þeim Heiðarbæj- arhjónum, Guðrúnu Halldórs- dóttur og Guðjóni Hjálmarssyni. Guðjón var hagorður vel og birt- ast þarna nokkrar stökur eftir hann. Ingólfur frá Prestsbakka heldur áfram að birta Hrútfirð- ingaþætti sína. Óli E. Björnsson rekur nokkuð sérstæða rauna- sögu hesthúss, sem byggt var í góðum tilgangi á Hólmavík sennilega 1926, en annars er nokkuð á huldu um fæðingarárið. Böðvar Guðlaugsson rekur nokkrar bernskuminningar sínar en hann átti heirr.a á Kolbeinsá í Bæjarhreppi fyrstu ár ævi sinnar. Guðmundur Guðni Guðmunds- son fjallar um feril fjögurra Strandamanna, sem á sínum tíma fluttu úr Víkursveit og tóku sér bólfestu vestur við Djúp. Guð- björg Andrésdóttir tíundar nokk- ur minningabrot frá æskuárum sínum í Þrúðardal, Bjarni Guð- mundsson segir frá sumardvöl að Innra-Ósi við Steingrímsfjörð 1934 og Gísli Jónatansson frá fyrstu ferð sinni úr Steingríms- firði til sjóróðra vestur í Djúpi. Auk þess efnis, sem hér hefur verið drepið á, eru í Strandapóst- inum ljóð eftir Ingólf frá Prests- bakka, Guðmund Scheving Bjarnason, Ingimar Elíasson, Guðrúnu Jónsdóttur frá Prests- bakka, Guðrúnu Jónsdóttur frá Kjós, Guðlaug Jónsson og ó- þekktan höfund. Strandamenn hafa löngum haft það orð á sér að vera atorkufólk og eflaust er Átthagafélag þeirra athafnasamur félagsskapur. En jafnvel þótt það léti ekki annað eftir sig en útgáfu Strandapósts- ins, - sem þó er fjarri, - væri starf þess hið merkasta. -mhg Blönduós Úthristarsvæði Ibúarnir á Blönduósi hafa, eins og eðlilegt er, áhuga á því að koma sér upp útivistar- svæði. Er þá höfð í huga jörðin Vatnahverfi í Engihlíðar- hreppi, spölkorn norðaustan í Vatnahverfi við Blönduós. Þykir hún einkar ákjósanleg til þessara nota m.a. vegna þess hversu lands- lag er þar fjölbreytt. Árið 1982 voru frumdrög unn- in að skipulagi fyrir svæðið. Frá Blönduósi. Gerði það Reynir Vilhjálmsson, landslagsarkitekt. Gert var ráð fyrir golfvelli, göngu- og trimm- leiðum, skíða- og skautaiðkun, veiðum, siglingum og skógrækt en alla þessa möguleika rúmar þetta svæði. Að tilhlutan byggingamála- nefndar JC Húnabyggðar var í vor haldinn almennur borgara- fundur um málið. Snorri Björn Sigurðsson, sveitarstjóri á Blönd- uósi, Reynir Vilhjálmsson, landslagsarkitekt og Þorvaldur Ásgeirsson, golfkennari höfðu framsögu á fundinum. Benti Snorri Björn m.a. á, að hér væri um að ræða framtíðarverkefni, sem eðlilegt væri að vinna í sam- ráði við félagasamtök á Blöndu- ósi. Engu að síður væri nauðsyn- legt að hefjast handa sem fyrst. Yrði þá fyrsta skrefið að girða svæðið og hefja þar trjáplöntun. -mhg 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. júní 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.