Þjóðviljinn - 27.06.1985, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 27.06.1985, Qupperneq 10
LJÓSMYNDIR alveg eins út og- málverk. Petta líkaði ansi vel og það var algengt að fólk keypti svona landslags- myndir til gjafa. - Útskrifaðistu sem Ijósmynd- ari frá Ólafi? - Ég fékk viðurkenningu hjá Ólafi um að ég væri búinn að vera hjá honum í 3 ár en þá var enginn skóli hér svo að ég varð að fara til Kaupmannahafnar til að fá próf. Ég komst þar á ljósmyndastofu hjá Peter Elfelt sem var þekktur konunglegur ljósmyndari og út- skrifaðist frá honum eftir tvö ár. Það mun hafa verið 1922 og ég var þá 21 árs gamall. - Og komst heim? - Já, ég stofnaði ljósmynda- stofu með Þorleifi Þorleifssyni í Kirkjustræti 10 en hann var bissnesskarl mikill, hafði verslun, eiginlega leikfangaverslun, og þetta var svo umsvifamikið að hann gat ekki sinnt myndastof- unni og seldi þá sinn hlut Sigur- hans Vigni. Við rákum stofuna saman undir nafninu Óskar og Vignir en um 1930 keypti ég af honum hans hlut. Hann ætlaði þá að fara að stúdera málverk en svo fór að hann opnaði aftur mynda- stofu seinna. Við vorum með myndastofu í Austurstræti 14. Kladdi og númer - Nú hefurþú tekið myndir í60 ár. Hvað finnst þér um breytingar á tœkninni. Hafa myndgœði aukist? - Filmurnar nú til dags eru mun fullkomnari en glerplöturn- ar voru áður þó að negatífin væru oft ágæt af þeim. Glerplöturnar eru líka vandmeðfarnari því að þeim hættir til að brotna. - Heldurðu þínu myndasafni til haga? - Ég hef það niðri í kjallara og býst við að ég láti það á Þjóð- minjasafnið þegar þar að kemur. Ég þarf að raða því betur niður því að það hefur ruglast dálítið í flutningum. Annars hafði ég gott lag á þessu, færði allar myndir inn í kladda og hafði númer á mynd- unum sem afgreiddar voru. Ef pantaðar voru myndir þurfti ekki annað en að líta á númerið og ganga svo beint að þeim. - Voru það mest mannamynd- ir sem þú tókst meðan þú hafðir stofu? - Obbinn af safninu er manna- myndir. - Hvenær hœttirðu að reka stofuna? KOMDU MEÐ FILMUNA OG ÞÚ FÆRÐ MYNDIRNAR SAMDÆGURS í FALLEGU ALBÚMIÁN AUKAGJALDS FILMUGERÐIN gæði og þjónusta í fyrirrúmi Framköllum allar gerðir litfílma samdægurs NÝ ÞJÓNUSTA MEIRA FYRIR PENINGANA Óskar Gíslason: Þá var Ijósmyndari í bænum sem hét Þorleifur Þorleifsson og hafði myndastofu skammt frá Tjörninni í Templarasundi. Ég var að flækjast fyrir hann í sendiferðum eins og strákar gera og hef sennilega fengið bakteríuna þá. Ljósm.: Valdís. - Á kreppuárunum var lítið að gera svo að ég nennti ekki að hanga yfir þessu. Verslunin Thyle hafði þá ljósmyndaverk- stæði og þar unnu upp undir 15- 20 manns. Ég réðist þangað sem verkstjóri og var þar í ein 10-15 ár. Ég var þá byrjaður að hugsa um að fara út í kviicmyndagerð og gerði það líka. Fyrsti kvik- myndatöku- maðurinn - Hvenœr komstu fyrst í tœri við kvikmyndavélina? - Þegar ég var í námi hjá Ólafi Magnússyni árið 1919 voru Danir hér að kvikmynda Sögu Borgar- ættarinnar eftir Gunnar Gunn- arsson og það kom í minn hlut að aðstoða Larsen kvikmyndatöku- mann við að framkalla prufur. Fyrsta kvikmyndatökuvélin sem ég eignaðist sjálfur var lítil 9Vi mm vél og árið 1925 var ég þegar byrjaður að leika mér við að taka myndir af ýmsum viðburðum í Reykjavík, svo sem skrúð- göngum og svoleiðis. Seinna eignaðist ég svo stærri vél. - Eru þessar elstu kvikmyndir þínar varðveittar? - Því er nú verr og miður. Þær brunnu hjá mér á kreppuárun- um. Ég var þá með aðstöðu uppi á lofti á æskuheimili mínu að Bergstaðastræti 36. í þessu her- bergi hafði verið ofn sem tekinn var í burtu og var gat eftir rörið í skorsteininum. Niðri var kynt í stórum ofni og neisti hrökk út um gatið og kveikti í. Ég sá mikið eftir því sem brann þar. Nú væri leikandi hægt að stækka þessar kvikmyndir upp í bíóstærð, 35 mm. - Varst þú ekki eini kvik- myndatökumaðurinn árið 1925? - Við Loftur Guðmundsson byrjuðum um mjög svipað leyti en þó held ég að ég hafi verið ári á undan honum. Það var svo merkilegt seinna að við frum- sýndum kvikmynd sama kvöldið árið 1951. Hann Niðursetninginn en ég Reykjavíkurævintýri Bakk- abræðra. - Hefur þú eitthvað fengist við blaða- og fréttaljósmyndun? - Það var alvanalegt að ég væri beðinn að hlaupa hitt og þetta fyrir blöðin og taka mynd. Þau höfðu þá enga sérstaka ljósmynd- ara og það var reyndar mjög sjaldan sem birtust myndir í þeim. Áður fyrr var engin klissíu- gerð hér á landi og þá varð fyrst að senda myndirnar til Danmerk- ur og svo komu þær kannski til baka eftir hálfan mánuð og þá birtust þær fyrst í blöðunum. Ólafur Hvanndal var sá fyrsti 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.