Þjóðviljinn - 27.06.1985, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 27.06.1985, Blaðsíða 12
UOSMYNDIR Hin hliðin á V-Þýska- landi Öll þjóðfélög eiga sér tvær hliðar, mismunandi andstæðar. Bak við glæsta forhlið leynist oft mikil eymd og mikil fátækt og er Vestur-Þýskaland engin undan- tekning þar frá. Hér sjáum við nokkrar myndir sem sænski ljós- myndarinn Ralph Nykvist tók á sínum tíma í nokkrum borgum þar. En sjón er sögu ríkari. Borgarhverfið Bruckhausen í Duisborg. Hótel ísland brennur árið 1944. Ein af fréttamyndum Óskars. Höfnin í Reykjavík frostaveturinn mikla 1918. Zimsenbryggja og kolakraninn. Mynd frá námsárum Óskars. barst fregn um að annar togari frá sama útgerðarfélaginu á Eng- landi og sömu gerðar hefði strandað við Hafnarmúla í Patr- eksfirði. Björgunarmennirnir drifu sig auðvitað á stað og ég með og þegar við komum á strandstað tók að birta upp svo að ég gat tekið kvikmynd af björgun mannanna í land. Svona gerist ekki nema einu sinni á ævinni. Þetta var lán í óláni eins og Þórð- ur á Látrum sagði. - Ertu enn að taka myndir? - Það er nú lítið, bara fyrir kunningjana. Annars er ég alltaf að rótast í mínum gömlu filmum. Ég er að reyna að koma þeim á skrá, klippa þær til og ganga al- mennilega frá þeim. Ekki alls fyrir löngu setti ég hljóð við lýð- veldishátíðarkvikmyndina frá 1944. Hún var upphaflega tekin þögul en ríkisútvarpið á upp- tökur af hátíðardagskránni og ég gat fellt þær inn í myndina. Hún er orðin talmynd eins og ég hefði tekið hana á venjulegan hátt. Ég bauð nokkrum gestum í Regn- bogann í fyrra og sýndi þeim þessa mynd í einum salnum. Hljóðsetningin var mjög kostn- aðarsöm fyrir mig. En Erlendur Sveinsson í Kvikmyndasafninu veitti mér ómetanlega hjálp. Ég bauð sjónvarpinu myndina til sýningar. Þeir tóku vel í það og ég vissi ekki betur en sýna ætti myndina núna 17. júní síð- astliðinn. Svo voru þeir allt í einu steinhættir við að sýna myndina, eins og ákveðið var, og ég er eigínlega hálf skúffaður. - Líst þér ekki vel á þá þróun sem orðið hefur síðustu ár í sam- bandi við íslenska kvikmynda- gerð? - Mér líst vel á hana en í þessu tilfelli hef ég sagt að við þolum ekki meira en 4 kvikmyndir á ári, ef þær eru fleiri eyðileggja menn hver fyrir öðrum nema auðvitað ef þeir eru svo heppnir að komast á erlendan markað. - Hafa þínar myndir. komist á erlendan markað? - Björgunarafr.ekið við Látra- bjarg hefur verið sýnt gríðarlega víða um heim og vakti mikla at- hygli. Svo var hún klippt niður og notuð sem kennslumynd hjá slysavarnafélögum út um heim. Þeir hjá Slysavarnafélagi íslands fengu allan rétt til að nota og dreifa kvikmyndinni. - Þú hefur ekki orðið ríkur? - Nei, ekki alveg. Við fáum nú að glugga í gamlar ljósmyndir hjá Óskari og þar var svo sannarlega um auðugan garð að gresja. Síðan kveðjum við þennan gamla og virðulega mann sem er brautryðjandi í íslenskri kvikmyndalist og heiðursfélagi ljósmyndara. -GFr 12SÍÐA-ÞJÓÐVIUINN Nýja tölvualdar vélin TÝLI Austurstræti 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.