Þjóðviljinn - 27.06.1985, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 27.06.1985, Blaðsíða 17
Enn eru bandarískir gíslar í varðhaldi hjá sveitum Sjíta í Lí- banon og í þeirri deilu miðri berast óhugnanlegar f regnir af flugslysi sem kostar um 330 farþega indverskrar flugvélar lífið og allar líkur benda til að sé verk ofstoþafullra manna úr röðum Síkha. Hér við bætist mannskæð sprenging á flug- vellinum í Frankfurt á dögun- um. Og enn fórna menn hönd- um og spyrja: hvað er að ger- ast? Hvað er til ráðs að taka? Afdrif bandarísku gíslanna fjörutíu sem enn eru á valdi Sjíta eru að sjálfsögðu mest blaðamál. Mannræningjarnir vilja fá lausa um 700 Sjíta sem eru fangar í ísrael og eins og margoft kemur fram í fréttum segjast ísraelar reiðubúnir til að láta þessa menn lausa ef tilmæli um það koma frá Bandaríkjunum. í klemmu Bandarísk yfirvöld eru hins- vegar í þeirri klemmu, að hafa marglýst því yfir að rangt sé að láta undan hótunum hryðju- einnig mjög tvírætt. Sýrlendingar munu halda áfram að sjá banda- mönnum sínum í landinu fyrir nauðsynjum og spyrja má hvers eiga aðrir, t.d. kristnir menn að gjalda, þegar einhver deild úr liði Sjíta fremur mannrán? Reagan forseti er með nokkr- um hætti orðinn gísl sinna eigin yfirlýsinga um að hann sé einmitt maðurinn til að mæta hermdar- verkamönnum með hörku. Eðiileg fordæming En andspænis fregnum af tíð- um flugránum eða „blindum" hermdarverkum eins og þeim, að flugvélin indverska var að öllum líkindum sprengd í loft upp, verða pólitískar vangaveltur um framvindu gíslamálsins í Líbanon og afleiðingar þess næsta smáar. Hvers vegna? Vegna þess, að um allan heim hefur gripið um sig eðlileg og sjálfsögð fordæming á flugránum og flugmorðum. Fordæming sem byggir á þeirri einföldu forsendu, að þótt fæstir hafi hugmyndaflug Bandaríska flugvélin í Beirút - í flugturninum einn af samherjum flugræningjanna. Flugræningjar um borð! Flugránumog sprengingumfjölgar - Almennfordœming- Tvírœðni íafstöðu manna - Skilgreining á hermdarverkum Nokkrum dögum fyrr hafði þessari flugvél verið rænt og hún sprengd í loft upp í Beirút. ámæli fyrir að hylma yfir með allskonar hættulegu fólki og sá tónn varð sterkari að yfirleitt væru flugvélarán hið versta af- brot. Engu að síður eimdi lengi eftir af þessu viðhorfi, að flugvél- aræningjum, - að minnsta kosti „mínum mönnum" - væri vor- kunn: þeir hefðu engan kost ann- an. Þessi afstaða var algeng til Palestínumanna í PLO sem stunduðu flugrán allmikið um tíma og nutu allmikillar velvildar arabískra ríkisstjórna. Það var ekki fyrr en flugvél með gyðinga innanborðs var snúið til Entebbe í Uganda 1976, og tsraelsmenn síðan leystu úr haldi, sem al- menningsálitið komst á það stig, að hægt var að tryggja samstöðu verkamanna - og þess er reyndar ekki langt að minnast, að það varð Jimmy Carter að pólitísku fjörtjóni, að því er margir telja, að hann var „ekki nógu harður í horn að taka" meðan fjöldi Bandaríkjamanna sat í gíslingu í Teheran skömmu eftir fall keis- arans þar. Það er reyndar auð- skilið að Reagan forseti eigi erfitt með að láta undan kröfum mannræningjanna - bára þessi er ekki stök og þeir hópar eru ótelj- andi sem gætu heima sem er- lendis látið sér detta í hug að beita nokkrum tugum gísla fyrir sig til að ná fram óútreiknanleg- ustu kröfum sínum. Hitt gæti svo verið erfitt fyrir hann að finna einhver þau ráð önnur sem duga til að fá gíslana úr haldi: sá sem til að mynda reynir að senda herlið til Líbanons þar sem allir berjast við alla, hann mun varla upp- skera mikið annað en allsherjar blóðbað. Og ef nú á, eins og síð- ustu fréttir herma, að loka öllum aðföngum til Líbanons með því að loka höfnum landsins og flug- vellinum í Beirút þá er það vopn til að setja sig í spor þeirra sem sæta grimmd og ofbeldi til dæmis í Líbanon eða þá Sri Lanka, þá skilja allir hlutskipti flugfarþeg- ans sem situr í þeirri vél sem rænt er. Hann er á saklausu ferðalagi - og allt í einu er honum sagt að líf hans sé sett að veði fyrir einhverj- um kröfum sem hann getur ekki skilið. Fyrir nú utan það, að það er sterk og gömul hefð fyrir því, að gíslataka sé sérstaklega sví- virðileg. Hafi menn reynt að koma einhverju siðerni inn í hernað, setja einhverjar reglur um stríð, þá hefur ekki síst verið reynt að útrýma þeim sið að taka gísla. Mínir menn og þínir Færri gefa svo gaum að því, að ótal margir eru þeir sem hafa gert sig seka um einskonar tvöfeldni í þessum málum. Sprengingin í indversku flugvélinni er ótrúlega svívirðuleg - en hún á engu að síður margt skylt með þeim fjöldamorðum sem framin eru í nútímahernaði allt frá dögum heimsstyrjaldarinnar seinni, þeg- ar sprengjum er dembt yfir borgir í því skyni að „lama siðferðisþrek íbúanna" - m.ö.o. drepa svo marga að allir verði slegnir ótta. Og rekjum nokkur dæmi af flugránunum, sem eru yngri upp- finning en lofthernaður. Má vera að flestir séu búnir að gleyma því, en um nokkurt árabil voru flest flugrán framin í Austur-Evrópu. Flugvélum var snúið til Vestur- landa þaðan og flugræningjar leituðu hælis sem pólitískir flótta- menn. Þeim var yfirleitt vel tekið, refsingar sem þeir hlutu fyrir flugrán voru engar eða litlar, flugræningjarnir nutu samúðar í nafni þess að þeir væru að flýja „ógnarríki kommúnismans" og ættu sér ekki annarra kosta völ. Breytt viðhorf? Svo gerðist það, að bandarískir flugvélaræningjar af ýmsu tagi fóru að snúa flugvélum til Kúbu og Castro lét það um stund gott heita. Þá fékk hann fljótlega Gfslar sem sleppt var fara frá borði. flestra ríkisstjórna um sameigin- lega afstöðu gegn flugræningjum. Sú samstaða hefur hjálpað til við að halda flugránum í skefjum - en samt eru á henni ýmsar glopp- ur eins og dæmin sanna. Einna stærsta gloppan er Beirút, þar sem samherjar flugræningjanna ráða nú flugvellinum oftast nær. Hnignun skæruhernaðar Fleiri hermdarverk eru framin en þau sem tengjast flugránum. Mannrán, tilræði við einstaka menn, eða „blind" tilræði, sem ekki er víst fyrirfram hverja drepa. Það er ekki síst í þessum dæmum sem menn hafa í ríkum mæli sýnt tvískinnung. Tví- skinnungurinn er tengdur því, að einatt fara slíkir hermdarverka- menn eða skæruliðar af stað með nokkrum glæsibrag. Þeir' ræna kannski illa fengnu fé og dreifa meðal fátækra. Þeir sprengja í loft upp i'lræmdan lögreglufor- ingja eða jafnvel sjálfan arftaka Francos einræðisherra Spánar (ETA). En of fáir átta sig á því, að í iðju slíkra skæruhersveita er innbyggð viss hnignun. Fyrr en varir losnar allt úr böndum. Neð- anjarðarbruggið leiðir til þess að enginn veit lengur hvern á að drepa og hve langt má ganga. Allskonar prívathefndarviðhorf koma til sögunnar sem og hreinræktaður bófaskapur. Það er vitaskuld alveg vafa- laust að það er mikil þörf á að fordæma flugrán og efna til al- þjóðlegs samstarfs um að koma í veg fyrir þau eða bregðast sem best við þeim. Það verður að draga ríki heims til sameigin- legrar ábyrgðar í slíku starfi. En hvort sem miðað er við flugrán ein eða hermdarverk yfirleitt þá er leiðin löng og erfið: menn munu seint koma sér saman um hvað er hermdarverk. Blátt áfram vegna þess, að í sögu þjóða og stétta eru þau dæmi geysimörg um verknað, sem ég kalla hermd- arverk en þú kallar hetjudáð. Árni Bergmann. Fimmtudagur 27. júní 1985 ÞJÓÐVflLJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.