Þjóðviljinn - 27.06.1985, Qupperneq 18

Þjóðviljinn - 27.06.1985, Qupperneq 18
Útboö Tilboð óskast í lóðafrágang við Dvalarheimili aldraðra, Seljahlíð, að Hjallaseli 19-55 Reykjavík, fyrir byggingar- deild. Helstu þættir verksins eru: Gengið frá fyllingu í götur, bílastæði og stíga, upp í endanlega hæð. Utboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn 1000.- kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 16. júli 1985, kl. 11 fyrir hádegi. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Simi 25800 Viðskiptafræðingur/ hagfræðingur Verðlagsstofnun óskarað ráðaviðskiptafræðing/hag- fræðing til starfa í hagdeild stofnunarinnar. Upplýsingar um starfið eru veittar í síma 2 74 22. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Verðlagsstofnun, Borgartúni 7, 105 REYKJAVÍK fyrir 1. júlí n.k. VERÐLAGSSTOFNUN Tilkynning til skattgreiðenda Dráttarvextir vegna vangreiddra þinggjalda verða reiknaðir að kvöldi fimmtudagsins 4. júlí n.k. Sérstök athygli skal vakin á því að einungis þær greiðslur sem berast innheimtumönnum ríkissjóðs fyrir þann tíma verða ekki dráttarvaxtareiknaðir. Fjármálaráðuneytið 26. júní 1985. Frá Grunnskóla Njarðvíkur Lausar eru 2 kennarastöður við Grunnskóla Njarðvík- ur. Meðal kennslugreina: Almenn bekkjarkennsla og raungreinar. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í sím 92-4399 eða 92-4380. Skólastjóri. Ritari Viðskiptaráðuneyti auglýsir laus til umsóknar störf tveggja ritara. Auk vélritunarkunnáttu er nauðsynlegt að umsækj- endur hafi vald á ensku og dönsku. Umsóknir óskast sendar Viðskiptaráðuneytinu eigi síðar en 10. júlí 1985. Viðskiptaráðuneytið. Sjúkrahúsið Patreksfirði óskar að ráða hjúkrunarfræðing og sjúkraliða til starfa sem fyrst eða eftir samkomulagi. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga og Ijósmóður til sumarafleysinga. Gott húsnæði fyrir hendi. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Karlsdóttir hjúkrunarforstjóri í síma 94-1110 eða 94-1386. FLÓAMARKAÐURINN HEIMURINN Frystiskápur lítill til sölu. Mjög vel meö farinn og í fullkomnu lagi (4ra ára). Selst á ca. hálfvirði, þ.e. 11 þúsund. Sími 39442. Á sama staö eru til sölu nýjar, Ijósgráar khakíbuxur (gallabuxur) á 13-14 ára strák (voru pantaðar úr lista, en reyndust of litlar) Verð kr. 500.- Leðurjakki Einhver flottasti leðurjakki bæjarinstil sölu vegna brottflutnings. Næstum því nýr, lítið notaður og selst á mjög góðu verði. Sími 23230 e.kl.15. Þor- varður. Kappakstursbílabraut til sölu, tegund Carrera og straumbreytir fylgir með. Sími 52941. Barnareiðhjól óskast. 5 ára stelpu vantar gott 14 tommu reiðhjól og kaupanda að þríhjólinu sínu. Sími 13894. Isskápur og barnfóstra Til sölu lítill ísskápur á kr. 1500.- Á sama stað vantar barngóðan ungling til að gæta 10 mánaða stúlku. Sími 37505. Arne Treholt hlustar á dóminn upp kveðinn svipbrigðalaus. Fláttskapur „njósnara friðarins“ Þungur dómuryfir Arne Treholt. Lævísleg málsvörn. Aðferðir KGB við mannaráðningar Á dögunum var kveðinn upp yfir Arne Treholt þyngsti dóm- ur sem fallið hefur í njósnamáli í Noregi. Hann fékk tuttugu ára fangelsi fyrir njósnir í þágu So- vétmanna og Irak - dómurinn sjálfur talar sínu máli um alvar- leik þeirra afbrota sem njósn- arinn framdi - en eðli málsins samkvæmt komu þau ekki nema að nokkru leyti upp á yfirborðið í þeim hluta mála- ferlanna sem opin voru blöð- um og almenningi. Arne Treholt lét sér að sögn hvergi bregða þegar dómurinn féll og hélt áfram að leika það hlutverk sem hann hafði valið sér fljótlega eftir handtökuna: að hann væri ofsóttur maður sem hefði í leynilegum viðræðum sín- um við útsendara sovésku leyni- þjónustunnar hér og þar í heimin- um ekki verið að sinna öðru en „pólitískum viðræðum". Hann hefði í raun og veru stundað „óvenjulegar aðferðir í sam- skiptum ríkja“ og ætlað með því að „byggja brýr milli austurs og vesturs". Auk þess mun marga reka minni til að hann vitnaði sér til stuðnings í ýmislegt það sem hann hefði gott gert - t.d. að vera helstur forystumaður í baráttunni gegn fasískri herforingjastjórn í Grikklandi meðan hún sat. Misnotkun Pessi málsvörn var lævís, en eins og danska blaðið Informati- on kemst að orði í leiðara um málið, þá var þessi málsvörn um leið misnotkun á kröfum friðar- sinna um „meiri hreinskiptni" í samskiptum austurs og vesturs. Og við má bæta: misnotkun á ágætri mótmælahreyfingu eins og Grikklandshreyfingin vitanlega var. Information minnir á það, að meðal gamalla félaga Arne Tre- holts í norskri vinstrihreyfingu voru fleiri en einn eða tveir, sem tóku undir við þessa málsvörn hans. Meðal þeirra var friðar- rannsóknarmaðurinn prófessor Johan Galtung sem kallaði rétt- arhöldin yfir Arne Treholt „blöndu af réttarhöldum úr bókum Kafka og Moskvuréttar- höldum“ og gerði málflutning sinn enn lakari með því að lýsa norskt réttarkerfi lakara en það pólska! Dæmi fundust og um að Arne væri af hálfu gamalla félaga kallaður „pólitískur fangi“. Treholt sjálfur í leiðara Information segir ennfremur á þessa leið um málið: „Það kann að finnast þver- stæða, en Arne Treholt hafði sjálfur miklu raunsærri afstöðu til þess njósnaheims sem hann sog- aðist inn í smám saman. Rétt eftir handtöku sína í fyrra lýsti Treholt því, hvernig hann, eftir að hafa lent í klóm KGB hafi verið neyddur til að halda áfram sambandinu með hótunum um afhjúpun og hneyksli. Síðan dró Treholt þessa út- skýringu til baka og kom í staðinn með sína kenningu um „njósnara í þágu friðar“ með sjálfan sig í aðalhlutverki sem „óvenjulegan brúarsmið“ milli austurs og vest- urs. „Ég hefi alltaf trúað á gildi opinna samskipta manna í milli“ sagði Treholt frómur á svip, þeg- ar mál hans var dómtekið. Vandinn fyrir hann og fyrir ör- yggi Noregs var samt sá að þessi „opinskáa afstaða" virkaði að- eins að því er varðar sambandið við KGB. Treholt fór á bak við yfirmenn sína í öllu. Þeir höfðu enga hugmynd um að Arne Tre- holt átti reglulega fundi fyrir reikning KGB með Gennadí Tít- of, hershöfðingja í sovésku leyni- þjónustunni, sem var rekinn frá Osló upp úr njósnamál árið 1977. Og Treholt vissi sjálfur mæta- vel, að kenning hans var fárán- leg. Hann hélt því sjálfur fram margoft, að hann hcfði haft full- an vilja á að rjúfa sambandið. Hann hélt því líka fram að sá hefði verið tilgangur sinn þegar hann var handtekinn á leið til fundar við Títof í Vínarborg. Engu að síður var taska hans full með leyniskjöl." Hvaða leyndarmál? Sem fyrr segir: menn vita ekki og munu seint komast að því hvaða hernaðarleyndarmál það voru sem Arne Treholt afhenti Sovétmönnum t.d. upp úr veru sinni á Varnarskóla norska hers- ins. Menn vita meira um að hann gaf upplýsingar um pólitískár trúnaðarviðræður og t.d. um margt er laut að erfiðum við- ræðum Norðmanna um lögsögu í Barentshafi. Eins og ýmsir hafa fram tekið: það skiptir ekki máli hvað Arne Treholt hélt sjálfur um mikilvægi slíkra upplýsinga fyrir „öryggi ríkisins“. Honum var sýndur trúnaður sem hann brást herfilega - því á hann dóm skilinn. Hve þungur slíkur dómur á að vera - það fer svo eftir af- stöðu manna til refsinga yfirleitt. Hvers vegna? Fyrr og síðar var spurt að því, hvers vegna Arne Treholt gerðist njósnari. í því sambandi er ekki úr vegi að vitna til ummæla vitnis eins í málaferlunum yfir Arne Treholt, Stanislavs Lesjenko, sem áður starfaði fyrir KGB en strauk úr þjónustunni árið 1979 eftir að hafa sjálfur fengið allmarga Japani til njósna fyrir Sovétríkin. Lesjenko segir á þá leið, að helstu ástæður fyrir því að menn ganga í þjónustu við KGB séu þessar: peningar, pó- litík, ótti við afhjúpun og hé- gómadýrð eða ofmetnaður. Ráðningarstjórar KGB reyna að nota allar þessar hvatir - eina sér eða allar saman. I dæmi Arne Treholts virðist hafa verið um all- ar þessar hvatir að ræða: hann flæktist í net KGB sem hégóm- legur og efnilegur pólitíkus - en hélt áfram bæði vegna ágirndar (sbr. þjónustu við írak) og ótta við uppljóstrun. ÁB tók saman. 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Kasparof viðurkennir Karpof ekki heimsmeistara „Ég er með öllu ósammála þeim sem enn kalla Karpof heimsmeistara", sagði Garrí Kasparof á blaðamannafundi í Belgrad nýlega. Kasparof hefur jafnan verið ósammála þeirri ákvörðun að fresta einvígi þeirra Karpofs um heimsmeistaratitilinn í skák sem gert var þegar halla tók undan fæti fyrir Karpof. Hann sakar So- véska skáksambandið um að reka erindi Karpofs í þessu máli og kveðst ekki lengur sætta sig við það sem hann kallar yfirgang Karpofs. „Þegar maður semur við Karp- of eða einhvern úr hans liði þá verður alltaf að vera vitni til stað- ar. Því hann er reiðubúinn að beita öllum aðferðum til að halda titlinum“. Kasparof telur sig eiga góða möguleika á að sigra Karpof: „Ég veit núna mæta vel hver styrkur hans er“, segir hann.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.