Þjóðviljinn - 27.06.1985, Page 19

Þjóðviljinn - 27.06.1985, Page 19
ÍÞRÓTTIR Frjálsar Bryndís fær góðan styrk Um 200þúsund krónur. Fer íháskóla í Alabama til náms og keppni „Ég er ekki alveg viss hve mikill styrkur þetta er, ég fæ frí skóta- gjöld og bækur, en ætli það nemi ekki svona 200 þúsundum ís- lenskra króna,“ sagði Bryndís Hólm, frjálsíþróttakonan kunna, í samtali við Þjóðviljann í gær. Bryndís er á förum til Alabama-fylkis í Bandaríkjunum þar sem hún mun stunda háskóla- nám og keppa fyrir hönd skólans. Þráinn Hafsteinsson er þjálfari við skólann og var Bryndísi innan handar í málinu, en skólinn styrk- ir hana vegna árangurs hennar í frjálsum íþróttum. „Þetta gefur mér mjög góð tækifæri til að bæta minn árang- ur, þarna er allt önnur og betri aðstaða en hér heima,“ sagði Bryndís. Ég er ekki alveg ákveð- in í hvað ég ætla a læra, ætli ég fari ekki í eitthvað létt og almennt nám til að byrja með. Maður hugsar ekki um annað en að bæta sig - ég ætla að ieggja meiri áherslu á að keppa í sjöþraut en áður, en aðalgreinarnar verða samt sem áður langstökk og há- stökk.“ Það má búast við að Bryndís dvelji allavega fjögur ár ytra, eins og hún sagði, byggist það að Flugleiðamótið ísland U21-Holland og Ísland-Noregur Tveir landsleikir í Kópavogi í kvöld Flugleiðamótið - fyrsta alþjóð- lega mótið sinnar tegundar sem haldið er hér á landi - hefst í kvöld í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi með tveimur leikjum. fslenska 21-árs landsliðið mætir þá landsliði Hollands kl. 20 og á eftir mætast Island og Noreg- ur. Mótið er liður í undirbúningi A-landsliðsins fyrir heimsmeist- arakeppnina sem hefst í febrúar á næsta ári og 21-árs liðið býr sig undir heimsmeistarakeppnina í sínum aldursflokki sem fram fer í dcsember. -VS 2. deild Barátta í Leiftri KA-Leiftur 2-0 (1-0) * * Ólafsfirðingar gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana á blautum og þungum Akureyrarvellinum í gærkvöldi. KA var þó heldur sterkari aðilinn án þess að ná að sýna neina yfirburði. Um leið og Njáll Eiðsson, sem ekki lék með KA vegna meiðsla, birtist skoraði Tryggvi Gunnars- son en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Á 11 mínútu var Friö- geir Sigurðsson einn við mark KA og skallaði en Þorvaldur Jónsson náði að verja. Tryggvi skaut framhjá opnu Leifturs- markinu eftir að óeigingjarn Steingrímur Birgisson hafði gefið á hann á 17. mínútu - og á 29. mínútu kom fyrra markið. Logi Einarsson markvörður Leifturs sló fyrirgjöf frá, til Haralds Har- aldssonar sem skaut, Logi kom hönd á boltann sem fór í slá og niður - og línuvörður, vel stað- settur, dæmdi mark, 1-0. 1 byrjun seinni hálfleiks varði Logi vel skalla frá Steingrími og rétt á eftir voru tveir fluttir meiddir á spítala, Bergþór Ásgrímsson úr KA og Guð- mundur Garðarsson úr Leiftri. Steingrímur skallaði síðan í mark Leifturs eftir fyrirgjöf Þorvalds Ör- lygssonar á 77. mínútu, 21-0. Sölvi Ingólfsson lék á Þorvald markvörð KA á 85. mínútu en hitti ekki úr þröngu færi og í lokin var höfð víta- spyrna af KA þegar Tryggvi var greinilega felldur í vítateig Leifturs. Maður leiksins: Erlingur Krist- jánsson, KA. -K&H/Akureyri 2. deild Rautt í Árbænum Fylkir-Völsungur 0-0 ** Fylkismönnum tókst hvorki að nýta sér sinn eiginlega heimavöll, Árbæjarvöllinn, né það að vera manni fleiri síðasta hálftímann gegn Húsvíkingum í gærkvöldi. Ekkert mark var skorað, Fylkir er enn án sigurs og Völsungar náðu ekki að saxa á forystu efstu liðanna. Fylkismenn voru sterkari framanaf og á 10. mínútu komst Óskar Theodórsson í dauðafæri en hitti ekki boltann. Tveir Völs- ungar komust einir í gegn á 25. mín. en skotið fór framhjá. Fylk- ismenn skoruðu eftir hálftíma, en markið var dæmt af vegna rang- stöðu. Völsungar komu meira inní leikinn síðari hluta hálf- leiksins og Ómar Rafnsson átti hættulegan skalla á 43. mín. sem Ólafur Magnússon varði. Síðari hálfleikur var jafn, mikil barátta en engin teljandi færi. Birgir Skúlason var rekinn af leikvelli á 65. mínútu fyrir endur- tekið brot og Völsungar því manni færri það sem eftir var en þeir börðust bara betur og héldu sínum hlut fyllilega. Fylkisliðið lék mun betur en gegn ÍBV á dögunum og Anton Jakobsson átti bestan leik. Völsungar eru með mjög sterka einstaklinga en þeir ná ekki nógu vel saman. Sigurður Hall- dórsson var bcstur, Kristján Olgeirs- son, Jón Leó Ríkharðsson, Helgi Helgason og Ómar Rafnsson komust allir vel frá leiknum. Maður leiksins: Sigurður Iialldórs- son, Völsungi. -hs Bryndís Hólm - til Alabama. mestu leyti á því hve góðum ár- angri hún nær. Mikil viður- kenning fyrir hana og frjálsar íþróttir á Islandi en um leið enn eitt dæmi þess að íslenskt frjálsí- þróttafólk þarf að fara úr landi til að geta æft og keppt við viðun- andi aðstæður. _VS 2. deild Blikamir stinga af Briðablik-KS 0-2 (0-1) * * * Blikarnir virðast ætla að stinga af í 2. deildinni - þeir komu mjög ákveðnir til leiks, eins og öll lið reyndar nú orðið á Siglufirði, og unnu sanngjarnan sigur. KS sótti mjög fyrsta korterið en Blikar voru atkvæðameiri það sem eftir var hálfleiksins. Fram- herjar KS fóru illa með ágæt færi en Blikar ógnuðu mest með lang- skotum. Úr einu slíku skoraði Gunnar Gylfason, af 25 m færi, ágætis mark, 0-1. Brtiðablik var áberandi betri aðil- inn í seinni hálfleiknum, lék af festu og grimmd, og strax á 50. mínútu gerðu þeir útum leikinn. Vel útfærð aukaspyrna svæfði Siglfirðinga, Jó- hann Grétarsson hljóp yfir boltann og fékk hann síðan framhjá varnar- veggnum og skoraði auðveldlega. Vel gert. Eftir það voru ekki mörg færi og það er orðið áhyggjuefni fyrir Siglfirðinga hve illa þeim gengur að skora mörk. Jóhann Grétarsson var bestur Blikanna, duglegur, og Sigurjón Rannversson og Guðmundur Baldursson stóðu sig vel. Bræð- urnir Tómas og Jakob Kárasynir voru bestir hjá KS. Maður leiksins: Jóhann Grét- arsson, Breiðabliki. -rb/Siglufirði Bikarinn KA-Einherji Einherji frá Vopnafirði er kominn í 16-liða úrslit bikarkeppni KSÍ í knatt- spyrnu eftir sigur á Austra, 1-0, á Eskifirði í gærkvöldi. Baldur Kjart- ansson skoraði sigurmarkið eftir 20 mínútna leik. Einherji leikur gegn KA á Akureyri í 16-liða úrslitunum. -VS Spjótkast Einarvann Einar Vilhjálmsson vann sinn fjórða sigur í spjótkasti á móti í Svíþjóð á rúmri viku, er hann kastaði 86,72 metra í Vásterás í gærkvöldi. Sænski methafinn, Dag Wenlund, veitti honum harða keppni og kastaði 85,76 metra. Þetta er tíundi mótssigur Einars í röð á þessu ári. 1. deild Sanngjamt Tvö KR-mörk á síðustu 12 mínútunum og sigur ífjörugum leik gegn Þór Það er ekki hægt að segja ann- að en að réttlætinu hafi verið fullnægt þegar Jósteinn Einars- son skoraði sigurmark KR eftir hornspyrnu á 86. mínútu gegn Þósurum frá Akureyri á Þórsvell- inum í gærkvöldi. KR var mun betri aðilinn í leiknum og það var ekki að sjá á leik Þórsara að þeir ættu möguleika á að skjótast uppí annað sæti dcildarinnar. KR- sigur, 3-2, og Vesturbæingar hafa náð að komast vel uppyfir botnliðin, Víði og Víking. Eftir 20 mínútur hefði staðan hæglega getað verið 4-0 í stað 1-0 fyrir KR. Hrikalegt óöryggi kom upp í Þórsvörninni eftir 14 mínút- ur og KR fékk hvert dauðafærið eftir annað. Fyrst komst Sæbjörn Guðmundsson einn í gegn eftir slæm mistök Óskar Gunnars- sonar en þruntaði í stöngina og út. Rétt á eftir klikkaði rang- stöðutaktik Þórs illilega, Willum Þórsson komst einn uppað Þórsmarkinu og skoraði auðveld- lega. Á næstu mínútu var Sæ- björn kominn einn í gegn eftir ein rosamistökin í viðbót en Baldvin Guðmundsson markvörður Þórs bjargaði vel og síðan va'rði hann á stórkostlegan hátt skalla frá Jó- steini. Síðan jafnaðist leikurinn en Þór fékk aðeins eitt umtalsvert færi í fyrri hálfleik, Bjarni Sveinbjörnsson skallaði framhjá á 44. mín. Margir misstu af jöfn- unarmarki Þórs, svo fljótt kont það í seinni hálfleik. Kristján Kristjánsson sendi fyrir frá vinstri og Bjarni var á undan Stefáni Jó- hannssyni að boltanum og jafn- aði, 1-1. Og um miðjan hálf- leikinn virtust Þórsarar stefna beint í annað sæti deildarinnar - 2. deild Fyrsti sigurinn Skallagrímur-UMFN 1-0 (0- 0) * * Þar kom að því að Skallagrím- ur vann leik og hlaut dýrmæt stig í fallbaráttunni. Njarðvíkingar voru öllu hættulegri í fyrri hálf- leik en Skallagrímur átti nánast seinni hálfleik. Bæði lið vildu vítaspyrnur seint í leiknum, Njarðvíkingar á síðustu mínútu, en ekkert slíkt var dæmt. Björn Jónsson átti fyrsta færið, en Njarðvíkingar björguðu skoti hans í horn. Þórður Karlsson átti síðan tvö góð skot, eitt óvænt af 30 m færi sem Kristinn Arnarson sló í samskeytin og annað sem Ólafur Jóhannesson bjargaði í horn. Kristinn varði síðan glæsi- lega frá Guðmundi Val Sigurðs- syni á 37. mínútu. Ólafur þjálfari Skallagríms var borinn af leikvelli á lokamínútu hálfleiks- ins eftir ljótt brot. Skallagrímur hóf stórskotahríð eftir hlé, Örn Bjarnason varði frá Valdimar Halldórssyni og Ómari Sigurðssyni áður en Ómar skoraði uppúr þvögu á 59. mín- útu, sigurmarkið. Eftir það átti Gunnar Orrason tvö góð skot rétt yfir, Örn varði frá Birni Ax- elssyni og Ómar komst í gegn á 87. mínútu en Örn sá við honum og varði. Maður leiksins: Kristinn Arn- arson, Skallagrími. -eop/Borgarnesi. KR-Þór 3-2 (1-0) ★ ★★★ Mörk KR: Willum Þórsson 16. og 78. mín. Jósteinn Einarsson 86. min. Mörk Þórs: Bjarni Sveinbjörnsson 47. mín. Jónas Róbertsson 65. mín (viti). Stjörnur KR: Willum Þórsson ** Ágúst Már Jónsson * Gunnar Gislason • Hálfdán Örlygsson * Stefán Pétursson * Stjörnur Þórs: Baldvin Guömundsson • Bjarni Sveinbjörnsson * Kristján Kristjánsson * Siguróli Kristjánsson * Dómari Eyjóifur Ólafsson ** Áhorfendur 356 Gunnar Gíslason felldi Bjarna Sveinbjörnsson og úr vítaspyrn- unni skoraði Jónas Róbertsson af miklu öryggi, 1-2. KR-ingar gáfust ekki upp.og hver sóknin af annarri rann upp frá bakvörðununr Gunnari og Hálfdáni og í gegnum hina iðnu Willum og Ágúst Má á miðjunni. Sá frægi Jón G. Bjarnason konr inná sem varamaður á 73. mín- útu, námkvæmlega sama tíma og í Þróttarleiknum umtalaða, og það virtist hrífa. Björn Rafnsson tók hornspyrnu rétt á eftir, og uppúr þvögu varð Willum fyrstur á boltann og renndi honum í net- ið. Annað mark hans, 2-2. Sókn- irnar gengu til skiptis í lokin, Baldvin varði naumlega frá Jóni G. og Stefán Jó. varði frá Bjarna Sveinbjörns, en Jósteinn var hetja í lokin, 3-2. -VS 2. deild Stórskota- hrið ÍBV ÍBV-ÍBÍ 0-0 *** Þrátt fyrir stórskotahríð að marki ÍBÍ síðustu tíu mínúturnar tókst Eyjamönnum ekki að skora og tryggja sér þrjú stig í köldum strekkingsvindinum í gærkvöldi. Strax á 6. mínútu varði Hreiðar Sigtryggsson vel frá Tómasi Páls- syni og á 19. mín. fékk ÍBÍ sitt eina umtalsverða færi - Jón Oddsson átti gott skot sem Þor- steinn Gunnarsson varði. Bergur Ágústsson komst í dauðafæri á markteig á 28. mín. en hitti ekki markið. Mikil barátta á miðjunni í fyrri hálfleik og heldur stór- karlaleg knattspyrna. ÍBV gtrði harða hríð að marki fs- firðinga í seinni hálfleik. Tómas átti stórfallegt skot í stöng á 61. mín, Sigbjörn Óskarsson fylgdi en skaut yfir af markteig. Bergur sLaut í stöng úr dauðafæri á 65. mín. og á 81. mín. hófst stórskotahríðin. Tómas átti hjólhestaspyrnu sem bjargað var á línu, Ómar Jóhannsson negldi úr aukaspyrnu af 35 m færi en Hreiðar varði vel, Bergur komst aftur frír á markteig en hitti ekki. Hreiðar varði enn vel, nú frá Tómasi og á 87. mín- útu small boltinn greinilega í hendi ísfirðings í vítateig en ekkert dæmt. Sigbjörn átti síðasta færið en ís- firðingar björguðu í horn og einu stigi endanlega í leiðinni. Maður leiksins: Jóhann Georgsson, Miðvikudagur 26. júní 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 -JR/Eyjum

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.