Þjóðviljinn - 27.06.1985, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 27.06.1985, Blaðsíða 20
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. DJOÐVIUINN Fimmtudagur 27. júní 1985 143. tölublað 50. árgangur Neskaupstaður Fjáimagnið fer allt suður Ásgeir Magnússon bœjarstjóri: Nœgur afli en vantar fólk. Slœm afkoma fiskvinnslufólks kemur niður á bœjarlífinu. Miðstýring sjávarútvegsins á suðvesturhorninu. Sé ekki annað en við verðum að taka málin í okkar hendur. ið sem við sköpum fer í það að byggja hallir í Reykjavík. Fjár- magnstilfærslan í þessu þjóðfé- lagi er orðin svo augljós. Síldarvinnslan er stærsta fyrir- tækið hér á Neskaupstað og með 450 manns í vinnu. Á Neskaup- stað búa 1750 manns þar af helm- ingurmn börn svo þetta er ansi stór þáttur í atvinnulífi bæjarins. Allt annað sem hér er í gangi hangir utan á þessu fyrirtæki, og þegar afkoma fólks sem þar vinn- ur er svona léleg.hefur það auð- vitað áhrif á bæjarlífið allt, sagði Ásgeir að lokum. -aró Hanna María Pétursdóttir: Konur verða aðfáfulla viður- kenningu Prestastefnan „Ég skrifa ekki undir Lima- skýrsluna nema konur fái fulla viðurkenningu sem embættis- menn kirkjunnar,“ sagði séra Hanna María Pétursdóttir prest- ur á Hálsi í Fnjóskadal í viðtali við Þjóðviljann í gær um aðalmál prestastefnunnar 1985, hina svokölluðu Limaskýrslu. Eins og fram kom í Þjóðviljan- um í gær er þessi skýrsla guð- fræðileg umræða um þrjá megin- þætti kristins starfs: skírnina, máltíð drottins og þjónustuna. I gær störfuðu prestarnir í umræð- uhópum um þessa einstöku þætti og við spjöíluðum við Hönnu Maríu um þjónustuna. „í þeirri umræðu er verið að ræða um embætti kirkjunnar. Aðaláhugi minn beinist að orð- um skýrslunnar um konur sem embættismenn kirkjunnar. Það mál getur verið mjög krítískt vegna þess að margar kirkjur vígja ekki konur til starfa. Og ef þeir neita að vígja konur þá er einingarviðleitni þessarar skýrslu vafasöm, frá mínum bæjardyrum séð.“ „Við byggjum á þeim orðum að í Kristi verða allir eitt. í Kristi . Hanna María Pétursdottir: Ef kirkjur sem eiga aðild að Limaskýrslunni vígja ekki konur, þá er einingarviðleitni þessarar skýrslu vafasöm frá mínum bæjardyrum séð. Mynd Valdís. er enginn karl eða kona heldur skýrslunnar aðfinnsluverður og unnar. í mínum huga er þetta hverfur allur aðskilnaður á milli það þarf að tryggja fulla viður- langmikilvægasta mál umræð- manna. Þess vegna er þessi kafli kenningu kvenna innan kirkj- unnar um þjónustu." ~PV Prýstingur Veröfall hjá myndbandaleigum Leigan á myndböndum komin niður í 60 krónur sums staðar. Harka ísamkeppninni. Ákveðið hefur verið að endur- skoða fyrirhugaða vegarlagningu í Laugarnesi og hcfur Borgar- skipulagi verið falið að gera nýjar tillögur og flvtja veginn austar. Þetta kom fram í umhverfis- málaráði borgarinnar í gær, en þar lá fyrir tillaga um að hafna fyrirhugaðri vegargerð milli at- vinnusvæðisins og útivistarsvæð- isins og leggja nýjan veg til hafn- arinnar austar, t.d. í framhaldi af Héðinsgötu. Afgreiðslu tillögunnar var frestað þar til í ágústbyrjun þegar nýjar tillögur koma frá Borgar- skipulagi og verður ekki aðhafst við veginn í sumar. Trukkavegurinn fyrirhugaði meðfram útivistarsvæðinu á tang- anum hefur ekki náð lýðhylli meðal íbúa á Laugarnesi eða unnenda náttúru- og söguminja, og er nú í gangi söfnun undir- skrifta gegn vegarhugmyndun- um. -m Gífurleg samkeppni ríkir nú í Reykjavík milli myndbanda- leiganna. Á milli 140 og 150 aðilar leigja nú út myndbönd og eru þess dæmi að lcigan á sólarhring kosti aðeins 60 krónur og allt upp í 150 krónur. Það eru nokkrir kóngar í þessum bransa og þeir ganga á milli okkar scm viljum leigja út inyndbönd fyrir lægra verð og reyna að fá okkur til að hækka, sagði einn þeirra sem stendur að útleigu myndbanda á lægra verði. Það eru nokkrar leigur í bæn- um sem hafa lækkað verðið í 60 krónur en hámarksverð er 150 krónur sagði Ingimundur Jóns- son formaður samtaka mynd- bandaleiga. Fjárhagsstaðan hjá sumum myndbandaleigum er döpur og verður fram eftir sumri meðan markaðurinn er að laga sig að aðstæðum. Það eru um 40 myndbandaleigur á höfuðborgar- svæðinu en samtals eru um 140- 150 aðilar sem leigja út mynd- bönd. Hann sagði að nokkrar þeirra væru komnar á hausinn. Videó-Björninn er ein þeirra myndbandaleiga sem lækkað hef- ur verðið og sagði Leó Ólafsson það vera tilboð í júnímánuði því júní væri alltaf lélegasti mánuð- urinn. Við höfum verið gagnrýndir af öðrum og fundið fyrir þrýstingi vegna þessarar verðlækkunar. Það eru nokkrir kóngar sem ganga á milli og vilja fá myndbandaleigur til að halda sama verði og halda verðinu uppi. En við ætlum að standa á móti. Aðrar myndbandaleigur eru bara með dulbúnar lækkanir, til dæmis seinni spólan ókeypis eða þrjár spólur og leiga á vídeó- tæki gjaldfrí. Það er ekki séð fyrir endann á því hvort við framlengj- um tilboðið, en við förum alla vega ekki í hæsta verð. -aró Atvinnuástandið er ágætt en fólk er að drepast yfir þeirri vinnu sem það innir af höndum og fær ekkert greitt fyrir meðan allt verður dýrara og dýrara, sagði Ásgeir Magnússon bæjarstjóri á Neskaupstað. Á vegum bæjarfélagsins eru ýmsar framkvæmdir í gangi svo sem gatnagerð og malbikun. Þá er og unnið að viðhaldi á skólum og sundlaugin okkar er komin til ára sinna og þarfnast endurnýj- unar þó annars sé hún gömul og góð. Það er næg atvinna í frystihús- inu en sjávarútvegurinn er svo illa settur og það kemur verst nið- ur á fiskvinnslufólkinu. Kaup þeirra er eins og allir vita alltof lágt og við höfum nokkrum sinn- um orðið að grípa til þess ráðs að sigla með aflann því það vantar fólk í vinnu. Fólk leitar í önnur störf því afraksturinn af fiskvinn- unni er svo gott sem enginn. Það er liðin tíð að fólk sækist eftir uppgripum í fiskinum. Eg sé ekki annað en við verð- um að taka þessi mál í okkar hendur og neita þessu miðstýr- ingarvaldi sjávarútvegsins á suð- vesturhorninu. Ef sjávarútvegur- inn fengi viðunandi rekstrar- grundvöll horfði málið öðruvísi við. Öll þenslan í atvinnulífinu er fyrir sunnan og þar eru líka ríkis- framkvæmdir mestar. Fjármagn- Laugarnestangi Hopað með veginn Nýjar tillögur í ágúst Skrifá ekki undir skýrsluna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.