Þjóðviljinn - 16.07.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.07.1985, Blaðsíða 2
FRÉTHR Þessarmyndireru afsamalaxinum, semfannstdauðurviðteljarakistunaíElliðaánum álaugardag. Einsog séstá myndunum erlaxinn með Ijótsárá hlið, entil hægri sést að kviðurinn er hins vegar alheill. Skýring forráðamanna Stangveiðifélags Reykjavíkur stenst því ekki. Mynd ÖS. Elliðaárnar Yfir 30 laxar dauðir Forráðamenn Stangveiðifélags Reykjavíkur telja ástandið „alvanalegt“. Nýfundinn lax afsannar kenninguþeirra um að laxinn deyi vegna göngusára. Laxadauðinn við Elliðaárnar helduráfram. Áföstudagskvöldið voru að minnsta kosti þrír laxar teknir dauðir við teljarakistuna neðan við Rafstööina. Aðrir þrír voru teknir á sunnudag. Alls hafa þá vel yfir 30 laxar f undist dauðir eða í andarslitrunum. Það vekur athygli að allir laxarnir drepast við teljarakistuna, þar sem affall- ið úr Rafstöðinni fellur í ána. Engar skýringar eru enn fengn- Hljómplata „Gefum þeim líf“ Þessa dagana mun stór hópur íslenskra popplistamanna, með Björgvin Halldórsson í farar- broddi, vera að vinna að upp- tökum á nýrri hljómplötu. Á plötunni er eitt lag, „Gefum þeim líf“ og er áætlað að allur ágóði af útgáfu hennar renni óskertur til Hjálparstofnunnar kirkjunnar. Höfundur lags er Axel Einarsson og textinn er eftir Jóhann G. Jó- hannsson. -vd ar á laxadauðanum og forráða- menn Stangveiðifélags Reykja- víkur virðast ekki taka honum mjög alvarlega. Þannig lýsti Frið- rik Stefánsson, framkvæmda- stjóri félagsins því yfir við Þjóð- viljann á föstudag: „Svona lagað er alvanalegt". Að sögn hans er það skoðun sérfræðinga á snær- um félagsins að sökum þess hve Elliðaárnar eru vatnslitlar um þessar mundir, þá skrapi laxinn sig á kviðnum við gönguna upp ána og síðan hlaupi sveppir í sár- in. Um helgina fannst hins vegar dauður lax, sem afsannar þessa kenningu rækilega. Laxinn var með ljót sár á hliðum, en alger- lega heill á kvið. Kviðsár vegna göngunnar upp ána geta því ekki talist banameinið. Vert er að minna á, að fisksjúkdómafræð- ingur hefur lýst þeirri skoðun sinni, að um blóðsýkingu sé að ræða í fiskunum, og að hún dragi þá til dauða og valdi jafnframt hinum ljótu sárum. Sárin eru þannig ekki talin frumorsök laxa- dauðans. Áhugamenn um Elliðaárnar hafa haft samband við Þjóðvilj- ann og þakkað áhuga blaðsins á málinu. Margir þeirra hafa jafn- framt lýst furðu sinni á því að for- ráðamenn Stangveiðifélagsins hyggist ekki beita sér fyrir rann- sókn á laxadauðanum. -ÖS Krabbamein Sjöhundruð tilfelli á ári Þriðji hver íslendingur fœr einhvern tíma krabbamein Undanfarin fimm ár voru greind 3.548 krabbameinstilfelli alls, eða 710 á ári og eru hlutföll á milli kynjanokkuðjöfn. Aðjafnaði greindust 85 brjóstkrabbamein á ári, 72 lungnakrabbamein, 69 magakrabbamein og 52 ristil- krabbamein á ári. Láta mun nærri að þriðji hver íslendingur fái ein- hvern tímann krabbamein. Þessar upplýsingar koma fram í Heilbrigðismálum, sem Krabb- ameinsfélagið gefur út. Tíðni sumra krabbameina hefur aukist, en annarra minnkað. Þannig er magakrabbi mun sjaldgæfari nú en fyrir þrem áratugum en brjóst- akrabbamein hjá konum og blöðruhálskirtilskrabbamein hjá körlum verða stöðugt algengari. Sama máli gegnir um lungna- og blöðrukrabbamein, en þau eru bæði tengd reykingum. Þessi mein eru nú tvöfalt til þrefalt al- gengari en áður var. Lungna- krabbamein var til dæmis mjög sjaldgæft fyrir nokkrum ára- tugum en er nú orðið næst al- gengasta krabbameinið bæði hjá körlum og konum. Önnur hver kona og þriðji hver karl eru á lífi fimm árum eftir greiningu sjúk- dómsins. _ V#1 Helgarbannið Halldór hefur nú alltaf verið sjarmör! Hella Samdráttur í byggingar- iðnaði Það er lítið framundan í bygg- ingariðnaði á Hellu, og minna að gera nú en venjulega á þessum árstíma, segir Jón Þorgilsson sveitarstjóri. Atvinnuástand á Hellu er þessutan bærilegt, og verður ekki vart atvinnuleysis. Á vegum hreppsins eru ýmsar framkvæmdir í gangi. Leikskóli fyrir um 40 börn er í smíðum og er stefnt að því að hann verði fok- heldur í sumar. Leikskólinn er nú í íbúðarhúsi og í honum um 30 börn. Þá er verið að byggja hjúkrunardeild við elliheimilið sem hreppurinn á ásamt fleiri sveitarfélögum, - og í apríl var fullbúin ný sundlaug á Hellu. í kauptúninu á Rangárvöllum búa um 600 manns og hefur fólki fjölgað þar jafnt og þétt síðustu ár þangað til í fyrra að þróunin snýst við. Sveitarstjóri nefndi meðal ástæðna samdrátt í virkj- unarstússi á Þjórsársvæðinu, sem hefur töluverð áhrif á íbúatölu og atvinnulíf á Hellu. -m Eþíópíusöfnunin Framlög berast ört inn Vestfirskar sjómannakonur senda Halldóri bréf „Opið bréf tilsjávarútvegs- málaráðherra. Herra sjávarútvegsmálaráð- herra, Halldór Ásgrímsson. Við, nokkrar sjómannakonur, vestfirskar, hverra bændur stunda smábátaútveg að sumr- inu, verðum að lýsa óánægju okkar yfir helgarbanninu á veiðum smábáta, því þó að það sé indælt að hafa manninn ró- legan hjá sér í rúminu, laugar- dags og sunnudags morgna, þá getur brugðist til beggja vona um skapferli hans, ef garður hefur verið alla vikuna, og svo koma kjöryfir helgina, því náttúran virð- ist ónæm á reglugerðir, og jafnvel þorskurinn líka, það er alls engin vissa fyrir því að hann bíði rólegur á miðunum yfir helgina. Af því getur svo aftur leitt það að þrengist í búi, því sjaldan stendur mikið útaf um tekjurnar hjá okkur, sem erum að dútla við gjaldeyris framleiðslu. Þennan ómerkilega atvinnuveg, sem að vísu fákænar sálir fást þó ennþá við. En sjómaðurinn, eins og bóndinn, sem „allt sitt á, undir sól og regni“ hefur vanist á að grípa gæs, þegar hún gefst, jafnvel þó það kosti hann að missa af sunnudagslúr hjá konunni. Enginn á þó jafn mikið undir því hvernig veður haga sér eins og smábátasjómaðurinn, en enginn framleiðir heldur jafn mikinn gjaldeyri, miðað við eyddan gjaldeyri, og hann. Það kann að hafa verið úr vöndu að ráða, þeg- ar fiskurinn á miðum sunnlendinga og breiðfirðinga, hafði verið jafn örlátur við sína menn, og hann var í vor, en hversvegna þá ekki að miða smá- bátakvótann við breytilegan tíma, eftir landshlutum, því menn vita það nokkurnveginn um hvert leyti árs að fiskur gengur á hin ýmsu mið. Við vonum að þú takir þessi mál til umþenkingar, og ef svo verður, sendum við þér ástar- kveðjur, en ef ekki, þá verða kveðjurnar auðvitað þar eftir". Undir þetta opna mótmæla- bréf skrifuðu allar sjómanna- konur á Flateyri, 35 talsins, segir í fréttatilkynningu sem Þjóðviljan- um barst með bréfinu. -g Sumarsöfnun Hjálparstofn- unnar kirkjunnar tók mikinn fjörkipp nú um helgina, eftir hljómleikana „Live Aid“, að sögn Guðmundar Einarssonar fram- kvæmdastjóra hennar og bættust um 700.000 krónur við þær 2 milljónir sem fyrir voru. Kvað Guðmundur vera von á meiru, enda viðtökur fólks við heimsendum gíróseðlum framúr- skarandi góðar, og framlög streymdu ört inn þessa dagana. Þessir peningar munu síðan nýttir í hinum ýmsu þróunarverkefn- um, sem íslendingar taka þátt í erlendis, bæði í Eritreu og Eþíóp- íu, þ.á. m. fiskiræktarverkefni og fiskveiðakennslu. Aðspurður tjáði Guðmundur okkur einnig að vel gengi að fá fólk til starfa á hungursvæðunum, og að enn væri verið að vinna úr þeim um- sóknum sem borist hefðu eftir að 5 stöður hefðu verið auglýstar ný- lega. -vd 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 16. júlí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.