Þjóðviljinn - 16.07.1985, Page 13

Þjóðviljinn - 16.07.1985, Page 13
FRETT1R REUTER Umsjón: ÞRÖSTUR HARALDSSON Kvennaráðstefna konurnar settu fram kröfu um að engar ályktanir yrðu samþykktar nema um þær ríkti full eining en slíkt fyrirkomulag hefði í raun veitt þeim neitunarvald.-Konurn- ar úr þriðja heiminum vildu láta einfaldan meirihluta ráða úr- slitum í atkvæðagreiðslum. í umræðunum héldu banda- rísku konurnar því fram að þriðji heimurinn vildi einungis sýna vald sitt og atkvæðamagn en voru í staðinn sakaðar um að reyna að eyðileggja ráðstefnuna. Eftir nokkurt málþóf féllust banda- rísku konurnar á að ræða „apart- heid” og létu af kröfu sinni um að full eining skuli ríkja um allar ályktanir. Enn ríkir ósamkomu- lag um 58 af 372 málsgreinum í lokaályktun ráðstefnunnar. Samhliða ráðstefnunni er hald- in önnur ráðstefna sem nefnist Forum 85 en hana sitja 10.000 fulltrúar kvennahreyfinga sem ekki eru háðar ríkisstjórnum. Enn bólar ekki á sendinefnd frá Suður-Afríku þótt sögur hafi gengið um að hún væri á leiðinni. Félagar úr Afríska þjóðarráðinu, ANC, settust í sæti þau sem frá- tekin voru fyrir fulltrúa Suður- Afríku. Þeir sögðust vera lög- mætir fulltrúar suður-afrísku þjóðarinnar og myndu þeir hvergi hvika þótt opinberir full- trúar stjórnarinnar í Pretoríu mættu á staðinn. Forseti ráðstefnunnar var kjör- in Margaret Kenyatta, dóttir Jomo Kenyatta, fyrsta forseta Kenýa. Arftaki hans á forseta- stóli, Daniel Arap Moi, fluttí setningarræðuna og sagði ma. að þótt augljóst væri að margt bæri á milli væri það skylda ráðstefnu- gesta við konur heimsins að ár- angur næðist af ráðstefnunni. Kenýanskur kvennakór syngur um frið á hliðarráðstefnunni Forum 85. Nairobi - Ráðstefna Sam- einuðu þjóðanna sem haldin er í Kenýa í tilefni af lokum kvennaáratugarins var sett í gær að viðstöddum 4.000 full- trúum. Strax í upphafi ráðstefnunnar kom fram mikill ágreiningur þróunarríkja og vestrænna iðnríkja með Bandaríkin i broddi fylkingar. Deilurnar snerust bæði um dagskrá og fundarsköp. Fulltrúar þriðja heimsins vildu taka á dag- skrá umræður um „apartheid”, vandamál palestínubúa og störf alheimshreyfingarinnar gegn kjarnorkuvopnum. Bandaríska sendinefndin mótmælti og sagði að þessi mál ættu ekkert erindi inn á ráðstefnu sem hefði það hlutverk að leggja mat á árangur kvennaáratugar SÞ. Bandarísku Þær bandarísku gáfu eftir Harðar deilur um dagskrá ogfundarsköp Live-Aid Fær Geldof friðarverðlaunin? London - Mestu rokktónleikar sögunnar - Live-Aid - sem haldnir voru beggja vegna Atlantshafsins á laugardaginn heppnuðust í alla staði vel. Framkvæmd þei.rra var með ágætum og árangur fjár- söfnunarinnar sem fram fór samtímis fór fram úr öllum vonum. Gjaldkeri tónleikanna, Philip Rusted, giskaði á að safnast hefðu 40 miljón sterlingspund (tæplega 2,2 miljarðar íslenskra króna) en endanlegar niðurstöð- ur liggja ekki fyrir fyrr en undir helgi. Alls keyptu 162 þúsund manns sig inn á tónleikana sem haldnir voru á Wembley-leik- vanginum í Lundúnum og John F. Kennedy leikvanginum í Philadelphia í Bandaríkjunum. Bhopal Börn fæðast vansköpuð Nýju-Delhi - Ekki færri en 21 barn hefur fæðst vanskapað og 36 konur hafa misst fóstur í indversku borginni Bhopal þar sem sprenging varð í verk- smiðju Union Carbide í des- ember sl. með þeim af- leiðingum að eitrað gasský lagðist yfir borgina. Talið er að 27 börn til viðbótar hafi látist vegna þess að mæður þeirra önduðu að sér gasinu á meðgöngutímanum. Alls kostaði sprengingin 2.500 manns lífið og 125 þúsund manns hlutu heilsu- tjón af henni. Ekki hefur orðið vart við blindu meðal þeirra sem urðu fyrir gasinu, en um tíma var óttast að fólk gæti misst sjón af völdum eitrunarinnar. Verksmiðjunni var formlega lokað í síðustu viku og standa nú yfir málaferli vegna hamfaranna sem hún olli. Það var þó aðeins brot þeirra sem fylgdust með, því alls er talið að hálfur annar miljarður fólks í 169 löndum hafi horft á tónleikana í beinni sjónvarpsútsendingu. Rusted sagði að nú tæki við ráðstöfun söfnunarfjárins sem á að renna til hjálparstarfs á hungursvæðum Eþíópíu og Sú- dans. Sagðist hann eiga von á að sveltandi íbúar þessara landa færu að njóta aðstoðarinnar innan fjögurra vikna. Þegar er búið að setja af stað áætlun um að senda vörubíla til Súdans en skortur á flutningatækjum hefur hamlað því að aðstoð sem veitt er berist til þeirra sem á þurfa að halda. Mikil ánægja ríkir á öllum víg- stöðvum með tónleikana og bresku blöðin hafa gert írska tón- listarmanninn Bob Geldof sem gerði þá að veruleika að hetju. Norskur þingmaður lagði til að Geldof yrði sæmdur friðarverð- launum Nóbels og undir þá til- lögu hafa tekið breskir þingmenn og forsætisráðherra frlands. Nýja kókið Velheppnuð mistök New York - Akvörðun banda- ríska gosdrykkjarisans Coca Cola um að hefja á ný sölu á „gamla” kókinu birtist flestum sem ósigur fyrirtækisins, að það hefði gert stór mistök með því að vera að hringla með bragðið á þessum vinsælasta drykk heimsins. Nú virðist fyr- irtækið þó vera að snúa ósigr- inum upp í sigur. Eins og fram hefur komið hér í blaðinu setti Coca Cola fyrirtæk- ið nýtt kók á markaðinn í vor og hætti að framleiða þetta gamla góða. Þessi breyting náði að vísu aðeins til Bandaríkjanna en þar voru viðbrögðin líka ótvíræð. Ákafir kókaðdáendur mótmæltu harðlega og bréfum og skeytum til fyrirtækisins snjóaði inn. í síðustu viku lét það undan þrýstingnum. Framleiðsla gamla kóksins er hafin á ný. Nýja kókið, sem flestum þykir of sætt og ekki eins frískandi og það gamla, verður þó áfram selt undir merk- inu Coca Cola. En það gamla verður selt undir merkinu Coca Cola Classic - Sígilt kók. Þessum tíðindum var tekið á þann veg að menn gripu til sam- líkinga við önnur stór mistök í viðskiptalífinu. Það var td. farið að rifja upp stærstu mistök sem orðið hafa í sögu bílaframleiðsl- unnar þegar Ford setti lúxus- bílinn Edsel á markað í lok sjötta áratugarins. Stjórnendur Coca Cola brugð- ust hins vegar rétt við og virðast nú vera að snúa mistökunum upp íhreinamarkaðssókn. Viðskipta- prófessorinn Mark Albion við Harvard háskóla segir að Coca Cola hafi dottið ofan á eitt mesta snilldarbragð aldarinnar á sviði markaðsmála. Markaðsfræðingar eru sam- mála forstjóra Coca Cola, Ro- berta Guizueta, um að nú hafi skapast gott lag til að auka enn við gosdrykkjuna í heiminum. Með þessu bragði takist Coca Cola að tryggja sér aukið hillu- rými í verslunum og þar með meiri athygli. Síðasta stórsóknin á gosdrykkjamarkaðnum var þegar Pepsi Cola setti af stað það sem nefnt var „Pepsi áskorunin.” Hún bliknar í samanburði við það umtal sem Coca Cola hefur tryggt sér með nýja kókinu. Guizueta lýsti þeirri framtíðar- sýn sinni að nú færi fólk að drekka hinar ýmsu tegundir kóks á mismunandi tfmum dagsins: á morgnana drekkur fólk sígilt kók, megrunarkók með hádegis- matnum, kirsuberjakók síðdegis og nýja kókið á kvöldin. Ekki skipulagt Samkeppnin um hylli gosdrykkjaneytenda er geysi- hörð enda er mikið fé í húfi. í Bandaríkjunum einum er veltan á gosdrykkjamarkaðnum 23 milj- arðar dollara á ári. Mjótt er á mununum milli Pepsi og Coca Cola en það síðarnefnda hefur þó vinninginn. Markaðshlutfall Coca Cola er nú 21,7% í Banda- ríkjunum en á heimsmarkaði þar sem veltan er uþb. 50 miljarðar dollara er hlutur fyrirtækisins mun stærri, eða 37%. Illar tungur segja að allur há- vaðinn í kringum nýja kókið og endurkomu þess gamla hafi verið skipulagður frá upphafi. For- svarsmenn Coca Cola neita því staðfastlega og segja það hund- ingslegt tal, fyrirtækið hafi einfaldlega gert mistök. „Sannleikurinn er sá að við erum hvorki nógu heimskir né nógu snjallir til að finna upp á slíku. Þetta hefur verið auðmýkjandi reynsla,” sagði Donald Keough forstjóri Coca Cola. En hlutabréfin hafa hækkað í verði síðustu daga og það skiptir mestu. Bandaríkin Reagan braggast Washington - Ronaid Reagan forseti Bandaríkjanna bragg- ast framar öllum vonum eftir uppskurð sem gerður var á honum á laugardaginn. Þá var fjarlægt æxli í meltingar- veginum og 60 sm bútur af ristlinum. Læknar sáu ekkert sem benti til þess að æxlið væri illkynjað en það var sent í rannsókn og í gær beið bandaríska þjóðin eftir því að vita hvort forsetinn væri hald- inn krabbameini. Niðurstöðu rannsóknarinnar var að vænta seint í gærkvöldi. Þetta gerðist ... Tveir sovéskir geimfarar eru farnir af stað áleiðis til Bandaríkj- anna til fundar við bandaríska koll- ega stna en saman ætla geim- fararnir að endurtaka sögulegt handtak sem átti sér stað úti í geimnum tyrir réttum 10 árum eða 17. júií 1975 en þá mættust Soyuz og Apollo geimför þeirra úti í geimnum. Að þessu sinni takast geimfararnir i hendur á jörðu niðri. ...Sendiráðsfulltrúi egypta í ísrael hefurboriðframkvörtun um að ís- raelar hafi að ráðnum hug verið að ögra egyptum og stefna friðar- umræðum í tvísýnu þegar þeir efndu’til 5.000 manna bjórveislu á umdeiidum landsskika nærri landamærum ríkjanna í síðustu viku. ...Fimm danskir ferðamenn fórust og nokkrir slösuðust þegar lang- ferðabíll með 75 ferðamenn ók á brúarhandrið og valt í nágrenni borgarinnar Kassel í Vest- ur-Þýskalandi. ...Þúsundir verkamanna yfirgáfu um helgina verksmiðjulóð Ford í Buenos Aires i Argentínu eftir að hafa haldið hennl í herkví í 19 sólarhringa. Þeir voru að mótmæla brottrekstri 33 vinnufélaga sinna sem stjórnendur sökuðu um krón- ískan skrópisma. ...Mexíkanskir hægrimenn efndu til mótmæla víða í norðurhluta landsins í gær. Þeir halda því fram að víðtækt kosningasvindl hafi átt sér stað i kosningum sem fram fóru í landinu fyrir rúmri viku og vilja að þær verði ógildaðar. ...Kínverski flotinn hefur gert vei heppnaða tilraun með að skjóta eldflaugum sem borið geta kjarn- orkuvopn milli heimshluta úr kaf- bátum, að því er kínverska frétta- stofan hermir. ...Belgíski aðstoðarforsætis- ráðherrann, Jean Gol, sagði af sér embætti í gær í mótmælaskyni við meðferð stjórnarinnar á eftir- málum harmleiksins á Haysel-leik- vanginum í lok mai þegar 38 manns fórust við upphaf knatt- spyrnuleiks. Talið er að þetta geti boðað fall belgísku stjórnarinnar og að efnt verði til kosninga innan skamms. ...Bandaríska stjórnin beindi í gær þeim tilmælum til Hæstaréttar landsins að hann taki til endur- skoðunar úrskurð sinn frá árinu 1973 sem sló þvi föstu að rétturinn til fóstureyðingar væri stjórnar- skrárbundinn. Þetta er í fyrsta sinn í 30 ár sem ríkisstjórnin biður Hæstarétt að breyta úrskurði sem snertir grundvallarréttindi og eru stjórnarskrárbundin að mati réttarins. Stjórnin hefur lýst því yfir að fóstureyðing jafngildi morðl. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.