Þjóðviljinn - 10.08.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.08.1985, Blaðsíða 1
Ríkisleiðir SUNNUDAGS- BLAÐ MENNING HEIMURINN Um sjöleytið í gærkveldi var undirritaður kaupsamningur um sölu á eignarhluta ríkisins í Flugleiðum. Það var stjórn Flug- leiða sem keypti hlutinn og var sú ákvörðun tekin á stjórnarfundi í gærdag. Tilboð Flugleiða var þremur milljónum króna hærra en tilboð Birkis Baldvinssonar. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans er raunvirði tilboðanna beggja ekki nema um fjórfalt nafnvirði bréfanna og eru greiðslurnar til 8 ára. Stjórn Flug- leiða mun síðar gefa starfs- mannafélaginu og hluthöfum kost á að kaupa bréfin. Fjármálaráðherra mun þykja súrt í broti að taka þessu tilboði en mikill þrýstingur hefur verið á hann innan Sjálfstæðisflokksins vegna þessa máls. Var ætlunin, samkvæmt heimildum Þjóðvilj- ans, að skipa fulltrúa Birkis sam- kvæmt tilnefningu hans þegar í næstu viku - í stjórn Flugleiða í Veður stað fulltrúa ríkisins í aðal- og varastjórn. Fulltrúar fjármála- ráðherra í stjórninni eru nú Kári Einarsson, Sigurgeir Jónsson, Geir Zoega og Þröstur Olafsson. Stjórn Flugleiða mun nú fá leyfi til að tilnefna fulltrúa í stað þeirra. Á sínum tíma voru ríkisá- byrgðir veittar Flugleiðum m.a. með því skilyrði að ríkið eignað- ist hluti og fulltrúa í stjórn til að fylgjast með rekstrinum. „Þrátt fyrir að ríkissjóður dragi sig út úr stjórn fyrirtækisins breytist ekk- ert varðandi þessar ábyrgðir,” sagði Höskuldur Jónsson ráðu- neytisstjóri m.a. þegar Þjóðvilj- inn ieitaði álits hans á málinu. „Ég er ekki viss um að þetta sé sannvirði hlutabréfanna, en þeir voru hæstbjóðendur,” sagði Al- bert Guðmundsson við undirrit- unina í gær. „Við náðum betri kjörum en við héldum í upphafi,” sagði Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða við sama tækifæri. Lögfræðingur sem hafði sam- band við blaðið í gærkvöldi dró lögmæti sölunnar í efa þar sem framlengja hefði átt frestinn til að bjóða í bréfin. Heimildir Þjóðviljans herma Bjart veður á Suðurlandi Súld fyrir austan Á veðurstofu Islands fengust þær upplýsingar að ágætt veður verði um helgina á Suðurlandi, sólskin og bjart. Á Austurlandi verður rigning og súld, og einnig eitthvað vestur eftir Norðurlandi. Hiti verður á þeim slóðum um 6-10 stig. Skýjað verður á Vestfjörðum en þurrt og hiti í námunda við 12 stig. Búast má við skýjuðu veðri eftir helgi og ef til vill skúrum strax á sunnu- dag. Hiti á Suðurlandi verður á bilinu 12-17 stig. -vd. Meirihlutinn staðfestir kaup sín í gær. Albert Guðmundsson fjármálaráðherra, Sigurður Helgason forstjóri og Sigurður Helgason stjórnarformaður. Mynd: Ari. að mikið hafi gengið á í Sjálfstæð- isflokknum í gær til að koma í veg fyrir að Birki yrði gefinn kostur á að betrumbæta tilboð sitt, en meirihlutinn í stjórn Flugleiða óttaðist mjög hugsanleg breytt valdahlutföll innan stjórnarinn- ar. Kristjana Milla Thorsteinsson greiddi atkvæði á móti tilboðinu á stjórnarfundinum í gær. -gg/Ig/óg Albert lét undan Gamli meirihlutinn í Flugleiðum vann kapphlaupið um eignarhlut ríkisins. Samningur undirritaður ígær. LétAlbert íminnipokann? Ríkisábyrgðir óbreyttarþráttfyrir að eignaraðild ríkisins hafi áður verið skilyrði. Ætlaði Albert að skipafulltrúa Birkis ístjórn fyrirtœkisins? Friðarganga Hafnarfjarðargangan í dag Mœting kl. 13.30 á Thorsplaninu. Fjölbreytt dagskrá á leiðinni. Ávörp, Ijóðasöngur og uppákomur. Rokkað gegn kjarnorku á Lækjartorgi. Vaxandi baráttustcmmning hefur verið í friðarbúðum Samtaka herstöðvaandstæðinga allt frá því að þær voru settar upp á þriðjudaginn var og þátttak- endum hefur fjölgað jafnt og þétt. Nú hafa tjaldbúðirnar verið tekn- ar niður og lokahnykkurinn er eftir. Friðarganga mun hefjast í dag frá Hafnarfirði. Gönguleiðin er: Reykjavíkurvegur - Hafnar- fjarðarvegur - Nýbýlavegur - Skemmuvegur - Reykjanesbraut - Miklabraut - Rauðarárstígur - Laugavegur - Lækjartog. Tíma- setning 14.00-21.00. Safnast verður saman á Thorsplaninu upp úr kl. 13.30. Þar verður upphafinn friðar- búðamenning, það er að segja sungið verður og trallað, og friðarbúðafólk stendur fyrir sérstökum uppákomum sem æfð- ar hafa verið í búðunum. Eggert Lárusson flytur síðan ávarp og eftir það verður kvæðalestur og söngur úr verkum Ólafs Hauks Símonarsonar, Sigurður Skúla- son les. Og áður en tölt verður af stað klukkan 14.30 verður sleppt hóp af friðardúfum. Fyrsti áningarstaður verður síðan á Borgarholti í Kópavogi klukkan 15.40 og þar flytur Ingi- björg Hafstað ávarp. Síðan mun ónefnt skáld lesa frumsamin ljóð og lagið verður tekið. Brokkað áfram um fjögurleytið. Næsta áning, 5,6 kílómetrum seinna, verður við hrossið við Suðurlandsbraut og er áætluð koma þangað klukkan 17.00. Ávörp þar flytja Unnur Jónsdótt- ir og Ragnar Þórsson. Sungið verður svolítið meira og síðan skeiðað í bæinn klukkan 17.30. Fundur hefst svo á Lækjartorgi með ávarpi Thors Vilhjálms- sonar og gestirnir frá Hiroshima tala. Örn Bjarnason og Matthías Kristiansen syngja og leika á gít- ar. Lokaorð mælir svo lögfræðingurinn Atii Gíslason. Þrjár rokkhljómsveitir munu síð- an rokka gegn her og kjarnorku- vopnum, fram til 21.00. Það eru Kukl, Með Nöktum og Dá sem koma fram. Samtök herstöðva- andstæðinga skora á alla sanna friðarsinna að mæta nú vel í dag klukkan 13.30 á Thorsplaninu. -vd

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.