Þjóðviljinn - 10.08.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.08.1985, Blaðsíða 2
FRETTIR BJ Stefna á nýtt félag Jafnarðarmenn í BJ hugsa sér til hreyfings. Valdimar Unnar Valdimarsson: Forystumennirnir margir hverjir gleymt lokamarkmiðunum, markmiðum jafnaðarstefnunnar. Getum ekki til lengdar lagt nöfn okkar við samtök sem stefna til einhverra annarra átta. Tíðirfundir í vikunni Hópur virkra félaga í Bandalagi Jafnaðarmanna hittist á fund- um í sl. viku þarsem ákveðið var að stefna að stofnun nýs félags jafnaðarmanna ef frjálshyggju- liðið í B J gæfi sig ekki á næstunni. Uppgjörið í BJ milli tveggja meginstrauma, jafnaðarmanna og þeirra sem kenndir eru við frjálshyggju færist enn í aukanna. í grein sem Valdimar Unnar Valdimarsson sagnfræðingur og landsnefndarmaður í BJ reit í DV í fyrradag segir: „Við viljum að bandalagið okkar sé trútt upp- runa sínum“ og vísað er til þess, að sumir forystumanna hafi lagt „ofuráherslu á kerfisbreytingarn- ar sem slíkar en um leið gleymt þeim lokamarkmiðum, sem legið hafa að baki öllu starfi Bandalags Jafnaðarmanna, markmiðum j afnaðarstefnunnar. “ f lok greinarinnar segir: „Að minnsta kosti hlýtur að liggja í augum uppi, að við, sem höfum starfað í Bandalaginu í því skyni að þoka áfram ýmsum klassisk- um markmiðum jafnaðarstefn- unnar, getum ekki til lengdar lagt nöfn okkar við stjórnmála- samtök, sem stefna ef til vill til einhverra annarra átta. Spyrjum að leikslokum." Samkvæmt heimildum Pjóð- viljans eru „frjálshyggju armur- inn“ undir forystu þeirra Ágústs Einarssonar útgerðarmanns, Valgerðar Bjarnadóttur fram- kvæmdasttjóra, Olafs Jónssonar forstjóra, Óðins Jónssonar full- trúa, Kristjófers Más Kristins- sonar framkvæmdastjóra BJ og njóta þau m.a. stuðnings alþing- ismannanna Stefáns Benedikts- sonar og Guðmundar Einars- sonar. -óg Evrópubikarkeppnin Bein lýsing í útvarpinu Evrópubikarkeppninni í frjáls- um íþróttum sem fram fer á Laugardalsveliinum um helgina verður lýst nánast allri í útvarpi í dag og á morgun. Iþróttafréttamenn útvarps lýsa því sem gerist í þættinum Við rás- markið á rás 2 kl. 14-16 í dag og á morgun, sunnudag, verður lýst frá 14 til 16.30 á rás 1. Sigrún Edvardsdóttir, annar eigenda fegursta garðsins í Kópavogi ásamt Laufeyju dóttur sinni. Ljósm. jis. Kópavogur Fallegasti garðurinn! Fegrunarnefnd Kópavogs hefur nú veitt verðlaun fyrir falleg- ustu garðana fyrir árið 1985. Heiðursverðlaun bæjarstjórnar- innar hlutu Sigrún Edvardsdóttir og Einar Þorgeirsson, Hvann- hólmi 16. Rotary-klúbbur Kópa- vogs veitti einnig verðlaun og þau komu í hlut þeirra Önnu Alfons- dóttur og Harry Sampsted, Starr- hólmi 16. Auk heiðursverðlauna veittir bæjarstjórn einnig verðlaun fyrir vel hirtan og snyrtilegan garð við Kópavogsbraut 51, en eigendur hans eru Áslaug Jóelsdóttir og Sverrir Arngrímsson. Viðurkenningar Fegrunar- nefndar Kópavogs hlutu eftir- talin: Guðríður Gísladóttir og Haukur Einarsson fyrir fjölbreytt steinabeð og snyrtilegan garð, Austurgerði 7. cg3 Húsnæðisstofnun ríkisins Bjórinnflutningur TORGIÐ Engan Birkibjálka í mitt auga, takk Ritskoðun Vildi ekki friðartal Á fundi útvarpsráðs í gær gerði Haraldur Blöndal fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins athugasemd við frétt útvarpsins af níðstöng, sem Sveinbjörn Beinteinsson reisti gegn hervaldi og áhangendum þess við herstöðina á Miðnes- heiði í friðarbúðunum. í gær birtist grein í DV eftir þennan sama fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins í útvarpsráði þarsem hann heldur því fram, að tilvist kjarnorkusprengjunnar hafi orð- ið til að skapa frið í Evrópu. „Gefið hljóð níði hinu nýja,“ hóf allsherjargoðinn mál sitt á mið- vikudagskvöldið. IH Auður Jóna Auðunsdóttir og Sigurjón Einarsson fyrir snyrti- legan og fagran garð, Hjalla- brekku 6. Svanhvít Friðriksdóttir og Kristinn Sigurjónsson fyrir utan- hússklæðningu, Fögrubrekku 16. Verslunin Búbót (S. Magnús- son h/f) fyrir snyrtilegan frágang við framhlið húss, Nýbýlavegi 24. -vd Hundalíf Hundasýning í Garðabæ Hundaræktarfélag íslands heldur sína árlegu hundasýningu dagana 10. og 24. ágúst næstkomandi. Sýningarnar verða haldnar við félagsmiðstöð gagn- fræðaskólans í Garðabæ og byrj- ar báða dagana klukkan 13:00. í dag laugardaginn 10. ágúst verða tegundirnar Labrador Retriever, Golden Retriever og írskur Setter dæmdar. Þann 24. ágúst verða svo dæmdir Poodle hundar og íslenski fjárhundur- inn. -vd Auglýsing um dráttarvexti Af lánum, sem verðtryggð eru með lánskjaravísitölu, eru reiknaðir dráttarvextirá 15. degi frá gjalddaga. Af lánum, sem verðtiyggð eru með byggingarvísitölu, verða framvegis reiknaðir dráttarvextir á 1. degi næsta mánaðar eftir gjalddaga. Reykjavík, 10. ágúst 1985. Húsnæðisstofnun ríkisins Kristján fékk áminningu Kristjáni Pétursyni veitt áminning vegna bjórtökunnar. Saksóknari telur ekki tilefni til aðgerða. Kristján: Ég gefst ekki upp. Eg gefst ekki upp og síst dettur mér í hug að segja upp starfi mínu vegna þessa, ég geri þeim ekki þann greiða, sagði Kristján Pétursson deildarstjóri tollgæsl- unnar á Keflavíkurflugvelli í sam- tali við Þjóðvilann, en hann fékk í gær áminningu í starfi frá yfir- boðurum sínum, lögreglustjóran- um á Keflavíkurflugvelli og varn- armáladeild utanrfldsráðuneytis- ins. Ástæðan fyrir áminningunni er aðgerð Kristjáns í starfi á þriðjudaginn, þar sem hann lagði hald á bjór farþega við komu hans til landsins. Kristján telur allan bjórinnflutning til landsins ólöglegan samkvæmt áfengislög- unum frá árinu 1969. Skýrsla Kristjáns um málið var send saksóknara ríkisins á fimmtudaginn og í bréfi saksókn- ara til lögreglustjórans á Kefla- víkurflugvelli segir að embættið telji ekki tilefni til frekari að- gerða í málinu af saksóknara- valdsins hálfu. „Ég tel það mjög alvarlegt að þeir skuli hafa gefið mér þessa áminningu fyrir að gera það sem ég álít rétt samkvæmt lögum. Ég hef unnið eið að því, að í starfi mínu muni ég framfylgja lögum og hlýt því að verða að grípa inní þegar mér er kunnugt um að framið sé ólöglegt athæfi hér á mínu starfssvæði. Áminningin er í rauninni ekkert annað en van- traust varnarmáladeildarinnar á mig, og ég mun óska eftir því að hún verði dregin til baka þar sem hún er óréttmæt að mínu mati.“ -gg Sjónvarpið Fjórir um fréttastjórann Það eru íjórir núvcrandi og fyrrverandi fréttamenn sem sækja um stöðu fréttastjóra á Sjónvarpinu, Einar Sigurðsson, Helgi E. Helgason, Ingvi Hrafn Jónsson og Ólafur Sigurðsson. Þetta kom fram á fundi Út- varpsráðs í gær. Um stöðu deildarstjóra innlendrar dag- skrárgerðar sóttu aðeins tveir einstaklingar, þeir Hrafn Gunn- laugsson og Tage Ammendrup. Um stöðu fulltrúa barnaefnis sóttu 6 einstaklingar, allt konur. Þær voru Ása Ragnarsdóttir, Edda Magnúsdóttir, Kristín Helgadóttir, Sigríður Ragna Sig- urðardóttir, Sigrún Jóna Krist- jánsdóttir og Þórunn Sigurðar- dóttir. Um stöðu fulltrúa erlends dag- skrárefnis sóttu einnig 6 einstak- lingar. Þeir eru Gro A. Jörgens- en, Guðbrandur Gíslason, Jó- hanna Katrín Jónsdótttir, Krist- ján Valdimarsson, Laufey Guðj- ónsdóttir og Vala Sigurlaug Valdimarsdóttir. Þegar er búið að ráða í stöðu deildarstjóra innkaupa- og mark- aðsdeildar. Hana hlaut Hinrik Bjarnason. IH 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.