Þjóðviljinn - 10.08.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.08.1985, Blaðsíða 4
LEHDARI Þjóðemisvandamál Sjálfstæðisflokksins Einsog Þjóðviljinn hefur greint frá að undan- förnu eru yfirstandandi hagsmunaárekstrar innan íslenska auðvaldsins jafnframt innan- flokksátök í Sjálfstæðisflokknum. Gamla fjöl- skylduveldið í Sjálfstæðisflokknum sem á Eim- skip, Morgunblaðið, meirihlutann í Flugleiðum og í íslenskum aðalverktökum, ræður mestu í Alusuisse-manginu og svo framvegis - reynir nú að verja hagsmuni sína fyrir „nýríka pakk- inu”, sem á fyrirtæki einsog Hafskip, DV, heild- sölur og kjúklingabúlur af ýmsum toga. Geir Hallgrímsson hefur verið einsog hinn staði klár gamla fjölskylduveldisins meðan Al- bert Guðmundsson hefur leikið orrustufola ný- ríka liðsins í flokknum. Geir hefur tapað margri orrahríðinni á vegferð sinni en Albert og nýríka liðið hrósað sigri þeim mun oftar. Átökin í ríkisstjórninni um flutningatil hersins, um sölu eignarhluta ríkisins í Flugleiðum og tollskoðun á hergóssi eru öll af sama meiði hagsmunaárekstra og innanflokksátaka í Sjálf- stasðisflokknum. Átökin standa því ekki um grundvallaratriði þó báðir aðilar reyni í kapp að halda því fram, að þeirra hagsmunir séu hagsmunir þjóðarbúsins. Hitt er hins vegar Ijóst, að uppúr þessum átökum væri eðlilegt að ræða um grundvallar- atriði; svosem einsog sölu á ríkiseignum, hvort halda eigi áfram hermangi eða byggja upp ís- lenskt atvinnulíf, hvort starfsmenn fyrirtækja eigi að fá forgangsaðild að kaupum ríkisfyrir- tækja, hvers konar form eigi að vera á ríkis- ábyrgð og þar fram eftir götum. Röksemdir hagsmunahópanna í Sjálfstæðis- flokknum hafa verið býsna athyglisverðar. Gamla ættarveldið í flokknum hefur til dæmis gert þjóðernisvandamálið að sérstökum þrösk- uldi fyrir hugsanleg kaup Birkis Baldvinssonar á eignarhluta ríkisins í Flugleiðum. Sam- gönguráðherra Sjálfstæðisflokksins er látinn segja í Morgunblaðinu í gær, að „hann vildi ekki selja bréfin einum manni búsettum erlendis, jafnvel þó íslenskur væri”. Hér hefur sumsé búktalari ættarveldisins í flokknum komist að kjarna máls, hjólað í sjálft grundvallaratriðið - eða hvað? Nei, sá armur Sjálfstæðisflokksins sem hér talar, grundvallar veldi sitt einmitt á erlendu kapitali. Þetta eru málpípur Alusuisse-hringsins sem kaupir helm- ing allrar raforkuframleiðslu Landsvirkjunar á gjafverði, þetta eru málpípur áframhaldandi aukinna hernaðarumsvifa Bandaríkjahers á ís- landi, þetta eru þeir sem fleytt hafa rjómann með blygðunarlausum hætti af hersetunni í gegnum Islenska aðalverktaka, einokunarfyrir- tækið í hermanginu í gegnum Eimskip og svo framvegis. Þetta er sami armur í Sjálfstæðis- flokknum sem talar og gengur um hirðir heims- ríkjanna og býður útlendingum eignarhluta í fyrirtækjum hér á landi og lýsir fjálglega ódýru vinnuafli og samvinnuþýðri ríkisstjórn. Þannig var þetta tilbúna þjóðernisvandamál Sjálf- stæðisflokksins ekki annað en hlægilegur fyrir- sláttur- og í mótsögn við þeirra eigin röksemdir. Þeir urðu að finna sér betri rök. Hafnarfjarðargangan í dag, laugardaginn 10. ágúst verður gengin sérstök friðarganga frá Hafnarfirði til Reykja- víkur. Þetta er lokaáfangi friðardaganna sem haldnir hafa verið síðustu daga til að minnast hinna vofveiflegu atburða er Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengjum á japönsku borg- irnar Hirosima og Nagasaki. Um leið er verið að mótmæla vígvæðingu stórveldanna sem öllu mannkyni stafar hætta af. Þessar aðgerðir eru hluti af hliðstæðum aðgerðum sem fram fara á sama tíma hvarvetna um hinn frjálsa heim. Hafnarfjarðargangan í dag hefst með fundi á Thorsplani í Firðinum kl. 14.00. Áð verður við Suðurlandsbraut kl. 17.00 og lýkur göngunni með útifundi á Lækjartorgi kl. 19.00. Að honum loknum verða rokktónleikar á Torginu. -óg „Mf5 §T£MÞU^.íNé,ÍMN 'a BAK VÍP í ÞESSU. TiLBó&i HEtfA <oMAM MÍKl ” Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Utkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 30 kr. DJOÐVILIINN Ritstjórar: Árni Berqmann, össur Skarphéðinsson. Rit8tjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, MörðurÁrnason, Páll Valsson, Sigríður Pótursdóttir, SævarGuð- björnsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Ólason, Valdís Oskarsdóttir. Útlft og hönnun: Filip Franksson, Svava Sigursveinsdóttir. Handrita- og prófarkaiestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Utbraiðslustjóri: Sigríður Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Jenny Borgedóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Sunnudagsverð: 35 kr. Áskriftarverð á mánuði: 360 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. ágúst 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.