Þjóðviljinn - 10.08.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.08.1985, Blaðsíða 5
INN SÝN Ég held að stjórnin viti ekki á hvaða leið hún er og af þeim ástæðum er húns eins og hættulegt villidýr, segir Des- mond biskup Tutu um stjórn Suður-Afríku í nýlegu viðtali. Þessir menn hafa aldrei vitað hvernig þeir eiga að koma fram við andófsmenn. Þeir þekkja ekki önnur viðbrögð en krepptan hnefa. Þaðeru dæmi- gerð viðbrögð fyrir þá, að lýsa yfir neyðarástandi. Það breytir reyndar ekki miklu - það af- nemur bara síðustu leifar af réttindum okkar, og þetta þýð- ir líka að hvað sem þeir nú gera okkur, þá gera þeir það upp á eigin sjálfdæmi og refsmga- laust í enn ríkari mæli en áður. Á þessa leið eru viðbrögð þess blökkumannaleiðtoga í Suður- Afríku sem mest orð fara af fyrir hófsemd, enda vill hann berjast gegn kynþáttakúgun án ofbeldis. Hann segir í því viðtali sem hér var vitnað til, að hann hafi aldrei fallist á þær aðferðir sem unga fólkið í blökkumannahverfunum nú helst aðhyllist. En hann segir, að það væri mesta grunnfærni að ætla að unga fólkið væri blátt áfram haldið blóðþorsta. Það trú- ir því, segir Tutu, að vopnuð bar- átta sé eina leiðin til að breyta kerfinu og ef menn þurfa að deyja fyrir málstaðinn þá munu þeir gera það. Eitt veldur mér undrun - að þetta fólk heldur áfram að líta á okkur sem leið- toga sína, sem höldum áfram að tala um friðsamlegar breytingar. Enda er farið að draga það í efa að þetta sé rétt. Ég held að sá tími kunni að vera skammt undan, þegar þeim (þ.e.a.s hinum „frið- sömu“) verður sópað burt. Þessi ummæli hins hugrakka biskups, sem reyndar segist vera aðeins „út úr neyð“ einskonar foringi hinna svörtu, vegna þess að raunverulegir leiðtogar þeirra eru í fangelsi, vekja upp ýmsar spurningar, ekki aðeins um fram- vindu mála í Suður-Afríku heldur og um byltingar í Afríku yfir höfuð. Loforð og lurkar Eins og menn hafa orðið varir við að undanförnu þá hefur stjórn hinna hvítu tvístigið á milli lítilla og einatt misráðinna „um- bóta“ og grimmdar. Botha forseti þóttist góður þegar hann afnam bann það við kynmökum og gift- ingum fólks af mismunandi kyn- þætti sem áður var í gildi - en sú umbót kemur fáum að haldi eins og ástandið er meðan ekki er hreyft við Apartheid, stefnu „að- skilnaðar“ kynþátta og þar með kúgunar. Það var líka til að gera illt verra að Botha efndi til sér- stakra þingdeilda fyrir Asíumenn og kynblendinga-svo augljós var sú tilraun til að „deila og drottna" - gera hluta hinna þeldökku sam- ábyrga hinum hvítu meðan hinar svörtu þjóðir landsins eru áfram settar utan við pólitísk áhrif og reynt að smala þeim inn á „heimalönd" þar sem möguleikar til vinnu og ræktunar eru afar tak- markaðir. Þegar þessi stefna málamynda- tilslakana brást greip Botha svo Einn þeirra um það bil 500 manna sem fallið hefur fyrir kúlum lögreglunnar á undanförnum vikum og mánuðum. Bylting í Þriðja heiminum og við til þess gamla ráðs að herða á lög- regluvaldinu. Nú um meira en hálfs mánaðar skeið hefur verið neyðarástand í landinu sem hefur bætt nokkrum tugum mannslífa við þá 500 sem undanfarna mán- uði hafa týnt lífi, aðallega í viður- eign við hvíta lögreglu, og um 1400 manns hafa verið handtekn- ir. Svartir menn hafa svo svarað með því að halda andófi sínu áfram, til dæmis með því að börn sækja ekki skóla og svartir menn neita að skipta við verslanir í eigu hvítra. Nú síðast berast fregnir af því, að svartir námamenn ætli að efna til allsherjarverkfalls þann 25. ágúst. Þeir fara fram á kauphækkun til að draga úr því mikla misrétti, að svartur náma- maður fær nú að meðaltali 300 rönd á mánuði en hvítur verka- maður 1200 rönd eða fjórurn sinnum meira. Sömuleiðis vilja námamenn feigt það kerfi sem tryggir að allir verkstjórar séu hvítir. Langvarandi verkföll í námum Suður-Afríku mundu valda miklum skakkaföllum fyrir efnahag landsins. Til dæmis að taka mun um helmingur gjald- eyristekna Suður-Afríku fást fyrir útflutning á gulli. Og ekki verður stjórn hinna hvítu síður fyrir erfiðleikum þegar kolanám- urnar stöðvast, en Suður-Afríka er í hálfgerðu sölubanni að því er olíu varðar og kolanámurnar gegna lykilhlutverki í raforku- framleiðslu landsins. Botha forseti og aðrir hvítir ráðamenn hafa ekki aðhafst neitt það, sem bendir til að þeir vilji láta af stefnu lögregluofbeldis. Botha hefur hótað því að reka heim til grannríkjanna um hálfa aðra miljón svartra farandverka- manna - og mundi þar með valda miklum efnahagslegum usla sjálf- um sér, en um 40% svartra náma- manna í Suður-Afríku koma frá grannríkjunum. Þá hefur Botha hunsað tilboð Tutu biskups um viðræður og segist í mesta lagi taka á móti sendinefnd frá bisk- upakirkjunni bresku og þá ein- hverntíma seinna í ágústmánuði. Botha kallar Tutu jafnan „lýð- skrumara í biskupskápu“. Sekt hinna hvítu Fréttaskýrendur hafa haft það hver eftir öðrum að undanförnu, að hvenær sem er geti borgara- stríð brotist út í Suður-Afríku og það er sú spá sem er efst í huga Desmonds biskups Tutu í um- mælum þeim sem áðan var vitnað 'til. Svartir menn landsins mars- era að sönnu ekki undir einum fána. Öflugust samtök þeirra eru ANC, Afríska þjóðarráðið, sem hefur rekið skæruhernað gegn hvítu stjórninni eftir að samtök voru bönnuð og leiðtogi þeirra, Nelson Mandela, fangelsaður. Þessi samtök telja að byltingin sé nú að hefjast. Til eru svartir á- hrifamenn eins og höfðingi Zúlu- manna, Buthelezi, sem á sér all- sterkan bakhjarl og hefur uppi áform um nýtt kerfi, sem veitti að minnsta kosti honum sjálfum og hans þjóð vissan aðgang að völd- um í landinu. Hinir hvítu eru klofnir í tvennt einnig - annars- vegar fara þeir sem telja að eina vonin sé að hraða ýmsum umbót- um - aðrir vilja hinsvegar hvergi úr skotgröfum fara og mega ekki á neinar breytingar minnast. Það er ekki gott að vita fyrirfram hvað verður úr samspili þessara þátta allra. En eins líklegt er að tví- skiptingin magnist enn og þar með raunveruleg áhrif hinna rót- tækustu meðal blökkumanna og hinna íhaldsömustu meðal hvítra. Það byltingarástand er ótvírætt hvítt sjálfskaparvíti. Kynþátta- kúgun er vitanlega ekki ný af nál- inni í Suður-Afríku, en sjálf lögin urn Apartheid eru ekki nema rúmlega þrjátíu ára gömul. Þegar sú stefna var tekin sem kölluð er „aðskilnaður" þá var það gert einmitt til að koma í veg fyrir þá áfangaþróun til aukinna réttinda blökkumanna sem svo mjög er spurt eftir nú. Það átti að setja fyrir allan slíkan leka og tryggja hvítum óskert völd og fríðindi um allan aldur. Og niðurstaðan er fyrirfram þekkt af mörgum öðr- um dæmum: sá sem sáir vindi mun uppskera storm. Hvað tekur vlð? Hér áður fyrr hefðu ekki að- eins vinstrimenn heldur og marg- ir aðrir á Vesturlöndum fagnað ákaft og innilega því að meiri- háttar þjóðfélagsbylting stæði fyrir dyrum í landi eins og Suður- Áfríku. En því er ekki að neita, að nú um stundir er sjálfsagður stuðningur við réttindakröfur blökkumanna blandinn nokkrum kvíða. Sá kvíði á rætur sínar að rekja til þess, að í ýmsum bylting- arríkjum þriðja heimsins hefur ný kúgun tekið við af þeirri sem fyrir var - kúgun meirihlutaþjóð- ar á minnihlutaþjóð, kúgun í nafni trúar (íran) eða til dæmist hins undarlega „herskálakom- múnisma“ (ummæli Marx um Bakúnín) Pols Pots í Kamútseu. Þessi mál komu þegar upp þeg- ar menn tóku undir við baráttu blökkumanna í Ródesíu, síðar Zimbabwe, gegn minnihluta- stjórn hvítra manna þar í landi. Menn lögðu mikla áherslu á nauðsyn þess, að um leið og meirihiuti Iandsmanna fengi full pólitísk réttindi yrði það tryggt að lýðræði yrði virt og þar með pólit- ískt fjölflokkakerfi. En Mugabe forsætisráðherra, sem um leið er pólitískur oddviti stærstu þjóðar landsins, hefur á undanförnum árum boðað nauðsyn þess að efna til eins flokks ríkis í landinu. Sú krafa er réttlætt með því, að í Afríku verði ekki til flokkar í venjulegum skilningi, heldur verði hver flokkur valdamaskína tiltekinnar þjóðar (eins og flokk- ur helsta andstæðings Mugabes í Zimbabwe, Joshua Nkomos, er um leið flokkur Matabeleþjóð- ar). Því sé nauðsynlegt að inn- lima alla pólitíkina í einn flokk, svo ekki komi til endalausra átaka milli þjóða, sem sagan hef- ur komið fyrir innan eins ríkis. Þessi röksemd hljómar kannski ekki illa - ef menn vissu ekki að venjulega endar einsflokks kerfi í valdaeinokun þröngrar klíku og að út úr því kerfi reynast flestar leiðir lokaðar, hafi menn á annað borð tekið það upp. íhlutun Um þessar mundir er það rætt af miklu kappi víða um lönd, hvort og hvernig skuli beita Suður-Afríku efnahagslegum refsiaðgerðum. Tutu biskup var áður andvígur þeim, en er nú fylgjandi þeim og ávítar Reagan- stjórnina bandarísku fyrir það að tryggja stjórn Botha stuðning „öflugasta ríkis hins vestræna heims“ hvað sem líður einstaka harðorðum athugasemdum bandarískra ráðamanna um Apartheid. Þessi mál hafa fyrir skömmu verið til umræðu á vett- vangi Efnahagsbandalagsins, þar sem Frakkar og Belgar hafa mælt með refsiaðgerðum en Bretar og Vestur-Þjóðverjar lagst gegn þeim. Þeir sem mæla gegn því að um- heimurinn hlutist með virkum hætti til um mál Suður-Afríku vísa þá jafnan til þess að í ýmsum öðrum dæmum hafi efnahagsleg- ar refsiaðgerðir mistekist. Þeim fjölgar þó mjög nú um stundir, sem telja að í hinu suðurafríska dæmi sé það í raun og veru mögu- legt að knýja fram nokkra stefnu- breytingu hjá stjórnvöldum með samræmdum og víðtækum refsi- aðgerðum. Það er því full ástæða til að mæla með þeim og þá með fullri ábyrgð íslendinga í því máli. Um leið og það er rétt að hlusta vandlega á menn eins og Desmond Tutu um það hvernig skynsamlegt er að beita refsiað- gerðunum. Ef menn telja á annað borð að mannréttindi skipti máli, þá varðar Suður-Afríku okkur alla miklu. Og um leið er það mikilvægt, að hinar svörtu þjóðir landsins, sem nú berjast fyrir rétti sínum til mannsæmandi lífs, fái stuðning bæði til þess að steypa kúgunarkerfi og til þess að byggja upp framtíð, sem tryggi í raun lýðræði til handa öllum þegnum þessa stóra og auðuga lands. Arni Bergmann. Laugardagur 10. ágúst 1985 WÓ9VMNI — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.