Þjóðviljinn - 10.08.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.08.1985, Blaðsíða 8
Ég var stífur af skelfingu. Ljósm. Ari. Surtsey þegar við flugum þar yfir. Verra var þó þegar 30 áteknar filmur lentu í sendingu með veiði- útbúnaði og fleiru sem fór til Kanada. Mér var sagt að filmurn- ar væru týndar. En maðurinn sem fékk sendinguna var svo vænn að senda þær í pósti til Washington. Sumir hefðu bara hent þessu því fragtin er rándýr. En þetta hefði orðið mér stór skaði því myndirn- ar tók ég í stórkostlegu veðri úr þyrlu og ekki víst að ég hefði náð þessu aftur. Enginn einfari Sem Ijósmyndari ferðast ég mikið og áður fyrr meðan við vor- um barnlaus tók Peggy, konan mín, sér frí úr vinnunni og ferð- aðist með mér. Pegar börnin komu í heiminn varð það ómögu- legt. NG er eina tímaritið sem hefur efni á að senda þig í þriggja til fjögurra mánaða ferðir. Á öðr- um tímaritum færðu þrjár til fjór- ar vikur til að vinna svona verk- efni. Þegar ég var í Salzburg í 2 mánuði þótti mér aðskilnaðurinn við fjölskylduna erfiður, það var mjög erfitt fyrir okkur öll, og þó það sé síst af öllu fjárhagslega að- Íaðandi að taka alla fjölskylduna með sér til íslands áicváðum við að gera það samt. Ljósmyndarar eru einfarar en ekki ég. Þegar ég er einn úti að mynda í nokkra daga eða vikur líður mér vel en mér finnst gott að koma heim og faðma fjölskylduna. Ég byrjaði feril minn sem blaðaljósmyndari. Reyndar er ég lærður leikari en vann fyrir litlum launum í því starfi. Ljósmyndir voru tóm- stunda áhugamál. Vinur minn sagði mér frá því að dagblað í bænum væri að íeita að ljósmynd- ara. Ég hafði mest tekið myndir af leikurum og leiksýningum en á dagblaðinu fékk ég góða þjálfun og kennara. Ég var blaðaljós- myndari í rúm þrjú ár. Þegar ég hætti var draumurinn að vinna fyrir NG en það er draumur sem ég deili með mörgum. Fyrsta verkefnið mitt var fyrir NG um heimafylkið mitt New Jersey. New Jersey hefur slæmt orð á sér. Það er sagt skítugt og ómerkilegt en ég veit að þar er fegurð að finna. Ég vann þetta í samvinnu við fastráðinn ljósmyndara þeirra. Hefði ég verið einn hefði þetta aldrei orðið góð grein vegna reynsluleysis míns. Ég var fáfróður með aðeins þriggja ára blaðaljósmyndun í farangrinum. Draumur Ijósmyndara Ef ég fæ vinnu fyrir NG annað eða þriðja hvert ár er ég ham- ingjusamur en ég vona að næsta verkefni mitt verði nær heima- slóðum. Næst á döfinni er að fara túr með togara. Það er það eina sem hingað til hefur verið vand- kvæðum bundið. Ég hef haft samband við marga bátaeigendur og ýmist eru bátarnir í slipp eða verið er að mála þá. Þó hef ég vilyrði fyrir tveggja til þriggja daga túr á 119 tonna bát held ég það sé. Eftir bátsferðina í Vestmannaeyjum hef ég meiri áhuga á togara en þeir eru svo lengi úti í einu. Nágranni minn í Fossvoginum hristir höfuðið í hvert sinn sem ég tala um sjóferð en þið eruð fiskveiðiþjóð svo ég verð... Það hefur verið einkennandi fyrir dvöl mína hvað allt hefur gengið vel. íslendingar eru opnir og það hefur verið mikið auðveldara en ég hélt að fá að fylgjast með og taka þátt í dag- legu lífi ykkar. Ég vildi til dæmis kynnast bændafjölskyldu, stór- fjölskyldu þar sem synir eða dæt- ur stunduðu landbúnaðinn með foreldrunum. Tólið var tekið upp og spurt: „Get ég sent ljósmynd- ara“ og já það var ekkert mál. Ég var á Oddgeirshólum utanvið Selfoss og þar var tekið á móti mér eins og höfðingja. Annars staðar í heiminum hefði svona nokkuð tekið vikur að koma í kring. Svo tala allir íslendingar svo frábæra ensku að tungumála- vandræði eru ekki til staðar. Þegar heim kemur tekur svo við að velja myndirnar. Fyrst fara myndirnar um hendur fólks sem hefur það að atvinnu að velja myndir. Svo kem ég og vel aðrar og blaðamaðurinn velur myndir og leiátið kemst í spilið. Útkom- an á því er send á ritstjórnarskrif- stofu. Við sitjum og hlustum andaktug á úrskurð aðalritstjór- ans eins og þar væri komin Moses sjálfur með boðorðin tíu. Hann lítur á myndirnar og segir góð, ekki góð, góð ekki góð. Það er mín heitasta ósk að hann segi „góð“ oftar en „ekki góð“, segir Bob hlæjandi. -aró Laugardagur 10. ágúst 1985 þjóÐVILJINN - SÍÐA 9 Lelöbelnandi frá ISPO er á staönum á flmmtudögum frá 3-6 til aö leiöbeina um val og notkun á ISPO múr- og málnlngarefnum. Auminginn hún Edith Piaff Heimsókn til hjónanna Gunnars Guðmundssonar og Guðmundu Guðmundsdóttur ó Þingeyri og spjallaðvið þau um listsköpun þeirra og fleira. Einhvem veginn hefur maður á til- finningunni að Vestfirðir fóstri fleiri alþýðulistamenn en margir aðrir landshlutar. Strax koma upp í hug- ann nöfn eins og Samúel Jónsson í Selárdal, Finnbogi Bernódusson í Bolungarvík og Guðrún Einarsdóttir á Sellátrum í Tálknafirði. Allt stór- frumlegir listamenn. Á Þingeyri við Dýrafjörð búa öldruð hjón sem hafa tekið til við slíka listsköpun á efri árum að það er eins og að ganga inn í ævintýrahöll að koma inn í litla hús- ið þeirra. Allir veggir og borð á heimili þeirra eru þaktir litskrúðugum mál- verkum og steinamyndum og í kjall- ara er heil listasmiðja. Þau heita Gunnar Guðmundsson og Guð- munda Guðmundsdóttir og húsið heitir Hof í höfuðið á bænum Hofi fyrir ofan fellið þar sem þau bjuggu búi sínu áratugum saman. Við sátum hjá þeim eina kvöld- stund fyrir skömmu og þau sýndu okkur allt hátt og lágt. Gunnar er málarinn en Guðmunda gerir mynd- ir úr margvíslegum steinum sem hún mylur niður, skeljum og fleiru. Við snúum okkur fyrst að Gunnari og spyrjum hann hvort hann sé búinn að fást lengi við að mála. - Nei, ég byrjaði á gamals aldri. Einu sinni þegar konan var í burtu málaði ég mynd af geirfugli og það var byrjunin. Annars bjó ég á Hofi í 36 ár en fluttist síðan til Þingeyrar og var vélstjóri í frystihúsinu í 12 ár. - Ég hef líka heyrt að þú hafir tekið ljósmyndir lengi. - Já, ég hef tekið ljósmyndir síðan ég var 16 ára, ég er fæddur 1898 og byrjaði 1914. - Hverig stóð á því að þú byrjaðir svona snemma? - Systir mín lærði ljósmyndun og starfaði í Hafnarfirði. Maður hennar er Guðbjartur Ásgeirsson sem hefur tekið myndir af öllum skipaflotan- um. Þegar þau giftust fékk ég bakter- íuna og hún gaf mér þá myndavél. Ég hef aðallega tekið fjölskyldumyndir við ýmis tækifæri. Ég var samt ekki svo auramikill að ég tæki fleiri mynd- ir en góðu hófi gegndi. - Hvernig myndavélar hefurðu átt? - Fyrsta myndavélin var Kodak- kassavél en síðan hef ég oft skipt, á japanska núna. - Hvað verður um allt safnið? - Ég lét Ljósmyndasafnið í Reykjavík hafa það allt saman gegn því að ég fengi eina kópíu af hverri mynd. - Hvað málarðu helst? - Ég hef málað svolítið af manna- myndum. Þú sérð hérna Monu Lisu, en mest mála ég landslag. Þegar Vig- dís forseti kom hér í fyrra var ég Gunnar með málverk sitt af Mónu Lísu. Ljósm.: GFr. hvattur til að gefa henni mynd og færði henni þá mynd af álfadrott- ningu sem hún var mjög hrifin af. Ég afhenti henni myndina sem elsti karl- maður Þingeyrar. - Hefurðu fengið tilsögn? - Nei, nei, enga tilsögn og ég hef alltaf verið að vandræðast út af því að kunna ekki að raða saman litum. Ég villtist einu sinni til Kjarvals og hann sagðist sjá margt í gegnum myndirnar mínar. - Hvað með þig, Guðmunda, hve- nær byrjaðir þú? - Ég held að ég hafi byrjað 1963. Þá gaf dóttursonur minn mér litla mynd og hún kveikti í mér. Nú er ég búin að fylla allt uppi af rusli upp og niður. Ég má ekki einu sinni sjá stein og helst ekki puntstrá. Ég fór á allar fjörur og eitt sinn fórum við austur á Hérað og fórum oft út úr bflnum til að tína steina. Ég hef líka farið á Skógarnesfjöru á Snæfellsnesi og fengið senda steina austan af Horna- fírði. - Seljið þið myndir ykkar? - Já, já, við erum búin að fara 15 sinnum af stað. Við höfum sýnt á Mokka og Hallveigarstöðum í Það er eins og að koma inn í ævintýrahöll að koma inn í litla húsið þeirra. Ljósm.: GFr. [ kjallaranum er listasmiðja Guðmundu. Hérflokkar hún grjótið, eftir litum og tegundum, mylur þaðog sigtar. Ljósm.: GFr. Reykjavík, í Hveragerði, Tálkna- firði, Bolungarvík, Önundarfirði, Patreksfirði og Bfldudal. Annars er voðalega dýrt að flytja þetta steina- drasl. Einu sinni flutti ég um 200 stykki af ýmsum stærðum í gámi suður og það tók mig marga daga að laga hlutina því að þeir brotnuðu mikið á leiðinni. - Þú mylur grjótið niður, Guð- munda? - Já, ég myl það og sigta. Það er voðalega erfitt að fá grænt grjót til að hafa lit á túnum og húsþökum. - Ég sé að mynd eftir þig af Edith Piaff er á eldhúsveggnum. Hefurðu mætur á henni? - Já, hún er uppáhaldssöngkonan mín. Auminginn, hún missti barnið. Þeim leist nú ekki beint á hana í Am- eríku fyrst, þessa litlu kerlingu á svörtum kjól en það breyttist nú þeg- ar hún fór að syngja. - Skilurðu það sem hún syngur? - Já, já, sönginn skilur maður á hvaða máli sem er. - Og svo er þarna Elisabeth Tayl- or. - Já, hún hefur nú ekki átt sjö dagana sæla. - Hvað eignuðust þið hjónin mörg börn? - Við áttum 9 börn og eru 8 á lífi. Svo eigum við 33 barnabörn og 17 barnabarnabörn. - Voruð þið með stórt bú á Hofi á sínum tíma, Gunnar? - Við vorum með 90-100 kindur og 12 mjólkandi kýr seinast. Bærinn er kenndur við hof sem sést þar greini- lega enn á hörðum hól og er friðað. Það var grafið í rústirnar 1905 eða 1907 og fannst hlautasteinn og blót- skál. Eg skrifaði á sínum tíma um hofið í ársrit Sögufélags ísfirðinga. Lýður Björnsson skrifaði líka um bænhús í ársritið og fer vitlaust með. Hann segir að ekkert bænhús hafi verið sunnan megin fjarðar. Einar, bróðir minn, bjó á Bakka og þar eru aflangar þúfur sem alltaf hafa verið kallaðar bænhústóft. Einar ætlaði eitt sinn að fara að reisa hlöðu og gróf í þessar þúfur og þá komu upp 4 beinagrindur. - Að lokum Guðmunda, bóndi þinn er karla elstur á Þingeyri, en hvað ert þú gömul? - Ég trúi því ekki hvað ég er orðin gömul, ég er 79 ára. -GFr RENNDU VIÐ EÐA HAFÐU SAMBAND FTIlBYGfilNGAVÖRURl MÁLNINGARVÖRUDEILD, HRINGBRAUT 120. SVOIMA GETUR FARIÐ FYRIR ÞÍNU HÚSI EF MÁLIMINGIIM AIMDAR EKKI ISPO málning og múrefni eru þýsk gæðaframleiðsla sem byggir á margra ára rannsóknum Þjóðverja á áhrifum frosts á steinsteypu. Nú þegar er komin góð reynsla á ISPO múrefni til viðgerða á alkalískemmdum húsum hérlendis og hefur Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins staðfest gæði efnisins. Nú er komin á markaðinn hérlendis ISPO málning sem er vatnsfráhrindandi og hefur einstaka öndunarhæfni, þannig að hún kemur í veg fyrir frost- og alkalískemmdir í steinsteypu. ISPOSAN málning er vatnsfrá- hrindandi en andar og andar alveg sama hversu margar um- ferðir eru málaðar. ISPOSAN hefur frábæra viðloð- un við alla málningu og eróhætt að mæla með ISPOSAN máln- ingu sem góðri vörn gegn alkalí- skemmdum. ISPOSIL málningu má eingöngu nota á áður ómáluð hús og til að forðast misskilning seljum við þessa málningu eingöngu til málarameistara. Frábær utan- hússmálning fyrir húsbygqjend- ur, sem vanda til húsa sinna. ISPOACRYL-100. 100% acryl- málning sem er gott að nota til sprunguviðgerða og til að mála hús sem ekki hafa oft verið máluð. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. ágúst 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.