Þjóðviljinn - 10.08.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 10.08.1985, Blaðsíða 14
MINNING Atli R. Ólafsson Fœddur 4.3. 1913 - Dáinn 31.7. 1985 Mánudaginn 12. ágúst verður til moldar borinn elskulegur vin- ur, Atli R. Ólafsson, en hann lést eftir stutta sjúkrahúslegu í Landakotsspítala 31. júlí sl. Atla kynntist ég fyrir 10 árum, er með honum og móður minni hófst vinátta og kærleikur sem haldist hefur æ síðan. Þau giftust ekki frekar en aðrir unglingar nú á dögum, en kusu að kalla sig kærustupar. llefðum við, sem yngri erum, margt getað af þeim lært, af umburðarlyndi og virð- ingu fyrir hinu gagnstæða kyni. Atli var tvíkvæntur, síðari eiginkona hans var Margrét Sig- rún Bjarnadóttir. Þótt þau bæru ekki gæfu til þess að búa saman í hjónabandi, voru þau sannir vin- ir, hún starfaði hjá honum sem verkstjóri í Leðuriðjunni um 40 ára skeið og starfar þar enn. Bar hann ávallt mikla umhyggju fyrir henni. Atli var einhver sá sérkenni- legasti maður sem ég hef kynnst um dagana. Hann setti svip á um- hverfi sitt og var allt í senn, ein- læg barnssál, fræðimaður, mikill húmoristi, þúsund þjala smiður og síðast en ekki síst, geysilegur sérvitringur. Hann hafði áhuga á öllu sem lifði í kringum hann, ekkert var svo ómerkilegt sem var að gerast að hann vildi ekki fylgjast með og vera þátttakandi í. Honum féll aldrei verk úr hendi, ef eitthvað bilaði eða fór úrskeiðis var hafist handa sam- stundis, hvort sem það var að sauma, smíða, bæta eða að bora í sundur til að skrúfa saman aftur, þá voru alltaf réttu verkfærin og réttu skrúfurnar einhvers staðar á réttum stað mitt í öllu draslinu, hefi ég aldrei séð aðra eins reglu á óreglunni eins og hjá honum Atla, en verkið tók oft langan tíma, því allt varð þetta að gerast eftir kúnstarinnar reglum. Atli varð aldrei auðugur mað- ur að veraldlegum gæðum, hann rak sitt eigið fyrirtæki, Leðuriðj- una í Reykjavík, í tæpa hálfa öld og fannst mér alltaf þetta vera eins konar tómstundagaman hjá honum. Hann taldi ekki tímana sem fór í að halda þessu gangandi og vann oft mikið og lengi en alltaf með sömu ánægjunni, það var gleðin af vinnunni sem skipti hann máli en ekki peningarnir sem fyrir hana fengust. Atli var dellumaður mikill, en síðustu árin bar hæst myndatöku- og fjölmiðladellu hans. Hann tók myndir af öllu sem vakti athygli hans, hvort sem um var að ræða gangandi vegfarendur eða eitthvað annað sem okkur hinum ifl Lausar stöður hjá "l' Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Starfsmenn við áfangastað Amtmannsstíg 5a óskast í tvær 50% stöður frá 1. október n.k. Um er að ræða heimili fyrir konur sem hafa átt við ofnotkun vímuefna að stríða og því sóst eftir starfsfólki er hefur menntun og starfsreynslu sem nýtist í því sambandi. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 26945 eða 37070 frá kl. 9.00-12.00 alla virka daga vikunnar. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 19. ágúst 1985. fannst álíka hversdagslegt. Fjöl- miðladellan var í því fólgin að taka upp á segulbönd öll erindi sem flutt voru í útvarpinu, merkja allar spólurnar og raða þeim svo eftir ákveðnum reglum, ef ske kynni að eitthvað athyglis- vert kæmi þar fram sem hann ekki mætti missa af, hvenær hann hafði tíma til að hlusta á allt veit ég ekki. Hann fylgdist vel með öllum nýjungum í upptökutækj- um og, þegar eitthvað nýtt kom á markaðinn, varð hann alltaf að kaupa tvö tæki, eitt til vara. Atli var félagsvera og naut þess í ríkum mæli að vera innan um fólk. Glæsilegur var hann þegar hann var kominn í hvítan smók- ing og bauð móður minni sem oft- ar á AKOGES böllin, sagði hún mér oft frá því afskaplega hreykin að hann hefði verið mesta prúðmennið og sætastur allra á ballinu og að enginn dans-. aði eins vel og hann Atli. Ekki get ég látið hjá líða að minnast áhuga hans á tungumál- um, þar var hann óþreytandi, ef hann var í vafa um eitthvert orð gat hann eytt óratíma í að finna rétta þýðingu og gat það haldið fyrir honum vöku ef ekki úr rættist. Réði hann jafnan krossgátur á hinum ýmsu tungu- málum til að halda kunnáttunni við. Við systurnar eigum Atla mikið að þakka og mest þá um- hyggju og góðmennsku sem hann veitti móður okkar, hann færði henni mikla gleði og dekraði við hana á allan hátt. Það er sárt að sjá á eftir þessum góða manni sem var svo fullur af lífsgleði, hann skilur eftir sig stórt skarð sem ekki verður fyllt en minningin mun lifa með okkur. Margrét Kjartansdóttir Lausar stöður hjá Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Starfsmenn í eldhús hjá Þjónustuíbúðum aldraðra, um er að ræða 75% stöður. Vinnutími frá 8.00-2.00 og aðra hverja helgi. • Starfsmaður á vakt, hjá Þjónustuíbúðum aldraðra, um er að ræða 100% starf, aðstoð við íbúa, unnið er á vöktum og aðra hverja helgi. Upplýsingar um stöður þessar fást í síma 685377 frá kl. 13.00-15.00 daglega. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00, mánudaginn 19. ágúst n.k. Með Atla Ólafssyni er horfinn aðlaðandi og skemmtilegur part- ur af þessari borg. Við Atli sátum ekki saman á löngum fundum né heldur gerð- um við hvor öðrum ónæði með heimsóknum. Samt vorum við alltaf að tala saman um dagleg mál og lífsins nauðsynjar. Oftast í þeim góða heilsubrunni sem sundlaugarnar í Laugardalnum eru. En líka með því móti að Atli hringdi og hafði sitthvað merki- legt fram að færa eða þá að hann vildi leita upplýsinga um allt mögulegt. Stundum hafði hann lesið merka bók um sovésku bylt- inguna, sem var okkur báðum hugstæð og við reyndum að ráða úr gátum hennar eftir föngum. Stundum vildi hann tala um þýð- ingar á tilteknum orðum og hug- tökum, því hann var góður mála- maður og hafði göfugan áhuga á því aö ekkert færi milli mála þeg- ar þýðarar voru að verki. Svo spurði hann líka um Þjóðviljann og gagnrýndi hann vitanlega, en jafnan með þeim gamansama hætti að innanhússmanni fannst hann jafnan betur settur eftir símtalið en áður. Hin glaðværa forvitni og vel- vild Atla Ólafssonar stuðluðu að því að gera þessa borg að vinsam- legri bústað efasemdarmönnum og vinstrivillu en hún hefði ann- ars orðið. Hafi hann heila þökk fyrir. Aðstandendum Atla sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Arni Bergmann Frá mínu sjónarhorni var Atli Ólafsson alla tíð nokkuð einstætt sambland af rammþjóðlegum mörlanda og úttlenzkum heims- borgara sem laut þeim örlögum að gista Reykjavfk í full sjötíu ár, en hefði fullteins vel „átt heima“ í París, New York eða Bonn. Hann var fæddur í Kaup- mannahöfn 4. marz 1913, af dansk-íslenzku foreldri. Anna móðir hans var fædd Christensen-Hejnæs, en gat víst ef grannt var skoðað rakið ætt sína til útvalinnar þjóðar fyrir botnum Miðjarðarhafs. Faðir hans átti einnig að nokkru til danskra að telja, endaþótt hann kastaði Möllers-nafni sínu fyrir róða og þjóðin þekkti hann sem verkalýðsleiðtogann Ólaf Frið- riksson. Atli fluttist til íslands með for- eldrum sínum tveggja ára gamall og ólst upp í Reykjavík fyrri eftir- stríðsáranna. Fyrst eftir hingað- komuna voru hjónin og barnið nokkuð einmana ýmissa hluta vegna, hrökkluðust úr einu bráðabirgðahúsnæðinu í annað, áttu hér svotil engin skyldmenni eða kunningja. Nánasta venzla- fólk heimilisföðurins bjó norðan fjalla og bar útlenzk nöfn: Arne- sen, Möller, Tulinius. - Sonurinn hlaut líka ósvikið borgaralegt og danskt uppeldi. Danska tungu drakk hann að sjálfsögðu í sig með móðurmjólkinni, enda varla annað talað á heimilinu, og þurfti ekki á íslenzku að halda fyrr en hann fór að leika sér með öðrum börnum í miðbæjarkvosinni. Úr því tungutaki varð víst fyrst í stað nokkuð kyndugt hrognamál, og þá var það sem faðir hans fór fyrst að gefa sér tíma til að kenna syn- inum feðratunguna dýru og leiðrétta hann, jafnvel nokkuð ótæpilega og kannski af nokkurri smásmygli á stundum. Áhrif þeirra kennsluaðferða, bæði góð og ill, sátu í honum ævilangt. Heimili þeirra Friðrikssons- hjóna var nokkuð sér á parti í bæjarlífinu. Húsbóndinn var sósíalískur eldhugi sem aldrei hlaut feitara embætti en ritstjóra- starf við fátækt kratablað, átti við að stríða mikinn mótbyr af pólit- ískum og öðrum hugsjónaástæð- um, en naut líka nokkurrar lýð- hylli, einkum framan af. Samt gerði hann varla meir en vinna fýrir sjálfum sér, og var þó maður einstaklega reglusamur, reykti hvorki né drakk. Það kom í hlut hinnar dönsku húsmóður að bera hitann og þungann af öllum praktískum spekúlasjónum hins daglega lífs. Hún lét sig ekki muna um það, mállaus konan, að setja á laggirnar hljóðfæra- verzlun mitt í eymd og óvissu stríðsáranna fyrri, stofnsetti Hljóðfærahús Reykjavíkur og rak það um áratuga skeið. Jafn- framt stóð hún fyrir hingaðkom- um margra erlendra tónlistar- manna; og ásamt fjölmenni inn- lendra kúnstnera í hús þeirra hjóna að staðaldri varð heimilið brátt að einni helztu menning- armiðstöð bæjarins um langt ára- bil, einkum á þriðja áratuginum og fram á þann fjórða. Þannig verður ekki hjá því komizt að segja, að Atli hafi verið alinn upp í litríku umhverfi, þar sem um æskuheimili hans ólguðu straumar erlendrar heimslistar jafnt sem innlendrar dægurmála- baráttu; og bókstafleg átök þeirrar síðarnefndu virtu jafnvel ekki friðhelgi heimilisins þegar verst lét, svo sem frægt er úr þeirra tíma annálum. Skólaganga Atla varð ekki löng. Hann lauk ekki námi til stúdentsprófs, en sigldi ungur til Þýzkalands og sótti þar verzl- unarskóla. Það varð honum mjög notadrjúgt síðar, og slíkur mála- maður sem hann var að eðlisfari og jafnvel ástríðu, þá varð hon- um þýzk tunga á skömmum tíma sem hans þriðja „móðurmál". Hann var reyndar alla ævi að auka við menntun sína með lestri um margvísleg efni, og svo seint sem á sextugsaldri tók hann sér tak til að betrumbæta frönsku- kunnáttu sína og dvaldist þá í París um skeið. Eftir námsdvölina í Hamborg kemur hann hingað heim í krepp- una og fer að starfa við verzlun móður sinnar. Eymdin í við- skiptamálum landsmanna var þá orðin slík, að svotil engin hljóð- færi voru flutt til landsins, nema kannski þau lífsnauðsynlegustu eins og harmóníkur og trommur, og þess vegna orðið næsta skondið að reka verzlun sem reyndi að standa undir því að kallast „hljóðfærahús“; en ein- hverjar hljómplötur fengust þó stöku sinnum fluttar inn, og klíp- ingur af nótum. Þá var það sem Anna Friðriksson fer að verzla jafnframt með töskur og leður- vörur. Og til að gera langa sögu stutta, þá er það upp úr þessu sem þau mæðginin stofna Leðuriðj- una, fyrirtæki sem varð starfs- vettvangur Atla Ólafssonar ævi- langt. Þetta var að sjálfsögðu löngu áður en ég kynntist þessu fólki persónulega, en þó er mér kunn- ugt um tvennt sem viðkom þessu skeiði á ferli Atla, sem ég hef vitneskju um og langar til að geta til gamans. - Það fyrra er sú fram- takssemi Hljóðfærahússins í miðri kreppunni að framleiða svokallaðar „silfurplötur": Hver sem þorði - og átti handbæran túkall eða svo - gat labbað sig inn í Hljóðfærahúsið og sungið eða kveðið með sínu nefi, eðaþá lesið upp, og þannig varðveitt dýr- mæta rödd sína; ég hef séð prýð- isgóða mynd af Halldóri Laxness með filmbros á vör lesandi inn á slíka „silfurplötu". - Hið síðara er, að svo æxlaðist til að Atli sjálf- ur varð fyrstur manna hérlendis til að syngja dægurlög inn á hljómplötu, mig minnir á vegum Ríkisútvarpsins. Hann varð sem- sagt fyrsti íslenzki dægurlaga- söngvarinn, þótt ekki yrði þar framhald á, enda stóð það ekki til. Þessi plata mun guðisélof vera varðveitt hjá útvarpinu. Málakunnátta Atla kom hon- um vitaskuld að miklum notum í viðskiptalífinu, og hann var einn- ig um langt árabil löggiltur skjala- þýðandi og dómtúlkur á dönsku og þýzku. Samt finnst mér núna sem sú ágæta málaþekking og máltilfinning hafi aldrei nýtzt til fulls. Ég er ekki að halda því fram, að hann hefði átt að leggja stund á þýðingar af erlendum málum yfír á íslenzku - einmitt hið gagnstæða hefði hann getað leyst af hendi öðrum fremur og jafnvel verið kjörinn til; slíkir 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. ágúst 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.