Þjóðviljinn - 01.10.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.10.1985, Blaðsíða 4
ÍÞRÓTTIR 2. deild Annar sigur unga ÍR-liðsins / / HK, Armann og IR á toppnum Hinir ungu nýliðar ÍR-inga gera það ekki cndasleppt í 2. dcildinni. I fyrrakvöld unnu þeir sinn annan sigur í jafnmörgum leikjum, 19-18 gegn Haukum í Hafnarfirði, og þær tölur gefa ekki rétta mynd af leiknum. ÍR- ingar, leikglaðir og samstilltir, komust í 9-3 og voru yfir, 19-16, rétt fyrir leikslok, og sigur þeirra var aldrei í hættu. Úrslit í 2. umferð um helgina: Þór Ve.-Ármann.................16-17 Afturelding-HK.................24-26 Grótta-Breiðablik..............15-23 Haukar-lR......................18-19 Nýliðar Aftureldingar stóðu vel í HK en á tveimur köflum voru skyttur þeirra teknar úr um- ferð og Kópavogsliðið vann á því. Staðan í hálfleik var 11-15, HK í hag. Breiðablik var 12-7 yfir í hálfleik á Nesinu en Gróttan jafnaði, 12-12. t>á skildu leiðir á ný og Blikarnir unnu öruggan sigur. Ármann kom á óvart í Eyjum með sigrinum á Þór og er með fullt hús stiga. Staðan í 2. deild: HK...................2 2 0 0 Ármann...............2 2 0 0 IR...................2 2 0 0 Breiðablik...........2 1 0 1 ÞórVe................2 1 0 1 Afturelding..........2 0 0 2 Haukar...............2 0 0 2 Grótta...............2 0 0 2 31-47 0 -VS 3. deild Góðir sigrar Reynis ogÍA Reynir og ÍA hófu 3. deildar- keppnina í handknattleik með góðum sigrum gegn sterkum and- stæðingum. IA vann Tý 22-21 í hörkuspennandi leik í Eyjum og Reynir vann Fylki í mikluni bar- áttuleik í Sandgerði, 16-13. Þar stóð 9-9 í hálfleik en 10 mínútum fyrir leikslok var staðan síðan 10- 11, Fylki í hag! Úrslitin í 1. umferð: Týr-lA..........................21-22 Reynir S.-Fylkir................16-13 IH-Skallagrímur.................33-23 Njarðvík-Hveragerði.............31 -28 Völsungur-Þór Ak................20-24 Ögri-lBK........................12-39 Völsungar stóðu í Þórsurum lengi vel, á meðan úthaldið hjá landsliðsmönnunum fyrrverandi, Pálma Pálmasyni og Arnari Guð- laugssyni, entist. Skallagríms- menn voru lengi að átta sig á breyttum reglum þegar þeir mættu ÍH í Hafnarfirði og sigur ÍH var aldrei í hættu. Hvergerð- ingar stóðu sig vel í sínum fyrsta leik á íslandsmóti, voru yfir fram- anaf í Njarðvík, en heimamenn náðu síðan naumri forystu og héldu henni til leiksloka. IBK var 20-4 yfir í hálfleik gegn Ögra. -VS ■ ■ 1. deild Omggur KA-sigur Komst 10 mörkum yfir gegn Þrótti KA vann sinn fyrsta sigur í 1. deildarkeppninni á laugardag- inn, og hann reglulega sannfærandi gegn Þrótti, 27-21. Lið norðanmanna kom á óvart með leikgleði sinni og mikilli bar- áttu og náði tíu marka forystu í síðari hálfleiknum. Fyrri hálfleikur var jafn en í þeim seinni var úthaldið á þrot- um hjá Þrótturum og eftir það var sigur KA mjög öruggur. Þriðja tap Þróttara og þeir virðast stefna beina leið niður í 2. deild. Það var góð liðsheild sem skapaði þennan sigur KA, helst hægt að hæla línumanninum Guðmundi B. sérstaklega. Er- lingur átti einnig góðan leik. Konráð Jónsson lék vel í fyrri hálfleik en var slakur eins og allt Þróttarliðið í þeim síðari. Seljaskóli 28. sept. Þróttur-KA 21-27 (10-13) 1-2, 5-4, 6-6, 9-7, 9-11,10-13-11-15, 14-18, 15-23, 16-26, 19-26, 21-27. Mörk Þróttar: Konráð Jónsson 7(2v), Birgir Einarsson 3(2v), Birgir Sigurðsson 3, Sigurjón Gylfason 3, Nikulás Jónsson 2, Gísli Óskarsson 1, Georg Kristjánsson 1 og Benedikt Ingvason 1. Mörk KA: Guðmundur B. Guð- mundsson 7, Erlingur Kristjánsson 5, Pétur Bjarnason 5, Jón Kristjánsson 4, Sigurður Pálsson 2, Hafþór Heimisson 2 og Þorleifur Ananlasson 2. Dómarar: Þórður Sigurðsson og Sigurður Baldvinsson - sæmilegir. Maður leiksins: Guðmundur B. Guðmundsson, KA. Einn Þróttari, Bergur H. Bergsson, fékk rauða spjaldið í fyrri hálfleik fyrir ljótt brot. -hs Karl Þráinsson, Víkingurinn sterki, reynir að brjótast í gegnum vörn Framara. Mynd: E.ÓI. 1. deild Nýliðamir nálægt stigi Víkingar meðfullt hús - Fram án stiga Það var mikil barátta á laugar- daginn þegar Víkingar mættu ný- liðum Fram og náðu að vinna sinn þriðja sigur, 20-19. Fyrri hálfleikur var mjög jafn og skemmtilegur, varnir góðar og markverðir vörðu vel. Víkingar náðu góðri forystu í seinni hálf- leik vegna frábærrar markvörslu Kristjáns Sigmundssonar. Fram- arar minnkuðu muninn og er 3 mínútur voru eftir stóð 18-18. En Steinar Birgisson gerði þá tvö mörk og tryggði Víkingum sigur. Steinar var bestur Vfkinga og lék mjög vel. Guðmundur var einnig mjög góður, sem og Krist- ján í markinu. Hjá Fram voru Egill Jóhannesson og Dagur Jón- asson bestir. Tvö rauð spjöld fóru á loft í leiknum - Andrés Kristjánsson, Fram var rekinn útaf eftir aðeins 4 mínútur og Páll Björgvinsson, Víkingi, þegar 4 mínútur voru eftir - báðir fyrir ljót brot. hs 1. deild Varanleg fótfesta? Digranes 29. sept. Stjarnan-KA 21-23 (10-8) 1-1,6-6, 8-6, 10-8-10-13, 11-16, 14- 19, 17-19, 19-22, 21-22, 21-23. Mörk Stjörnunnar: Gylfi Birgisson 5, Magnús Teitsson 5, Hannes Leifs- son 4(3v), Sigurjón Guðmundsson 3, Hermundur Sigmundsson 2 og Skúli Gunnsteinsson 2. Mörk KA: Guðmundur B. Guð- mundsson 6, Jón Kristjánsson 5, Er- lingur Kristjánsson 4, Logi Einarsson 3, Þorleifur Ananíasson 3, Hafþór Heimisson 1 og Sigurður Pálsson 1 (v). Dómarar: Rögnvaldur Erlingsson og Gunnar Kjartansson - sæmilegir. Maður leiksins: Jón Kristjánsson, KA. Óvœntur sigur KA á Stjörnunni. Fjögurra stigaferð Loksins hillir undir að Akureyrariið nái almennilegri fótfestu í 1. deild karla í handknattlcik. Nýliðar KA fylgdu eftir sigrinum á Þrótti með því að sigra Stjörnuna óvænt en sanngjarnt á sunnudaginn, 23-21. Það var fyrst og fremst frábær byrjun á seinni hálfleik sem færði KA sigur. Liðið gerði þá átta mörk gegn einu og náði fimm marka forskoti sem Stjarnan náði ekki að vinna upp þótt litlu munaði í lokin. Gylfi skoraði tvö mörk á síðustu mínútunni og minnkaði muninn í 22-21 en 13 sek- úndum fyrir leikslok læddi Erlingur sér í gegnum „maður- á-mann“ - vörn Stjörnunnar og innsiglaði sigurinn. Bræðurnir Jón og Erlingur voru vörn Stjörnunnar geysi- lega erfiðir, sérstaklega í seinni hálfleiknum, og hinn átján 1. deild Skapið skellti KR! Hálft liðið útafí einu. FH 8 yfirí hálfleik Allt of mikil harka einkenndi leik FH og KR í Firðinum á laugardag. Reyndar má segja að harkan og nöldrið í KR-ingum hafi gert út um leikinn í fyrri hálfleik þegar jafnvel helmingur leikmanna liðsins var utan vallar á sama tíma og þar af einn þeirra kominn í bað. FH-ingar voru hins vegar með pálmann í höndunum, fullskipað lið og 8 marka forystu. Guðjón Árnason átti stórgóðan leik með FH-ingum og var allt í öllu í sókninni en hann snerist illa á ökkla eftir tæpar 20 mín. og varð að yfirgefa völlinn. KR-ingar sóttu í sig veðrið í síðari hálfleik og settu gaflara illa út af laginu. Ekkert mark frá þeim í rúmar 10 mínútur en það dugði KR-ingum ekki því forskotið var of stórt. Það var mikil blóðtaka fyrir ungt Fh-liðið er Guðjón fór útaf og Óttar varð að taka að sér forystu bæði í sókn og vörn. Hann skilaði sínu með ágæt- um og Sverrir stóð fyrir sínu í mark- inu. Hjá KR-ingum stóð Jóhannes upp- úr. Varnarleikurinn var stóri gallinn í leik liðsins en vörnin þéttist er leið á leikinn. -|g. Hafnarfjöröur 28. sept. FH-KR 23-20 (16-8) 9-3, 10-5, 12-7, 16-8- 16-13, 19-15, 21-17, 23-20. Mörk FH: Stefán Kristjánsson 6(5v), Þorqils Óttar Mathiesen 5(4v), Guðjón Árnason 4, Guðmundur Magnússon 3(1 v), Óskar Ármannsson 2, Jón Erling Ragnarsson 1, Valgarður Valgarðsson 1 og Héðinn Gilsson 1. Mörk KR: Bjarni Ólafsson 6(5v), Jó- hannes Stefánsson 5, Páll Ólafsson 4, Ragnar Hermannsson 1, Haukur Geir- mundsson 1, Friðrik Þorbjörnsson 1, Ólafur Lárusson 1 og Björn Pétursson 1. Dómarar: Rögnvaldur Erlingsson og Gunnar Kjartansson - sæmilegir. Maður leiksins: Þorgils Óttar Mathiesen, FH. Seljaskóli 28. sept. Víkingur-Fram 20-19 (11-9) 3-3,5-3,5-6,8-6,11-9-14-11,17-13, 18-18, 20-18, 20-19. Mörk Víkings: Steinar Birgisson 7, Guðmundur Guðmundsson 6, Páll Björgvinsson 3, Karl Þráinsson 2(1v), Guðmundur Albertsson 1 og Hilmar Sigurgíslason 1. Mörk Fram: Dagur Jónasson 8, Egill Jóhannesson 5 (2v), Hermann Björnsson 2, Ingólfur Steingrímsson 2, Agnar Sigurðsson 1 og Jón Árni Rún- arsson 1. Dómarar: Árni Sverrisson og Há- kon Sigurjónsson - mjög slakir. Maður leiksins: Steinar Birgisson, Víkingi. ára gamli Jón er geysilegt efni, sannkölluð stórskytta. Guðmundur B. Guðmundsson blómstraði á línunni í fyrri hálfleik og gerði 5 af 6 fyrstu mörkum liðsins. Varnarleikur liðsins, með bræðurna sem kjölfestu, var góður og Sigmar Þröstur, Eyjamaðurinn í markinu, varði af snilld, m.a. tvö vítaköst. Leikur Stjörnunnar var ákaflega köflóttur og skyttunum öflugu voru sérstaklega mislagðar hendur. Gylfi stóð helst fyrir sínu. Ljós punktur er þó að þær fundu loksins Magnús á línunni og þá var ekki að sökum að spyrja - hann gerði mörg falleg mörk. En Stjarnan mátti ekki við því að missa þessi stig, möguleikar liðsins á toppbaráttu hafa nú dvínað verulega. -VS Staðan í 1. deild karla i handknattleik: Víkingur.......3 3 0 0 74-48 6 Valur..........2 2 0 0 48-41 4 FH.............3 2 0 1 74-70 4 KA.............3 2 0 1 64-65 4 Stjarnan.......3 1 1 1 60-59 3 KR............2 0 1 1 38-41 1 Fram...........3 0 0 3 57-66 0 Þróttur........3 0 0 3 63-88 0 Markahæstir: ValdimarGrímsson, Val.............22 Konráð Jónsson, Þrótti............21 Þorgils Óttar Mathiesen, FH.......21 Guðm. B. Guðmundsson, KA...........19 Steinar Birgisson, Víkingi.........19 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 1. október 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.