Þjóðviljinn - 03.11.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.11.1985, Blaðsíða 7
Tölvu- skermur í mcrtunar- klefanum Tölvur eru til margra hluta nyt- samlegar. í snyrtivöru- og fataiðnaði gegna þæræ mikil- vægarahlutverki. Ekkiaðeins til að reikna út verð, magn og aðrar tölf ræðilegar staðr- eyndir, heldur við kynningu og söluvörunnar. Til dæmis hafa sum stærstu snyrtivörufyrirtækin fengið í þjónustu sína tölvur með lit- skermi, sem sýnir mismunandi farða á væntanlegum kaupanda. Kaupandinn stillir sér upp fyrir framan myndavél og á sjónvarps- skermi birtist andlit hans. Síðan er bara að stimpla inn liti á kinn- ar, varir og augu og þannig getur neytandinn séð framleiðsluna á sér án þess að nokkur farði fari á andlitið. í fataiðnaðinum er nýja tölvan enn stærri og nær skermurinn yfir allan líkamann. Raunar er skermurinn eins konar spegill. Öðru megin stendur kúnninn á nærbuxunum en í speglinum sést viðkomandi í þeirri flík og af þeirri stærð sem tölvunni hefur verið tilkynnt. Peir sem mæla þessu fyrirkomulagi bót segja að þetta sé hreinlegt, ódýrt (engar ónýtar flíkur eftir ítrekaða mátun) og fljótlegt. Aðrir segja að enginn vilji kaupa sér föt án þess að finna hvernig þau séu við- komu, hvernig sé að fara í þau og hreyfa sig í þeim. Kannski kemur bráðum á markaðinn tölva sem segir það líka? FBI lét sleppa fanga -oghannmyrti þrjár konur þremur dögum síðar FBI sætir nú harðri gagnrýni fyrir að bera óbeint ábyrgð á dauða þriggja eldri kvenna í Washington. Að beiðni FBI var fanga, Roland Steele, sleppt úr fangelsi, en aðeins þremur dögum síðar hafði hann myrt konurnar þrjár með barsmíðum. FBI ætlaði að nota Roland sem agn og þefa þannig uppi annan fanga sem hafði brotist út úr fang- elsi, en ekki tókst betur til. Tveim dögum eftir morðin náðist Ro- land, en hinn fanginn gengur enn laus. Yfirfangavörðurinn hefur þurft að svara fyrir ákvörðun sína um að leysa Roland út, en hann sagði aðeins: „Við reynum alltaf að vera samvinnuþýðir við FBI”. Samkeppni um útilistaverk Byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli efnir til samkeppni um gerð útilistaverks sem staðsett verð- ur við nýju flugstöðvarbygginguna. Heildarverðlaunaupphæð er kr. 400.000,- og verða 1. verðlaun kr. 200.000.-. Auk þess er dómnefnd heimilt að verja allt að kr. 150.000.- til innkaupa. Útboðsgögn eru afhent hjá trúnaðarmanni dómnefn- dar Ólafi Jenssyni, Byggingarþjónustunni, Hall-veig- arstíg 1, Reykjavík, gegn kr. 500.- skilatryggingu. Tillögum skal skila til trúnaðarmanns eigi síðar en 12. febrúar 1986. Byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli. Meinatæknir Sjúkrahúsið Patreksfirði óskar að ráða meinatækni nú þegar, eða eftir nánara samkomulagi. Góð vinnuað- staða. Allar nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 94-1110 Sjúkrahúsið Patreksfirði Blaðberi óskast strax í Hamraborg, Seltjarnarnes, Selvogsgrunn, Sporða- grunn, Leifsgötu, Eiríksgötu. DJÚÐVIUINN Tilboð Óskast í eftirtaldar bifreiöar og tæki sem verða til sýnis þriðjudaginn 5. nóv. 1985 kl. 13:00-16:00 í porti bak við skrifstofu vora Borgartúni 7 og víðar. Range Rover 4x4 bensín árg. 1978 Toyota Landcruiser 4x4 diesel árg. 1981 Scout Terra 4x4 diesel árg. 1980 Willys CJ7 4x4 bensín árg. 1979 Chervolet Suburban 4x4 bensín árg. 1979 Lada Sport 4x4 bensín árg. 1979 Subaru station 4x4 bensín árg. 1979-82 UAZ 452 4x4 bensín árg. 1981-82 Mitsubishi pick up 4x4 bensín árg. 1981-82 GMC Rally Wagon fólks og sendibifr. árg. 1982 Toyota Hi Ace sendibifreið diesel árg. 1982 Mitsubishi L 300 sendibifreið árg. 1981 Ford Econoline sendibifreið árg. 1978-79 Mersedez Bens pallbifreið diesel árg. 1973 Chevrolet Malibu Saab 900 GLI Mazda 929 station fólksbifreið árg. 1979 árg. 1982 árg. 1978-79 Mazda 323 fólksbifreið árg. 1980 Lada station Hjólhýsi (skemmt) fólksbifreið árg. 1980 árg. 1982 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins Jörfa v/Grafarvog: 1 stk. Thames Trader yfirbyggður, vélalaus með dráttarstöng. 2. stk. Festivagnar til vélaflutninga. Hjá Véladeild Flugmálastjórnar Reykjavíkurflugvelli: 1 stk. Jarðýta Catarpillar D. 7 2. stk. Loftþjöppur Sullivan á vögnum Hjá Póst og Síma Jörfi v/Grafarvog: 3 stk. Loftþjöppur Broom-wade 85 cup. Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilin að hafna tilboöum sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS HÓPEFLI - HÓPSTJÓRNUN Dagana 15.-17. nóv. verður haldið helgarnámskeið í „hópefli", einkum ætlað þeim, sem þegar annast stjórn hópa. Leiðbeinandi Páll Eiríksson, geðlæknir. Nánari upplýsingar í síma 43317 (kvöldin). eftir Ólaf Hauk Símonarson LEiKFRIAC REYKJAVlKlJR í Austurbæjarbíói ^mj^m ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.