Þjóðviljinn - 03.11.1985, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.11.1985, Blaðsíða 10
f Eini íslenski rokktónlistar maðurinn á heimsmœli- kvarða Tónar 14. janúar 1964: standandi eru Jón Þór Hannesson bassa- leikari (símvirki og einn af forsprökkum Saga-film), Gunnar Jökull Hákonarson og Guðni Pálsson söngvari (arkitekt). Fyrir framan þá sitja Birgir Kjartansson gitarleikari (gullsmiður) og FinnurTorfi Stef- ánsson gítarleikari (lögfræðingur, tónlistarnemi og fyrrverandi al- þingismaður). Tveimur árum síðar var Gunnar Jökull farinn að sjá um bítið í bresku hljómsveitinni Syn. Ekki hafðist upp á neinum myndum frá því tímabili og sagðist Gunnar ekki þá hafa haft hugsun á að festa neitt á filmu í Englandsdvöl sinni. Lifun flutt í Háskólabíói 1970. Glæsilegustu rokkhljómleikar á íslahdi fram að því: Karl Sighvatsson, Gunnar Þórðarson, Gunnar Jökull, Rúnar Júlíusson, Magnús Kjartansson. Gunnar Jökull Hákonarson, fæddur 13. maí 1949, trommusettslaus trommari, en hefur endurkomu sína í músikina með orgel og segulband að vopni, eftir 12ára hlé. Ljósm. E.ÓI. Trúbrot 1970 ásamt Shady Owens, sem kom til landsins til að syngja í einum kaf la hljómleikanna sem voru að mestu leyti helgaðir hljómpiötuverkinu Lifun: Karl Sighvatsson, Shady, Gunnar Jökull, Magnús Kjartansson, Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíusson. Gunnar Jökull Hákonarson var í kringum 1970 talinn besti trommuleikari á íslandi, og meira en það; forstjóri aðal- rokkklúbbsins í London á bítlatímabilinu lét hafaeftirsér að Gunnar væri besti tromm- ari Bretlands, er hann spilaði þar með bresku hljóm- sveitinni Syn árið 1966. Upp- rifjun áferli Gunnars íþætti hjá Þorgeiri Ástvaldssyni á Rás 2 fyrir nokkrum vikum kom osstil að æskjafundar við trommarann gamalkunna. Það var auðsótt og undirrituð boðuð á skrifstof u í Skipholt- inu þar sem Gunnar situr á bak við skrifborð, hljómplötur í rekkum og hillum allt um kring og orgel og segulband á miðju gólfi; allt áberandi snyrtilegt og takmarkað gólfplássið vel nýtt. Hvaðgerirsvotrommu- leikari eftir 12 ára fjarveru úr músikinni? - Mitt daglega lifibrauð hef ég af því að selja plötur. Ég er með 10 akancli sölumenn sem fara með þær í hús, bjóða til sölu, en eru einnig með lista sem fólk get- ur pantað eftir. Við seljum tvær plötur fyrir verð einnar. Þetta er ekki stórt í sniðum. Ef ég hefði fjármagn mundi ég stofna stærsta og besta plötufyrirtæki hérlendis þar sem hægt væri að fá verulegt úrval af bæði innlendum og er- lendum hljómplötum. Hvar er slík verslun hér á landi? Þeir kaupa nær eingöngu inn það sem þeir eru vissir um að selja í stór- um stfl. Hér virðist líka verslunin almennt einungis vera tii þess að græða á en ekki til að þjóna við- skiptavininum. En það verður bið á að ég fari út í bissnes - ég fæ ekki lán f bönkum, ekki einu sinni fyrir trommusetti, hvað þá meiru. - Hvernig stendur á því? - Það sem ég gerði var að fara illa út úr kjötverslun sem ég rak. Til að greiða skuldirnar seldi ég hana í júlí 1979, allar eignir og bíla, sem nægði fyrir öllu nema einni skuld. Þá kom á mig gjald- þrotakrafa sem ég er nú búinn að borga. En það þýðir lítið að biðja um greiðslufrest þegar svo er komið, jafnvel þótt allir sjái að greiðsluskilmálarnir séu óraun- hæfir. Ég Iagði spilin á borðið og vildi semja um eitthvað sem ég gæti staðið við, en nei takk. Það er annars merkilegt með lögfræð- inga - fleiri þeirra gera ógagn en gagn - maður hefði haldið að þeir væru til að vernda fólk en ekki sækja á það í sífellu. Þáð hlýtur að vera offramboð á fólki í þess- ari merku fræðigrein eða mikið að í þjóðfélaginu þegar obbinn af lögfræðingum virðist vera í því að rukka fólk af óbilgirni fyrir ann- arra hönd og fá vænar prósentur fyrir ófarir annarra. Ég held að Háskólinn ætti að takmarka inn í þær deildir sem ekki er þjóðhags- Íega hagkvæmt að fleiri útskrifist úr. Fólk á auðvitað að geta lært það sem það vill, en það getur ekki ætlast til að þjóðfélagið eða skattborgarar séu að styrkja nám sem er þjóðhagslega óhagkvæmt. Fólk á að borga fyrir slíkt nám sjálft. En, sem sagt, ég fæ ekki banka- lán af því að ég á ekki steinsteypu til tryggingar láninu. Hins vegar er ekkert spekúlerað í hvað lánin fara svo í. Hér er annar hver mað- ur kominn út í brask. En ef fólk á steinsteypu fær það lán, alveg sama þótt það ætli að setja á fót óarðbært fyrirtæki. Það er ekkert spekúlerað í hæfileikum viðkom- andi. Ég hef hæfileika sem tón- listarmaður og bissnessmaður en get ekkert gert vegna bankakerf- isins sem ekki þorir að fjárfesta í hæfileikum. Ég get ekki heldur fengið mér húsnæði þar af leiðandi. Mér finnst ég vera alveg innilokaður og sú tilfinning hefur þjáð mig mest eftir að ég ákvað að taka mig saman og snúa mér aftur að músikinni. Og það er mikil reiði innra með mér þegar ég fer að tala um þetta við þig... kannski mundi einhver segja að hún kæmi út í monti, þegar ég segist telja mig vera eina íslenska rokktónlistarmanninn á heimsmælikvarða, en ég þarf samt að sanna að ég hafi hæfi- leika. Ég er ekki að segja að ég hafi verið hundrað prósent en það hefur enginn trommari hér sýnt þá tækni sem ég réð yfir. Mig klæjar í fingurna að komast í sett og fá aðstöðu til að æfa mig. Þangað til það gerist sem ég hérna á orgelið, sem ég keypti einhverntíma í valíumvímunni, og safna á segulband, sem ég fékk mér nýlega. Ég færi aldrei út í að spila með glamrandi tríói á böllum þótt það gæfi af sér pen- inga. Frá nikku til tromma - Hvernig byrjaði tónlistarferill þinn? - Ég byrjaði sem harmonikku- leikari. Þegar ég var 8-9 ára var ég hjá frænda mínum í Bolungar- vík og komst í nikkuna hans. Þeg- ar ég var kominn suður um haust- ið sendi hann mér hana, því að honum þótti ég hafa verið svo næmur fyrir að læra á hana. Ég fór svo í nikkunám og tókst að fá 10 á einleikaraprófi skólans að ári liðnu. Það hafa víst fáir leikið eftir. Svo man ég eftir að hafa komið fram á skólaskemmtun 12 ára og í gagnfræðaskóla, 13 ára, stofnaði ég 5 manna hljómsveit: þar var píanóleikari, bassa- leikari, trommari, gítarleikari og ég á nikku. Trommarinn náði hins vegar aldrei tökum á taktin- um og ég var alltaf að segja hon- um að hann ætti að gera svona en ekki hinseginn. Hann náði aldrei að gera „svona" og allt fór í kaos. Þegar að því kom að við lékum á okkar fyrsta skólaballi var kvint- ettinn orðinn dúó: gítarleikarinn og ég, við trommurnar. Við spil- uðum tveir allt ballið. Nokkrum mánuðum síðar stofnuðum við „Shadows"-sveit og spiluðum 2-3 kvöld í pásu hjá Tónum í Lídó. Upp úr því buðu þeir mér í hljómsveitina. Ég var þá 14 ára, langyngstur þeirra, en gat samt gert eins og trommar- arnir á útlendu poppplötunum. Hér með hafði tónlistin tekið mig allan og ég hafði engan huga við námið. Mér hafði alltaf gengið vel í skóla, verið hæstur og til stóð að ég færi í Versló. Ég tók inn- tökupróf þangað en mátti aldrei vera að því að láta sjá mig þar. Á þessum tíma var mér boðið í Hljóma í stað Eggerts. Þeir voru þá hættir að vinna með músikinni og ég hafði ekki efni á því. Þeir fengu þá Pétur Östlund til liðs við sig og ég hélt áfram í Tónum, var þar alls í 2 ár. Syn - Þegar hér var komið sögu fannst mér ég vera heftur tón- listarlega, að ég kæmist ekki lengra með hljómlistarmönnum hér og fannst músikin sem við vorum að spila ómerkileg. Þá ákvað ég að fara til Bretlands. Fyrst fór ég í vikuferð með Sigga Árna bassaleikara í september 1965. Svo fór ég aftur stuttu síðar og í það skiptið með mynd af mér við trommusettið í veskinu. Þá átti ég' dýrasta trommusett í einkaeign á íslandi. Ég fór sam- kvæmt auglýsingu í prufu og það vakti töluverða athygli að 16 ára gutti skyldi eiga svona glæsilegt sett prýtt upphafsstöfunum sín- um, GJ. Ég fékk því að reyna, var ráðinn á staðnum og til varð hljómsveitin Syn. Þar með var ég kominn í hljómsveit með besta rokkbassaleikara heims, Chris Squire. Hinir voru Pete Banks, Andrew Price-Jackman og Step- hen Nardelli. Með Syn spilaði ég í 16 mánuði og við vorum orðnir ansi virtir meðal annarra rokkmúsikanta. T.d. spiluðum við í Marquee, sem í þá daga var frægasti staður- inn með lifandi tónlist. Forstjór- inn þar sagði að ég væri „Britain's greatest drummer", en þetta var óttalegt basl peningalega. Ég bjó ýmist á „bed and breakfast" eins-punds-hótelum, eða heima hjá hinu, oftast hjá Chris. Maður þurfti stundum að stela sér til matar og svindla sér með neðan- jarðarlestinni. Við æfðum mikið og ferðuðumst, meðal annars til Frakklands. Þar áttum við m.a. að spila á einhverskonar kvik- myndastjóraballi, en einhvern veginn klúðraðist það og við sát- um í Cannes í viku peningalausir og átum bara brauð sem við út- veguðum okkur með ýmsum ráðum. Eftir allt þetta basl var ég alveg búinn að fá nóg. Mér var sama um heimsfrægð þá, vildi bara spila með góðum músik- öntum í ró og næði og geta lifað. Þetta var vorið 1967 og ég dreif mig heim. Gunnar Jökull Hákonarson trommuleikari í viðtali eftir 12 ára „hvíld". Seinna frétti ég að þeim í Syn hefði gengið illa að fá annan trommara sem þeir voru ánægðir með og það endaði með að hljómsveitin var stokkuð upp og nafninu breytt í Yes. Chris Squire og Pete Banks voru áfram og Chris er enn í Yes. Þeir slógu í gegn árið 1969. Ég hefði aldrei haldið út að bíða svo lengi eftir frægðinni. Hins vegar mun Chris hafa reynt að ná í mig þegar verið var að stofna Yes, en hann sagði í viðtali nýlega að það hafi verið vont að missa mig og ég sé besti trommari sem hann hefur spilað með. - Hvað tók við þegar þú komst heim? - Ég byrjaði náttúrulega að spila og var með Tempó í nokkra mánuði. í Flowers fór ég svo sriemma árs 1968 og var þar í 16 mánuði, þar til í maí 1969 að Trú- brot var stofnað. Fyrsta íslenska súper- grúppan, ekki satt? - Jú, jú, Trúbrot samanstóð af aðalmönnunum úr Flowers og Hljómum: við Kalli Sighvats komum með trommur og orgel úr Flowers, Gunni Þórðar og Rúnar Júlíusson með gítar og bassa úr Hljómum og svo Shady Owens til að hjálpa upp á sönginn. Síðar meir bættist Maggi Kjartans við, Kalli hætti svo og Shady var með af og til. Upphafleg stefna með Trúbroti var að semja og spila bara eigin lög, og við gáfum út 3 stórar plötur og tvær litlar. Ég var nú reyndar veikur að spila inn á fyrstu plötuna. Hún var tekin upp í London og Chris Squire heim- sótti okkur í stúdíóið. Þá var ég farinn að finna fyrir að ég var ansi slæmur á taugum og í maga. Dópisti að lœknisráði - Svo kom að því að ég klikkaði á sviði þegar við vorum að spila í Klúbbnum. Ég bara gat ekki hreyft mig og fór á slysavarðstof- una og heim. Ég veit ekki hvernig þeir kláruðu ballið. Ég fór til geðlæknis næsta dag. Hann skaff- aði mér pillur því að hann sagði að ég væri haldinn miklu stressi og þyrfti á einhverju róandi að halda. Þetta var valíum og það reddaði mér úr vanlíðaninni. Ég vissi ekkert þá að það er vana- bindandi, tók það bara inn ef mér leið illa. Svo fór smátt og smátt að ég lenti í algjörum vítahring; mér fór að líða illa ef ég tók töflurnar ekki inn. Það var ekki fyrr en 1971 að mér var bent á að ég yrði að passa mig á pillunum. Það var hins vegar orðið hægara sagt en gert. - Af hverju stafaði þessi vanlíð- an þín? - Líklega byrjaði þetta þegar ég var með Syn og hafði hvorki í mig né á. En þá fékk ég þó útrás í tónlistinni. Hérna heima fékk ég peninga, en það sem skipti sköpum var að ég var sveltur and- lega í músikinni. Þeir sem ég spil- aði með. hér voru einfaldlega í of lágum klassa miðað við það sem . ég hafði vanist í Syn. Flowers var aldrei klassaband, Trúbrot ekki heldur, þar að auki voru þau í Trúbroti á amerísku línunni en ég í breska bítinu. Þegar ég hlusta á plöturnar okkar heyri ég nú að ég hef verið langt fyrir ofan það sem tíðkaðist þá. Ég var feiminn þarna í gamla daga og átti erfitt með að um- gangast fólk, lítillátur, sem kom sér illa, því að ég fór allur að koðna niður hægt og hægt. En auðvitað var þetta sjáifum mér að kenna. Ég er alls ekki að kenna neinum öðrum um. Strákarnir sem ég spilaði með hafa alltaf gert sitt, en ég gerði óeðlilegar kröfur í huganum. Maður á nefnilega að segja eins og er og ekki byrgja inni réttláta reiði. Það borgar sig ekki alltaf að halda friðinn. Ég varð líka leiður á að spila svona mikið á dansleikjum, enda var það ekki stefnan í upphafi. Ég vildi halda Trúbroti í standard með því að æfa meira og spila sjaldnar en þá fyrir góða borgun. Við vorum líka að þróa með okk- ur tónlist sem ekki átti heima á dansleikjum en vorum dinglandi einhversstaðar þarna mitt á milli. Ég held að þetta hef ði verið öðru- vísi ef þetta dópvesen hefði ekki verið í kringum hljómsveitina. Það er kannski auðvelt að segj a ef eftirá, en ég varð einangraður innan hljómsveitarinnar því að mér hafa alltaf leiðst fíkniefni, ég varð ekki háður valíum fíknar- • innar vegna. Mér leið best í Flowers af ís- lensku hljómsveitunum sem ég hef spilað með. Félagsandinn var góður og við höfðum fast aðsetur að spila í, Silfurtunglið. Áhuginn hjá okkur öllum var mikill, að vísu unnum við með spila- mennskunni þannig að ekki var nægur tími til æfinga að mér fannst. Ég gerði mér hins vegar miklu meiri vonir um Trúbrot. Dópvesenið skaðaði Trúbrot - Lifun er nú nokkuð til að vera hreykinn af, eða hvað? - Það var nú líka lagt ofurkapp á þá plötu. Ég var alveg ákveðinn í að við spiluðum ekkert opinber- lega meðan við vorum að æfa fyrir plötuupptökuna og síðan héldum við hljómleika í kjölfar plötunnar. Platan var tekin upp á aðeins 30 klst., nú þykja 100-200 tímar ekkert óhóf við svipaða upptöku. Hljómleikarnir voru svo haldnir í Háskólabíói kl. 17 þann 13. mars 1971 og var það í fyrsta skipti að íslensk rokk- hljómsveit hélt svo langa hljóm- leika ein síns liðs. Og til að gera þetta dálítið glæsilegt fengum við ljósameistara Þjóðleikhússins og sjónvarps til að sjá um ljóseff- ekta. Sama ár var rokkhátíðin í Saltvík. Enda þótt við skiptum ágóðanum jafnt sem við fengum eftir hana var það ég sem stóð fyrir henni. Núna finnst mér vera stórrugl að hafa skipt öllu jafnt peningalega í rrúbroti, því að ég vann langmest í okkar málum fyrir utan tónlistina. Til dæmis sá ég alveg um dreifingu og útgáfu síðustu plötunnar okkar, Mand- ala, sem út kom 1972. Ég vildi sanna að ýmislegt væri fram- kvæmanlegt. Þegar hér var komið var það orðin algjör kvöl fyrir mig að fá ekki ánægju út úr tónlistinni sem við vorum að spila. Mér fundust hæfileikar mínir vera að skerðast. Ég var orðinn dauðþreyttur á að spila á dansleikjum og gæti ekki hugsað mér slíkt enn þann dag í dag. Ég vildi að við færum að spila undir fyrir aðra og ná okkur þannig í kapítal fyrir stúdíói, sem þótti nú aldeilis fjarlægur draumur í þá daga, og skaffa okk- ur þannig stúdíóvinnu. Ég hafði sannað það með Mandala að við gætum séð um plötuútgáfu sjálf- ir. En hinir strákarnir vildu bara hirða sinn pening þannig að ég fékk engan stuðning, ég hef lík- lega ekki verið nógu harður. Þetta sem sagt rann allt í vaskinn, liðsmenn Trúbrots fóru hver í sína áttina og ég fór á algjöran 1" Sjá nœstu síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.