Þjóðviljinn - 03.11.1985, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 03.11.1985, Blaðsíða 12
Verkamannafélagið Dagsbrún Almennur félagsfundur verður haldinn sunnudaginn 3. nóvember n.k. kl. 14 í Iðnó. Dagskrá: Félags- og kjaramál Stjórn Dagsbrúnar Nóvember- fagnaður MÍR Hinn árlegi nóvemberfagnaður MÍR, Menningar- tengsla íslands og Ráðstjórnarríkjanna, í tilefni af bylt- ingarfmælinu og þjóðhátíðardegi Sovétríkjanna, verð- ur haldinn í Þjóðleikhúskjallaranum sunnudaginn 3. nóvember og hefst kl. 15. Ávörp flytja Evgení A. Kos- arév sendiherra og Helgi Kristjánsson sagnfræðingur. Hljómsveitin „Hvísl” leikur. Skyndihappdrætti. Fjölda- söngur. Kaffiveitingar. - Aðgangur öllum heimill með- an húsrúm leyfir. Stjórn MÍR. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR • Heimilisþjónusta fyrir aidraða Starfsfólk óskast til starfa í íbúðum aldraðra, að Norðurbrún 1 og Dalbraut 27. Upplýsingar í síma 18800. Umsókn ber að skila til starfsmannahalds Reykjavík- urborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum um- sóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 mánu- daginn 11. nóvember 1985. Útboð Vegagerð ríkisins og flugmálastjórn óska eftir tilboð- um í snjómokstur á nokkrum vegum og flugvöllum í Vestur-Skaftafellssýslu, Árnessýslu, Gullbringusýslu, Snæfellsnessýslu, Dalasýslu, Vestur-ísafjarðarsýslu, Húnavatnssýslum, Skagafjarðarsýslu, Eyjafjarðar- sýslu, Norður-Þingeyjarsýslu og Suður-Múlasýslu. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík (aðalgjaldkera), í Borgarnesi, á ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Reyðarfirði og Selfossi frá og með 4. nóvember n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 11. nóvember 1985. Vegamálastjóri. Flugmálastjóri. Verkfræðingur - tæknifræðingur Viljum ráða starfsmann til starfa við áætlunargerð. Reynsla við notkun tölvu æskileg. Umsækjendur skulu skila skriflegum umsóknum, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf til skrifstofu embættisins fyrir 8. nóv. ’85. T Húsameistari ríkisins Borgartún 7-105 Reykjavík - *lmi 27177 Eini... bömmer. Þetta var í október 1972. Kjuðunum kastað -Fáum dögum síðar báðu Mán- ar á Selfossi mig að koma í hljóm- sveitina og ég byrjaði með þeim í október. Eg vildi ná mér í pening með þeim, en þetta var léleg vetrarvertíð og ég hætti í mars árið eftir. Ég hef ekki spilað í hljómsveit síðan. Það minnis- stæðasta frá þessum tíma er að ég var vakinn um miðja nótt heima hjá Smára Kristjáns bassaleikara á Selfossi og mér sagt að konan mín væri að eignast barn fyrir tímann. Ég brenndi í bæinn og sonur minn fæddist 29. október 1972. - Þú snerir þér svo að bissness. - Já, konan mín og ég rákum kjötverslun í Laugarásnum, hjá konuríkinu. Eins og ég sagði áðan endaði sá rekstur illa og ég líka illa farinn af valíumneyslu. Þetta gerðist svo hvort tveggja að búðin var seld og við skildum. Við giftum okkur 1971. Gæinn sem stal konunni minni á son af fyrra hjónabandi sem heitir Gunnar Jökull. Skemmtileg til- v,liun' Póiitík Það gæfi rang mynd af Gunnari Jökli að láta þetta viðtal ein- skorðast við tónlistarferil sinn og lyfjaofneyslu samkvæmt læknis- ráði. í raun og veru virtist hann ekkert ákafur í að tala um fortíð- ina. Öðru máli gegndi þegar hann var að tala um erfiðleika sína nú við að koma sér inn í tónlistar- bransann á nýjan leik, banka- kerfið, verslun og viðskipti, þjóðmál aimennt og rekstur þjóðarbúsins. Mestu af því er sleppt hér fyrir orð viðmæl- andans sjálfs, sem sagði nóg samt af svo góðu. Gunnar Jökull hefur líka á hraðbergi tölur yfir inn- og útflutning þjóðarinnar og á t.d. ekki orð yfir þá heimsku ráða- manna þjóðarinnar að henda 350 milj. króna í steinullarverk- smiðju án þess að hafa reiknað út hver kostnaður við raforku verð- ur, sem sé jú undirstaða þess að verksmiðjan gangi. - Fólk verður sjúkt, þegar það sér svona farið með almannafé, og ég sleppi mér þegar ég hugsa um pólitíkina hér - stöðug efna- hagsvandamál. Bankakerfið á sinn þátt í því eins og ég var búinn að segja áðan. Og svo þetta stöðuga fiskverðsþras, um verðið sem frystihúsin greiða bátunum. Það væri nær að snúa sér að því að koma á almennilegu dreifikerfi fyrir íslenskan fisk út um heim. Það er fullt af duglegum sölu- mönnum í smábissnes og hvernig væri að fá þá, sem þekkja víða til, til að kanna markaði og opna síð- an dreifingarkerfi fyrir íslenskan fisk til neytenda? Ég tala nú ekki um ef fiskurinn væri í huggu- legum neytendapakkningum, þá væri hægt að selja hann á allt að helmingi hærra kílóverði, segjum 40 krónur, og miðað við að við seldum 1 milj. tonna á síðasta ári væri ekki ofreiknað að þjóðar- tekjur ykjust um 40%. Stundum get ég vel hugsað mér að fara út í pólitík, nema hvað ég veit ekki hvort ég ætti heima í nokkrum flokki. Þeir kjafta og bulla, en framkvæma ekki jafnvel þótt niðurstaða fáist. - Ertu hugsjónamadur? - Ég get nú ekki séð að hér verði miklar hugsjónir fram- kvæmdar, meðan tvær vinnandi manneskjur þarf til að lítil fjöl- skylda geti dregið fram lífið. Og það er ekki bara að launin séu lág, heldur allt of fá barnaheimili, til að gera fólki enn erfiðara fyrir að hafa í sig og á. Ráðamenn hér eru líka þröng- sýnir í atvinnumálum. Til dæmis hafa þeir ekki vit á að það er mikið kapítal í tónlist. Sjáðu til dæmis Bruce Springsteen. Það er ekki ofætlað að 5 miljónir manna hafi komið á konserta hans og ef við segjum að hver hafi borgað Gunnar Jökull á skrifstofu sinni í Skipholtinu. 10£ sjáum við að veltan úr því dæmi er 3 miljarðar íslenskra króna; við megum heldur ekki gleyma að þarna fylgir með sala á alls kyns dóti með mynd hans, og svo höfundalaun, plötusala, og slíkt. Þetta er enginn smáaur á íslenskan mælikvarða. Svo segja þeir hér að popp borgi sig ekki, en bankarnir lána Jónum og Pöllum hiklaust út á húskofana þeirra til að stofna vídeóleigur hver um annan þveran. Svo þegar þeir eru búnir að setja hver annan á hausinn, hver græðir þá nema lögfræðingarnir? Blöðin gera þó músikinni miklu betri skil en áður. Sjón- varpið mætti hins vegar gera meira. Það er makalaust að 200 manns skuli vinna þar við að klúðra saman efni sem mestan part er fengið á spólum utanlands frá. Ef við tökum til dæmis laugardagskvöld hér af handa- hófi þá eru þarna íþróttir sem mestan part eru erlendar, helm- ingurinn af fréttum sömuleiðis, annað er yfirleitt allt erlent (við- talið er tekið áður en íslensku framhaldsþættirnir byrjuðu). Fyrir nú utan hvað þeir virðast stundum vera að drepa fólk markvisst með leiðindum. Ann- ars eiga þeir gamla þætti sem gjarnan mætti endursýna, ég man til dæmis eftir þætti sem var tek- inn upp með Trúbroti 1969. Ég held að margir hefðu gaman af að sjá hann aftur. En ef maður má vera stórorður væri hægt að segja að sjónvarpið sé sífellt að auglýsa að þeir hafi í vinnu 200 manns sem ekki geti klínt saman sæmi- legri dagskrá. Auðvitað veit ég að þarna er hæfileikafólk, en hvers vegna kemur svona lítið frá því sjálfu? Vaknaður og til í slaginn - Mér finnst að ég sé búinn að sofa í 15,16 ár, eða síðan um það bil að ég byrjaði að taka valíum. Síðustu 6 ár hef ég reynt að losna undan því en ekki tekist fyrr en fyrir rúmu ári síðan, eftir að hafa farið á Vog. En ég fæ ennþá frá- hvarfseinkenni. Ég sá kvikmynd- ina Út úr valíumvímunni, og ég get sagt þér að hún er bara smá- munir borin saman við raunveru- leikann... ef ég tæki mig til og skrifaði ævisögu mína og segði frá öllu sem ég hef upplifað í mesta ruglinu, yrði það metsölubók. Ég held ég bíði með það. Hins vegar er sagt að fráhvarfseinkenni eftir mikla valíumneyslu séu verri en jafnvel eftir morfín og heróín, sem eru slæm á stuttum tíma. En hugsaðu þér; ef ég hefði verið varaður við strax í byrjun, en ekki sagt að ég gæti þurft að nota valíum lengi, hefði ekki farið svona, því að ég hef aldrei sóst í neina vímugjafa. Það eina sem ég vissi þá var að ef ég hætti að taka pillurnar leið mér illa. Ég vissi ekki að það voru fráhvarfsein- kenni sem þá hefðu liðið hjá á viku, en hélt það væri merki um að ég væri ekki orðinn góður. En eitt lærði ég á rugltímanum: það stendur enginn með þér ef þú bregst sjálfur. Ég var búinn að missa sjálfstraustið. Ég var farinn að trúa því að það þýddi ekkert fyrir mig að fara í tónlist aftur, ég væri ekki nógu góður, og þorði ekki að láta nokkurn mann heyra lögin sem ég var að semja og fór bara að keyra strætó og svo leigu- bíl. Ég kynntist alls kyns kvikind- isskap á þessum tíma, en nú er ég ákveðinn í að taka upp þráðinn, finnst ég vera orðinn 18 ára aft- ur... þyrfti bara að komast í stúd- íó. Ég hef verið að semja lög og texta undanfarið, létt og skemmtilegt efni. Mér hefur aldrei fundist gaman að spila það sem öðrum finnst leiðinlegt. Ef mér tækist að gefa út plötu þar sem ég spilaði allt og útsetti; ég er nú ekki óvanur því síðarnefnda, útsetti alltaf grunnana í hljóm- sveitunum sem ég var í; já, þá gæti ég sýnt fram á að íslensk plötuútgáfa er ekki á leið með að líða undir lok. Plötuútgefendur hér eru síkvartandi undan því. En af hverju? Jú, af því að þessir asn- ar gefa út drasl, næstum undan- tekningalaust, sem fólk einfald- lega vill ekki eiga. Ég hef hæfileika bæði sem tón- listarmaður og bissnessmaður. Hvað get ég þá ekki gert með góð lög, texta, góðan grunn, bít og útsetningar? Ég gæti gert þetta allt sjálfur. Það eina sem þyrfti að kaupa væri pressun og prentun og ég myndi ekki treysta mér í söng- inn. Mér er alveg sama þótt þetta hljómi eins og mont. Það er kom- inn tími til að maður togi sig upp á hugarfarinu, það hefur allt of lengi togað mann niður. Það er líka viss vörn í að vera „big head- ed” - til að fara ekki í sama farið aftur. Annars er þetta frekar reiði, reiði vegna höfnunar, held- ur en mont. Ég er ekki þannig - mér þótti til dæmis óþægilegt þegar ég var ráðinn í Syn að horfa á hina trommarana, sem höfðu komið í prufuna, pakka saman og fara. Sama var þegar ég gekk í Flowers og Trúbrot; mér fannst leiðinlegt að einhver annar þyrfti að víkja fyrir mér. - Sérðu eftir að hafa ekki þraukað lengur með Syn? - Ég veit að ég hefði aldrei get- að haldið það út við þáverandi aðstæður. Ég taldi mig sáttan við að Yes meikaði það án mín, en í undirmeðvitundinni er ég það ekki. Ég er sár þótt ég hafi ekki gert mér það ljóst. Þeir lifa góðu lífi núna... Það er gott að tala um reiðina og það hjálpar mér að vera innan um plöturnar. Ég trúi á æðri máttarvöld og að mér sé ætlað visst hlutverk - þess vegna sé ég búin að líða. Ég hef gengið í gegnum svo margt og öðlast við það lífsreynslu sem á eftir að koma sér vel. Mér voru gefnir hæfileikar sem aðrir hafa ekki og af því að þeir fengu ekki útrás var ég kvalinn. Ég verð að minnsta kosti að hafa þá trú, annars væri ég búinn að drepa mig. Sumir gera það því að þeir standast ekki reynsluna. Þegar maður hefur brugðist hjálpar manni enginn nema mað- ur sjálfur - ekki heldur þeir nán- ustu, enda hafa þeir enga ástæðu til að treysta manni. Ég verð því að trúa - og sýna. En þú mátt alveg setja það í fyrirsögn að ég sé eini rokktónlistarmaðurinn á heimsmælikvarða á íslandi. Ég get sannað það - svo er það ann- arra að afsanna. A 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 3. nóvember 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.