Þjóðviljinn - 03.11.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 03.11.1985, Blaðsíða 14
Haf- kóngur Algengurá 10-400 mdýpi alltíkring- um landið. Hefur fengistnokkuðí troll hjá humarbát- um.Geturverið hættulegurvegna eitrunaref borðað- uróhreinsaður. Beitu- kóngur Ákaflegaafbrigða- auðugtegund semfinnst víða umhverfis landið alltniðurá110m dýpi. Þessitegund erveiddígeysi- miklu magni í næstu nágranna- löndum.Góðir markaðir í Banda- ríkjunum og Jap- an. Vitaðaðó- grynni eru til af beitukóng hérvið land. ígui- ker Tværmisstórar tegundirfinnast hérvið land. Eru til ítöluverðum mæli. Erfittaðnátil þeirra. Hugsan- legtað tínauppaf botninum (kafar- ar). Geysihátt verð fyrir ígulkerja- hrogn íJapan. Raunhæfurmögu- leiki sem þarf að kannanánar. Kúfskel Ein stærstu kúf- fiskmið á norður- hveli jarðar eru umhveríislandið. Nær ekkert nýtt síðustsu áratugi. Finnstínæröllum fjörðum og víkum á0-100mdýpi. Sérstök kúffisk- nefnd sjávar- útvegsráðuneytis- inshefurstarfað aðundirbúningi veiða og vinnslu undanfarin ár. Hyllirundir framkvæmdir. Tal- ið aðgóðurmark- aðurséfyrirkúf- fisk í Evrópu, miðj- arðarhafslöndum ogíJapan. Trjónu- krabbi Finnstítöluverð- ummæliífjörðum og flóumalltí kringum landið. Tilraunaveiðarí gildrur í Faxaflóa og í Breiðafirði hafa gefið góða raun. Markvissar veiðar að hefjast. Ýmisskonarúr- vinnslaátilrauna- stigihefurgefið góðan árangur. SÆLKERA íslendingar hafa löngum þótt nokkuð sérsinna hvað mat snert- ir. Á sama tíma og kindahausar, súrir hrútspungar, úldinn hákarl og sigin grásleppa þykja hér herramannsmatur fúlsar landinn við og jafnvel fitjar upp á nef sér þegar minnst er á krabba og kuð- unga, skelfisk og ígulker. Eða er þetta kannski orðin liðin tíð? Ferðalög til framandi landa, gjör- bylting í matarframboði veitinga- húsa og síaukinn áhugi fyrir nýj- ungum í matargerð, hafa á ótrú- lega skömmum tíma gjörbreytt almennum viðhorfum lands- manna. Allir eru tilbúnir að prófa eitthvað nýtt og veitingahúsin sum hver gera út kafara, til að tína upp af hafsbotni í næsta ná- grenni höfuðborgarinnar skel- fisk, krabba og kuðunga sem þykja orðið ómissandi hráefni í veislueldhúsin. En það eru ýmsir fleiri en sæl- kerar, sem hafa áttað sig á hversu fjölbreytt úrval af úrvals skelfiski og krabbadýrum er að finna við strendur landsins. Fjöldi sjó- manna og útgerðarmanna hafa nú um nokkurt skeið undirbúið veiðar á ýmsum þessum tegund- um og einnig athugað með mark- aði og verð fyrir þessar tegundir erlendis. Tilraunaveiðar á t.d. trjónukrabba í sumar og fyrra- sumar lofa mjög góðu og rann- sóknir fiskifræðinga hjá Hafrann- sóknastofnun hafa leitt í ljós að víðast hvar umhverfis landið er að finna í veiðanlegu magni fjöl- dann allan af skeldýrum. Einn þeirra sem hefur rannsakað skeldýrastofnana hér við Iand á undanförnum árum er Hrafnkell Eiríksson fiskifræðing- ur. Pjóðviljinn bað hann að lýsa þeim helstu tegundum sem finn- ast hér við land í veiðanlegu magni og hvaða markaðir eru í boði fyrir þetta sjávarfang sem á að geta gefið okkur tugmiljóna- tekjur á ári hverju, sé rétt á mál- um haldið og jafnframt aukið fjölbreytni í atvinnulífi til mikilla muna. Trjónukrabbinn lofar góðu Af þessum ónýttu tegundum sem menn hafa verið að velta vöngum yfir á undanförnum árum þá erum við líklega komnir lengst með athuganir og tilrauna- veiðar á trjónukrabbanum, segir Hrafnkell. Sjávarútvegsráðu- neytið kostaði 2ja vikna tilrauna- veiðar haustið 1983 hér við SV- ströndina. Við fengum alveg ágætisafla víðs vegar í innanverð- um Faxaflóa en það dró strax úr fyrir utan annes. Aflinn fór upp í 20-30 kg af krabba í hverja gildru og langstærsti hluti aflans fékkst fyrstu klukkutímana eftir að gild- ran var lögð. Við þessar fyrstu tilraunaveiðar notuðum við stór- ar og fyrirferðamiklar bandarísk- ar krabbagildrur, en í fyrrasumar vorum við með japanskar gildrur sem hentuðu mun betur og gáfu ekkert minni afla þótt þær séu minni um sig. f framhaldi af þessum tilrauna- veiðum hafa ýmsir aðilar farið að undirbúa veiðar á trjónukrabba og einnig er farið að huga að margvíslegum möguleikum við úrvinnslu þessa afla, auk þess sem töluvert hefur verið veitt í gildrur hér í Flóanum fyrir veitingahús. Hér eru ýmsir möguleikar í boði. Það er hægt að flytja krabbann lifandi á erlendan markað. Trjónukrabbinn er ótrú- lega lífseigur en við raka og rétt hitastig getur hann lifað á þurru landi svo dögum skiptir. Það er því alls ekki útilokað að flytja krabbann lifandi með skipum á erlendan markað. Þá er hægt að heilfrysta krabbann, taka sér- staklega lappirnar þar sem að- almaturinn er og vinna þær til út- flutnings sem svokallaðar „kokt- eillappir“, sem eru víst mjög vin- sæl matvara. Á nokkrum stöðum hafa verið gerðar tilraunir með að skelfletta krabbann og það hefur gefið góða raun. Nýtingin hefur verið frá 16-24% sem er viðunandi. Hjá Oraverksmiðj- unni í Kópavogi hafa verið gerðar tilraunir með að vinna kraft úr skelinni og sjóða niður krabba- súpu. Um 400 tonn í utanverðum Hvalfirði Það er ekki hægt að segja ann- að en að það sé mikill áhugi fyrir þessum veiðum en spurningin er auðvitað hvaða verð kemur til með að fást fyrir krabbann, en ég tel að hér sé um virkilega raun- hæfan möguleika að ræða. Við vitum alls ekki nógu mikið um krabbastofninn en eftir að hafa skoðað neðansjávarmyndir sem við tókum í Hvalfirðinum höfum við áætlað að í utanverð- { um firðinum hafi verið um 300 tonn af trjónukrabba þegar myndirnar voru teknar. Þetta er áætluð stofnstærð á rnörkuðu svæði. Krabbinn er hins vegar! frekar hægvaxta og meðan við vitum ekki meira um stofninn þá j er skynsamlegt að fara rólega af stað og taka mið af veiðum á, skyldri tegund eins og humarn-j um, sem við þekkjum mikið bet- ur til. Helsta hættan í þessu eins og öðru er auðvitað sú að allt of margir fari út í þessar veiðar og því verður frá upphafi að hafa einhverja stjórn á þeim. í öllum flóum og fjörðum Trjónukrabbinn sem er ein tegund svokallaðra kóngurlóar- Ótrúlega mikið afónýttum skelfisk- og krabbategund- um við strendur landsins. Eftirsótt matvara og víða góðir markaðir. Áhuginnerað vakna. Stórmöguleikar íatvinnu- uppbyggingu umalltland. krabba, er mikið veiddur af ná- grannaþjóðum okkar einkum Frökkum. Allar tölur eru nokkuð á reiki en talið er að Frakkar veiði um 10-15 þúsund tonn af kóngu- lóarkröbbum á ári hverju. Það hljómar því alls ekki óraunhæft að gera ráð fyrir nokkur þúsund tonna ársafla hér, en ég held að það sé óráðlegt að fara uppí tug- þúsund til að byrja með. Qkkar athuganir sýna að krabþinn er á'v- öllum flóum og fjörðum um- hverfis landið og veiðist alls stað- ar í tiltölulega sama magni. Það ætti því að vera hægt að stunda þessar veiðar víðast hvar um landið en stærstu miðin eru lík- legast í Faxaflóa, á Breiðafirði, í ísafjarðardjúpí og á Húnaflóa. Tröllakrabbi ó flœkingi Jú það er rétt, hér finnast fleiri krabbategundir en trjónukrabbi. Trölla krabbi Flækingurvið suðurströndina. Heldursigdjúpt, á 800-1200 mdýpi. Hefuraðallega fundistúti fyrirS- Austurlandi.frá Háfadjúpi að Lónsdjúpi.Tog- bátar, einkum humarbátar, hafa fengið 20-30 stk. í togi.Tröilakrabb- inneraðjafnaði 1- 2kgáþyngd. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.