Þjóðviljinn - 03.11.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 03.11.1985, Blaðsíða 16
Við hverja er sparað í sjónvarpinu? Fyrir röskum 10 árum, eða skömmu fyrir kvennafrídaginn 1975, lét einhver kommúnista- gribban, sem vann að undirbún- ingnum (var það ekki Vilborg Harðar?), svo um mælt, að á ís- landi drægi nú brátt til tíðinda, sem vekja myndu athygli víða um heim. Framsýnir menn og spaug- samir hentu þetta á lofti og höfðu aldrei heyrt neitt hlægilegra. Og ekki sýndu íslenskir sjónvarps- menn áhuga á því að kynna sér hvað til stæði. Það gerðu aftur erlendir blaðamenn og tók þeim að snjóa hingað upp úr miðjum októbermánuði. Allir vita hvern- ig fór og nú hefur kvennafrídagur verið haldinn öðru sinni. En mér vitanlega hefur sjónvarpið enn ekki haft rænu á því að gera ítar- legan fréttaþátt um málið, þar sem ekki yrðu aðeins sýndar glefsur frá útifundi, heldur og reynt að skýra forsendur slíkrar fjöldahreyfingar. Er fréttanef sjónvarpsmanna kannski stíflað af fordómum? Eða hversu oft gerist það, að svokallaðar heims- fréttir verða til á íslandi? Væri þáttur um þetta efni ekki sölu- vara og þar með smátekjulind fá- tækri sjónvarpsstöð? - Annars afmælis minntist þjóðin (og blöð- in) nú á næstliðnum dögum: 30 ár voru liðin frá því að Halldóri Lax- Hef opnað sálfræðistofu að Laugavegi 43. Öll almenn sálfræöiþjónusta. Tímapantanir eftir kl. 18 í síma 614253. Hörður Þorgilsson Sálfræðingur Lóðaúthlutun Fyrirhuguö er úthlutun lóöa í nýju hverfi í suðurhlíð Digranesháls í Kópavogi. í hverfinu er áætlað aö byggja megi rúmlega 600 íbúðir viö göturnar Álfhól- sveg, Álfaheiði, Fagrahjalla, Heiðarhjalla, Hlíðar- hjalla, Lækjarhjalla, Skógarhjalla og Trönuhjalla. í fyrsta áfanga verður úthlutað sem hér segir: Lóðum fyrir 15 hús með 1-2 íbúðum við Álfhólsveg og Álfa- heiði; Lóðum fyrir 25 einbýlishús við Álfaheiði; 5 lóð- um fyrir hús í þyrpingum við Álfaheiði með 5-8 íbúðum í jsyrpingu, sérbýli og sambýli, samanlagt 29-34 íbúðir. Uthlutað er alls lóðum fyrir 69-89 íbúðir. Skipulagsuppdrættir eru til sýnis í skrifstofu bæjar- verkfræðings Kópavogs, Fannborg 2 2, 3. hæð, virka daga milli kl. 9:30 og 15:00. Umsóknareyðublöð ásamt skilmálum og skýringum fást á sama stað. Umsóknarfrestur er til mánudagsins 25. nóv. n.k. Kynningarfundir verða haldnir um skipulag í Suður- hlíðunum. A. Miðvikudaginn 6. nóv. kl. 20.30 í Þinghólsskóla. B. Laugardaginn 9. nóv. kl. 14 í Digranesi, íþróttahús- inu við Skálaheiði. Bæjarverkfræðingur. eST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI LAUSAR STÖÐUR Hjúkrunarfræðingar óskast á Lyflækningadeildir l-A og ll-A. Handlækningadeildir l-B og ll-B. Barnadeild, Skurðdeild, Svæfingadeild, og Gjörgæsludeild. Boðið er upp á Aðlögunarkennslu fyrstu vikurnar. Sjúkraliðar óskast á allar vaktir á eftirtöldum deildum. I-A og ll-A Lyflækningadeildum. I-B, ll-B og lll-B Handlækningadeildum. Fastar næturvaktir koma til greina. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist hjúkrunarforstjóra, sem veitir allar nánari upp- lýsingar í síma 19600-220-300, alla virka daga. Fóstra óskast á dagheimilið Brekkukot (börn á aldr- inum 3-6 ára). Starfsmaður óskast á Skóladagheimili (börn á aldr- inum 6-9 ára). Upplýsingar í síma 19600-250-260 milli kl. 9:00 og 16:00. Konur-karlar óskast til ræstinga. Upplýsingar veitir ræstingastjóri í síma 19600-259. Reykjavík 31.10. 1985. ness voru veitt Nóbelsverðlaun. Ekki kunni sjónvarpið að gera sér mat úr því heldur. í fréttatíma var sýndur kvikmyndabútur frá heimkomu skáldsins eftir afhend- inguna og bókmenntafræðingur, jafngamall atburðinum, lagði mat á atburðinn, örfáum (allvel völdum) orðum. Enn lifa þó tug- þúsundir íslendinga, þar á meðal bókmenntafræðingar, rithöfund- ar, stjórnmálamenn, að ó- gleymdum óbreyttum lesendum, sem allir muna glöggt viðbrögð sín og annarra við þessari miklu gleðifrétt, hver með sínum hætti. Góður sjónvarpsþáttur um þetta efni gæti síðar orðið mikilvægur skerfur til þeirrar sögu, sem enn mun að mestu óskráð: Sögunnar af samskiptum skálds og þjóðar. - Sjónvarpið varð sjálft 19 ára í haúst og gleymdi ekki að gera því afmæli nokkur skil. Ekki skal lasta það. En við það tækifæri heyrði ég ekki betur en því væri haldið fram, að sjónvarpið hefði orðið íslenskri leiklist lyftistöng. Gaman væri að vita á hvaða rök- um þessi sérkennilega skoðun er reist. Aldrei hef ég heyrt hana í hópi leikhúsfólks, sem þó fylgist býsna grannt með í þeim efnum. Þvert á móti: Einatt heyri ég kvartað yfir því, bæði í þeim hópi og miklu víðar, að þó sjónvarpið hafi á fyrstu starfsárum sínum sýnt talsverðan stórhug við að koma íslenskri leiklist á framfæri, sé nú svo komið, að hún sé orðin hornreka og olnbogabarn í þess- um miðli. Það er því fagnaðar- efni, að nú skuli íslenskt fram- haldsleikrit vera þar á dagskrá. En um það verður ekki fjallað hér heldur vonandi af hæfu fólki. Stundin okkar er nú orðinn Hálftíminn okkar og ætlaður smábörnum. Er okkur heitið því, að hann skuli þó alíslenskur. Guð láti gott á vita. - Eldri börnum, læsum, munu ætlaðir ýmsir út- lendir þættir sýndir á undan frétt- um. Þeirri æsku, sem árið er kennt við, mun ekki ætlaður sér- staklega neinn þáttur í kvölddag- skrá nema Skonrokkið. Sú af- greiðsla minnir mig alltaf á sög- una af foreldrunum, sem nenntu ekki að elda mat ofan í börnin sín, heldur gáfu þeim kók og prins póló í öll mál. Krakkarnir voru auðvitað himinlifandi með- an þeim entist heilsa. - En í hál- ftímanum á sunnudag birtist ann- ar umsjónarmanna, Jóhanna Thorsteinson, og kom fjarska vel fyrir, blessunarlega laus við til- gerð. Og áreiðanlega er það ekki umsjónarmönnum að kenna, þótt sparnaðarfnykinn hafi lagt af þessum fyrsta íslenska barnatíma vetrarins. Fyrir fáum árum dvaldi ég í landi, sem tíska er að hatast við á íslandi. Ástæðan virðist einkum sú, að þar býr almenning- ur við betri kjör en annars staðar. Jafnvel svonefndir vinstrimenn taka kappsamlega undir þennan óhróður, þá virðist ekki gruna undan hverra rifjum hann mun runninn. En í þessu voðalega landi mátti þó oft sjá, hversu vel er hægt að gera við börn í sjón- varpi. Þar virtist greinilega helst leitað fanga hjá þeim, sem líkleg- astir eru til þeirra verka: rithöf- unda, leiklistarfólks af öllu tagi, tónlistar- og myndlistarmanna. Nú er þeim ekki öllum gefið að skemmta börnum og fræða þau, og það helst samtímis. En slíkt fólk er þó til hér heima, og sjálf- sagt teldu áhugasamir umsjónar- menn ekki eftir sér að finna það og rækta til starfa. Lítil von mun þó til þess, meðan þeir vinna hjá íslenska sjónvarpinu, sem virðist þó aldrei fjár vant, þegar kaupa á beinar útsendingar á fótbolta- kappleikjum. Erum við sammála því, hvernig fé okkar er varið á þeim bæ? Erum það við, sem heimtum, að íþróttaáhugamenn, til dæmis, njóti slíkra forréttinda umfram börnin okkar? Og Glugginn er hafinn að nýju. Þessir „menningarsnobbþættir“ sjónvarpsins hafa á liðnum árum sossum verið góðra gjalda verðir, en einkennilega lausir við að vera skemmtilegir. Þeir eru vanalega í umsjá einhverra þekkilegra greindarpilta, sem eru óvanir fjölmiðlavinnu og hættir oftar en ekki til að verða alveg dýrslega alvöruþrungnir. Og þættirnir sjálfir hafa í reynd aldrei orðið annað og meira en lengri gerð af þáttunum „Á döfinni“, sem að sínu leyti eru ekki annað en lengri gerð af auglýsingum um það, sem er að gerast á þessum vettvangi. Megum við ekki vænta einhvers betra? Er ekki eitthvað bogið við það, að þessir þættir skuli ekki í eitt skipti - bregðist minnið mér ekki - hafa vakið umræður af neinu tagi, hvað þá deilur? Getur verið, að þeir snerti einfaldlega ekki nokkurn lifandi mann? Og það í landi, sem á sér höfuðborg, þar sem öll met eru slegin í að- sókn að hvers kyns menningar- uppákomum?! Getur verið að stjórnendur slíkra þátta geri það ekki nægilega vel upp við sig, við hverja þeir vilja tala og eru að tala? Og að þeim láist að hugsa um hvaða hlutverki þættirnir ættu að gegna og gætu gegnt? Nú voru þeir Ornólfur og Arni hreint ekki barnanna verstir í hátíð- legheitum, og ljóst var, að þeir höfðu staðið samviskusamlega að verki. Einmitt þess vegna er skylt að hvetja þá til framfara. Því að þessi fyrsti þáttur þeirra var alveg sama marki brenndur og fyrri „menningarsnobbþættir": ein- kennilega lífvana. Á staðlað bútasöluformið einhverja sök á þessu? Greinargóð kynning Þóru Kristjánsdóttur á Kjarvalssýn- ingunni vakti með mér löngun til að sjá allan þáttinn nýttan til ítar- legrar kynningar á öllum Kjar- valssýningunum fjórum, sem nú eru í boði. Það hefði ekki komið í stað þáttarins um Kjarval sjálfan, sem Hrafnhildur Schram hét okkur, og er tilhlökkunarefni. Mestu máli hlýtur að skipta okk- ur að verða sem nákomnust lífs- verki meistarans, og nú á þessu Kjarvalsári er tilvalið að sjón- varpið auðveldi okkur það. Ekki er ég nú samt að benda á slíkar úttektir sem allsherjarlausn á þeim vanda að gera „menning- arsnobbþætti" spennandi, ögr- andi og áhugaverða. En ég mana nýju stjórnendurna til að hugsa sitt ráð. Og það í fúlustu og grim- mustu alvöru. -BH Útvarps II Ingólfur Hjörleifsson skrifar Útvarp allra landsmanna? Útvarpið okkar tók sig til seint í sumar og lýsti því yfir að það væri opiðfyrirhugmyndum. Auglýs- ingar birtust í blöðum þar sem við vorum hvötttil að koma með hug- myndir að þáttum fyrir útvarþ. Mér hefur skilist að margir hafi tekið við sér, arkað niður á Skúla- götu og boðið fram krafta sína. Það er gott. Útvarp allra lands- mannao.s.frv. Eða hvað? Er þetta kannski einhver misskilningur í mér? Eru gerðar einhverjar undantekning- ar? Jú, bíðum við. Oft virðist nú þurfa lítið til. Hommi, kynhverf- ur, kynhvarfi. Út frá þessum orð- um spunnust heilmiklar um- ræður. Skrifaðar voru langar og lærðar greinar í blöðum um það hvernig þýða bæri orðið homo- sexual. Og allt fór þetta af stað vegna þess að samtök sem kenna sig við homma og lesbíur sendu inn tilkynningu til útvarpsins þess efnis að til stæði að halda sam- kundu. Útvarpsráð og útvarps- stjóri settu stopp á þessa litlu til- kynningu. Hún þótti ekki nógu falleg. Þetta er auðvitað bara eitt dæmið um það hvað lítið virðist mega út af bera til þess að ljóm- inn fari af útvarpinu okkar. En bíðum við. Þetta hefur auðvitað ekkert að gera með það starfsfólk útvarpsins sem vinnur að gerð dagskrárinnar. Það er útvarpsráð sem þessu stjórnar, eða a.m.k. ákveðinn hluti þess. Það er auðvitað ótækt að einhver hópur fólks sem stoppar stutt við skuli hafa eins mikil áhrif á dagskrána sem raun ber vitni. Auðvitað er það fólkið sem býr til þessa dag- skrá sem á að bera fulla ábyrgð á því efni sem frá útvarpinu kemur. Auðvitað er það fullkomið ábyrgðarleysi að útvarpsráð sé að vasast í dagskrárefni sem þegar er farið að vinna að. Auðvitað á bara að leggja niður útvarpsráð í núverandi mynd. 16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 3. nóvember 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.