Þjóðviljinn - 10.12.1985, Síða 9
BÆKUR
Dáiítil ferðasaga
Sveins og
Baltasar
Dálítil ferðasaga heitir bók um
Gabriellu, litla stelpu sem fer
með foreldrum sínum í skemmti-
ferðalag til Portúgal. Ferðasögu
hennar skrifar Sveinn Einarsson,
og Baltasar teiknar myndir af því
sem fyrir þau ber. Almenna
bókafélagið gefur út.
„Foreldrar Gabriellu hegða sér
eins og fullorðnir eru vanir að
gera í slíkum ferðum,“ segir í
frétt frá forlaginu „en Gabriella
er ekki alltaf sátt við það, henni
finnst sumt af því ekki neitt vitur-
legt. Og svo gerast auðvitað ýmis
ævintýri í ferðalaginu. Bókin er
auðvitað skemmtilegust fyrir
jafnaldra Gabriellu litlu, en for-
eldrar gætu einnig haft af henni
gagn og gaman.“
v. BKl.W l’H KIM VION
öBlómln á þakinu
i\(.iBKM> SR,I K|).\R|K tl'l 1K
Brian og Ingibjörg
Amma flytur
Blómin á þakinu heitir ný bók
um Gunnjónu ömmu að flytja úr
sveitinni í bæinn. Ingibjörg Sig-
urðardóttir skrifaði og Brian
Pilkington teiknar myndir.
Amma átti heima í torfbæ uppí
sveit, með blóm á þakinu, en
dettur í hug að flytja barasta í
bæinn, pantar vörubíl, setur á
hann hafurtask sitt og heldur af
stað, með allt nema dýrin. „Ég
sýndi henni borgina" segir sögu-
maður „og hjálpaði henni eins og
ég gat en samt saknaði húndýr-
anna sinna. „Af hverju ferðu
ekki bara og sækir þau?“ spurði
ég. „Þú getur haft þau í barnaher-
berginu." Það fannst Gunnjónu
frábær hugmynd.“
Brian Pilkington: amma á fartinni
Flautan
og vindurinn
Unglingabók eftir
Steinunni
Flautan og vindurinn heitir
unglingasaga eftir Steinunni Jó-
hannesdóttur leikara og leik-
skáld, nýkomin út hjá Náms-
gagnastofnun, eitt þeirra verka
sem hlaut fyrr á árinu viðurkenn-
ingu í samkeppni um bækur á
léttu lesmáli.
Það er óveður einn daginn, og
einhvern veginn teppist Asta
heima hjá Hlyni, - þau eru
skólafélagar en hafa eiginlega
ekki talað mikið saman áður. Um
kynni þeirra fjallar Flautan og
vindurinn, og um sitthvað fleira.
Myndir við bókartexta hefur Val-
garður Gunnarsson gert.
Stelnunn Jóhannesdóttir: ný ung-
lingabók.
Það var
skrœpa
Það var skræpa heitir ný
barnabók eftir Andrés Indriða-
son, ein þeirra bóka sem Náms-
gagnastofnun veitti viðurkenn-
ingu í samkeppni um lesefni á
Iéttu máli fyrr á árinu. Brian Pilk-
ington teiknar myndir í bókina.
Krakkar í nýju hverfi hafa of-
anaf fyrir sér með ýmsum hætti:
svo finna þau dúfu, -skræpu-, og
hefjast þá miklar framkvæmdir
við dúfnakofa og annað stapp
kringum skræpuna. Bókin er sett
skýru letri og stuttum línum.
Bara stœlar!
Einn vinsælasti höfundur
barna- og unglingabóka á landinu
Andrés Indriðason ætlar ekki að
bregðast sínu fólki þetta haustið.
Nú kemur eftir hann bókin Bara
stælar! og er gefin út af Máli og
menningu.
í bókinni er sagt frá Jóni Agn-
ari Péturssyni, fjórtán ára eyja-
peyja sem flytur til Reykjavíkur á
miðjum vetri og sest í nýjan
skóla, „fullur af gleði og eftir-
væntingu" segir í forlagsfrétt „en
kannski einu númeri of lítill mið-
að við aldur og himnastigana í
bekknum hans. Hann þarf að
sýna þeim að hann sé karl í krap-
inu og engin veimiltíta, en eink-
um þarf hann þó að reyna að
ganga í augun á skrautblóntinu í
bekknum með taglið í hárinu,
sem virðist reyndar alls ekki frá-
bitin því að kynnast honum. Jón
Agnar þarf að gangast undir ýmis
karlmennskupróf og fjöldi kát-
legra og grátlegra atvika sprettur
af þeim raunum“.
Andrés Indrlðason
Ekki kjafta
Hvernig er að vera hrifin af
þeim sem vill mann ekki, er spurt
í forlagskynningu unglingabókar
eftir nýjan íslenskan höfund,
Helgu Agústsdóttur.
„Hvað gerist í skólanum, frí-
tímum og forboðnum partíum?
Af hverju hafa flestir eitthvað að
fela, eitthvað sem ekki má kjafta
frá?“ í bókinni fjallar Helga um
reykvíska unglinga nútímans og
fylgir þeim eftir „í sorgum og
gleði þegar átökin við lífið eru að
hefjast".
Iðunn gefur út.
KNUT 0DEGÁRD
Arnungar
Ari er af ætt Arnunga, og á
heima í Noregi á sögutíma ís-
lendingasagna. Hann hefur feng-
ið nisti í arf eftir föður sinn sem
myrtur var af Eiríki konungi
blóðexi og hinni fjölkunnugu
Gunnhildi drottningu ...
Knut Ödegaard forstjóri Nor-
ræna hússins skrifar um ungling á
víkingatímum ntilli heiðni og
kristni; hafa bækur hans um Arn-
unga notið hylli norskra unglinga
og sú fyrsta þeirra nú komin á
íslensku í þýðingu Heimis Páls-
sonar. Örn og Órlygur er útgef-
andi.
Kaspían
Kaspían konungsson heitir
barna- og unglingabók eftir Carl
Lewis, og er nú komin út hjá Al-
menna bókafélaginu.
Bókin gerist í ævintýralandinu
Narníu og segir frá fjórum Lund-
únabörnum sem þangað eru
kölluð til að koma málunum í lag,
- þarna ríkir borgarastyrjöld sem
þau reyna að stýra á besta veg
með hjálp ljónsins Aslans.
Lewis er prófessor í Cambri-
dge, og hefur bókum hans verið
líkt við verk H.C. Andersens, að
því er segir í frétt frá útgáfunni.
Eftir hann kom út í fyrra Ljónið,
nornin og skápurinn. Þýðandi er
Kristín R. Thorlacius.
Fhtmbards setrið 3
Sumar á
Flambards
Þriðja bókin um fólkið frá
Flambardssetrinu heitir Sumar á
Flambards. Höfundurinn er
K.M. Peyton, og er þetta níunda
saga höfundar á íslensku.
„Þegar sagan hefst er
heimsstyrjöldin fyrri í al-
gleymingi, og Kristína, söguhetj-
an, hefur orðið fyrir þungu áfalli.
Vilhjálmur Russel hefur verið
skotinn niður í flugvél sinni yfir
Frakklandi. í vandræðum sínum
snýr hún heint á Flambardssetr-
ið... og afræður að verða sjálf
bóndi", segiríbókarkynningu frá
útgefandanum, Máli og menn-
ingu. Þýðandi er Silja Aðal-
steinsdóttir.
Leynisveitin
Leynisveitin og bragðarefur-
inn brellni og Lcynisveitin og bóf-
arnir á Blístursey eru tvær bækur
í nýjum bókaflokki sem Forlagið
hefur hafið útgáfu á. Leysið gát-
una sjálf er nafn bókaflokksins en
höfundur hans er breski rithöf-
undurinn Martin Waddell.
Leyniveitina mynda fjórir ung-
lingar, Kalli, Smári, Anna og
Bogi, og leggur þessi sveit ýmsar
gátur fyrir lesandann. Takist
honum ekki að ráða úr vísbend-
ingunum fær hann rjómabúðing í
andlitið. í lokin eru stigin gerð
upp og þá kemst lesandinn að því
hvort hann er jafnoki Derricks,
hálfgerð sveitalögga eða algjör
byrjandi í faginu.
Bækurnar eru hvor um sig 96
bls., prentaðar í Odda.
Á gallabuxum
Rúdólf frá Amsterdam er 14
ára, - og hefur verið sendur með
tímavél frá 20. öldinni til hinnar
13., tíma krossferða og ævintýra
allskyns. Hann gerist foringi
barnanna sem lögðu upp í her-
ferð til Jerúsalem ...
Krossferð á galtabuxum heitir
bókin um Rúdólf og er eftir Theu
Beckman, og hlaut árið 1976 hol-
lensk verðlaun sem besta ung-
lingabók þess árs. Margrét Jóns-
dóttir þýddi, Iðunn gefitr út.
........ ... . ... . i'm ,,
Þrlðjudagur 10. desember 1985 ÞJÓÐVILJftlN - SÍÐA 13