Þjóðviljinn - 10.12.1985, Síða 15

Þjóðviljinn - 10.12.1985, Síða 15
FISKIMÁL Smábátaútveguriim og valdsmaðurinn úr Homafirði Samkvæmt reglugerð um framkvæmd fískveiða sem sjáv- arútvegsráðherra ber ábyrgð á, þá eru allar fískveiðar smábáta fyrir neðan 10 lestir lamaðar frá 15. nóv. til áramóta. Um síð- astliðna helgi gerðist sá atburður að Skarphéðinn Árnason trillu- bátasjómaður á Akranesi var tek- inn af varðskipi þar sem hann var að draga nokkur ýsunet sem hann átti liggjandi í sjó nokkurn spöl út af skipaskaga. Þetta er á sinn hátt sérstakur atburður sem nauðsyn- legt er að festist í komandi ís- landssögu ekki síður en þegar það, í genginni sögu á tímum dönsku einokunarverslunarinn- ar, að Hólmfastur fátækur sjó- maður af Ströndum var dæmdur til hýðingar fyrir að selja nokkra fiska á röngum stað. En hýðingar eru aflagðar á íslandi nú og þess vegna sleppur Skarphéðinn við þá refsingu. En Morgunblaðið sem í komandi framtíð getur orð- ið heimild sagnaritara þegar þeir skrá söguna, segir að Skarphéð- inn hafi verið dæmdur í 85.000 kr. sekt fyrir brot sitt og skiptist það þannig, bein sekt 62.000 kr. og upptækur afíi 23.000 kr.. Trillusjómaður dæmdur en ráðherra ekki Þetta mun vera í fyrsta skipti síðan við íslendingar eignuðumst varðskip, að slíku skipi er beitt til töku á trillubáti. Allt fram til þessa hafa afskipti varðskipa af trillum á sjó verið að aðstoða þær í vondum veðrum. Hér er því um kaflaskipti að ræða í sögu okkar landhelgisgæslu. í umræðum á Alþingi kom það fram hjá samflokksmanni sjávar- útvegsráðherra, Ólafi Þórðarsyni þingmanni vestfirðinga, að hann efaðist um réttmæti þessarar JÓHANN J. E. KÚLD stjórnunar að hún stæðist gagnvart ákvæðum í stjórnarskrá landsins. Talaði þingmaðurinn um að réttast væri að láta Hæsta- rétt skera úr því máli. Ég styð þessa tillögu þing- mannsins og vonast til að hann fylgi henni eftir. En það er fleira í stjórnunar- ferli Halldórs Ásgrímssonar sjáv- arútvegsráðherra sem rannsaka þarf og fá úrskurð Hæstaréttar um. Vil ég þar til nefna álitsgerð Sigurðar Líndals lagaprófessors við Háskóla íslands, þar sem hann færir að því rök að reglu- gerð þessa ráðherra um fyrir- komulag mats og eftirlits standist engan veginn í veigamiklum at- riðum gagnvart lögunum um rík- ismat sjávarafurða sem reglu- gerðin á að túlka. Alþingi hefur legið á þessu máli eins og það væri ekki til í stað þess að leita úrskurðar æðsta dómstóls lands- ins, Hæstaréttar, á lagalegu gildi reglugerðarinnar. Það færi vel á því að mál það sem vestfjarða- þingmaðurinn nefndi ásamt því máli sem ég hef tilgreint hér væru lögð undir úrskurð Hæstaréttar. Eða þorir Alþingi ekki að láta Hæstarétt dæma um lagagildi nefndra reglugerða. Það hlýtur að vera áhyggjuefni Alþingiskjósenda að á Alþingi séu margir þingmenn sem ekki skilja þann sannleika að sjósókn smábáta lýtur allt öðrum lögmál- um heldur en sjósókn stærri skipa. Hinir svonefndur smábát- ar verða oft vegna smæðar sinnar að liggja bundnir í höfn þegar stærri bátar geta athafnað sig við veiðar á miðum. Það er því lífsnauðsyn fyrir smábátaútgerð- ina að hafa fríar hendur um sjó- sókn þegar gæftir eru. Það er hrein glópska þeirra sem stjórna fiskveiðum þegar þeir setja smábátum samskonar reglur um sjósókn og haffærum skipum. Slíkt er dauðadómur yfir þeirri útgerð. Alþingismenn sem hafa svo lítið inngrip í sjósóknarsögu okkar íslendinga að þeir skilja þetta ekki, þeir ættu að fá sér aðra atvinnu. Ofstjornun smábátaveiða er aukin slysahætta Það er ekki nokkur vafi á því að ef ráðherra kemst upp með það að tilkalla ákveðin tímabil þegar smábátar mega róa og svo önnur Halldór sjávarútvegsráðherra. Er ofstjórn hans aðfinnsluefni fyrir forsvars- menn slysavarna? tímabil sem þeir skulu vera í landi, allt án nokkurs tillits sjó- veðurs og þá er verið að bjóða hættunni heim. Freista manna sem þurfa að bjarga sér til að sækja á mið í tvísýnu veðri sem þeir mundu ekki gera ef þeir réðu sókninni sjálfir. Slysavarnarfélag íslands hefur unnið hér á landi gifturíkt starf síðan það var stofn- að fyrir framgöngu Þorsteins skipstjóra í Þórshamri, Jóns Bergsveinssonar og fleiri góðra manna sem skildu nauðsyn þar til að fækka slysum. í dag er það meðal annars bar- átta gegn aukinni slysahættu þeg- ar þess er krafist að ofstjórn sjáv- arútvegsráðuneytisins verði létt af sjósókn íslenskra smábáta. Ég vona að hinir ötulu forsvarsmenn Slysavarnarfélagsins hafi afskipti af þessu máli. 28.11 1985 Jóhann J.E. Kúld i hefðu átt að hækka i síðustu mánaðamót en við frestum því framyfiráramót. Grípið tækifærið. Við höfum ákveðið að hafa

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.