Þjóðviljinn - 23.01.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.01.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI Jón Helgason kvaddur Fáir menn hafa sett jafnmikinn svip á menn- ingarsögu þjóöarinnar á þessari öld og Jón Helgason í Kaupmannahöfn. Jón var nær jafn- aldra öldinni og fylgdist með þeim breytingum og gjörningum sem uröu í íslensku þjóöfélagi frá Kaupmannahöfn; úr þeirri fjarlægð sem eykur meö sumum mönnum innsæi og skilning á þjóö sinni. Hinn bráðgeri Borgfiröingur hvarf 17 vetra til náms í norrænum fræöum í þeim forna höfuö- stað íslands, Kaupmannahöfn, þar sem hann lifði til lokadægurs. Jón Helgason varö forstööumaöur safns Árna Magnússonar 1927 og prófessor í ís- lenskri tungu og bókmenntum viö Kaupmanna- hafnarháskóla 1929. Þannig varö Jón Helga- son arftaki Finns Jónssonar, Konráös Gísla- sonar og annarra fræðimanna íslenskrar tungu sem mest áhrif hafa haft á samtíma sinn og eftirkomendur. Jón Helgason var afburöa kennari og margir þeirra sem fegurst hafa talað og ritaö móöurm- álið höfðu notiö leiðsagnar hans. Magnús heitinn Kjartansson Þjóöviljaritstjóri var einn þeirra. Á sviði norrænna fræöa liggja margbrotin og vönduð verk eftir Jón Helgason. Hann var í ýmsu upphafsmaöur nýrra vinnubragða í vís- indum sínum og haft er fyrir satt, að ekki þurfi aö sópa um garöa þar sem Jón hefur farið um höndum í fræðunum. Safn Árna Magnússonar var lengstum vinnu- staöur Jóns og heimili og oft var honum líkt við Árna sjálfan. Og íslendingurinn í Danmörku varð þjóðlegri en þeir sem stökkva um holt og móa á Fróni. ísland Jóns Helgasonar var í tung- unni, bókmenntunum og handritunum. Þar var hann heima. í kynngimögnuðum kveöskap hans kynntust flestirá Islandi skáldmæringnum í Árnasafni. Skáldiö orti í rökréttu framhaldi af gullöld íslenskra bókmennta, rætur í fornöldinni voru traustari en annarra íslendinga: Oftsinnis meðan ég þreytti hin fornlegu frœði, fannst mér sem skrifarinn sjálfur hið nœsta mér stœði. Hugurinn sá yfir hlykkjóttum stafanna baugum hendur, sem forðum var stjórnað af lifandi taugum. Skáldskapur Jóns var ef til vill ekki mikill aö vöxtum en þeim mun meira fannst mönnum til þess koma sem birst hefir eftir Jón Helgason á prenti. Þess utan eru til fleygir kviðlingar eftir Jón sem ganga á milli manna og hafa gert á þessari öld. Þar kennir ýmissa grasa, gaman- kvæöa og þjóölegra vísna. Jón Helgason var þannig fjölhæfur maöur og stórbrotinn persónuleiki, og þeim kostum búinn aö um hann mynduðust þjóösögur í lifenda lífi. Einsog veröa vill þegar slíkur hæfileikamaöur býr fjarri ættjörð sinni gætti stundum tortryggni í garð Jóns á íslandi. En þaö breytti engu um ástundan hans á íslenskum fræðum og bók- menntum, né því að hann varö aldrei annaö en íslendingur. Jón umgekkst alla tíö mikið nem- endur sína gamla, íslenska rithöfunda og vini aö heiman. Þeir eru margir sem sótt hafa í smiöju skáldjöfursins í Kaupmannahöfn í áratuganna rás. Auðvitað má víða kenna togstreitu þess manns sem býr fjarri ættjörð sinni en á hvergi annars staðar heima en í veröld móöurmálsins. „Drýpur af hássins upsum erlent regn, ókunnir vindar kveina þar við dyr“. Jón Helgason kunni betur íslenska sögu en aðrir menn. Hann var málvinur Edduhöfunda, Snorra, Hallgríms Péturssonar og Bjarna Thor- arensen; og þaö má nærri geta aö slíkum manni var þung raun aö sjá ættjöröina troðna er- lendum her, „horfa á hvernig afkoma þjóðarinn- ar veröur háöari og háöari honum; horfa á hvernig hugirnir sljógvast smátt og smátt gagnvart honum,“ einsog hann komst að oröi í 1. desember ræöu af svölum alþingishússins: „Jón Sigurðsson, þú sem stendur andspænis mér á þessari stundu, datt þér nokkurn tíma í hug aö þetta ætti aö liggja fyrir hinu frjálsa ís- landi, sem þú baröist fyrir?" Þjóðviljinn kveður íslendinginn Jón Helga- son. Leiðsögn hans mun lifa. -óg KUPPTOG SKORID Vélbyssur og lögregla íslendingar eru friðsöm þjóð. Við erum ekki vön vopnaburði og njótum þeirrar gæfu að hafa engan her. Fram að þessu hefur lögregla landsins verið óvopnuð, þó lögreglumenn ýmsir hafi verið þjálfaðir í meðferð skotvopna til að vera búnir til reiðu ef í harð- bakka slær. í kringum lögregluna hefur líka ríkt allgóður friður. Einstök atvik hafa auðvitað vak- ið upp úlfaþyt, skapað umræðu um framkomu lögreglunnar gagnvart borgurunum, og vissu- lega hefur það gerst að lögreglu- menn hafa gerst offari í starfi sínu og misbeitt því valdi sem þeim er falið. Það er hins vegar einangruð til- vik, og menn skulu hafa í huga að lögreglumenn eru mennskir eins og við hin, þeir gera líka mistök. Erlendis, þar sem lögreglumenn eru oftlega vopnaðir, leiðir þetta stundum til afdrifaríkra slysa. Það hefur svo aftur leitt til þess að viðmót gagnvart lögreglunni hef- ur versnað sums staðar til muna. Góðu heilli er þessi hætta ekki fyrir hendi hér á landi, þar sem vopnaburður lögreglu hefur ekki átt sér stað og sambandið milli hennar og fólksins með ágætum. Strákaleikur í síðustu viku gerðist það hins vegar skyndilega, að á ýmsum stöðum á suðvesturhorninu voru skyndilega komnir vopnaðir lög- reglumenn á vörð. Á Keflavíkur- flugvelli gat þannig að líta menn í hinum hefðbundna búningi lög- reglumanna á verði innan um venjulegt fólk, harðvopnaða mikilvirkum hríðskotabyssum. Þetta eru firn mikil og ótíðindi. A það að verða daglegt brauð okkar að horfa upp á íslenska lög- reglumenn spranga gleiðgosalega um og veifa vélbyssum? Eru menn kannski að venja fólk við vopnaburð lögreglumanna? Staðreyndin er nefnilega sú, að innan vébanda lögreglusveitanna eru menn sem telja ekki goðgá þó vopn séu oftar höfð uppi, og eru greinilega fíknir mjög í bófahasar á flugvöllum þegar tækifæri gef- ast. Því leikurinn á Keflavíkur- flugvelli er auðvitað ekkert ann- að en bófahasar fyrir fullorðna. Þessir menn, sem innan lögregl- unnar sjá lítið athyglisvert við að gengisfella íslenska lögreglubún- inginn með því að bæta við hann vélbyssum, eru fyrst og fremst natóstrákarnir, sem hafa fengið þjálfun í tengslum við sveitir Nató. En sem betur fer eru í röðum lögreglunnar mjög ábyrgir menn, sem skilja hvað er um að vera, og skilja ekki síst þá hættu sem felst í því að væða íslenska lögreglu- menn vopnum af lítilfjörlegu til- efni. Viðvörunarorð Tómas Jónsson, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði þannig í viðtali við Morgun- blaðið - sem virðist sjá lítið at- hyglisvert við þessa þróun - að ekki væru menn í röðum sam- bandsins fyllilega sáttir við þetta: „Þá veldur óánægju," sagði Tóm- as, „að lögreglumenn í venju- legum einkennisbúningum ganga vopnaðir innan um almenna borgara. Við viljum ekki breyta ímynd lögreglubúningsins. Við viljum, að beri lögreglumenn vopn, þá klæðist þeir sérstökum búningum". VÍKINGASVEITIN Á KEFLAVÍKUR- FLUGVELLI Auðvitað er þetta rétt. Guð forði okkur frá því að eiga von á því að sjá venjulega lögreglu- menn með vélbyssu dinglandi framan á sér. Það er ekki hægt að horfa fram hjá því, að viss þekk- ing og þjálfun í vopnaburði þarf að vera til staðar innan lögregl- unnar á íslandi. En það þari auðvitað að takmarkast við sér- stakar, sérþjálfaðar sveitir, og það verður að fara með fylllstu ■ gát. Sú kæruleysislega afstaða sem birtist til dæmis í staðsetn- ingu vélbyssuvæddra lögreglu- manna á Keflavíkurflugvelli í síð- ustu viku er til dæmis fráleit Við viljum ekki að ísland verði að lögregluríki. Óljós réttarstaða Þar fyrir utan er margt óljóst með vopnaburð lögreglunnar. Hver, til dæmis er réttarstaða lögreglumanns, sem verður fyrir því að meiða eða deyða íslending með skotvopni? Um þetta segir Tómas Jónson: „Við höfum vakið athygli yfir- valda á þeirri spurningu hver sé ábyrgur ef til skotbardaga kemur og óbreyttir borgarar slasast eða týna lífi. Lögreglumenn eru mannlegir og gera mistök eins og aðrir. Hver yrði réttarstaða lög- reglumanns, sem ylli almennum borgara tjóni í skotbardaga?" Ný víkinga- sveit í tengslum við varðstöðu vopn- aðra lögreglumanna í síðustu viku hefur meðal annars komið fram, að þegjandi og hljóðlaust er búið að mynda nýja víkinga- sveit. Natóstrákarnir hafa því greinilega ekki setið auðum höndum. Mikil leynd hefur hvílt yfir stofnun nýju sveitarinnar, og nú er komið í ljós að hún hefur yfir að ráða drápstólum á borð við þungar vélbyssur á fæti og sprengjuvörpur. Hver leyfir eiginlega stofnun sveitarinnar og hver hefur leyft kaup á þungavopnum af þessu tæi? Og til hvers í fjáranum er þeirra þörf? -ÖS DJOÐVIIJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rit8tjórar: Árni Berqmann, össur Skarphéðinsson. Rit8tjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjör- leifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þórunn Sigurðar- dóttir, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Augiýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóöir: ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Ðaldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Siðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviijans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverö á mónuði: 450 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 23. janúar 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.