Þjóðviljinn - 23.01.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.01.1986, Blaðsíða 6
FORVAL ALÝÐUBANDALAGSINS I REYKJAVIK 31. JANÚAR OG 1. FEBRÚAR. Jóhannes Gunnarsson f. 3.10. 1949, útgáfustjóri hjá Verðlagsstofnun, Hábergi 5. Jó- hannes lauk námi í mjólkuriðn frá Dalum Mejeriskola í Dan- mörku 1971, starfaði í mjólkur- samlögum hér heima og í Dan- mörku fram til ársins 1980 en hóf þá störf hjá Verðlagsstofnun. Jó- hannes er formaður Neytenda- samtakanna. Hann hefur tekið virkan þátt í starfi samtaka opin- berra starfsmanna, er í stjórn Starfsmannafélags ríkisstofnana, varaformaður útbreiðslunefndar BSRB og átti sæti í verkfalls- stjórn BSRB í verkfallinu 1984. Jóhannes er í stjórn Breiðholts- deildar ABR og á sæti í fram- kvæmdastjórn Alþýðubanda- lagsins. - Af h ver j u gefur þú kost á þér í forvali ABR og hvaða málum viltu helst beita þér fyrir? „Á því kjörtímabili sem nú er að ljúka hafa orðið mikil um- skipti til hins verra á högum launafólks og frjálshyggjan sett æ meira mark sitt á þjóðfélagið. Það er ekki eingöngu núverandi ríkisstjórn sem þarna hefur átt hlut að máli heldur einnig núver- andi meirihluti íhaldsins í borgar- stjórn Reykjavíkur. Þannig hafa t.d. taxtar Rafmagnsveitu Reykjavíkur hækkað á tæpum 4 árum um 292% og fargjöld SVR um 360%, á meðan laun starfs- manna hafa hækkað um 180%. Á sama tíma hefur stóreignamönn- um verið hyglað. Gegn þessari. þróun hljótum við sósíalistar að- berjast. Af einstökum málum vil ég sér- staklega nefna umhverfismál, umferðaröryggi gangandi vegfar- enda og málefni veitustofnana. Umhverfismálin eru að mörgu leyti í töluverðu óefni hér í Reykjavík og má þar nefna mengunina í fjörum borgarinnar, sem nauðsynlegt er að taka myndarlega á. Umferðaröryggi barna og annarra gangandi veg- farenda er látið sitja á hakanum enda hagsmunir akandi vegfar- enda settir í öndvegi. Draga þarf úr umferð og ökuhraða bifreiða í íbúðarhverfum og víðar, m.a. með hraðahindrunum og með því að gera götur í ríkara mæli að einrstefnuakstursgötum. Einnig er nauðsynlegt að skipuleggja ör- uggar gönguleiðir í borginni. Sem áhugamaður um málefni neytenda tel ég brýnt að bæta ýmis atriði í samskiptum veitu- stofnana og notenda, t.d. að koma á sameiginlegri nefnd sem taki til meðhöndlunar kvartanir frá notendum auk þess að sinna eðlilegu eftiriiti með þessum fyrirtækjum sem eru einráð á markaðnum." Á morgun verður seinni hluti kynningarinnar Guðmundur P. Jónsson f. 25.12. 1939, formaður Lands- sambands iðnverkafólks og borg- arfulltrúi, Kríuhólum 2. Guð- mundur lauk fullnaðarprófi 1953 og stundaði ýmis störf fram til 1973: Almenna verkamanna- vinnu, sjómennsku og verslunar- störf, en aðallega verksmiðju- vinnu. Frá 1973 hefur hann unnið á skrifstofu Landssambands iðn- verkafólks og Iðju, félags verk- smiðjufólks. Hann hefur átt sæti í stjórn Landssambands iðnverka- fólks frá stofnun þess 1973, sem formaðurfrá 1978. Þá hefur hann setið í stjórn Iðju frá 1967 og ver- ið varaformaður félagsins frá 1970. Guðmundur hefur átt sæti í miðstjórn ASf frá 1976. Hann var kjörinn borgarfulltrúi 1978 og hefur síðan átt sæti í atvinnu- málanefnd Reykjavíkur og í hafnarstjórn frá 1982. Hann hef- ur átt sæti í miðstjórn AB og er í verkalýðsmálaráði flokksins. - Af hverj u gefur þú kost á þér í forvali ABR og hvaða málum viltu helst beita þér fyrir? „Eins og fram kemur í kynn- ingunni hér að framan hef ég átt sæti í borgarstjórn fyrir Alþýðu- bandalagið í 8 ár. A þeim tíma hef ég helst látið atvinnumál og húsnæðismál til mín taka, m.a. verið formaður atvinnumálan- efndar eitt kjörtímabil og var í stjórn byggingarsjóðs Reykjavík- Guðni Johannsson f. 27.11. 1951, verkfræðingur, Grenimel 33. Guðni lauk prófi í eðlisverkfræði frá Tækniháskól- anum í Lundi 1976 og doktors- prófi í húsagerð frá sama skóla 1981. Hann starfaði við kennslu og rannsóknir við byggingarverk- fræðideild skólans frá 1976 til 1982, sem sérfræðingur á Rann- sóknarstofnun byggingariðnað- arins frá 1982 þar til í byrjun árs 1984, en hefur síðan rekið eigin verkfræðiþjónustu. Guðni ásæti í nokkrum nefndum hérlendis og erlendis um tæknileg málefni og hann er fulltrúi AB í milliþinga- nefnd um húsnæðismál sem skipuð var á síðastliðnu sumri. Hann er formaður Búseta - landssambands og fulltrúi þess í stjórn NBO (Samtökum nor- rænna félagslegra íbúðarhreyf- inga): - Af hverj u gefur þú kost á þér í forvali ABR og hvaða málum viltu helst beita þér fyrir? „Málefni borgarinnar snúast að verulegu leyti um okkar nán- asta umhverfi. Hvergi er brýnna og þakklátara að halda fram lausnum félagshyggju og sósíal- isma, samvinnu og samhjálpar. Mér eru efst í huga húsnæðis- málin en ég tel að í þeim mála- flokki sé öflugt frumkvæði borg- arinnar bæði nauðsynlegt og lík- legt til árangurs. Húsnæðismálin þarf að gera að forgangsverkefni á næstu árum og verja verulegum fjármunum til þess að auka fram- boð á leiguhúsnæði, hafa for- göngu um stóra, hagkvæma bygg- ingaráfanga með hóflegum íbúð- um og taka upp samstarf við bús- Guðrún Ágústsdóttir f. 1.1. 1947, ritari og borgarfull- trúi, Ártúnsbletti 2. Guðrún hef- ur starfað í mörg ár við Hjúkrun- arskóla íslands, en vann áður sem flugfreyja og við banka- og skrifstofustörf. Hún hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum hjá Starfsmannafélagi ríkisstofnana og starfaði með Rauðsokka- hreyfingunni í mörg ár. Hún er fulltrúi Alþýðubandalagsins í Framkvæmdanefnd um launamál kvenna. Guðrún var varaborg- arfulltrúi 1978-1982 og gegndi þá formennsku í stjórn SVR. 1982 var Guðrún kjörin borgarfulltrúi og hefur síðan setið í félags- málaráði og í stjórn SVR. Hún á sæti í framkvæmdastjórn AB. - Af h verj u gefur þú kost á þér í forvali ABR og hvaða málum viltu helst beita þér fyrir? „Ég hef áhuga á borgarmálum og langar til að vinna stefnu Al- þýðubandalagsins fylgi á þeim vettvangi. Við höfum að undan- förnu fylgst með því hvernig stefna Sjálfstæðisflokksins bæði hjá ríki og borg hefur grafið undan því velferðarkerfi sem tek- ist hefur að byggja upp fyrir bar- áttu verkalýðshreyfingarinnar og okkar flokks. Hjá þeim vel stæðu, með „réttu“ stjórnmála- skoðanirnar, hefur lífið verið ein samfelld veisla, öfugt við hina sem hafa mátt hirða molana sem hrjóta af veisluborði íhaldsins. Við Alþýðubandalagsmenn höfum því verk að vinna. Það þarf að útrýma fátæktinni og vinna að því að fólk geti haldið fullri reisn og lifað mannsæmandi lífi. Það þarf mun fleiri dagheim- Konráð K. Björgólfsson f. 21.3. 1956, sjómaður, Laugarnesvegi 82 A. Konráð lauk gagnfræðaprófi frá Lauga- lækjarskóla 1972 og vann síðan við verslunarstörf í nokkur ár. Síðan hefur hann stundað sjóinn og unnið við beitningu ma. í Olafsvík og á Suðurnesjum. Konráð hefur látið hagsmunamál beitningamanna til sín taka og m.a. skrifað blaðagreinar um þau. Hann starfar nú við beitningu í Grindavík. - Af hverju gefur þú kost á þér í forvali ABR og hvaða málum viltu helst beita þér fyrir? „Ég gef kost á mér vegna þess að ættingjar og vinir hafa ein- dregið hvatt mig til þess og í því markmiði að fella Davíð og auðvaldið. Það sem ég vil helst beita mér fyrir og breyta í þágu hinna lægst launuðu er eftirfar- andi: Úr húsnæðisvanda öryrkja, ellilífeyrisþega og einstæðra for- eldra verði leyst og þessir hópar fái fría lyfja- og læknisþjónustu. Að allir lægst launuðu hópar þjóðfélagsins verði skattlausir og laun til þeirra hækkuð í samræmi við þarfir heimilanna. Stóraukið verði allt framlag til áfengis- og eiturlyfjavarna og til allra þeirra þátta sem stuðla að þroska og sál- arheill einstaklingsins, - að keyrð verði upp siðgæðisafstaða ein- staklingsins og kirkjan látin taka Helga Sigurjónsdóttir f. 16.10.1954, kerfisfræðingur, Mávahlíð 9. Helga var búsett í Danmörku 1974-1982 og vann við skrifstofustörf þar í 4 ár. Hún lauk námi sem kerfisfræðingur við EDB-skólann í Kaupmanna- höfn 1982 og hefur síðan starfað við forritun og skipulagningu tölvukerfa hér heima. Á árunum 1974-1979 starfaði Helga mikið með dönsku kvennahreyfingunni og tók þátt í starfi á vegum danska verslunarmannafélagins- ins sem trúnaðarmaður á sínum vinnustað. Frá 1974 hefur hún starfað mikið með Kvennafylk- ingu AB og ár í miðstöð frá síð- asta aðalfundi. Helga var kjörin varaformaður ABR 1985. Hún átti sæti í starfsháttanefnd AB fyrir landsfundinn í haust og var kjörin í miðstjórn á þeim fundi. - Af hverju gefur þú kost á þér í forvali AB og hvaða málum viltu helst beita þér fyrir? „Ég tek þátt í forvali til að gera félögum ABR kost á að stuðla að auknum áhrifum kvenna og ungs fólks. Ég vil vinna að sameiningu og framgangi vinstri hreyfingar á grundvelli stefnu í borgarmálum sem byggir á félagshyggju og virku lýðræði. Ég vil beita mér fyrir breyting- um á stjórnkerfi borgarinnar þannig að bein áhrif íbúanna aukist. Það er áríðandi að úrbætur í málefnum barna og unglinga hafi forgang. Það verður að taka miklu meira mið af þörfum þeirra við stefnumótun í dagvistar- og skólamálum, tómstunda- og íþróttastarfi og ekki síst í skipulags- og umferðarmálum. Jafnréttismál eru mér ofarlega í huga, sérstaklega launamál kvenna og endurmat á hefð- bundnum kvennastörfum. Einn- ig þarf að gera átak í málefnum sem snerta atvinnuráðgjöf, endu- rmenntun og gera áætlanir sem vinna gegn kynskiptum vinnu- markaði. Félagslegar lausnir í húsnæðis- og atvinnumálum eru mjög að- kallandi verkefni sem ég hef áhuga á að vinna að.“ ur sem hafði það hlutverk að standa fyrir byggingu leiguíbúða. Byggingarsjóðurinn var lagður niður af núverandi meirihluta. Þá hef ég kynnst hinum hrikalega vanda láglaunafólks í húsnæð- ismálum gegnum setu mína í stjórn Verkamannabústaðanna í Reykjavík. Ég hef einnig leitast við að vinna að málefnum aldr- aðra, bæði á vettvangi verkalýðs- hreyfingarinnar og í borgar- stjórn. Ég gef því kost á mér í forval Alþýðubandalagsins til að geta unnið áfram að þessum málum og reyndar mörgum fleiri á vett- vangi borgarstjórnar." eturéttarhreyfinguna þannig að hún verði vaxandi þáttur í upp- byggingu félagslegs húsnæðis í borginni. Annað mikið hagsmunamál borgarbúa er ódýr orka til upp- hitunar. Þeir áfangar, sem Hita- veita Reykjavíkur stefnir nú að með virkjunum á Nesjavöllum, leiða hins vegar hugann að því fjárfestingarbrjálæði sem ríkt hefur í orkumálum landsmanna. Fyrirætlanir um þessar fram- kvæmdir verður að taka til endur- skoðunar og kanna áhrif þeirra á orkuverð til neytenda á Reykja- víkursvæðinu um næstu framtíð. Ég vona að þetta forval geti af sér samstilltan hóp með nýju blóði, sem haldið getur uppi kröf- tugum og ferskum málflutningi, og er reiðubúinn að leggja mitt af mörkum til þess að svo megi verða." ili, mun fleiri þjónustuíbúðir fyrir aldraða og leiguíbúðir fyrir fólk sem ekki getur eða vill byggja eða kaupa. I skipulagsmálum vil ég vernda gömul menningarverð- mæti, hafna núverandi niðurrifs- stefnu, skipuleggja þétta lága byggð í stað hárra blokka, tryggja öryggi gangandi fólks með lagn- ingu göngu- og hjólreiðastíga, en ekki síst að gera almennings- vagnakerfið að aðalburðarási fólksflutninga. Aukið atvinnuöryggi ekki síst fyrir fatlaða og almennt atvinnu- lýðræði er ofarlega í huga og síð- ast en ekki síst þarf að framfylgja tillögum flokksins um aukið lýð- ræði og valddreifingu í borginni. Sérstaklega þarf að auka bein áhrif íbúa á stefnumótun og á- kvarðanir. Auk þess er ég tilbúin til allra góðra verka sem flokkur- inn kann að fela mér.“ þar stóran þátt. Borgin hliðri til og jafnvel víki ungu fólki með starfsreynslu í þágu fólks á aldrinum 40-65 ára og það fólk gangi fyrir starfs- veitingum. Starfsvettvangur og álag verði metið af sérfræðingum félags- og heilbrigðisgeirans, t.d. læknum. Hert verði allt eftirlit og stöðvaðar fyrirgreiðslur til glys- og gerviþarfafyrirtækja og sporn- að verði við tilbúningsstörfum og þarflausri skriffinnsku. Þeir aðil- ar sem vinna sjálfboðastörf í þágu þjóðfélagsins, t.d. við hjálparsveita-, slysavarna- sem og kynningarstörf (íþróttir t.d.) fái sérstök verðlaun og allur al- menningur verði hvattur til eftir- breytni t.d. áfélags-, heilbrigðis-, öldrunar- og uppeldissviðum." 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. janúar 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.