Þjóðviljinn - 23.01.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.01.1986, Blaðsíða 8
FLÓAMARKAÐURINN Óska eftir að kaupa ódýrt notað sjónvarpstæki svart/hvítt, helst lítið. Á sama stað er til sölu notað barnaskiptiborð á baðk- er. Uppl. í síma 44465. Gönguskíðabúnaður til sölu fyrir mann sem er 1.80cm á hæð og notar skó nr. 42. Ónotaðir, afsláttur 1/3. Uppl. í sima 641613. Til sölu 4 vetrardekk 14x155. 2 á felgum sem passa undir Skoda. Uppl. í síma 74624. Barnfóstra Bráðvantar barnagæslu fyrir 2ja ára stúlku allan daginn í Þingholti eða ná- grenni. Á sama stað er til sölu notað hvítt baðker og fullkominn lítið notað- ur kafarabúningur. Uppl. í s. 29300 eða 25859, Ingólfur eða Jóhanna. Þvottavél fæst gefins 10 ára gömul Ignis þvott- avól. Þarfnast smá lagfæringar. Hringið í síma 75033 eftir kl. 18. Vinnuskúr fæst gefins gegn því að hann sé fjar- lægður af lóð. Upp. hjá Kristni í síma 31380 frá kl. 9-18. Fæst gefins Svefnbekkur fæst gefins. Upplýsing- ar í síma 38981, eftir kl. 18.30. Til sölu Kvenmokkajakki til sölu milli stærð, mjög vel með farinn og selst ódýrt. Uppl. í síma 16624. Fuglabúr Óska eftir að kaupa notað fuglabúr upp. í síma 37404 e. kl. 18. Ritvél Þrítug kona óskar eftir skólaritvél til afnota, láns, leigu eða gegn vægu verðí. Uppl. í síma 34956 á daginn. Til sölu sem nýr svefnbekkur, Ijós á lit með ágætri svampdínu og geymsluhólfi við höfuðgafl fyrir rúmföt. Hliðarhilla öðrum megin fyrir útvarp eða bækur selst á hálfvirði. Uppl. hjá húsverði c- álmu Hátúni 12, 4 hæð í Sjálfbjargar- húsinu, eða í síma 29498. Stólar gefins 3 gamlir hægindastólar fást gefins í Skipasundi 5. Nánari upplýsingar í síma 29498. Rafha-eldavél fæst gefins, upp. í síma 42612. Baðherbergisvaskur Óska eftir að kaupa notaðan baðher- bergisvask, upp. í síma 671064. Hillur sem geta borið hljómtæki óskast keyptar og á sama stað er til sölu kerruvagn. Uppl. í síma 621454. Silver Cross dökkgrænn velmeðfarinn barnavagn til sölu á kr. 10.000. Upplýsingar í síma 43616. Ég er tvítug með stúdentspróf og óska eftir vinnu strax. Margt kemur til greina. Uppl. í síma 41450. Barnapía óskast Óska eftir stúlku eða strák til að sækja 2ja og 3ja ára systkin heim af barnaheimilinu. Barnaeftirlitsmaður- inn þarf að búa nálægt miðbænum. Upplýsingar í síma 18795 á kvöldin. Laus staða Staöa fangavaröar viö Vínnuhaelið á Kvíabryggju er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 1986. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist dóms- og kirkjumálaráðuneyt- inu. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 15. janúar 1986. Blaðburðarfólk Ef þú ert morgunhress.' Haföu þá samband viö afgreiðslu Þjódvtfjaiis, sími 681333 Betra blað Heimsmyndin í Berlín er ólík eftir því hvort hún er túlkuð úr vestræna turninum til vinstri eða þeim austræna á innfelldu myndinni. Berlínarfréttir em fróðlegar Níunda janúar síðastliðinn vildu fréttamenn í Vestur-Berlín helst segja frá því hvað Reagan ætlaði að gera til að ná sér niðri á skrattanum honum Ghadaffi. Hins vegar minntust kollegarnir í Austur-Berlín ekkert á það mál, heldur upplýstu þjóð sína um að atvinnuleysi í Vestur-Þýskalandi hefði ekki minnkað á árinu 1985 og að í Bandaríkjunum hefðu þúsundir manna farið í mótmæla- göngu gegn fasistastjórninni í Suður-Afríku. Þessar fréttir dundu yfir lið- langan daginn og urðu að flaumi, rétt eins og alla aðra daga. Oft reyni ég að flýja flauminn með því að skipta um rás. Það er reyndar þá sem maður uppgötvar að það er allt annað að frétta í austrinu en í vestrinu í borginni Berlín. Sé um utanríkismál að ræða hafa fréttamennirnir í vestrinu tilhneigingu til að fá eitthvað eitt á heilann. Fyrir fund Reagans og Gorbatsjofs var á klukkutíma- fresti í hálfan mánuð ekki fjallað um neitt annað en hvort eitthvað myndi koma út úr þessum fundi. Og hálfan mánuð þar á eftir, hvort eitthvað hefði komið út úr honum. Svo eru að vonum heldur Hjálmar Sveinsson skrifar pistilfrá Vestur-Berlín slæmar fréttir um mannréttindamál í austantjalds- löndunum eða spillingu, hungur og náttúruhamfarir í þriðja heiminum. Á einni rásinni, sem er einskonar „Rás 2“ Vestur- Berlínar bara miklu leiðinlegri, er fréttum af síðast nefnda taginu gjarnan skotið inn milli laga á vinsældalistanum: „5.000 manns fórust í jarðskjálftanum í Mexíkó og hér kemur Tina Turner á hraðri uppleið...!" Innanríkis- fréttir má kalla málefnalegar þó of mikið sé gert af því að hirða upp allt smátt sem hrekkur úr munni stjórnmálamanna og teygja það síðan og túlka þangað til það er orðið afar stórt. Fréttirnar sem berast með út- varpsbylgjum frá austrinu vestur yfir múr eru ekki eins neikvæðar gagnvart þriðja heiminum, enda alltaf lögð áhersla á sérstaka vin- áttu austurþjóðverja við alþýðu þessara landa. En það er ekkert gott að frétta af hinum kapítal- íska heimi, Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu: atvinnuleysi, eymd, heimsvaldastefna, stríðs-, áróður og fátt annað. Af innan- ríkisfréttunum að dæma hlýtur hins vegar allt að vera í besta lagi og með blóma austan múrs. Til að sanna að svo sé er í næstum hverjum fréttatíma vitnað í Erich Honecker. Ekki man ég hvað eftir honum var haft þann 9. en það hlýtur að hafa verið eitthvað. Ætli hann hafi ekki heimsótt mót æskulýðsfylkingarinnar í Jena og sagt að austurþjóðverjar og allar aðrar friðelskandi þjóðir yrðu að taka höndum saman og stöðva sókn stríðsæsingaafla kapítalism- ans? Nema hann hafi sagt þetta á aðalfundi flokksdeildarinnar í Rostock? Já, fréttirnar í Berlín eru marg- víslegar — og þess vegna fróð- legar. DAGSBRUN Verkamannafélagið Dagsbrún 80ára 1906 - 26. janúar -1986 Afmælisfagnaður Dagsbrúnar verður að Hótel Sögu (Súlnasal) 26. janúar 1986 kl. 14. DAGSKRÁ: Lúðrasveit verkalýðsins leikur. Fjórir Dagsbrúnarmenn sæmdir gullmerki Dagsbrúnar. Einsöngur: Kristinn Sigmundsson. Örfá stutt ávörp. Síðan verður samfelld dagskrá úr sögu félagsins með ívafi Ijóða. Þekktir leikarar flytja. Dagsbrúnarmönnum og gestum þeirra er boðið til fundarins og þeirra veitinga sem fram verða bornar. Stjórn Dagsbrúnar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.