Þjóðviljinn - 23.01.1986, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.01.1986, Blaðsíða 10
MINNING mesta ljóðskáld fslands á þessari öld, á 87da aldursári sínu. Hann var fæddur 30. júní 1899 á Rauðsgildi í Borgarfirði, sonur Helga Sigurðssonar og Valgerðar Jónsdóttur. Hann var bráð- þroska og námgjarn, varð stúd- ent frá Menntaskólanum í Reykjavík á sautjánda ári, sigldi samsumars til náms í Kaup- mannahöfn og átti þar heima alla stund síðan. Hann varð doktor frá Háskóla íslands 1926 fyrir bók sína um Jón Ólafsson frá Grunnavik, forstöðumaður Arnasafns í Kaupmannahöfn ár- ið eftir, og prófessor í íslenskri tungu og bókmenntum við Kaup- mannahafnar-háskóla þrítugur að aldri, 1929. Þegar hin nýja Arnastofnun í Kaupmannahöfn var sett á laggir árið 1956 var Jón sjálfkjörinn fyrsti forstöðumaður hennar, og gegndi hann þessum embættum uns hann hlaut að láta af þeim fyrir aldurs sakir. Þegar á námsárum sínum tók Jón að fást við rannsóknir og út- gáfu handrita. Upphafið var það að hann var ráðinn aðstoðarmað- ur norsks fræðimanns við að búa til prentunar Ólafs sögu helga hina miklu, sem svo er nefnd. í reynd sá Jón algerlega um þetta verk. Það tók hann rúma tvo ára- tugi, og mættu ýmsir æðikollar nútímans gera sér ljóst að slík verk eru ekki hrist út úr erminni, ef vel á að vinna. En um útgáfu Ólafssögunnar hefur og verið sagt að hún hefði verið gott ævi- starf eins manns. Og jafnframt vann Jón margt annað á þessum árum. Hann tók öll sín próf á ungum aldri og hlaut háan emb- ættisframa, eins og ég gat um. Hann bjó til prentunar Heiðreks- sögu (1924), Ljóðmæli Bjarna Thorarensen í tveimur bindum (1935) og tvö bindi íslenskra mið- aldakvæða (1936). Hann ritaði sígilt verk um Málið á Nýja test- amenti Odds Gottskálkssonar (1929) og norræna bókmennta- sögu á dönsku, Nordisk litterat- urhistorie (1934). Er þó margt ó- talið sem hann vann á þessum árum, og fjöldi verka stórra og smárra sem hann innti af höndum síðar á ævinni, allt til þess er kraftana þraut á síðast liðnu ári. Jón var brautryðjandi nýrra aðferða við útgáfu íslenskra handrita. Hann gerði þá kröfu að hverja útgáfu skyldi vanda svo vel að þar þyrfti helst ekki framar um að bæta, þar kæmi fram öll nauðsynleg vitneskja sem í hand- ritunum og um þau væri að finna. Allir starfsmenn Árnastofnana í Kaupmannahöfn og Reykjavík eru lærisveinar Jóns, flestir beinlínis, aðrir óbeint. Auk þeirra útgáfuverka sem hann hef- ur unnið sjálfur hefur hann ann- ast ritstjórn eða yfirumsjón mikilla safna af fræðiritum, ís- lenskum textum og ljósprentun- um sem út hafa komið í Kaup- mannahöfn um margra áratuga skeið, og skipta þessar bækur mörgum tugum binda. Sjálfur á ritstjórinn furðulega mikinn þátt í öllum þessum verkum. Útgef- endur sem unnið hafa undir handleiðslu Jóns hafa komið frá mörgum löndum, og hafa áhrif hans og aðferðir við útgáfur þannig borist út um allan heim þar sem stunduð eru íslensk og norræn fræði. Árið 1939 kom út kvæðabók Jóns, Úr landsuðri, og með þeirri bók hlaut hann þegar sess með höfuðskáldum Islands. Ljóðin voru aftur gefin út með viðaukum og nokkrum úrfellingum 1948. Síðar birti Jón söfn þýðinga sí- gildra erlendra kvæða (1962 og 1976). Margir hafa harmað að hann skyldi ekki leggja meiri stund á skáldskapinn síðar á ævinni, svo glæsilega sem hann hleypti úr hlaði. En þetta er skiljanlegt, svo hlaðinn sem hann var af embættis- og útgáfustörf- um. Og það er víst að kvæði hans hin bestu munu lifa meðan ís- lensk tunga er töluð. Hann var einnig meistari í meðferð óbund- ins máls og vandaði málfar sitt, bæði mælt og ritað, að hætti 19du aldar manna, svo sem Svein- bjarnar Egilssonar og Konráðs Gíslasonar. Hann þoldi illa að heyra bögumæli og erlendar slett- ur og brást þá stundum við af mikilli þykkju. Hyggég aðíritum hans sé fáar setningar að finna sem ekki hefðu getað staðið í ein- hverju fornritanna. í þessu efni var hann öðrum rithöfundum til fyrirmyndar og hafði mikil áhrif á aðra höfunda, allt frá Halldóri Laxness til minni bóga. Jón Helgason var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Þórunn Björnsdóttir frá Grafarholti í Mosfellssveit, og eignuðust þau þrjú börn sem öll lifa föður sinn. Síðari kona hans, sem lifir eigin- manninn, var Agnete Loth, mag- ister og lektor við Árnastofnun í Kaupmannahöfn. Jónas Kristjánsson Nú hefur maður ekkert að vilja til Kaupmannahafnar lengur. Jón Helgason er dáinn. Við lát hans fer ekki hjá því að á hugann leiti minningar frá margra ára kynn- um af þessum sérkennilega manni. Ég minnist þess, þegar ég hitti hann fyrst. Ég var þá að ljúka námi í Háskóla íslands og hafði fengið þá undarlegu flugu í höfuðið, að ég þyrfti að læra að lesa gömul handrit. Ég færði þetta í tal við Einar Ólaf Sveins- son, og hann bauðst til að orða það við Jón Helgason sem þá var væntanlegur til íslands. Þegar Jón kom rakst ég einn dag á þá Einar í anddyri háskólans, og þá spurði ég Jón hvort ég mundi fá að vera um tíma í Árnasafni og ganga þar frá útgáfu sem ég hafði í huga. Hann taldi góðar horfur á því, ef ég væri svo vel stæður að geta séð fyrir mér sjálfur, en safn- ið hafði enga peninga til að borga mér, þótt ég vildi vinna. Þá vissi ég að Jónas Kristjánsson hafði verið ein fjögur ár úti í Höfn, og ég spurði Jón á hverju hann hefði lifað. „Ég veit ekki hvort ég get ráölagt þér að fara eins að“, sagði Jón; „hann gekk fyrir bíl og lifði svo á bótunum sem hann fékk fyrir að láta slasa sig.“ Mér leist ekki allskostar á þessa leið til fjáröflunar, en fór samt til Hafnar haustið 1952 og gekk brátt, eftir komuna þangað, á fund Jóns í Árnasafni. Þá hafði ég heyrt sögur af því, að vissara væri að vanda málfar sitt þegar talað væri við Jón, og ég hef grun um að ég hafi ekki verið sérlega mælskur á þessum fyrsta fundi okkar. Ég sagði Jón að mig lang- aði til að ganga frá nýrri útgáfu á Færeyinga sögu. Honum leist ekki illa á þá hugmynd, en taldi mér þó fljótlega trú um, að fyrst yrði ég að ganga frá útgáfu á Ólafs sögu Tryggvasonar hinni mestu. Þar með hófust mínar löngu setur yfir handritum Ólafs sögu Tryggvasonar. Þá kynntist ég frábærri handleiðslu Jóns Helgasonar og kröfum þeim sem hann gerði bæði til sín og ann- arra, um skilyrðislausa vand- virkni, jafnt í smáu og stóru, að láta ekkert frá sér fara sem maður héldi að hægt væri að gera betur, að stfla aldrei neina setningu þannig, að hún færi ekki vel í munni ef hún væri lesin upphátt. Vinnugleði hans var smitandi og mikil hvatning að vita ævin- lega af einlægum áhuga hans á verkum þeim sem maður var að burðast við að vinna, ef einhver ambaga hraut úr pennanum, ég tala nú ekki um ef ambagan var í átt við tilgerð. Þá var manni hik- laust skipað í flokk með þeim rit- höfundum sem hann vissi versta á íslandi og athugasemdin sett fram á þann hátt og með þeim raddblæ, að þá áminningu þurfti ekki að endurtaka, en einnig kom fyrir að slíkar athugasemdir voru settar fram af gamansemi og voru svo hnyttilegar, að þær fengu vængi og urðu næstum að orð- tökum. Á fyrstu árum mínum í Höfn fékk Jón mig til að skrifa greinar um íslenskar fornbókmenntir í nýnorska alfræðibók. Ég kunni enga norsku og var þess vegna sagt að skrifa þetta á dönsku, en gekk misjafnlega að ná tökum á því tungumáli og fékk Jón til að lesa það sem ég setti samán og lagfæra málið. Eitt kvöld færði ég honum fáein blöð með þessum samsetningi. Hann kveikti sér í pípu og byrjaði að lesa, en tók pípuna fljótlega út úr sér aftur og segir: „Þú skrifar dönsku eins og Hollendingar, Ólafur." Auðvit- að var ekki hægt annað en að hafa þetta eftir. En efst í huga verða þó minn- ingar um margra ára samvinnu, hve gott var að koma til vinnu í Árnasafni og síðar Árnastofnun í Kaupmannahöfn, og mér er eng- in launung á, að ég hef aldrei ver- ið samtíða manni sem mér hefur þótt betra að vinna með en Jóni Helgasyni. í þessu stutta skrifi gefst ekki ráðrúm til að telja afrek hans; það munu aðrir gera. Mér er efst í huga sú hamingja sem okkur samstarfsmönnum Jóns, vinum og kunningjum, hefur fallið í skaut, að hafa kynnst þessum manni, að hafa fengið að hlusta á hann í ræðustól, eða hlusta á hann lesa úr íslenskum bókum, bæði gömlum og nýjum, að hafa fengið að koma á heimili hans, hvenær sem var og sitja þar og finna friðinn, glaðværðina, fræðast um menn, suma löngu liðna, njóta þess sem þessi mikli og sérstæði gáfumaður hafði að miðla. Við lát hans skilur maður dýpri skilningi en áður þessi orð Hallfreðar vandræðaskálds: Norður eru öll of orðin auð lönd of gram dauðan. Olafur Halldórsson Ég minnist fagurs sunnudags að sumarlagi, er við Ásgerður sátum með þeim Jóni og Agnete á garðpallinum við Kjærstrupvej, eftir góða máltíð, að hann tekur að segjá okkur sólarsöguna af Bæjar-Steina frænda sínum Björnssyni, ogsagði til kvölds. Sá sagnameistari sem hann var, hafði hann auðsýnilega jafn gam- an að segja frá sem við að hlýða. Þar kom snemma í frásögn Jóns, að Steini hafði verið annað frem- ur en mikill iðjumaður í lífinu, og hefði sá krókur í fari hans beygzt snemma. Þegar hann var fimm vetra gamall heima á Bæ, hefði móðir hans eitt sinn kallað á hann og sagt: „Ég þarf að biðja þig, Steini minn, að gera dálítið fyrir mig. Skrepptu út í flekkinn þann arna og sæktu fyrir mig brún- spónshrífuna.“ Steini hefði lötr- að af stað og raunar komið með hrífuna að lokum, en stunið öldurmannlega við, litið upp á móður sína og spurt: „Mamma, hvenær verður búið að gera allt?“ Svo sem ávallt þegar Jóni var skemmt, söfnuðust brosviprur um augun, hann hvimaði eilítið til þeirra sem jafnt var skemmt og hló undir róm. Mér kom þessi saga af Steina frænda hans í hug þegar ég heyrði um lát hans og þakkaði það með sjálfum mér, hve sá mikli iðju- maður, Jón Helgason, þurfti stutta stund að þreyja iðjulaus. Ekkert hefði orðið honum þyngri raun. Á síðasta aðfangadag jóla töluðum við hjón við Agnete; sagði hún að Jón læsi og ynni dá- lítið, en eftir áramót væri það von sín að þau gætu tekið sér bfl niður á safn tvisvar í viku. Þóttu mér þetta góð og vonglöð tíðindi, eftir því sem frá líðan hans hafði verið sagt. Tæpum mánuði síðar er þessi mikli öldungur fræðanna að velli hniginn. Sjálfsagt hefur hann aldrei spurt með frænda sín- um, hvenær búið yrði að gera allt, því fyrir slíkum sem Jóni verður aldrei yfir þann akur séð, á hve hárri sjónarhæð sem hann stend- ur. „Bera bý / bagga skoplítinn“ kvað annað Hafnarskáld. í augum Jóns Helgasonar var eng- inn baggi íslenzkra fræða það smár, að hann fyllti ekki sitt rúm í galtann. Þegar hann kom hingað heim í svokallað frí, var hann ekki sjálfum sér sæll fyrr en hann komst niður á safn að hyggja eftir einhverju gömlu skrifi eða kveð- skap. Þegar hann var spurður, svaraði hann þurrlega: „O, þetta er nauða ómerkilegt." Samt sat hann yfir því og bar í frá sinn skoplitla bagga, þessa völu gull- leitarmannsins úr sandinum: Að- eins úr þesskonar almúgabrot- um, það vissi Jón, úr smæstu staf- anna krókum, verður arfleifð okkar hirt. Eftir slíkan dag smárýnis gat Jón setzt í góðra vina hóp, oft með dálítið uppgerðarlegum þyrrkingi fyrst í stað, en hitti gott skeyti hann fyrir, þá varð fá kvöldstund betri: Þar bograði margur gamall Hafnarmaður um stræti, þar sat margur fræðaþulur í kómetu sinni og glímdi við öfug- snúning veraldar eða borgfirzkur sérvitringur á húsgangi sínum. Það var fágætt og makalaust port- rettgallerí. En næsta morgun var hann aftur setztur yfir fræði sín, þau „sem dylja í skauti sínu helg- an og ókunnan sjóð“. Mér brá við um daginn og hugsaði til Jóns Helgasonar, þeg- ar ég heyrði þau boð út ganga frá menni því sem nú nýlega var sigað á íslenzk menningarmál, að fara ætti að skipta námsmönnum okkar í æðri og óæðri parta: þá æðri, sérlega styrktum til náms, sem legðu fyrir sig „þjóðhagslega arðbærar greinar“, og svo þá óæðri, sem éta skyldu það sem úti frýs. Samkvæmt menni þessu á sem sagt að fara að búa til pen- ingalega velþóknanlega „Úber- menschen“, undir kjörorðinu: „Wer Jude ist, bestimme ich“. Það var einmitt slíkt mammonskt hernám hugans sem Jóni Helga- syni sýndist fyrirlitlegast allra hluta. Énda gætum við hin spurt, hver væri æviiðja hans sjálfs, Sig- urðar Nordals eða Páls ísólfs- sonar, vegin á þann pundara? Svo er þó fyrir að þakka, að íslenzk menning á sér það heiði og þau víðerni sem hvelfast lengra út yfir veröldina en þetta eyland eitt. Á fræðasetrum víða um heim sitja menn við birtu hennar, og með hverjum einum er í hugann letrað nafn hins mikla fræðara þeirra, Jóns Helgasonar. Það er hann og aðrir slíkir, fræði- maðurinn, skáldið, sagnameist- arinn, sem treyst hafa sjálfs- virðingu fslendinga og lyft nafni íslands í augum heimsins. Verkin standa, skír og traust, þótt maðurinn sjálfur sé til mold- ar lagður. Sú ein, að ég viti, var trú Jóns Helgasonar, að vel unnið dagsverk væri eina friðþæging mannlegrar hérvistar og eina endurlausnin sem einhvers væri verð. Þá trú munu árin og aldirn- ar sanna. Björn Th. Björnsson í dag er kvaddur sá maður sem hefur nú um hálfrar aldar skeið mátt teljast höfðingi íslenskra fræða sem svo eru nefnd, þ.e. ís- lenskrar málfræði, málssögu, textarýni og túlkunar. Að baki liggur stórvirki í útgáfu íslenskra fornrita á grundvelli svo víðtækra handritarannsókna að seint mun verða umbætt. Jón Helgason var síðastur í röð íslenskra prófessora í íslensku máli og íslenskum bók- menntum við Hafnarháskóla og ótvírætt hinn fremsti þeirra. En andlega skyldastur var hann Árna Magnússyni, handrita- safnaranum mikla. Þeim Árna og Jóni hefur svipað saman um raunsæi og glöggskyggni. Þeir sem áttu því láni að fagna að vera undir áraburði Jóns Helgasonar árum jafnvel ára- tugum saman geta borið vitni urn. hvílíkur afburða kennari og leiðbeinandi Jón var. Sú skuld verður aldrei fullgreidd, en þakk- ir má votta með þeim hætti að 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. janúar 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.