Þjóðviljinn - 23.01.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 23.01.1986, Blaðsíða 13
MINNING eftir handa þeim sem á eftir kæmu, ekki dygði að sópa svo um garða að ekkert yrði eftir. En þó má ætla að mörgum fari svo við kynni af verkum hans að þykja sem fátt sé þar eftir að gera. Oft hafa menn að því vikið hversu strangar kröfur Jón gerði um hreinleik máls, og víst er að dönskuskotið mál var honum vægast sagt lítt að skapi. En hann hélt á þessu máli skynsamlega eins og flestu öðru. Hann taldi hreintungustefnu ekki einhlíta eins og henni hafði verið haldið fram á fyrri áratugum þessarar aldar. Hann taldi það eina tegund málræktar að gera tillögur um orð af erlendum toga er leyfa skyldi landvist í íslensku bók- máli. Allt sem laut að framgangi ís- lenskra fræða var honum hug- leikið - heima og heiman. Rit- gerð hans, Verkefni íslenskra fræða, frá 1945, er enn í dag að mörgu leyti í fullu gildi, og seint hefur gengið að framkvæma sumt af því sem í þeirri stefnuskrá stendur. En sjálfur lét hann ekki sitt eftir liggja, ræktaði sinn blett og bjó í haginn fyrir komandi kynslóðir fræðimanna í texta- fræði og rannsóknum bókmennta og málfræði. Hann mat verk manna ekki síst eftir því að hve miklu leyti væri verið að búa í hendur fyrir þá sem á eftir kæmu. Öll verk hans voru lýsandi for- dæmi okkur sem lögðum stund á íslensk fræði í háskólanum fyrir um aldarfjórðungi. Þó að fræða- tískan kunni að snúast annað veifið og öllum'sé ekki jafnljóst það gildi og sú list sem felst í tæm- andi lesháttabúnaði koma ætíð þeir tímar að menn sjá að fram- hjá grundvellinum verður ekki gengið. Eins og mörgum eljumönnum þótti Jóni hvergi nærri nóg að gert, en æviverk hans er margfalt meira en flestum mönnum tekst að ljúka á jafnlangri ævi. í kvæð- inu Að morgni, þegar landtog • „liggj a laus við festarklett“, hugs- ar hann um ræktarblettinn sinn: Pá sé ég hann er hryggilega smár, því hörku brast mig oft að starfa nóg. Of seint! Of seint! Um heimsins eilíf ár ég aldrei framar legg þar hönd á plóg. Að leiðarlokum vil ég þakka góða samfylgd um árabil og ánægjulegar samverustundir á Kjærstrupvej með Jóni og Agn- ete. Henni og öðrum aðstand- endum öllum votta ég dýpstu samúð mína. Svavar Sigmundsson „Æ, ég man ekkert... Ég er svo óttalega heimskur og leiðin- legur...“ Þetta var oftar en ekki viðkvæðið hjá Jóni Helgasyni Íægar við í Stúdentafélaginu eða slendingafélaginu í Höfn vorum eins og einatt að biðja hann um að ljá okkur lið við einhverja ís- lendingafagnaði. Kannske hefur honum þótt þetta svo um sjálfan sig en aldrei fórum við þó bónleiðir til búðar þegar til kom. Jón Helgason var alla tíð máttarstólpinn í samfélagi íslendinga í Höfn og ásamt eigin- konu sinni, höfðingjanum Þór- unni, einlægur vinur og hjálpar- hella þeirra sem við vináttu og hjálp vildu taka. Minnisleysið á það sem hann vildi eða þurfti að muna hrjáði Jón aldrei, og skemmtilegri mann í ræðu og viðkynningu var erfitt að finna. En ég gæti með meiri rétti gert ofangreinda tilvitnun að minni þegar rifjuð eru upp kynni mín af Jóni. í Höfn þóttist ég vera að læra til vísinda. Jón bar það fyrir sig að öll svokölluð raunvísindi og verkfræði væru honum fjarri sinni og með öllu óskiljanleg. Hann þóttist hafa skömm á slíku. Þó var hann forvitinn maður og opinn fyrir öllu nýju, eins og t.d. þegar hann hætti „fósturbörn- um“ sínum, skinnhandritunum, í hendur íslenskra námsmanna í vísindum... ef vera kynni að þeir fyndu betri leiðir til að ljósmynda máða stafina, eða kæmust ef til vill að því hvort skrifað hefði ver- ið á kálfsskinn eða sauðsskinn. Fyrstu nasasjón sem ég hafði af bókmenntagagnrýni fékk ég á heimili Jóns. Þau hjón fengu jafnan sendar nýjar íslenskar bækur að heiman um hver jól. Þá var það viss passi og orðin hefð að heim til þeirra Jóns og Þórunnar flykktust vinir þeirra að „hlusta“ á nýju bækurnar. Jón hafði sumsé þann háttinn á að hann las upp úr bókunum, ýmist einstaka kafla eða jafnvel alla bókina, og þetta gat þá teygst um mörg kvöld. Enga dóma lagði hann á ritverkin í okkar eyru aðra en þá, að hann hafði lag á að lesa þannig upp að enginn velktist í vafa um álit hans. Falleg verk voru svo vel les- in að upp laukst innsýn fyrir áheyrendum og það sem féll í skammakrókinn þurfti ekki meira. Þó held ég að Jón hafi í raun ekki viljað að menn gerðu hans „sleggjudóma" að sínum. Ef menn tóku of vel undir við tóninn hjá honum átti hann það til að lesa öðruvísi úr verkinu svo að menn sáu á því nýjar hliðar. Jón ku oft hafa þótt viðskotaill- ur einkum að dómi þeirra sem minna þekktu til hans. Víst var um það að hræsni og uppskafn- ingshátt þoldi hann ekki en mat vel alla einlæga viðleitni. Víst gat háð hans og glettni orðið beitt en þegar hann sagði sögur af samtímamönnum sínum og vin- um eins og honum einum var best lagið þá fólst í þeim glettnisögum oftast einlægni og launkímið sjálfháð. Æ en ég man ekkert ... Þrándur Thoroddsen Við Kaupmannarhafnarhá- skóla var í lok sjötta áratugarins ákveðið að kynna fyrirbærið „miðaldir á Norðurlöndum" fyrir dönskustúdentum. Bókmennta- og söguprófessorar áttu að flytja fyrirlestra, og Jón Helgason var eðlilega einn þeirra. I kringum þessa nýjung ríkti sérstök stemn- ing, þar sem fræðileg forvitni hafði unnið bug á hinni venjulegu akademísku hlédrægni: á fyrir- lestrana flykktust vikulega ekki bara hundruð stúdenta bæði yngri og eldri, heldur sáust með- fram veggjunum ekki ófáir kenn- arar, jafnvel prófessorar komu til að hlusta hver á annan. Jóni Helgasyni hafði verið falið að flytja fyrirlestur um efnið: Litteratur og samfund i islandsk middelalder. Hann hóf tölu sína á frekar þurran og hefðbundinn hátt, velti vöngum yfir því hvert það tímabil væri, sem kallað hefði verið miðaldir í sögu Evr- ópu. Hann nefndi t.d. krýningu Karlamagnúsar keisara árið 800 og benti á, að þá hefði ísland ver- ið „et dyyyresamfund" - og harla lítið af bókmenntum. Þrátt fyrir bókmenntaleysið sá Jón ekki á- stæðu til að fara fljótt yfir sögu, heldur eyddi hann drjúgum tíma, tveimur kortérum af þremur, að manni fannst, í lýsingu á einmitt þessu íslenska miðaldasamfélagi. Áheyrendur urðu ekki bara undrandi, heldur hélt Jón þeim undrandi, þannig að þeir neyddust til að leita að aivöru í öllum þessum húmor. Það næsta sem rnaður komst miðaldamann- inum í þessari hálftíma náttúru- lýsingu voru mýs og lýs og kettir og svo einn írskur munkur, þar til að prófessorinn upp við púltið brýndi allt í einu raustina: „Hvis jeeeg havde leevet pá Island pá den tid, sá ville jeg have været en máááge, med et vældigt vinge- fang - Ef ég hefði verið uppi í þá daga á íslandi hefði ég viljað vera mávur (og nú lyfti hann hand- leggjunum) með miklu vængja- hafi. Ég hefði flogið yfir hafið til Noregs, og lagt við hlustirnar, til þess að komast að hinu sanna í sambandi við uuu-omlyyyden“. Það var eins og áheyrendum létti dálítið, nú var komið að hljóð- um, kannski kæmi bráðum að bókmenntunum. Og síðasta stundarfjórðunginn fóru menn að punkta hjá sér. Þetta var „den store stil“ og ógleymanleg pedagógísk perla. Annars fór mestöll kennsla Jóns fram í lítilli stofu, ekki bjartri. Þetta var fimmtudagsleg þylj- andi: kvæði, athugasemdirogaft- ur kvæði; fornyrðislag, ljóðahátt- ur sem og dróttkvæður háttur. Til þess að fá hugmynd um hvernig þessar misseralöngu þulur voru, er nóg að glugga í útgáfu Jóns, Tvær kviður fornar og Kviður af Gotum og Húnum. Þar er sama góða blandan og í kennslunni: fróðleikur, mátulega smámuna- samur til að verða skemmtilegur, pottþéttur stíll, og umfram allt rólyndi Jóns, sem við nemendur hans kunnum svo vel að meta. Jón sjálfur virtist ekki vera sér- lega stoltur af kennslu sinni, heyrðist tauta fyrir munni sér eitthvað um aldeilis ónothæfar kennsluaðferðir upp á miðalda- vísu. Við vissum mætavel að hann hafði öðrum og mikilvægari verkefnum að sinna og gátum bú- ist við að hann hlakkaði til þeirra tíma þegar hann gæti helgað sig fræðagrúskinu eingöngu. En svo var ekki, finnst okkur. Þegar nær dró sjötugsafmælinu, kveið Jón fyrir og virtist óöruggur. Hvað yrði nú? Án þess að hika sam- þykkti hann beiðni Háskólans um að halda áfram kennslu eitt ár. Og þá hálft ár í viðbót. Stúd- entarnir, sem voru alltaf þeir sömu, áttu að verða klókari með hverri kennslustund, og til þess að þeim leiddist síður, fór Jón að auka hraðann í máli sínu, jafn- framt sem bragarháttum fjölgaði: við fórum að lesa rímur. Desember 1970 var óumdeil- anlega síðasti mánuður síðasta misseris. Við höfðum ekki kom- ist í gegnum allt námsefnið og á- kváðum aukatíma. Jólafríið nálg- aðist. Jóni þótti orðið „jól" held- ur hvimleitt og „frí" ennú verra, hvað þá „jólafrí". Þeir stúdentar sem enn voru í bænum á þessum jólurn - við vorum reyndar bara tvær - voru sammála um að kom- ast til botns í Skáldhelgarímum. Svo eftir mesta hátíðleikann í föðmum fjölskyldnanna mættum við stundvíslega klukkan 10 að morgni þriðja jóladags á tröpp- unum heima hjá Jóni Helgasyni með rúnnstykki undir hendinni. Sjálfum sér til undrunar fann Jón inni í búri krukku með sólberja- sultu. Jón sannfærði okkur um að hann kynni að kveða rímur svona á þriðja í jólum, en að öðru leyti var rímnayfirferðin nokkurn veg- inn eins og Eddu- og dróttkvæða- kennsla Jóns, bara meiri fart. Yfir einu og einu erindi var kann- ski kvartað: „Þetta er með öllu óskiljanlegt“. Samt var það recit- erað, nokkrar athugasemdir féllu, aftur var vísan tónuð og svo strax yfir í þá næstu. Rímurnar runnu áfram af slíkum hraða og með þvílíkri hrynjandi að „det simpelt hen swingede“. Af Jóni höfum við lært tvennt: að skáldskapurinn forni lifir; og að ekki má verða hræddur við texta. Skinnið er skaddað og textasagan hörmuleg, handritið hefði þess vegna getað brunnið með öllum hinum 1728. En nú höfurn við þessar línur og getum reynt við þær. Ekki er þó alltaf ráðlegt að grípa til flókinna út- skýringa til að sérhvert dæmi gangi upp. Mitt í öllu þessu Elende der Philologie verður að gefa sér tóm til að hlusta á skáldið og bera virðingu fyrir skrifaran- um. Þetta var sannkallaður rímna- dagur. Annað slagið leit Jón út í garðinn að athuga hvort köttur- inn hefði drukkið mjólkina; það var frost úti. En auk þess þótti Jóni upplagt að gefa þeirri okkar sem snarlega átti að fara í próf góð ráð og meira eða minna not- hæfar leiðbeiningar með það fyrir augum að auðvelda henni leiðina gegnum hreinsunareldinn. Marg- ir á þeirri leið hafa fundið fyrir nærgætni Jóns og hlýju. Bækur voru teknar niður úr hillu, þeim fylgdi oft lítil athugasemd, sem Jón taldi lykilinn að verkinu. Með svona einfalda setningu í vegarnesti þyrfti varla að pæla gegnum bókina alla. Urn tíu- leytið skjögruðum við út í vetrar- myrkrið og kennsla Jóns var fyrir bí. Jón hafði oftar en einu sinni vísað til fílólóga sem áttu sinn blómatíma í fræðunum þegar þeir voru komnir á efri ár. Én nú þeg- ar röðin var komin að honum sjálfum. var eins og hann treysti ekki lengur þessum dæmisögum. Augun áttu til að svíkja í myrkr- inu fyrir utan Proviantgárden, fæturnir að bregðast á steinlagðri götunni. Og hann þáði handlegg til stuðnings eða far ef honum bauðst bílferð, að vísu nöldrandi: „Det er meget, meget sikrere at sidde i en bus“. Til allrar lukku varð öryggis- leysið að láta í minni pokann. Augun sáu aftur það sem þau ætl- uðu sér og fæturnir hlýddu nokk- urn veginn. Nú reyndist kenning Jóns rétt um blómaskeið fræði- mannanna. Það var uppörvun okkur öllum sem vorum í nám- unda við Jón Helgason að sjá hann konta til vinnu á hverjum degi. Traustur eins og klettur, alltaf jafn mannlegur og hjálp- samur. Hclle Degnbol Helle Jensen Kveðja frá Félagi íslenskra frœða Jón Helgason prófessor er all- ur. Drjúgum starfsdegi er lokið. Mikill vísindamaður á sviði ís- lenskra fræða er kvaddur. íslensk fræði eru forn mennta- grein, ein sú elsta sem stunduð er með þessari þjóð. Svið fræðanna er Iíka vítt og þeim fátt óviðkom- andi er lýtur að andlegri og verk- legri menningu, tungu, bók- menntum og listum, daglegu lífi þjóðarinnar fyrr og síðar. Þjóð- ernisvitund og sjálfstæði íslenskr- ar þjóðar er með einum eða öðr- um hætti grundvölluð á þekkingu hennar á þessum fræðum, ást hennar og virðingu fyrir þeim andlegu verðmætum sem tengja hana saman og veita henni þor til að bera reist höfuð í samfélagi þjóða. Jón Helgason vann þjóð sinni mikið og ósérhlífið starf á sviði íslenskra fræða. Vísindastörf hans og fyrirlestrar, ljóð hans og ljóðaþýðingar, ræður, ritgerðir og bækur ætlaðar almenningi um eddukvæði og íslensku handritin eru drjúgur skerfur til sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar. Þeirri bar- áttu lýkur aldrei. Varðveisla þjóðernis, tungu og menningar lítillar þjóöar er eilíf barátta. Honum var ungum falið að veita handritasafni Árna Magnússonar forstöðu. Þær ströngu kröfur sem hann gerði til nákvæmni og vandaðra vinnu- bragða við vísindalegar útgáfur íslenskra handritatexta eru nú fyrirmynd þeirrar öflugu útgáfu- starfsemi, sem stunduð er í stofn- ununum tveimur, í Kaupmanna- höfn og Reykjavík, og kenndar eru við nafn Árna Magnússonar. Jón Helgason var fyrirlesari ,eins og þeir verða bestir. Þurr fræði og samtíningur öðlaðist líf í framsetningu hans og hann flutti mál sitt af innlifun og kynngi sem lét fáa ósnortna er á hlýddu. Þeirrar listar fengum við í Félagi íslenskra fræða að njóta er hann sótti okkur heim. Ljóð orti hann sem greypt eru í vitund þjóðarinnar. Félagi íslenskra fræða var mik- ill heiður að telja Jón Helgason í sínum röðum og vottar minningu hans djúpa virðingu og aðstand- endum hans innilega samúð. Sigurgeir Steingrímsson Fimmtudagur 23. janúar 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.