Þjóðviljinn - 23.01.1986, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 23.01.1986, Blaðsíða 18
MINNING MELTUVINNSLA Ráðstefna um nýtingu á slógi og aukaafla. Miðvikudaginn 29. janúar 1986 Borgartúni 6, 4. hæð. Axel Ólafsson Fundarstjóri: Dr. Grímur Þ. Valdimarsson. Fœddur 25.10. 1903 - Dáinn 17.1. 1986 DAGSKRÁ: 9.00 Afhending ráöstefnugagna - Kaffi 9.30 Setning Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra. 9.50 Nýting á slógi og aukaafla Sigurjón Arason - Meltuvinnsla - Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins 10.30 Kaffiveitingar 10.45 Notkun meltu sem fóðurs Ólafur Guðmundsson Rannsóknastofnun • landbúnaðarins 11.15 Reynslan af meltuvinnslu Ingvi Þorkelsson hjá Glettingi í Þorlákshöfn Glettingur hf. 11.45 Matarhlé- óformlegar umræður 13.15 Reynslan af meltuvinnslu Einar Guðfinnsson h.f. á Bolungarvík Bolungarvík - Meltun um borð í togurum - Þykking á meltu 13.45 Markaðshorfur fyrir Lárus Ásgeirsson meltu og reynsla Lýsis h.f. Lýsi h.f. 14.15 Tími og kostnaður við Haukur M. Stefánsson breytingar á fiskiskipum Landsmiðjan. til slógvinnslu 14.45 Kaffiveitngar 15.00 Niðurstaða nefndar um Finnur Ingólfsson nýtingu á slógi og Sjávarútvegsráðuneytinu. öðrum fiskúrgangi 15.30 Almennar umræður 16.00 Slit Þátttaka í ráðstefnunni er opin öllum áhugamönnum um nýtingu fiskúrgangs. Þátttöku þarf að tilkynna fyrir föstudaginn 24. janúar til Rannsóknastofnunar fiski- ðnaðarins, í síma 20240. Þátttökugjald er kr. 3000. Innifalið í þátttökugjaldi eru ráðstefnugögn, hádegi- sverður og kaffiveitingar. Þátttökugjaldið óskast greitt viz upphaf ráðstefnunn- ar. Sjávarútvegsráðuneytið Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins Söluskattur Viöurlög falla á söluskatt fyrir desember mánuö 1985, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 27. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. febrúar. Fjármálaráðuneytið, 20. janúar 1986. Völvuborg v/Völvufell Fóstra eða starfsstúlka óskast e.h. á deild með 3ja - 6 ára börnum. Upplýsingar hjá forstöðumanni í síma 73040. 6813T3™® DJÚÐVILJINN Aðeins örfá kveðjuorð um vin okkar og nágranna Axel Ólafs- son. Vinátta okkar við hann hafði staðið í langan tíma en hún hófst árið 1963 er okkur var úthlutað byggingarlóð við Hlíðarveg í Kópavogi. Lóð okkar var á milli tveggja eldri húsa og tekin úr þeirra landi. Voru Axel og kona hans Sigrún Valdimarsdóttir á aðra hliðina. En fyrstu kynni okkar af honum voru þannig að við vorum að vinna við bygging- una að okkar húsi er hann kom yfir til okkar og sagði „heyrðu karl minn, ert þú að stelafóðinni minni“. Þetta var dæmigert fyrir hann því hann var alltaf hress og með spaug á vörum. Allt frá þess- ari stundu skapaðist góð og löng vinátta m'illi okkar og þeirra hjóna sem aldrei bar skugga á. Eftir að við fluttum inn í hús okkar árið 1964 leið varla sú vika að Axel rölti ekki yfir til okkar. Alltaf fylgdi honum léttur and- blær, þó stundum gæti hann verið orðhvatur eins og ofangreind um- mælí gefa til kynna. Hann hafði hins vegar lag á því að segja hlut- ina á þann hdtt að enginn fyrtist við. Það voru mörg fimmtudagskvöldin sem við sát- um saman og ræddum um liðna tíð. Axel var einn af frumbyggj- um Kópavogs og fyrsti verkstjóri bæjarins. Var hann því vel heima í sögu bæjarfélagsins og hafði fylgst með frá því það breyttist úr hreppsfélagi, sem samanstóð ein- ungis af nokkrum húsum, í einn af stærstu kaupstöðum landsins. Hafði hann frá ýmsu að segja af reynslu sinni sem verkstjóri er bærinn var að byggjast upp. Margt var það spaugilegt enda hafði hann auga fyrir hinum bros- legu hliðum mannlífsins. En það er einnig augljóst að oft hefur það verið erfiðleikum bundið að byggja upp í bæjarfélagi þar sem allt fjármagn vantaði, starfsmenn voru fáir og verkefnin óþrjót- andi. Þá naut Axel sín áreiðan- lega vel sem verkstjóri því hann var bæði traustur og ábyggilegur og átti auk þess auðvelt með að umgangast fólk. Hann bar um- hyggju fyrir undirmönnum sín- um, sérstaklega þeim sem yngri voru, en hann gerði jafnframt kröfur til þeirra um að þeir væru stundvísir og góðir verkmenn. Starfsferill Axels hjá Kópa- vogskaupstað var langur því hann starfaði þar allt til sjötugsaldurs. Þegar hann hætti störfum hjá bænum voru næg verkefni heima fyrir. Hann þurfti m.a. að annast afabarnið sitt, Óttar, og konu sína er smátt og smátt missti heilsuna en lifir samt mann sinn nú. Þau hjón eignuðust ekki börn saman en tóku kjördóttur auk þess sem Sigrún átti einn son, Úlfar Helgason sem nú er tannlæknir. Er þau voru komin á sjötugsaldur misstu þau einka- dóttur sína og tengdason með stuttu millibili en þau létu eftir sig einn son á fyrsta ári. Ekkert þótti Axeli og Sigrúnu þá sjálfsagðara en að taka drenginn að sér þó þau væru komin á þennan aldur. Mörgum þótti það bera vott um mikinn dugnað og bjartsýni af svo fullorðnu fólki að ætla sér að ala upp barn. En það má segja að þetta hafi orðið þeirra gæfa því drengurinn var augasteinn ömmu sinnar og afa og ólst hann upp við umhyggju og ástúð gömlu hjón- anna. Meðan drengurinn var að alast upp var maður þakklátur fyrir hvert árið sem þau fengu að halda sæmilegri heilsu og sjá drenginn þroskast. Nú er hann nærri tvítugu og mun ljúka stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi í vor. Hann hefur alla tíð verið ömmu sinni og afa til sóma, bæði duglegur og um- hyggjusamur við þau. Axel sagði oft er hann kom yfir til okkar að líf þeirra hefði orðið dauflegra ef þau hefðu ekki tekið Óttar því hann hefði verið þeim mikill styrkur og gleðigjafi. Við eigum áreiðanlega eftir að sakna heimsókna Axels og nota- legra samverustunda með hon- um. En við viljum hérþakka hon- um fyrir liðna tíð og þann hlýhug sem hann og þau hjón bæði hafa sýnt okkur, börnum okkar og barnabörnum. Að endingu send- um við Sigrúni, Óttari og fjöl- skyldunni allri samúðarkveðjur og megi guð styrkja þau á erfiðri stundu. Blessuð sé minning Axels Ól- afssonar. Olöf og Guðmundur Kveðja Það er til mikils mælst af okkar- hálfu, sem þekktum Axel Ólafs- son, að ætlast til þess að fá að hafa hann alltaf við höndina, traustan og óbreyttan, eins og hann var í svo mörg ár. Til mikils mælst ekki síst vegna þess að fáir menn hafa gefið jafn mikið af sjálfum sér með því einfaldlega að vera til og Axel. Svo sterkur og jákvæður persónuleiki var hann. Hann er því kvaddur með gleði yfir að hafa fengið að kynnast honum og sorg yfir að ævi hans skuli ekki hafa orðið lengri. Þó náði Axel háum aldri, án þess nokkurn tíma að verða gamall. Þá þrjá áratugi sem ég hef þekkt hann var hann alltaf á besta aldri og yfir honum mikil reisn. Hann skilur eftir fyrir okkur, sem söknum hans, sterka og góða minningu. Axel Ólafsson var fæddur í Reykjavík þann 25. október 1903. Foreldrar hans voru Ólafur Ólafsson og Vilborg Jónsdóttir. Þó hann missti kornungur tengsl- in við þau tvö, er sjórinn hremmdi föður hans og móður hans beið nýtt líf í öðrum lands- fjórðungi, fékk hann með þeim veganesti ætternisins. Að honum stóðu tvær nafnkunnar ættir, föð- urættin oft kennd við Kotvog og móðurættin við Skarð á Skarðs- strönd. í báðum ættum má finna sterka einstaklinga sem hafa þol- að ýmislegt og það hefur áreiðan- lega verið Axel góð vöggugjöf. Á drjúgum æviferli kynntist hann ýmsum störfum til lands og sjávar, störfum sem ekki buðu upp á að hann hlífði sér, og þrátt fyrir að hann hafi ýmislegt reynt á ævi sinni, bæði í lífsbaráttunni og einkalífinu, bar hann það með sér að vera hamingjumaður, sem kunni að njóta þess góða sem hann kynntist og lét hið erfiða hvorki buga sig, né skilja eftir sig merki biturðar. Hann var heilsteyptur maður sem kunni að snúa flestu á betri veg. Hann átti létt með að miðla öðrum þeirri hlýju og hamingju sem ég kynntist á heimili hans á Hlíðarveginum í Kópavogi. Mér þótti alltaf vænt um að heyra það á tali rótgróinna Kópavogsbúa, að hann hafði náð að veita þeim sömu mynd af sjálfum sér og okk- ur sem þekktum hann gegnum ættartengsl, sanna mynd af mild- um höfðingja. Það hlýtur að vera óvenjulegt að kveðja mann sem einungis hefur skilið eftir sig bjartar minn- ingar. Þannig er það þó með Axel, ekki bara í minni minningu heldur fjölmargra annarra. Það var skemmtilegt að koma til hans sem lítil stelpa, til þessa stór- skorna manns sem var bæði vold- ugur og skemmtilegur, og þó alltaf hlýr eins og fjölskyldan hans öll. Og hann hætti aldrei að vera voldugur og skemmtilegur í mínum augum. Seinna var svo röðin komin að mínum börnum að koma á heimili Axels og kynn- ast því sama og ég þekkti svo vel og hann tók þeim með sama þrótti og gleði, svo þau gátu skríkt af ánægju. Röddin, fasið og hvítt og þykkt hárið vakti hjá þeim sömu óttablöndnu hrifn- ingu og mér forðum. Ég gat þess hér að framan að mér fyndist Axel hafa borið með sér áru hamingjumanns, en ef til vill hafa seinustu æviárin orðið honum þau allrabestu. Hann var ekki maður sem týndist þegar langri starfsævi hans var lokið, heldur var hann óumbreytan- legur og hafði kannski meiri tíma fyrir sig og fjölskylduna þá en áður. Við erum mörg sem sökn- um Axels, en sárastur er missir- inn þó efalaust hjá fólkinu, sem átti hann að, í daglegu lífi, fram á síðasta dag, eiginkonunni Sig- rúnu og dóttursyninum Óttari sem ólst mikið til upp á Hlíðar- veginum hjá Axel og Sigrúnu. Axel var stoltur af Óttari og það sannarlega ekki að ástæðulausu. Það er ekki lítið fengið fyrir mann eins og Axel að hafa fylgst með greindum og skemmtilegum strák fullorðnast án þess að fjarlægjast heimili sitt. Hjá Óttari og Sigrúnu breytist nú margt. Þeim og öllum öðrum úr nánustu fjölskyldunni votta ég samúð mína á þessum degi, en eftir lifir lifandi minning um einstæðan sómamann. Anna Ólafsdóttir Björnsson MFA kórinn óskar eftir kátu og hressu söngfólki í allar raddir. Ný efnisskrá í undirbúningi. Uppl. í síma 84233. 18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJlNN Flmmtudagur 23. janúar 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.