Þjóðviljinn - 08.04.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.04.1986, Blaðsíða 1
Fimleikar Stúlkumar signiðu á móti í Belgíu Stúlknalandsliðið sigraði lið'- frá Hollandi og~Beigíu á alþjóð- legu fimleikamóti sem fram fór í Torhout í Belgíu á sunnudaginn. íslensku stúlkurnar hlutu 93,50 stig en þær belgísku urðu í öðru sæti með 92,05 stig. Dóra Óskarsdóttir sigraði í einstaklingskeppni stúlkna með 33,90 stig. Ingibjörg Sigfúsdóttir og Lára Hrafnkelsdóttir urðu jafnar í fjórða sæti en keppendur voru 24. Piltalandsliðið keppti einnig við lið frá Hollandi og Belgíu en varð neðst með 125,20 stig. Hol- lenska liðið hlaut 144,70 stig og það belgíska 143,60. Davíð Inga- son varð 10. af 16 keppendum í einstaklingskeppninni. —VS Flugslysið Kristján úr leik Kristján Jón Guðmundsson knattspyrnumaður úr Fylki var annar mannanna tveggja sem komust líf's af úr flugslysinu hörmulega á Snæfellsnesi á laugardaginn. Kristján, sem er Bolvíkingur, hefur verið einn traustasti varnarmaður Fylkis undanfarin ár og var fyrirliði liðsins um tíma sl. sumar. Krist- ján brotnaði á báðum fótum í slysinu auk annarra áverka og því er ljóst að Árbæjarliðið nýtur ekki krafta hans á komandi keppnistímabili. —VS Akureyri Guðrún ¦ ¦ ¦¦ ¦ kjorin Guðrún H. Kristjánsdóttir skíðakona var útnefnd íþrótta- maður Akureyrar fyrir 1985 en úrslit í kjörinu voru birt á sunnu- dagjnn. Það eru blaðamenn og fréttaritarar á Akureyri ásamt stjórnarmönnum úr ÍBA sem standa að kjörinu. Halldór Áskelsson knatt- spyrnumaður varð í öðru sæti, Auðjón Guðjónsson júdómaður í þriðja, Jón Kristjánsson hand- knattleiksmaður í fjórða og Sig- uróli Kristjánsson knattspyrnu- maður í fimmta sæti. —K&H/Akureyri EMIkörfu Skotland Souness á heimleið? Gerist sennilega stjóri Rangers Miklar líkur eru á að Graeme Souness, fyrirliði skoska lands- liðsins i knattspyrnu, taki við stöðu framkvæmdastjóra hjá Glasgow Rangers í vor. Hann mun þá jafnframt leika með lið- inu næsta vetur. Souness er 34 ára og leikur með Sampdoria á ítalíu. Tilkynnt var í gær að Jock Wall- ace væri hættur störfum sem stjóri Rangers og að vonast væri til að Rangers yrði búið' að semja við Sampdoria innan sólarhrings. —VS/Reuter Tap í gær Finnland sigraði ísland 94-76 í fyrstu umferð Evrópukeppni ung- lingalandsliða í Frakklandi í gær. Is- land var vfir framundir hálfleik en síðan náðu Finnar yfirhöndinni. Magnús Matthíasson skoraði 20 stig fyrir ísland og Teitur Örlygsson 16. Island leikur við Svíþjóð í dag en Sví- ar unnu Dani 111-61 i gær. —Ig/VS Anna María Bjarnadóttir hampar bangsa og bikar en sem fyrirliði 2. flokks Víkings í handknattleik tók hún við þeim síðarnefnda á sunnu- daginn. Víkingur varð þá (slandsmeistari. FH sigraði í 2. flokki karla, Grindavík í 4. flokki kvenna og HK í 6. flokki karla. Mynd: E.ÓI. Sjá bls. 10-11. V. Þýskaland Svíþjóð Saab í þriðja Saab, liðið sem Þorbergur Að- alsteinsson þjálfar, er í þriðja sæti úrslitakeppninnar um sæti í sænsku úrvalsdeildinni í handk- nattleik. Þrjú lið af sex komast upp. Saab tapaði 17-20 fyrir H-43 um helgina en gerði síðan jafn- tefli, 20-20, við Cliff. Áður hafði Saab unnið Viking 20-18. Þor- bergur var rekinn útaf í byrjun seinni hálfleiksins gegn H-43 og skoraði ekki mark en gerði hin- svegar 6 mörk gegn Cliff. —VS Körfubolti Tíndastóll í l.deild Tindastóli frá Sauðárkróki Selfossi, síðasta leik úrslita- tryggði sér á föstudagskvöldið keppninnar. HSK náði þar að sigur í úrslitakeppni 2. deildar sigra, 51-50, en þau úrslit breyta karla og þar með sæti í 1. deild engu. Lokastaðan í keppninni næsta vetur. Sauðkræklingar varð þessi: sóttu Skallagrím heim í Borgar- Tindastóll....................6 4 2 483-422 8 nes og unnu merkilega stóran |"®,ellv £ 2 % ííH?! § nc zi r»- • c e ¦ Skallagnmur...............6 3 3 418-454 6 sigur, 95-63, eftir jafnan fyrn HSK a..................6 2 4 392-4^3 4 hálfleik. Tindastóll lék síðan við HSK á —VS Hoeness í hópinn Franz Beckenbauer, landsliðs- einvaldur Vestur-Þjóðverja, hef- ur valið hinn 33 ára gamla Dieter Hoeness í lið sitt fyrir vináttu- landsleik gegn Sviss í Basel annað kvöld. Hoeness hefur ekki leikið með landsliðinu í 7 ár en hefur skorað mikið af mörkum fyrir Bayern Munchen í vetur. Beckenbauer vildi líka fá hinn Knattspyrna Lertiy til Monaco Sören Lerby, sá frægi danski landsliðsmaður, skrifaði á sunn- udaginn undir þriggja ára samn- ing við franska 1. deildarliðið Monaco. Lerby leikur með Bay- ern Munchen í Vestur-Þýskalandi út þetta keppnistímabil en heldur síðan til furstadæmisins. Monaco er um miðja frönsku 1. deildina en liel'u r sett stefnuna á að komast á toppinn næsta vetur og kaupin á Lerby eru þýðingarmikil í þeirri áætlun. —VS/Reuter Knattspyrna Jafntefli í Kef lavík ÍBK og Breiðablik gerðu jafntefli, 2-2, í fyrsta leik Litlu bikarkeppninnar sem fram fór í Keflavík á laugardaginn. Rúnar Georgsson og Óli Þór Magnúson skoruðu fyrir Keflvíkinga en Jón Þórir Jóns- son sá um bæði mörk Kópa- vogsiiðsins. —VS 36 ára gamla Manny Burgsmuller frá Bremen í lið sitt. Burgsmuller hefur leikið frábærlega með Bremen í vetur en ákvað að gefa ekki kost á sér í landsliðið. Atta ár eru síðan hann lék síðast með landsliðinu. Beckenbaueráívan- dræðum með framlínu sína en góðar fréttir fyrir hann eru að Rudi Völler hjá Bremen er að verða heill eftir fimm mánaða fjarveru vegna meiðsla. —VS/Reuter Körfubolti Pétur með þrjú Pétur Guðmundsson skoraði 3 stig og tók 5 fráköst þegar Los Angeles Lakers töpuðu fyrir Ho- uston Rockets, 103-109, í banda- rísku NBA-deildinni í fyrrakvöld. Hann lék með í 9 mínútur í leiknum. —VS Þrlftjudagur 8. apríl 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 UMSJÓN: Vfe)IR SIGURÐSSON

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.